Morgunblaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 22
22
MOnCriSTtLTIÐlÐ
Föstudngur 4. maí 1962
24 þús. kr. kaup
fyrir 90 mín. leik
HÁPUNKTURINN í ensku knatt-
spyrnunni er úrslitaleikurinn í
bikarkeppninni. Að þessu sinni
fer hann fram n.k. laugardag og
keppa þá Tóttenham Og Burnley.
Kétt fyrir kl. 3 munu leik-
menn beggja liða, ásamt fram-
kvæmdast j órum, ganga inn á
Wembley-leikvanginn í London,
en úrslitalei'kirnir hafa farið þar
fram síðan 1923. 100 þús. horf-
endur verða viðstaddir þennan
81. úrslitaleik, en auk þeirra
munu milljónir manna víðsvegar
um heim fylgjast með leiknum
í útvarpi og sjónvarpi.
Þessir 100 þús. áhorfendur
munu greiða í aðgangseyri um
50 þús. pund og skiptist sú fjár-
hæð þannig: 25% renna í sérstak
an sjóð, sem síðan skiptist á milli
allra þátttakenda í bikar-
Gleði
og sorg
SIGUR Benefica yfir Real
Madrid gerði allt vitlaust í
Portúgal. Menn skutu flugeld
um, fóru í skrúðgöngur og létu
öllum illum látum, köstuðu
bréfstrimlum og hoppuðu og
dönsuðu á götum úti og á veit
ingahúsum. Umferðatruflanir
urðu á götunium nálægt skrif-
stofu Benefica-félagsins. Þang
að hópuðust aðdáendur og
stuðningsmenn . félagsins
íklæddir einkennisbúningi fé-
lagsins, purpurarauðum peys-
um og sungu söngva Bene-
fica og hrópuðu „Vivas,
’Vivas“.
Á þriðjudaginn er liðsmenn
koma heim verður þeim fagn-
að með ‘orðuveitingum.
Sorg ríkti í Madrid aftur á
móti. Almenn skoðun var þar
fyrir leikinn, að þótt Bene
fica jrðu erfiðir keppinautar,
þá myndi Real Madrid vinna
Evrópukeppnina í 6. sinn. Sök
inni var allri skellt á vamar-
(leikmenn.
keppninni, en afganginum munu
Burnley og Tottenham skipta á
milli sín.
Fari svo, að liðin skilji jöfn
að loknurn venjulegum leiktíma,
mun leikurinn framlengdur í 30
mínútur, en verði liðin þá enn
jöfn, fer fram annar leikur. Að-
eins fjórum sinnum hefur orðið
að framlengja úrslitaleik í bikar
keppninni, og það síðast árið
1947.
Mikill heiður er það fyrir
leikmennina að komast í „Cup-
Final“ á Wemfoley, en það er auk
Iþess mikið fjáiihagslegt atriði
fyrir þó, því hver leiikmaður fær
að minnsta kosti 100 pund fyrir
leikinn, cn 200 pund, ef hann er
í þvl liði, sem sigrar.
Eins og áður segir, er leikurinn
n.k. laugardag 81. úrslitaleikur-
inn í þessari vinsælu keppni og
þau 12 lið, sem oftast hafa sigrað
eru þessi:
Aston Villa . 1.. 7
Blackbur* .........6
Newcastle ........ 6
Wanderej .... 5
W. B . A.......... 4
Wolverhamptön 4
Sheffieid U..... 4
Bolton ........... 4
Sheffield W. ..3
Arsenal .......... 3
Mandhester City 3
Tottenham .... 3
Burnley:
Félagið var stófnað árið 1670
og var eitt af þeim liðum, sem
stofnaði samtök enskra félaga ár-
ið 1888. Félagið hefur tvisvar
sigrað í deildarkeppninni, þ. e.
árin 1921 og 1960. Félagið hefur
einu sinni sigrað í bikarkeppn-
ixmi árið 1914, en komst í úrslit
1947 og tapaði þá fyrir Charlton
0—1.
Tottenham:
Félagið var stofnað árið 1882 Og
hóf að leika í deildarkeppninni
1908 Og þá í n. deild. Félagið
hefur tvisvar sigrað í deildar-
keppninm, þ. e. árin 1950 og 1961.
