Morgunblaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 6
MORGVISBL 4fítÐ
Fimmtudagur 17. maí 1962
Námskeið í sveita
störfum fyrir
æskufdlk
DAGANA 28. maí til 2. júní nk.
efnir Æskuiýðsráð Beykjavíkur
og Búnaðarfélag íslands til
námskeiðs í sveitastörfum fyrir
æskufólk. Verður námskeiðið
með svipuðu sniði og sjóvinnu-
námskeiðin, sem Æskulýðsráð
og Sjómannafélag Reykjavíkur
hafa undanfarið gengizt fyrir
með góðum árangri, þ.e.a.s.
veitt verður bæði fræðileg og
verkleg kennsla, nema hvað
viðfangsefnin eru sótt í sveita-
en ekki sjávarstörf.
Hin fræðilega kennsla fer
fram í Tjarnarbæ og verða þar
flutt erindi og sýndar fræðslu-
myndir, en verklega kennslan
verður að Korpúlsstöðum og í
Heiðmörk. Innritun þátttakenda
fer fram dagana 14.—25. maí í
skrifstofu Æskulýðsráðs, Lind-
argötu 50, frá kl. 2—5 daglega.
Þátttökugjald er kr. 30. Nám-
skeiðið er ætlað piltum og
stúlkum á aldrinum 12—15 ára.
★
Dagskrá námskeiðsins er svo-
hljóðandi:
Mánudaginn 28. maí flytja
eftirtaldir menn erindi: Dr.
Björn Sigurbjörnsson um nytja-
plöntur, mag. Ingi Þorsteinsson
um afréttargróður, Agnar Guðna
son um áburð og Jóhannes Ei-
ríksson ráðunautur um fjósa-
störf. Sýndar verða fræðslu-
myndir.
Þriðjudaginn 29. maí talar
Guðmundur Jósafatsson, bóndi
frá Austurhlíð, um almenn
sveitastörf og tómstundir í
sveit, og Stefán Aðalsteinsson,
búfræðingur. um fjármennsku.
Sýndar verða fræðslumyndir.
Miðvikudaginn 30. maí kenn-
ir Jón Oddgeir Jónsson hjálp í
viðlögum og hvernig eigi að
varast þær hættur, sem verða
á vegi unglinga í sveit. Þá verð
ur kvikmynd frá hestamanna-
móti og rætt um hestamennsku
og sér Gestur Þorgrímsson um
þann þátt.
Fimmtudaginn 31. maí ræðir
Haraldur Árnason, ráðunautur,
um vélar og verkfæri og óli
Valur Hansson, ráðunautur, um
garðrækt. Sýndar verða fræðslu
myndir.
Föstudaginn 1. júní verður
verkleg kennsla að Korpúls-
stöðum. Þátttakendur læra að
beizla hest, leggja reiðtygi og
fara á hestbak; einnig fara
þeir í fjós og þeim sýndar
mjaltavélar, þá er garðyrkju-
kennsla, vélar kynntar o. fl.
Leiðbeinendur að Korpúlfsstöð-
um eru: Haraldur Árnason, óli
Efstu menn
D-LISTANS
i Vestmanna
eyjum
Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri
m/BWMKa
Jóhann Friðfinnsson, forstjóri Sighvatur Bjarnason, skipstjóri
Aðulfundur sýsluneúidor V, Hún.
STAÐARBAKKA, 2. maí. —
Einstök veðurblíða hefur verið
hér síðustu þrjár vikur. Jörð
tekin að gróa, nýræktartún að
verða algræn yfir að sjá. —
Sauðfé er þó víðast hýst og
gefið, nema þar sem landgæði
eru mest, þar var sumsstaðar
sleppt skömmu eftir að batinn
kom.
Vegir hafa víða verið illfær-
ir yfirferðar vegna bleytu, en
fara nú að þorna, ef ekki rign-
ir. —
Aðalfundur sýslunefndar V-
Húnavatnssýslu var haldinn á
Hvammstanga dagana 24.—28.
apríl sl. Niðurstöðutölur fjár-
hagsáætlunar fyrir yfirstand-
andi ár eru kr. 501.126.00, þar
af er veitt til menntamála kr.
84.500.00 og til heilbrigðismála
kr. 217.700.00. Ákveðið var að
byrja á byggingu yfir byggða-
safn í sambandi við Ófeigs-
skála, er þegar hefur verið
reistur við Reykjáskóla. Yrði
þá fyrirhuguð bygging og safn
eign Strandasýslu, Vestur-Húna-
vatnssýslu og trúlega einnig A-
Húnavatnssýslu.
Samþykkt var, samkvæmt
lögum frá síðasta Alþingi, að
ríkið taki við eignum og rekstri
Reykjaskóla. Þá var ennfrem-
ur samþykkt að sýslan kaupi
eftir mati hitavatnsréttindi í
landi jarðarinnar Ytri-Reykja í
Miðfirði. — B.G.
