Morgunblaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐiÐ
Föstiidágur 4. maí 1962
Nýsköpun rússnesku
stjörnarskrárinnar?
eftir Edward
HIN opinbera tilkynning um
aff Sovétríkin eigi að fá nýja
stjórnarskrás hefur vakið
talsverða forvitni, eins og
ætlazt var til. Stjórnarskrár-
nefndin, sem telur 97 menn,
en formaður hennar er Krú-
sjeff, á fyrir höndum erfitt
verkefni að endurbæta stjórn
arskrána, sem nú er í gildi
og Stalín lét samþykkja 1936.
Sú stjómarskrá var rétti-
lega hyllt sem lýðræðisleg-
asta stjórnarskrá, er til væri.
Gallinn var sá einn, að hún
Spiridonoff
Crankshaw
var aldrei framkvæmd.
Reyndar var hún samin o{;
borin fram undir nokkuö
hrollvekjandi kringumstæð-
um. Stjórnarskrámefndir.
var sett á laggirnar í febrú-
ar 1935, mánuði eftir hin
leynilegu réttarhöld yfir hin-
um gömlu bolsévikum. Kame-
neff og Sinovjeff, og fang-
elsun þeirra fyrir „siðferði-
lega samsekt" í morði flokks
foringjans Kíroffs í Lenin-
grad.
Meðan nefndin hélt fundi
og ræddi ákvæðin, sem áttu
á pappímum að gera Sovét-
rikin að paradís verkamanna
og heimkynnum jafnréttis og
réttlætis, vora hréinsanirnar
miklu að nálgast hámark.
Stalín var formaður nefndar
innar, og Vishinsky var einn
ig i henni. Meðal nefndar-
manna vora einnig Bukharin
og Sokolnikoff, sem áttu eft-
ir að standa fyrir dóm.stóli
áður en þrjú ár voru liðin,
ákærðir af Vishinsky um
hryllilega glæpi. Þeir voru
siðan dæmdir til að verða
skotnir, ásamt fjölda ann-
arra félaga. Réttarhöldin yf-
ir sumum þeirra höfðu verið
opinber, en flest voru það
ekki.
Kirilenko
f sama mund og nýja
stjórnarskráin var lögð fram,
básúnandi tryggingu Iögræð-
is og frelsis, hóf Stalín ógn-
ar- og einvaldsstjórn sína
fyrir alvöru.
í stuttu máli sagt, allt sem
Krúsjeff og félagar hans
þurfa að gera til að breyta
Sovétríkjunum í það land,
sem þeir vilja að það veri,
er að endurprenta alla stjórn
arskrá Stalíns og sjá um að
henni sé beitt í raun og veru.
En hver einasti sovétborgari
hefur vitað í 26 ár, að þessi
stjórnarskrá er innantómt
blaður. Sennilega er álitið á
æðstu stöðum, að opinber
ógilding hennar og framsetn-
ing nýrrar stjórnarskrár hafi
sterk áhrif á hugi manna og
sannfæri hina efagjörnu um
að Krúsjeff sé alvara. Ef til
vill hefði það verið sannfær-
andi, ef Krúsjeff hefði getað
fengið af sér að játa, að gamla
stjórnarskráin hefur aldrei
verið annað en fals.
I stað þess velur hann þann
kostinn að segja, að nýrrar
stjórnarskrár sé þörf til að
fylgja eftir breytingunni úr
„alræði öreiganna til sósíal-
istísks ríkis allrar þjóðarinn-
ar“, til að undirbúa umbreyt-
inguna frá sósíalisma til
kommúnisma, og tryggja
enn betur réttindi og frelsi
hins vinnandi fólks.
Á fundi æðstaráðsins kom
fátt athyglisvert fyrir. Eftir-
tektarvert er, að Krúsjeff
notaði ekki tækifærið til að
gefa yfirlýsingu, hvorki beint
né óbeint, um sambúðina við
Kína. Frú Furtseva, sem féll
úr miðstjórninni -í haust og
var talin horfin úr ríkisstjórn
inni, var aftur skipuð nr.ennta
málaráðherra.
