Morgunblaðið - 10.05.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1962, Blaðsíða 10
10 rM O RGU N B L AÐ 1Ð Fimmludagur 10. maí 1962 Landsmót hestamanna í júlí í undirbúningi Á ÁRSí'ING'I Landssanmbands hestamanna, sem haldið var í Nóv. s.l. var kosin framkvæmda nefnd til að undinbúa og annast ásamt stjórn L.H. landsmót toestamanna, sem verður haldið í sumar við Skógarhóla í Þing- vallasveit. Ákveðið hefur verið, að lands mótið verði haldið dagana 14. og 1®. júli n.k, Margvísleg undinbúningsstörf fyrir mótið eru þegar hafin. Mótið verður með líku sniði og 1958, en þá var síðasta lands- mót haldið og á sama stað. Ýms ar endurbsetur hafa verið gerð- ar á mótstaðnum síðan það mót var haldið. Útför Magnúsar á Snældubeins- stöðum Á landsmót er stefnt saman til sýninga og keppni, únvali kyn- bóta- og góðhesta, sem komið (hafa fram á síðustu árum alls staðar af landinu. Jafnframt verður efnt til kappreiða á ýms um vegalengdum. Ástæða er til að vekja athygli é, að efnt verð ur til kappreiða á 800 m. vega- lengd, en við Skógarhóla munu vera beztu Skilyrði á landinu fyrir þetta hlaup. Eigendur hrossa, sem til greina kemur að sýna eða reyna á mótinu, eru 'hvattir til að hafa hesta sína í sem beztri þjálfun. Allar upplýsingar varðandi framkvæmd mótsins eru gefnar hjá fonm. nefndarinnar, Kristni Jónssyni, náðunaut, Selfossi, framikv.stjóra mótsins Sigurði Haraldssyni, Hellu, og á skrif- stofu hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Akranesi 7. apríl M A G N TJ S bóndi og smiður Jakobsson á Snældubeinsstöðum I Reykholtsdal var jarðsunginn á laugardaginn að Reykfholts- kirkju af sóknarprestinum, séra Einari Guðnasyni. 300 manns fylgdu Magnúsi til grafar. Kirkjukór Reykholts söng og frú Sigríður Sigurðardóttir frá Aikranesi söng einsöng. Söng hún lagið Ave Maria eftir Söhubert. — Oddur Nýr bátur til Höfn, Hornafirði, 8. maí SÍÐASTLIÐINN laugardag kom nýr fi-skibátur til Hornafjarðar og ber hann nafnið Haraldur SF 70. Báturinn er smíðaður hjá SBcipaviðgerðum, Vestmannaeyj- um úr eik og er 36 brúttólestir að stærð. Hann er frambyggður, búinn öllum fullkomnustu tækj- um og með 235 ha. Rolls Royce véh Eigandi bátsins er h.f. Har- aldur í Höfn. Báturinn fer á tög- veiðar. — Gunnar. Segni forseti Ítalíu ^ Segni rekur Fanfani forsætisráðherra rembingskoss. ÞAÆ) tók útalska þingið 5 daga aC kjósa nýjan forseta. Antonio Segni utanrikisráð- herra ítalíu sl. 2 ár, bar loks sigur úr býtum, eftir að geng- ið hafði verið alls 9 sinnum til atkvæða. Segni er úr Kristilega demö krataflokknum, og hefur tví- vegis verið forsætisráðherra. Hann hlaut flest atkvœði í hvert sinn, sem kosið var, en ekki tilskilinn atkvæðafjölda 428, fyrr en í 9. atkvæða- greiðslu. Það vakti talsverða athygli að í 6. atkvæðagreiðslunni vantaði Segni aðeins 29 at- kvæði, til. að nú kjöri. Hættu legasti andstæðingur hans þá, var Giuseppe Saragat, úr Sósíaldemokrataflokknum, er fékk þá 85 atkvæðum færra en Segni. Saragat naut stuðn- ings kommúnista í kosning- unum, þótt hann sé and- kommúnisti. í 9. atkvæða- greiðslunni hlaut Saragat að- eins 334 atkvæði. í lokaatkvæðagreiðslunni hófu kommúnistar á þingi mikil hróp og kölluðu „svik“. Atkvæðagreiðslan á að vera leynileg, en þeir töldu að einn af þingmönnum, Antonio Axara, hefði séð, hvernig einn af flokksbræðrum hans kaus. Gera varf tveggja stunda hlé en forseti þingsins neitaði að taika til greina áikæru komm- únista. Bílútvarpi stolið AÐFARANÓTT laugardags var brotin rúða í Radíóbúðinni á Klapparstig 26. f gegnum gatið var síðan stolið útvarpstæki í bíl af Phi'lipsgerð. Eru þeir, sem var ir verða við grunsamlega með- ferð á slíku tæki, beðnir að láta lögregluna vita um það. Bezt borgið með meiri- hluta Sjálfstæðismanna AKUREYRI, 8. maí — Fram- bjóðendafundur Sjálfstæðis- manna á Akureyri var haldinn í Borgarbíói í gærkvöldi. Marg- menni var og ræðumönnum vel tekið. Alls fluttu 9 menn ræður auk fundarstjórans, Jón- asar G. Rafnars, alþingismanns. Misheppnuð bylting Castro- sinna og kommúnista Það vakti sérstaka athygli og almenna ánægju á fundinum hve margir ungir menn létu þar til sm heyra. Almennt var rætt um bæjarmál svo sem framfcvæmdir