Morgunblaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 24
Fréttasimar Mbl — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 UM BARRTRE Sjá blaðsíðu 13. 100. tbl. — Föstudagur 4. maí 1962 Utsvarsbyrðin eykst ekki vegna gatnagerðarframkvæmdanna Kommúnistar krefjast nær þrefaldr- ar hækkunar fasteígnaskatta, sem gæti gert láglaunafólki ókleift að halda húsnæði sinu • Við fyrri umræðu á borgarstjómarfundi í gær, um heildar- áætlunina um fullnaðarfrágang- gatna í öllum skipulögðum hverf- »m Reykjavíkurborgar, upplýsti Geir Hallgrímvsson borgarstjóri, að aukin framlög til gatna- og holræsagerðar á næsta áratug muni ekki leiða til hækkunar á útsvarsbyrði einstakra gjaldenda. Kvað hann óhætt að hækka framlög borgarsjóðs til þessara framkvæmda um 5 millj. kr. á ári hverju, þar sem eðlileg fólksfjölgun í borginni sé um 2% á ári, og eðlileg aukning á tekjum manna sé um 4% án þess að leiða til hækkaðs verðlags. • Þá vakti það sérstaka at- hygli á fundinum, að borgar- fulltrúar kommúnista fluttú til- lögu um fjáröflun til fram- kvæmdar áætlunarinnar, sem fól í sér hvorki meira né minna en nær þrefalda hækkun fast- eignaskatta í borginni. Benti borgarstjóri á, að yrði sú leið farin gæti hún haft mjög af- drifaríkar afleiðingar fyrir alla húseigendur í borginni, gæti vel orðið «1 þess, að láglaunafólk gæti ekki haldið þvi húsnæði, sem það hefði komið sér upp af litlum efnum en mikilli þraut- seigju og dugnaði. • BorgarfuIItrúi Framsóknar, Þórður Björnsson, sem nú hverf ur úr borgarstjóm, flutti af þvi tilefni eins konar líkræðu yfir sjálfum sér, en minntist hins vegar naumast á það máJ, sem fyrir lá. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri lagði nokkrar ályktunar- tillögur fyrir fundinn til sam- þykktar, sem vísað var til 2. umræðu til endanlegrar af- greiðslu. Meðal þessara tillagna voru: • Borgarstjórnin telur, að á árunum 1962—72 beri að ljúka fullnaðarfrágangi allra gatna og gangstétta i skipulögðum hverf- um Reykjavíkur og felur borg- arverkfræðingi að hefja gatna- gerðarframkvæmdirnar á grund velli þeirrar heildaráætlunar, sem hann hefur gert. Hún tek- ur að svo stöddu ekki afstöðu til þess í hvaða röð framkvæmd ir eiga sér stað, umfram það, sem segir í 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. þ. m.,(Inn- skot Mbl. — Frá þessum fram- kvæmdum var skýrt á forsíðu blaðsins 1 gær, en það eru fram Geir Hallgrímsson Síldveiðarnar sunn- anlands og vestan MJÖG góð síld/veiði var vilkuna 22. apríl til 28. apríl sl. og var landað úr 22 skipum samtals 87.2114 uppmældum tunnum. Nokkur skip biðu þá losunar og má gera ráð fyrir að vikuaflinn hafi verið um það bil 84 þús. tunnur. Heildarmagn á land komið frá vertíðárbyrjun til laug ardagsins 28. apríl var 1.072.850 uppm. tunnur. Hæstu veiðistöðvarnar eru þessar: Vestmannaeyjar 118.612 um. t. Keflavík 165.219 — - Hafnarfjörður 128.086 — - Reykjavik 335.946 — - Akranes 189.125 — - Vitað er um 30 sfcip, sem síld veiðar stunda og fer hér á eftir slkrá yfir þau, sem aflað hafa 20 þús. tunnur eða meira frá upphafi síldveiðanna sl. haust: uppm. tn. Bergvik Keflavík 27.329 Bjarnarey Vopnafirði 29.158 Eldborg Hafnarfirði 24.814 Guðm. Þórðarson Reykjav. 33.912 Halldór Jónsson Ólafsvík 22.893 Haraldur Akranesi 29.691 Höfrungur II Akranesi 39.031 Jón Trausti Raufarhöfn 29.285 Skírnir Akranesi 20.636 Víðir II Garði 46.671 (Skýrsla frá Fiskifélagi íslands). kvæmdir til næstu áramóta.) en telur eðlilegt, að fylgt verði þeirri meginreglu, að fullnaðar- frágangur gatna komi í kjölfar hitaveituframkvæmda. • Borgarstjórn felur borgarverk fræðingi í samivinnu við Inn- kaupastofnun Reykjavikurborg- ar að undirbúa kaup á nýrri mal bikunarstöð, svo og að u-ndirbúa tillögur um endurnýjuin Og kaup á öðrum tækjum til gatnagerðar, sem nauðsynlegt er, að Reykja- víkurborg afli sér til viðbótar þeim tækjum, sem fyrir eru. Framhald á bls. 17. Óðinn við Græn- landsströnd VARÐSKIPIÐ Óðinn, sem fór með þyrlu til að sækja sjúkan mann til Grænlands, átti að koma að ísröndinni 1 nánd við Kitak eyju seint í gærkvöldi. Var búizt við að hann mundi bíða þar í nótt, en með birtingu í miorgun átti þyrlan að gera til- raun til að kornast