Morgunblaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 13
Fimmfudagur 17. maí 1962
MORGVTSBtAÐÍB
13
Skemtilegt skeyti
frá SÍA-mönnum
MOGUNBLAÖINU barst í gær
allra skemmtil-egasta skeyti frá
SÍA-mönnum, sem nú eru við
„nám“ í AustumÞýzlkalancli. —
Þeir segjast í skeytinu ekki vera
„við heræfingar“ og ekiki hafa
verið það, þótt gagnstœða álykt
un verði að draga af leyniskýrsl
unni til Einars Olgeirssonar
varðandi þá námsmenn, sem fyr
ir nöklkrum árum dvöldust aust
antjalds. Ekki undirrita SÍA-
menn skeyti sitt, né heidiur
Uibrieht eða hans menn, en eins
og síðar mun verða að vikið hér
í blaðinu, þá er ekiki óliik.legt að
þeir síðarnefndu hafi greitt
símagjaldið.
’ Athyglisvert er, að það eina,
sem SÍA-menn treysta sér til
að mótmæla í rauðu skýrslun-
um, er um heraefingarnar, enda
má e.t.v. segja að orðalagið sé
ekki alveg ótvírætt, þegar um
heræfingarnar er fjallað.
Skeyti SÍA-manna fer í hei'ld
hér á eftir:
„Morgunblaðið, Reykjavílk. —
Yfiillýsing frá íslenzkum námis-
mönnum í Austur-Þýzkalandi til
Morgunblaðsins, Tímans, Þjóð-
viljans og Alþýðublaðsins, sem
óskast birt þegar í stað. Vegna
endurtekinna fullyrðinga Morg-
unblaðsins síðustu vikur þess
efnis, að við íslenzkir námis-
menn í Austur-Þýzkalandi iðk-
um vopnaburð viljum við taika
fram eftirfarandi: Það hefur
aldrei gerzt frá því íslenzkir
námsmenn fyrst komu til náms
í Austur-Þýzkalandi og fram til
þessa dags, að einn einasti ís-
lenakur (svo) hafi handllei'kið
byssu eða verið á nokkurn hátt
við heræfingar riðinn. Undrumst
við og fordæmum harðlega þá
siðlausu og lágkúrulegu fram-
fcomu, sem birtist í þessum
heimatilbúnu álygum Morgun-
blaðsins í okkar garð. Þar sem
óhróðri þessum er teflt fram í
upphafi kosningabaráttu heima
og að okkur fjarverandi þykir
okkur augljóst að Morgunblaðið
og þar með Sjálfstæðisflokkur-
inn hyggist með honum hræða
einhverja einfeldninga til fylgis
við stefnu sína, en fyrst málefna
staður (svo) Morgunblaðsins er
ekki björgullegri en svo að það
skuli finna þörf hjá sér að tefla
fram ímynduðum vopnuðum
sveitum íslenzkra menntamanna
á síðum sinum, höfum við gilda
ástæðu til að áetia að það fcvíði
þeirri liðskönnun, sem fram fer
27. maí n.le. — íslenzkir náms-
menn í Austur-Þýzkalandi".
Um heræfingarnar sögðu þeir
íslenzkir stúdentar, sem nám
stunduðu í Austur-Þýzkalandi
um áramótin 1957 -58 og marg-
ir eru nú komnir heim, en haifa
þó ekki séð ástæðu tii að mót-
mæla eins og félagar þeirra aust
antjalds:
„ört vaxandi þáttur í starfi
FIW er skipulagning og fram-
kvæmd „sjáMboðavinnu". Er nú
svo komið, að stúdentum er
gert að skyldu að vinna i fríum
eínum sumar og vetur í brún-
kolum og við önnur knýjandi
framleiðslustörf viku eða hálifan
ínánuð í hvert ákipti. Auk þessa
eiga stúdentar að vinna við upp-
skeruna á haustin í vikutíma og
einn diag á semestri í byggingar
vinnu eða rústhreinsunum. Nú
erum við síður en svo gegn því
að stúdentar vinni að framleiðslu
etörfum og séu jafnvel skyldað-
ir tii þess — þvert á móti telj-
um við það mjög æskilegt að
etúdentar kynnist kjörum vinn-
andi fólks, enda tökum við þátt
í þessu sjálfir. En það sem okk-
ur finnst forkastanlegt eru þœr
aðferðir sem hafðar eru til þess
að fá menn í þetta. Látið er
heita og það básúnað út um
allan heim að þetta sé sjálfboða
vinna og ölllum frjálst að fara
eða vera. Hinsvegar er þetta í
rauninni skylda stúdenta, þvi sá
sem efcki býður sig fram í vinnu
þessa án gildrar afsökunar á yf-
ir hafði sér refsiaðgerðir. Alit
okkar er, að mótsagnir þær, sem
þarna koma fram hafi slœm áhrif
á hugi stúdenta.
