Morgunblaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Grletular fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 DJILAS Sjá grein á bls. 15. Fundur utanríkisráðh. Norðurlanda í Rvík NÆSTK. mánudag og þriðjudag balda utanríkisráðherrar Norð- urlanda fund í Reykjavík. — Koma flestir ráðherranná til ís- lands á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Agnari Kl. Jóns- syni, ráðuneytisstjóra, í gær, munu ráðherrarnir einkum ræða málefni þau, sem hafa ver ið og verða til umræðu á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, en það kemur næst sam- an í september n. k. Sunkomulag náðist ekki á Akureyri i gærkvölcfi UM 10 leytið í gærkvöldi hófst á Akureyri fundur full- trúa vinnuveitenda og verka- manna um kaup og kjör. Á- formað hafði verið að haldai fundinn fyrr um daginn, en úr því gat ekki orðið. Samn- ingaviðræðumar stóðu fram til kl. rúmlega eitt en lauk þá — án þess að samkomulag næðist. Ákveðið var að halda viðræðum áfram strax að morgni — og átti annar fund ur að hefjast kl. 9 í morgun. K'ÓPAVOGUR Sjálfstæðisfélögin efna til spilakvölds í Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut 6, n.k. föstu- dagskvöld kl. 8:30 e.h. Fundinn sækja Halvard Lange, utanríkisráðherra Nor- egs, Veli Merikoski, utanríkis- ráðherra Finnlands, Kjeld Phil- ip, efnahagsmálaráðherra Dana, sem kemur í stað Jens Otto Kragh, sem ekki á heiman- gengt þar eð hann gegnir nú forsætisráðherraembætti og Geij erstam, aðstoðarutanríkisráð- herra Svía, sem mætir fyrir östen Undén, en hann gekkst nýlega undir magauppskurð og getur því ekki komið á fund- inn. Slæm skil á pósti BREIÐDALSVÍK, 16. maí — Skil á pósti eru afleit hér. I gær, 15. maí, barst okkur Morgunblað ið frá 14. ápríl. Póst fáum við einu sinni í viku, og hið sama gerðist í s.l. viku að við fengum blöðin ménaðargömul. Veðrátta hér hefur verið þurr og köild og snjóað hefur í fjöll. Sauðburður er nú víða að hefj ast 'hér. — Þá er þess að geta að við sveitarstjórnankosningar hér verða nú í fyrsta sirin við- hafðar hlutfallskosningar, og fara kosningar fram 24. júní. — Páll ■ Skartgrip- um stolið í FYRRADAG var stolið skart- gripum úr kassa í þvottaher- bergi í húsi við Barónsstíg. Ver- ið var að móla íbúð í kjallaran- um og ýmsir munir, þar á með- al skartgripakassi, voru geymd- ir í þvottaihúsinu frá því kl. háítf tíu um morguninn. Er vitjað var um kassann um sexleytið kom í Ijós að stolið hafði verið úr hon um gullarmbandi, sem smeygt er upp á hendina, silfurhálsmeni með laufskurði Og silfurkeðju og gullitu hálsmeni með grænum steinum og fylgdi því gyllt keðja. Vinstri vofurnar sœkja að Reykjavík Takis'h okkur aÍ blekUja. Ftjkvíkinj leiun* vít áhe/áan/eja. bráf/e** toyncfaJ „fyiffy/kiny atstjótn / já, hurr& f k/ý/a vinstri-stjórn / fbara a<S f>*tfa \ fari mi akíi hja jokker 0<j hja Htrmannijl Lambalát kemur upp á bæ í Hreppunum Á BÆNUM Núpstúni í Hruna- mannahreppi hefur það borið við að um 100 ær hafa láltið lömbum sínum og er hér að ræða um helming f járeignar bóndans þar, Guðmundar Guðmundssonar, sem hefur orðið fyrir tilfinnan legu tjóni af þessum sökum. Mbl. átti í gær tal við dýra- lækninn á Selfossi, Jón Guð- brandsson. Sagði hann að slíkir atburðir gerðust af og til, en ástæður væru oft óljósar. Kæmi þar stundum til sýklar og einn ig fóðrun. Lambalét væri yfir- leitt staðbundið við einn bæ, en erfitt væri að eiga við það. — Reynt væri að gefa ánum lyf en oft væri eina ráðið að dreifa fénu. Tveir hreyflar biluðu f GÆRDAG gerðíst það að um stundarsakir var saknað einnar af fjögurra hreyflá flug vélum Varnarliðsins. Kom þó brátt í ljós að vélin hafði taf- izt sökum þess að einn hreyf- ill hennar hafði stöðvazt og annar var ekki í góðu lagi. Fyrir lendinguna voru venju- legar varúðarráðstafanir gerð ar, en lendingin tókst hið bezta. Er vélin óskemmd með öllu. Byggingu hins veglega íþrótta- og syningahuss í Laugardal miðar nú óðfluga áfram. Er þegar lokið við að steypa upp 1100 ferm. kjallara, forstofu og áhorfendarými fyrir 1200 manns. Húsið verður fokhelt á þessu ári, og það verður tekið í notkun á næsta kjörtímabili. Á mynd inni hér að ofan sést framhlið hússins og anddyri þess. M. a. verður í húsinu stærsti salur landsins. Verður þetta glæsileg miðstöð íþróttalífs höfuðborgarinnar. — (Sjá bls. 1». (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). Jón sagði að er hann hefði síðast átt tal við bóndann að Núpstúni, fyrir um vi'ku, hefði um helmingur ánna látið lömbum, en á Núpstúni eru um 200 fjár. Væri hér um að ræða mjög tilfinnanlegt tjón fyrir bóndann, og færi þarna mest af vinnu hans og nær öll veltan af búinu í ár. Sagði Jón að slæmt væri að toændur gætu ekki tryggt sig gegn tjóni sem þessu. 35 drepnir ALGEIRSBORG, 16. maí — (AP) — Síðdegis í dag höfðu 35 manns verið drepnir af . OAS-mönnum í Alsír, sex létu lífið í Oran en hinir í Algeirs borg. Meðal hinna látnu var barn, prestur og 5 starfsmenn franska sjónvarpsins. Hryðju verkin halda áfram. Hitaveitubilanir í FYRRADAG urðu tvær bilanir á Hitaveitu Reykjavíkur, og voru hlutar af hitaveitusvæðinu vatnslausir um tíma. Um tvö leytið bilaði þenslustykki í dælu stöðinni að Reykjum og varð hún óvirk um tíma. Viðgerð á stöð- inni lauk um sjöleytið um kvöldið og tók hún þá til starfa á ný. Síðar um kvöfdið bilaði annað þenslustykki, að þessu sinni á annarri aðalæðinni frá Reykj- um. Varð bilunin skammt frá Hafnarfjarðarvegi. Unnið var að því í gær að lagfæra þá bilun og var búizt við því að viðgerð yrði lokið um kvöldmiatarleytið í gær. — Járnsmiði þurfti til að lagfæra bilanir þessar og fékk Hitaveitan undaniþágu til þess að járnsmiðir ynnu, en þeir eru í verkfalli, sem kunnugt er. Sjálfboðaliðar ISJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN þarf nú á aðstoð sem flestra sjálfboðaliða að halda við skriftir og þess háttar. Vinsamlegast hafíð samband við skrtfstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu í dag eða í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.