En athyglisverðasta breyt-
ingin var í sjálfri flokks-
vélinni. Núverandi flokks-
foringi í Leningrad, Spirdon-
off, var látinn fara úr stjóra
flokksins, og Kirilenko, sem
missti sæti sitt í miðstjórn-
inni í október siðastliðnum.
hefur nú verið endurreistur.
Þessar breytingar bera vitni
um ógreinilega og djúpstæða
strauma í hinni sífelldu
valdabaráttu meðal undir-
manna Krúsjeffs.
Hvert þessir straumar
stefna er ómögulegt að dæma
um af breytingunum á yfir-
borðinu. Spiridonoff for-
Jósep Stalin
dæmdi Stalín ákaflega á 22.
flokksþinginu. Hann hafði
forystu fyrir þeim, sem kröfð
ust þess, að Stalín yrði kast-
að út úr grafhýsi Lenins.
Hann er kominn frá Lenin-
grad, eins og Frol Kosloff,
sem er nú hálf-opinber næst-
ráðandi Krúsjeffs
Kirilenko er hins vegar frá
Úkraínu, einn af traustustu
stuðningsmönnum Krúsjeffs
og áhugamaður um síaukna
iðnvæðingu, en þá stefnu hef
ur Krúsjeff sjálfur aðhyllst
úpp á síðkastið, hvort sem
það er af sannfæringu eða
vegna áhrifa harðsvíraðri
samstarfsmanna, en áður hef
ur hann virzt vilja leggja
áherzlu á framleiðslu neyzlu
varnings og aukna þjónustu,
jafnvel á kostnað þungaiðn-
aðarins.
(Observer — Öll réttindi
áskilin).
Kveldúlfur Grönvold
stórkaupmaður — Minningarorð
KVEUDÚLFUR GRÖNVOLD
kaupmaSur andaðist þann 24.
apríl s.l. Hann fæddist á Siglu-
firði þann 12. marz 1901. Ungur
að árum gefck hann í Verzlun-
arskóla íslands og lauk þaðan
burtfararprófi. Að því loknu
starfaði hann um nokkurra ára
skeið á skrifstofum Höfnersverzl-
xuiar bæði í Kaupmannahöfn og'
Reykjavík. Þegar sú verzlun
hætti réðist hann til mágs síns
Iherra Paul Smith verkfræðings
Og starfaði æ síðan við kaup og
sölu á rafmagnsvarningi, enda
hafði hann öðlast staðgóða þekk-
ingu í þeirn grein verzlunar.
Bftir að raftækjaeinkasala ríkis-
ins var lögð mður 1. janúar 1940
stofnaði hann sína sjálfstæðu
heildsöluverziun með rafmagns-
vörur, sem hann rak með prýði
og miklum vinsældum til dánar-
dægurs. Hann ávann sér traust
þekktra og viðurkenndra er-
lendra fyrirtækja, sem hann
starfaði fyrir.
í stjórn Félags raftækjaheild-
sala var han« óslitið frá stofnun
þess.
Kveldúlfur var höfðingi í lund
og drengskaparmaður hinn mesti.
Átti hann því miklum vinsæld-
um að fagna. Okkur, sem um
fjölda ára skeið höfum verið sam
verkamenn hans, bæði við verzl
un og í félagssamtökum þykir
nú skarð íyrir skildi þar sem
hann er horfinn.
Bftirlifandi. eiginkonu hans frú
Emilu og sonum þeirra Karli og
Halldóri vöttum við ökkar
fyllstu samúð.
Hans Ragnar.
Kristmund-
ur Krist-
mundsson
F. 5. ágúst 1897.
D. 26. apríl 1962.
AUt er runnið æviskeið,
endi á jarðvist bundinn.