Eitt fyrirbrigði, sem stendur í
sanmbandi við FDJ, þótt það kall
ist sjálfstætt félag, er GST
(Gesellsohaift fiir Sport und
Teknic). Svo er sagt að félag
þetta sé teknísfkt sportfélag, þar
sem hægt sé að stunda flestar
tegundir sliks sports, allt frá
reiðmennsku og kappafcstri nið
ur í sfcotfimi. En í framkvæmid
að minnsta kosti meðal stúdenta
er í félagi þessu næstum ein-
göngu iðkaðar heræfingar. Tölu
verður þrýstingur er á stúdenta
Ulbricht kannar StA lið sitt!
að ganga í félag þetta og ta-ka
þátt í æfingum. Mjög er mismun-
andi eftir skólum og deildum,
hversu mikil áherzla er lögð á
starfsemi þessa. Sumsstaðar fara
flestir stúdentar í langa æfingu
vikulega (4—6 tíma), auk þess
þrjár vikur á surnri hverju í
tjaldbúðum félagsskapar þessara
æfinga. Annars staðar láta menn^
sér nægja þriggja vikna tjald-
búðir“.
Þetta sagði sem sagt í leyni-
skýrslunni til Einars Olgeirsson
ar og hefur MorgunWlaðið birt
það orðrétt áður. Lætur það les-
endum um að Skýra orð leyni-
skýrslunnar.
Þjóðnýting íbúöabygginga
- og játning Alþýöublaðsmanna
Eins og kunnugt er segir í
kosningastefnuskrá Alþýðu-
flokksins um húsbygginga-
mál, að engum lóðum eigi að
úthluta til einstaklinga og
þannig að koma í veg fyrir
að þeir geti byggt. Þrem að-
ilum eigi að fela aliair bygg-
ingarframkvæmdir, þ.e.a.s.
Byggingafélagi verkamanna,
byggingafélagi borgarinnar
sjálfrar og stjórn „bygginga-
samsteypu". Þegar Morgun-
blaðið vakti athygli á þessu
afturhaldssamasta stefnuskrár
atriði í húsbyggingarmálum,
sem sézt hefur um áratugi,
þegar frá er skilin „Gula bók-
in“, furðaði menn að vonum
stórum, efcki sízt iðnaðar-
menn. En alla, sem við hús-
byggingar vinna, átti að reyra
á klafa opinbers reksturs.
Alþýðublaðið reyndi seinna
nokkuð að draga í land en
tókst það óhöndulega að von
um. Virðist höfundur stefnu
skrárinnar ekki hafa fengið
miklar þakkir fyrir bersögl
ina og liklega hefur honum
verið skipað að taka ábyrgð
ina á sig persónulega. Ef þessi
skoðun er rétt, heitir höfund
urinn Björgvin Guðmunds-
son, aðstoðarritstjóri Alþýðu-
blaðsins, og í gær skrifar
hann grein, þar sem hann
segir nu.:
„31. marz s.I. ritaði ég grein
í Alþýðublaðið um þessi mál
og varpaði þá fram þeirri til
lögu, „að Beykjavikurborg
ætti að koma á fót sínu eigin
byggingarfyrii 'æki, sem
byggt gæti í stórum stíl“.“
Og síðan segir:
„Morgunblaðíið sagði ekki
orð um þessa tiliögu mína um
byggingarfyrirtæki Reykja-
víkurborgar. Það var ekki
fyirr en þessi tiUaga hafði
verið tekin upp í kosninga*
stefnuskrá Alþýðuflokksins,
að Morgunblaðið tók kipp og
en verið hefur. Telur Alþýðu-
.: flokkurinn,> að sú þróun yrði a-skí
í leeust í bveGinsarmálum Reykjaý
Fjölbreytt
Kirkjurit
eins og iý||;íjðkast öllum til tjóns.