til eyjarinn- ar, þar sem sjúklingurinn er, ef veður leyfðL Undanfarin tvö kvöld hafa þeir Ingi R. Jóhannsson og Jónas Þorvaldsson keppt í Breiðfirðingabúð um fjórða sætið í landsliðsfl. Á mótinu varð Friðrik Ólafsson efstur, Björn Þorsteinsson næstur og Ingvar Ásmundsson þriðji. Þeir Ingi og Jónas voru í 4. og 5. sæti og kemst aðeins annar þeirra í landslið. í fyrrakvöld tefldu þeir fyrri s'kákina og sigraði þá Ingi og í gærkvöldi tefldu þeir seinni skákina. Um mið- nætti sömdu þeir jafntefli og tekur Ingi því 4 sætið í lands liðsflokki. -«>- ísröndjn heldur nær landi en venjulega Jónas og Ingl I úrslita- » skákinnL 1 Ikveikja á Sigiufirði? SIGLUFIRÐI, 3.‘mal. — í gær kom upp eldur í húsi hér í bæn- um. Er það lítið Og gamalt timbur hús nr. 24 við Túngötu. í húsinu bjó einn maður, sem ekki er eig andi þess, en átti innJbú þar, Leikur grunur á að kveikt haö verið í húsinu og er fibúandinn í varðhaldi og málið í rannsókn, Eldurinn kom upp um 4 leytið síðdegis. Slökkviliðið köm mjög fljótt á vettvang og réði niður- lögum eldsin*. Húsið brann ekki mikið, en skemmdir hafa orðið á þvi. — Stefán. SJÁI.FBOÐALIDAR eru hvattir til að koma á skrifstofuna í dag og næstu daga og aðstoða við ýmis konai vinnu. í FYRRADAG flaug flugvél Landhelgisgæzlunnar, Rán yfir Grænlandshaf 1 könnunarferð, eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu. Blaðið leitaði í gær frétta af ísnum hjá Garðari Páls- syni, stýrimanni. ísbrúnin hafði reynzt vera um 80 km norðvest- ux af Straumnesi og liggur það- an til suðvesturs frá 67 N og 24 V og til 66,38 og 25,40 V. Mun iþetta vera heldur nær landi en venjulegt er á þessum tíma. Rán flaug síðan suðvestur og sá engan frekari ís á sinni leið, sem sýnir að ísröndin beygir meira til vesturs en að ofan greinir. Lélegt skyggni var og var flogið fremur lágt. Isrekið var þétt á þessu svæði, áætluðu flumenn að um 7/10 af sjónum væri þakinn ís. Á ísnum sáu þeir víða blóðflekki frá sel- veiðunum, en selveiðimenn gera að aflanum úti á isnum. Keypti brennivín af bílstjóra Maðurinn, sem drakk tréspirann, orðinn heill heilsu MAÐUR sá, sem skýrt var frá að lagður hefði yerið inn í Landsspítalann, blindaður af dryikkju, tréspíra aðfaranótt s.I. laugardags, er nú kominn af sjúkrahúsinu, og er talinn heill heilsu. Rannsóknarlögreglan hefur haft upp á bílstjóra, sem hefur Skógareldur við Hafravatn REYKJUM, Mosfellssveit, 2. maí. — Um kl. 15 í gær kom drengur til mín á skellinöðru. Sagði hann, að hann og félagi hans hefðu verið að fikta við eld í Hafrahlíð við Hafravatn. Kveiktu þeir bál, sem þeir ætl- uðu að slökkva aftur, en þeim tókst ekki að ráða við eldinn, svo að hann breiddist óðfluga út um sinuna. Sunnanvindur var á, og varð piltunum ljóst, að skógræktargerði Magnúsar Finn bogasonar, menntaskólakennara, sem er í svonefndu Hlíðarhorni, I var í hættu. Ég hringdi á slökkvi liðið og sendi það einn bíl og þrjá menn upp eftir. Þeir höfðu meðferðis nóg af slökkvitækjum, og dreif að fjöldi fólks, sem var í skemmtiferðum um nágrennið, til þess að hjálpa við slökkvi- starfið. Eldurinn komst inn fyrir skógræktargirðinguna, og mun um fjórðungur hrislnanna hafa brunnið. Eftir um hálfan annan tíma hafði eldurinn verið drep- inn. Hafði vindur þá snúizt til norðurs, og auðveldaði það slökkvistarfið. Einnig varð eldur laus í landi Hjaltastaða í Mosfellsdal. — jón. viðurkennt að hafa selt mannin um flösku af brennivíni um- rædda nótt, en sannað þykir að hér hafi verið um brennivíns- flösku frá Áfengisverzluninni að ræða. Maðurinn hefur hins veg- ar engar viðhlítandi skýringar getað gefið á því hvar hann hafi fengið spírann, sem hann telur sig hafa drukkið. Ný malbik- unarstöð í TILLÖGU þeirri, sem Geirí Ilallgrímsson, borgarstjóri flutti á fundi borgarstjómar í gær um afgreiðslu heildará- ætlunarinnar um fullnaðarfrá gang allra gatna í skipulögð- um hverfum Reykjavíkur á næsta áratug, er gert íáð fyr 1 ir, að borgarverkfræðingi verði falið í samvinnu við Inn kaupastofnun Reykjavíkur- borgar að undirbúa kaup á nýrri malbikunarstöð, svo og að undirbúa tillögrur um end urnýjun og kaup á öðrum tækjum, sem fyrir eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.