Lagt á stað um ljóssins leið,
lausn frá böli fundin.
Öll þau verk, sem áttir hér,
upp ei telja nenni.
Til þess endist ekki mér,
orka blek né penni.
t
Kvæðið litla kveðja er,
kvak frá mínu hjarta.
Friðar engill fylgi þér,
fram á veginn bjarta.
Qft þú máttir langa leið,
léttum vagni aka.
Illt þó stundum búið beið,
böl og næturvaka.
Heima græddir lítinn lund,
lifðir fáum háður.
Blessun naust með 'blíðri hrund
af báðum sonum dáður.
Æska, fjör og ástin heið,
afrek, gáfur hylli.
Allt fer saman eina leið,
auður heims og snilli.
Sæll er sá, er Drottni deyr,
dyggðum hreinum prýddur.
Ekkert hræðast mun hann
meir,
merki Dagsins skrýddur.
Orðnm hljóðum um það bið,
innst í huga rmiium
Guð á himnum gefi frið,
góðum vinum þínum.
K. K.
VJ ÁL.FLUTN IN GSS'I’OFA
Aðalstræti 6, III hæO.
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorlákssun
Guðmundur Pétursson
Bridge
HEIMSMEISTARAKEPPNI í
tímenningskeppni í bridge
hófst um síðasttiðna helgi
í Cannes í Frakklandi. — í
opna flokkknum keppa 26 pör
frá 10 löndum. Keppninni er
hagað þannig að spilaðar eru 5
umferðir og eru 26 spil í hverri
umferð. Mjög strangar reglur
eru varðandi sagnkerfi og einn-
ig er þess gætt vandlega að á-
horfendur hafi ekki áhrif á spil
arana. — Er t. d. áhorfendum
bannað að vera í þeim sal sem
spilað er, en geta aftur á móti
fylgzt með á sýningartjöldum.
Eftir fyrstu umferð var stað-
an þessi í opna flökknum:
stig
1. Balcherich — Ohestem
(Frakkkland) ....... 612.5
2. Gartner — Sandgren
(Svíþjóð) .......... 610.8
3. Gardener — Rose
(England) .......... 605.0
Mikla athygli vakti að ensku
spilaramir Reese og Shapiro
voru í 20. sæti eftir þessa um-
ferð.
í kvennaflokki var staðra
þessi eftir fyrstu umferðina:
1. Durran — Forbes
(England) ............ 191.5
2. Fleming — Moss
England) ............. 182.0
3. Pariente — Serf
(Frakkland) .......... 182.0
4. Barr — Palmborg
(Svíþjóð) ........... 176.0
AÐ tveimiur umferðum loknum
er staðan þessi:
Opni flokkurinn:
1. Gardner — Rose
(England) 1201.0 stig
2. Pariente — Roudinesco
Frakkland) 1165.4 —
3. Gartner — Sandgren
(Svíþjóð) 1160.7 —
Kvennaflokkur:
1. Pariente — Serf
(Frakkland) 344 stig
2. Durran — Forbes
(England) 333 —
3. Barr — Paknborg
(Sviþjóð) 332
Samkomur
K.F.U.K. , Vindáshlið
Hlíðarfundur fyrir telpur verð
ur í kvöld kl. 17.30. Fjölbreytt
dagskrá. Mætum allar!
Stjórnin.
pAll S. PALSSON
Hæstaréttarlögmaður
Bergstaðastræti 14.
Sími 24-200.
Afgreiðslustúlka
Viljum ráða afgreiðslustúiku í vefnaðarvöruverzlun við
Laugaveg. Vinnutími frá kl. 1 — 6 og fyrir hádegi á
laugardögum. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Tilboð
sendist Morgunblaðinu sem fyrst með upplýsingum um
menntun og fyrri störf merkt: „Afgreiðslustúlka — 4899“.