Félagið hefur þrisvar sigrað í
bikarkeppninni, árin 1901, 1921 og
1961. Á síðastliðnu ári tókst fé-
laginu að sigra bæði í bikar-
keppninni og deildarkeppninni,
Og þótti það einstakt afrek.
Hafnfirðingur hafði
forystuna alla leið
en sveitir Armunn* unnu bikarana
DRENGJAHLAUP Ármanns fór
fram s.l. sunnudag. Voru 20
keppendui skráðir tii leiks og
mættu allir, Hlaupið var hið
skemmtiilegasta og keppnin um
bikarverðlaun fyrir sveitakeppni
sérlega jöfn. Ungur Hafnfirðing-
ur 17 ára gamall, Kristjón Ragn-
arsson að nafni, vann sigur. Hann
var eini Hafníirðingurinn í hlaup
inu svo þeir komu ekki til greina
í keppni um bikara. En Kristján
vann með nokkrum yfirburðum.
Annar í hiaupinu varð Kristjón
Mikaels9<m ÍR. Hann var sömu-
leiðis einn fró sínu félagi, og
blandaði sér því ekki í keppni
sveitanna, en hlaupið er ekki
sdður fyrir sveitir félaga. Sú
keppni var mjög hörð. Ármann
vann bæði keppni 3 og 5 manna
sveita, en það aðeins eftir mjög
harða keppnj við KR. Munaði
1 stigi á 5 manna sveitum fé-
laganna.
Úrslit urðu þessi:
mín.
1. Kristján Ragnarss. FH 5.29,7
2. Kristján Mikaelsson ÍR 5.33.0
Framh. á bls. 23
MARGUR frægur kappinn
getur fengið byltu á skíðum
og slikt kemur oft fyrir.
Þessi mynd er frá skiðamóti
íslands, nýafstöðnu á Akur-
eyri. Hún var tekin í sveita-
keppni 1 svigi og sýnir
hvernig einn keppandinn
bjargaði sér yfir fyrir mark
snúruna. Hann var kominn
heilu og höldnu í mark —
annað skipti ekki máili, fyrir
hann og sveit hans. Maður-
inn er frá Ólafsfirði. Að
öðru leyti skýrir myndin sig
sjálf, nægur snjór, gott
skíðaland. — Ljósm. S.
Pedersen.
2/o—3/o herb, íbúð
helzt með húsgögnum óskast til 1. sept.
fyrir imgverska þjálfarann Gabor.
Upplýsingar gefur form. ÍR 1 síma 18350.
Oráöin gáta
Óli B. Jónsson.
ÓLI B. Jónsson knattspyrnu-
þjálfari, maðurinn sem stóð á
bakvið blómaskeið KR-liðsins á
undanförnum árum, er nú þjálf-
ari hjá Val. Hanm varð á vegi
okkar í gær og við spurðum
hvernig gengi.
— Þetta gengur allvel. En það
er eftir að sjó hvernig árangur-
inn verður í keppni. Það hefur
mikill fjöldi pilta æft hjá Val —
og æft vel. Hitt er svo einnig
staðreynd, að margir piltarSir
eru nýliðar og skortir reynslu.
Þá kann emnig að skorta tækni
til að frarokvæma það sem þeir
vilja gera. Það er því óráðin
gáta hvernig Valsliðið reynist í
keppni.
— Haíið þið leikið æfinga-
leiki?
— Já nokkra. Síðast lékum -við
gegn Fram. Við unnum þann leik
1—0. Hjá okkur vantaði 4 menn
en ég held. engan hjá þeim. En
þó við höfum skorað, þá áttu
Framarar mun meira í leiknum
Og hefðu átt sigur skilið.
— Heldurðu að Valur blandi
sér í stríðið um titla og bikara?
— Ég tel að KR liðið sé ekki
eins sterkt og áður Og að Valur
eigi sigurmöguleika eins og aðrir.
En Valsliðið er þó enn óráðin
gáta. Þetta kemur í ljós.
Tennur yðar
þarfnast daglegrar umhirðu. RED WHITE TANN-
KREMIÐ fullnægii öllum þörfum yðar á því sviði.
RED WHITE er bragðgott og frískandi og
inniheldur A4 og er umfram allt mjög ódýrt
Biðjið ekki bara um tannkrem,
heldur RED WHITE tannkrem
Heildv. Kr. Ó. Skagfjörð h.f.
Símá 2-41-29