Morgunblaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 23
Fimmtítdagur 17. maí 1962
MORGUNBLAÐIÐ
£3
Kaupfélag Hafnflrðinga
stefnir bæjarútgerðinni
FJÁRHAG Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar er nú svo kom-
ið undir stjórn kommúnista
og Alþýðuflokksins að hver
dómurinn eftir annan fellur
á Bæjarútgerðina og bæjar-
sjóð vegna vaniskilaskulda.
Þannig voru dæmdar rúmlega
þriggja milljón króna van-
skilaskuldir við Framkvæmda
banka íslands á bæjarsjóð.
Bæjarstjórinn, Stefán Gunn-
laugsson, og forstjórar Bæj-
arútgerðarinnar, sem eimnig
eru forseti og varaforseti bæj-
. arstjórnar, Kristinn Gunnars
son og Kristján Andrésson,
tóku á sig þá ábyrgð að leyna
bæjarstjórn málum þessum,
bæði samningsmöguleikum,
sem hægt var að ná við Fram
kvæmdabanikann, en hann
var reiðubúinn að lána veru-
legan hluta af þessu fé til
þriggja ára, og málshöfðun-
inni gegn bæjarsjóði. Hér er
um fáheyrt ábyrgðarleysi að
ræða.
Nú hefur það gerzt, að
stjórn Kaupfélags Hafnfirð-
inga, sem að meirihluta er
skipuð Aiþýðufiokksmönnum,
þar á meðal einum bæjarfull
trúa, Þórði Þórðarsyni, hefur
samþykkt að fela lögfræðingi
að ininheimta um 300 þús.
króna vanskilaskuld Bæjarút-
gerðarinnar við kaupfélagið.
Upplýstist þetta á nýafstöðn-
um aðalfundi Kaupfélags
Hafnf irðinga.
Þrátt fyrir allt þetta láta
forstjórarnir engar upplýs-
ingar í té til bæjarstjörnar
um rekstur og efniahagsaf-
komu Bæjarútgerðarinnar fyr
ir árið 1961. Allt, sem bæjar-
stjórni fær að vita, eru dóms-
skuídir, sem á hana falla og
nauðungaruppboð á eignum
Bæjarútgerðarinnar, sem með
naumindum fæst frestað fram
yfir kosningar.
— Herflutningar
Framh. af bls. 1
austurhiuta landsins, sem
kommúnistaherir frá Laos
hafa sótt alla leið að landa-
mærunum. Er þessari stað-
setningu bandaríska liðsins
ætlað að sýna, að engin sókn-
aráform séu að baki liðsflutr
ingum þessum.
Áður eru komnar' tll Thai-
lands 12 orustuþotur af F 100
Super Saber-gerð. Komu þær frá
Clark-flugstöðinni á Filipseyj-
um. Sömuleiðis höfðu áður ver
ið fluttir loftleiðis til landsins
um 1000 bandarískir hermenn.
— Ekki mun liðsflutningum
Ijúka, fyrr en um 5000 manna
bandarískt herlið er í landinu.
— Allir eru liðsflutningar iþessir
í samræmi við óskir ríkisstjórn-
ar Thailands, sem telur sjálf-
stæði landsins hættu búna af
innrás kommúnista frá Laos.
Liðsstyrkur
frá fleiri löndum
Aðrir meðlimir SEATO-banda-
lagsins hafa nú í athugun að
senda liðsafla til Thailands, m.a.
Nýja Sjáland. — Macmillan,
forsætisráðherra Breta hélt í dag
fund með ráðuneyti sínu og
helztu mönnum flug-, landshers,
og flota. Var þar m.a. rætt um,
hvort senda skyldi brezkan liðs-
styrk til Thailands. Niðurstöður
fundarins hafa ekkj verið látnar
uppi.
Brezki utanríkisráðherrann,
Home lávarður, aðvaraði í
dag Sovétstjórnina við því, að
kommúnísk innrásartilraun í
Tahiland mundi stofna friðn-
um í Suðaustur-Asíu í veru-
lega hættu. Afhenti hann
sovézka sendiherranum í
Lundúnum, Soldatov, orðsend
ingu um þetta efni, en sá síð-
arnefndi er sagður hafa lýst
yfir því, að Sovétríkin vildu
umfram alli varðveita frið-
inn.