á vegum bæjar- félagsins og hvað væri fram- undan í þeim efnum. Eirinig var rætt um iðnaðarmál og hlut þeirra 1 atvinnulífinu, en segja má að iðnaðurinn sé undirstaða tilveru Akureyrar. Mikið hefir áunnizt á þessu síðasta kjör- tímabili, en mikið vantar enn á og var það einróma álit fund- armanna að framtíðarmálum Akureyrar mundi bezt borgið í höndum meirihluta Sjálfstæðis- manna í stjóm bæjarins . St.E.Sig. Ók of hratt og missti vald á bílnum UM KLUKKAN 17 á mánudag var fóSksbifreið á leið inn i Akraneskaupstað um Skaga- braut. ökumaðurin ók mjög hratt, þótt þarna sé kröpp beygja. Missti hann vald á bíln- um, sem lenti fyrst utan í gang- stétt en kastaðist síðan á ljósa- staur og braut hann. Bdllinn skemmdist mjög miikið, en tveir menn, sem í honum voru, sluppu ómeiddir. Ökumaður telur sjálf ur, að hann hafi ekið á 60 km. hraða á klst. ) SNEMMA morgun s.l. laugar- dag reyndu kommúnistar og Castrosinnar í borginni Carup ano í Venezuela að koma af stað byltingu í landinu. Um 400 sjóliðar í flotastöðinná í Carupano gripu til vopna og lgögðu nokkum hluta borg- arinnar undir sig. Sendi þá ríkisstjórnin 2000 manna he- lið á vettvang. Stjómarherinn. umkringdi borgina og sótti fram gegn uppreisnarmönn- um. Einnig var herskipum stefnt til Carupano til að hindra að uppreisnarmenn, kæmust undan sjóleiðis. Foringi uppreisnarmanna var Jesus Theodoro Molina Villegas kapteinn í flotanum. Fyrsta verk hans var að skipa I mönnum sínum að taka út- varpsstöð borgarinnar og það an var útvarpað áskorunum til Sbúa Venezuela að rísa upp gegn 3tjórninni. En illa gebk uppreisnarmönnum liðsöfnun in og kom hvergi til neinna átaika annars staðar í landinu nema hvað smávegis uppþot urðu við háskólann i Caracas. VILLEGAS TEKINN Þegar stjórnarherinn sótti inn í Carupano tókst honum fljótt að yfirbuga uppreisnar menn. Voru flestir þeirra handteknir og afvopnaðir, en nokkrir komust undan til fjalla og aðrir flýðu til sjávar þar sem þeir lögðu undir sig fiskibáta og héldu á haf út. Meðal þeirra síðastnefndu var uppreisnarforinginn Villegas kateinn og náðist hann á laug ardagskvöld eftir að tundur- spillirinn Aragua elti uppi bát hans. Ekki er vitað um mannfall í þessari uppreisnartilraun. Segir i sumum fregnum að fimm menn hafi faliið og 30 særzt, en í öðrum að fjörutíu hafi íallið og 150 særzt. KOMMÚNISTAR HANDTEKNIR Eftir að uppreisnin hafði verið bæld niður, var flestum sjóliðunum, sem þátt tóku í henni, sleppt úr haildi, en foringjum þeirra haldið. Því næst lét stjórnin gera húsleit í aðalstöðvum kommúnista í Carupano og Caracas. Fund- ust þar talsverðar vopnabirgð ir sem voru gerðar upptækar. Einnig var gerð húsleit heima hjá helztu leiðtogum kommún ista og Castrosinna og vopn og skjöl tekin. Er talið að rúm lega 100 menn hafi verið hand teknir í Caracas. Aðgerðir Pathet Lao brot á vopnahléssamkomulagi Londion, Moskvu 8. maí. — AP — NTB. BREZKI sendiherrann í Moskvu, Sir Frank Robeirts, og bandaríski sendiherrann, Llewellyn Thomp son, gengu í dag á fund rússneska utanríkisráðherrans, Gromyko. Ræddu sendiherramir við hann ástand það, sem skapast hefur eftir fall borgarinnar Nam Tha, í ’ hendur líða Pathet Lao. Hvorugur sendiherrann vildi gefa nökkra yfirilýsingu um það hvað þeim hefði farið á milli við Gromyko, en brezki sendiherrann sagði, að hann hefði rætt við Gramykio að beiðni stjórnar sinnar. Benti hann á, a@ fulltrúar Breta »g Rússa væru í fonsæti í Laos-nefndinni í Genf. Brezki varautanríkisráðherr- ann, Edward Hearth, skýrði frá því í dag, að brezka stjórnin hefði sent Rússum beiðni um að beina þeim tilmælum til athet-Lao herj anna, að þeir drægju sig til baika. Hins vegar sagði Heartih ekki leggja trúnað á þá skoðun, sem fram hefði komið i biöðum í Laos, að kínverskir kommúnist- ar hefðu staðið að baki töku Nam Tha. Fregnir frá Laots ' herma, að herlið Pathet Lao muni vera að búa sig til frefcari aðgerða, og mun lið það, sem til vamar var, við Nam Tha, haifa verið hrakið um 60 km. suður á bóginn. Aðgerðir Pathet Lao eru af brezku stjórninni taldar algert brot á vopnahléssamlkomulaginu sem gert var um Laos á sínum tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.