Gísli Gislason, stórkaupmaður Jón I. Sigurðsson, hafnsögumaður Martin Tómasson, útgerðarmaður
Valur Hansson, Jóhannes Eiríks
son, Björn Sigurðsson, Stefán
Aðalsteinsson, Kristinn Jónsson
og Guðmundur Jósafatsson.
Laugardaginn 2. júní verður
farin gróðursetningarferð í Heið
mörk. Þann dag verður nám-
skeiðinu slitið og flytur þá
ávarp formaður Búnaðarfélags
íslands, Þorsteinn Sigurðsson,
bóndi að Vatnsleysu.
Þátttakendum er að síðustu
afhentur lítill bæklingur til
minningar um þátttöku í nám-
skeiðinu.
★
Séra Bragi Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs,
sagði á blaðamannafundi í gær,
að markmiðið með þessu nám-
skeiði væri að fræða unglinga
borgarinnar um almenn sveita-
störf. Kvaðst hann vona að
þessi viðleitni Æskulýðsráðs og
Búnaðarfélagsins mætti áhuga
hjá bændum og þeir æsktu eft-
ir að ráða til sín unglinga, sem
sótt hefðu slík námskeið. Sú
hefði raunin orðið hjá skipstjór
um af sjóvinnunámskeiðunum,
og sýndi það bezt að þau hefðu
náð tilgangi sínum.
• Hvar er skútan?
Ungur piltur kom á fund
Velvakanda í gær og sagði
sínar farii ekki sléttar. Hann
hafði verið að sigla skútu
sinni á Reykjavíkurtjörn á
þriðjudag, þegar hún strand-
aði í hólmanum. Það var um
kl. 2. Pilturinn vitjaði um
skútuna annað veifið, og enn
var hún í hólmanum á mið-
nætti. Kl. 6 í gærmorgun,
Sáu slökkviliðsmenn hana enn
við hólmann, en kl. 10 um
morguninn, þegjar pilturinn
kom niður að tjörn, var hún
horfin. Hefur hana því rekið
að landi milli kl. 6 og 10 og
einhver hirt hana í fjörunni.
Þetta var allstór skúta. sem
pilturinn hafði fengið í ferm-
ingargjöíf, tiæpur faðmur á
lengd. Hún er græn að neð-
an en hvít að ófan, með hárri
siglu og hafði uppi fullan
seglabúnað. Það eru nú vin-
samleg tilmæli piltsins til þess
sem fann skútuna, að láta vita
af því í síma 1-76-70. Eins er
fólk, sem kynni að vita um
málið, beðið að hringja í
sama símanúmer eða til lög-
reglunnar.
• Bréfaskipti við
Norðmenn
Þremur stúlkum, sem skrif-
að hafa Velvakanda og lang-
ar til að komast í bréfasam-
band við norskt fólk, er ráð-
lagt að skrifa „Aftenposten“,
Oslo. Ekki mun þurfa að
senda peninga til blaðsins.
• Ferðaskrifstofu hælt
Sigurður Halldórsson, verk-
fræðingur, Nökkvavogi 22,
skrifar:
,,Þar sem ég las nýlega pisc-
il í blaðinu um ferðir Útsýn-
ar, finnst mér ekki úr vegi,
að einn af ferðalöngunum láti
»
til sín heyra.
Eg hef nú farið tvær ferðir
með þessu ferðafélagi og lík-
að sérstaklega vel. Finnst mér
að fenginni reynslu að þessar
ferðir með Útsýn séu einhverj
ar beztu skemmtiferðir sem á
verður kosið, og stórum ódýr-
ari og þægilegri en að ferðast
einn sér. Hér er allt pantað
fyrirfram, aldrei áhyggjur,
snatt eða snúningar í sam-
bandi við mat eða gistiher-
bergi. Fararstjórinn hefur séð
um það allt fyrirfram. Ferða-
langurinn getur þá einbeitt
sér að því að njóta ferðarinn-
ar, skoða allt það nýja og
ókunna sem fyrir augun ber,
eða notað sjóinn og sólskinið
þegar það á við.
Þessar ferðir eru líka það
vel undirbúnar og skipulagð-
ar, að maður veit fyrirfram
hvað til boða stendur að sjá
eða aðhafast á hverjum stað,
og getur þá lesið sér til áður
og undirbúið sjálfan sig und
ir ferðina, Og vil ég rúðleggja
öllum að gera það. Einnig er
allsstaðar kostur sérfróðra
fylgdarmanna á söfn Og ýmsa
merkisstaði ef áhuginn bein-
ist þangað. Þá er lika völ á
engu ófróðari fylgdarmanni
til að sýna sér næsturlífið ef
hugurinn leitar í þá átt.
Til öryggis og ánægju fyrir
venzlamenn, sem heima sitja
er það, að hægt er að skilja
eftir hjá þeim ferðaáætlun
með götunafni og númeri
(jafnvel síma) á hverjum
gististað alla ferðina. Sannar
það líka ótvírætt að í raun og
veru er ferðafólfkinu tryggt
það, sem lofað hefur verið“.