Alþýðublaðið lýsir þjóðnýtingaráformum flokks síns i
byggingarmálum.
sagði, að nú vildi Alþýðuflokk
urinn „reyra allar fram-
kvæmdir Reykvikinga á klafa
þjóðnýtingar“.“
Satt er það, að Morgunblað
ið ræddi ekki mikið speki
greinar aðstoðarritstjórans
31. marz, enda gerði það ekki
ráð fyrir uppbyggilegum sjón
armiðum í henni. En málinu
er nokkuð öðruvísi varið, þeg
ar stjórnmálaflokkur hefur
gert þá fávizku að stefnu-
skráratriði, að engir megi
byggja sin eigin hús.
Annars bendir grein Björg
vins Guðmundssonar í gær til
þess, að með fyrri greininni
hafi átt að þreifa sig áfram;
athuga hvort iðnaðarmenn og
aðrir mundu eindregið mót-
mæla þjóðnýtingaráformum í
byggingaiðnaðinum eða ekki.
Þegar enginn sinnti þvi að
andmæla greininni, virðast
sósíalistarnir í Alþýðuflokkn
um sem sagt hafa talið óhætt
að taka þetta atriði upp i
stefnuskrá.
Björgvin Guðmundsson vík
ur í gær að „byggingasam-
steypunni" og lætur nú að því
liggja, að Alþýðuflokksmenn
væru tilbúnir til að athuga
stofnun almenningshlutafélags
um hana. Gott er, ef satt reyn
ist; og mætti þá segja að
kosningastefnuskrá Alþýðu-
flokksins í byggingamálum
hefðu nokkru góðu áorkað, ef
sú yrði raunin, því skammt er
síðan Alþýðublaðið snerist
með heift gegn hugmyndinni
um almenningshlutafélög, en
þá var það að verja þjóðnýt-
ingar- og einokunarsjónar-
mið sín í sambandi við t. d.
Landssmiðjuna og Viðtækja-
verzlun ríkisins.
NÝLEGA kom út fjórða hefti
Kirkjuritsins, þessa árgangs,
fjölbreytt að vanda. Séra Jaköb
Jónsson á þar „Tvö lítil ljóð“
sr. Jón Kr. ísfeld skrifar um
listamanninn Otto Flath og
grein eftir sr. Svein Víking,
er nefnist „Kirkjulegt bók-
menntafélag".
Ritstjórinn, sr. Gunnar Árna-
son, skrifar um Galdra-Loft og
birt er nafn hans með eigin
'hendi, sennilega eina rithandar-
sýniShorn Lofts, sem til er. Rit-
stjórinn skrifar einnig „Pistla“
sem er fastur þáttur í Kirkju-
ritinu og drepur hann þar á sitt
af hverju. Dr. med. Árni Árna-
son skrifar um kirkjuna og ríkið
og séra Sigurður Pálsson um
Skálholt. Margt fleira er í rit-
inu. —
Kirkjuritið hefur komið út
reglulega að undanförnu og birt-
ast þar ýmsar athyglisverðar
greinar eftir lærða og leifca. í
maíheftið skrifaði séra Benja-
mín Kristjánsson t.d. um heim-
sókn hjá páfa, Gylfi Ásmunds-
son, M.A. sálfræSingur, um sál-
gæzlustarf presta, Snorri Sigfús-
son skrifar grein, sem hann
nefnir: „Nokkrum spurningum
svarað", séra Árelíus Nielsson
um nútímapresta á íslandi og
séra Jón Bjarnason um kirkju-
nefndir.
í stuttu malt
Cape Canaveral,
11. maí — AP.
FRESTAÐ hefur verið fram
til 19. maí a. m. k. að sfcjóta
á loft geimfarinu, sem bera
skal Carpenter, geimfara, um-
hverfis jörðu. Gallair hafa
fundizt á stjórntækjum, sem
lagfæra þarf.
París, 11. maí — AP
ÞAÐ var tilkynnt í París. í
dag, að héðan í frá yrði litið á
Monaco-búa, sem útlendinga,
og yrðu þeir því að hlíta
sömu lögum og aðrir útlend-
ingar í landinu — þ. e. sækja
um dvalarleyfi. Deila hefur
staðið undanfarið milli ráða-
manna í Monaco og franskra
ráðamanna, vegna þess, að
Monaco hefur ekki viljað taka
upp skatta í landi sinu, eftit
franskri fyrirmynd.