Taldl Soldatov hið slæma
ástand eiga rætur að rekja til
tregðu hægri stjórnarinnar í
Vientiane við að ganga til sam-
starfs um stofnun þjóðlegrar
einingarstjórnar í Laos.
Horfur sæmilegar
í Bretlandi virðist það álit
málsmetandi manna, að gera
megj sér vonir u-m að öldurnar
lægi fljótlega o,g ástandið færist
í samt lag.
Fregnir frá Laos herma, að
þar sé fremur kyrrt, en upp á
síðkastið hefur herjum kommún-
ista orðið talsvert ágengt í bar-
áttu sinni við lið hægri manna.
Engan veginn er þó ljóst, hvort
vopnahlé er í svipinn ríkjandi
tnilli deiluaðila í Laos eða ekki.
frettir
PARÍ'S, 16. maí (AP) — Fimm
ráðherrar í frönsku stjórninni,
þ.e.a s. allir ráðherrar kristilegra
demókata eða MRP-flokksins í
henni, hafa sagt af sér ráðherra-
embættum Veldur því ágrein-
ingur við de Gaulle u-m stefnu
þess síðarnefnda varðandi sam-
einingu Evrópu. Er hann fylgj-
andi lausum tengslum ríkjanna í
álfunni og hafði látið þá skoðun
sína uppi í blaðaviðtali.
Meðal ráðherranna 5 er Pflim-
lin, fyrrum forsætisráðherra. —
Þeir fimmmenningarnir komu í
stjórnina í síðasta mánuði.
PARfS, 16. maí (AP) — Rétt-
arhöldin yfir Raoul Salan.
hershöfðingja, héldu áfram
fyrir herrétti í dag. I varnar-
ræðu, sem Salan hélt, lýsti
hann skýrt og skorinort yfir
því, að hann væri æðsti leið-
togi OAS-hreyfingarinnar og
bæri fulla ábyrgð á öllum
hennar verkum. Salan sagðist
hafa þjónað Frakklandi í
meira en 40 ár, og ei.ki fyrir-
verða sig fyrir neitt; hann
væri leiðtogi sigursæls hers
en ekki uppgjafaliðs. Einnig
veittist Salan nokkuð að de
Gaulle forseta, sem er i hópi
nálægt 100 mamua, sem sak-
bornúngurinn hefur krafizt að
komi fyrir rétt og beri vitni.
Búizt er við að Salan verði
dæmdur til dauða.
- íþróttir
Framh. af bls. 22.
séu svo vissir um sigur þeirra
í baráttunni um titilinn, leyn
ist enn von með Englending-
um er heima sitja um sigur
Þeir telja að 7 lönd hafi —
með heppni — möguleika á að
sigra. Þcir telja sjálfa sig í
þeim hópi.
Á það er bent að keppnin
sé mjög erfið. Öll löndin
þurfa að leilka 3 svona þýð-
ingarmikla leiki á 7—8 dög-
um, og slíkt er ekki heiglum
hent Þau lönd sem kömast
í milliriðla þurfa að leika 5
leiki á tveim vikum. Þessi
raun gæti fellt margt liðið
sem möguleika á.
........'&*”*"* *»•
k ^ % m
C — .... nT'
Myndin sýnir nef flugvélarinn ar og má glöggt greina hvernig
hún hefur stungizt á nefið í jörðina. (Ljsm.: vig).
Flugslysið
Framh. af bls. 1
áburðardreifingu á túninu á
K-orpúlfsstöðum, urðu flugvélar
innar varir, og heyrðu að válar-
hljóðið hætti skyndilega og síð-
an tók vélin að steypast til jarð
ar í hringjum. Viss-u þeir ek-ki
fyrr en vélin steyptist á nefið í
jörðin-a.
Frétta-maður Mbl. kom á slys
stað sköm-mu eftir hádegi og
höfðu þá báðir þeir, er í flug-
vélinni voru verið fluttir á brott.
Haifði Atli verið fluttur í Landa-
kiotsspítala, mi-kið slasaður. Var
hann skorinn upp í gærdag vegna
innvortist meiðsla, Og leið eftir
atvik-um í gærkvöldi. Hefur
hann haft fulla meðvitund síðan
slysið varð.
Loftferðaeftirlitið kannaði all
ar aðstæður í gær áður en flug-
vélin var flutt af staðnum, en
það mun hafa gerzt í nótt.
Erlingur Birgir Óla-feson, v-ar
sonur Ólafs B. Gíslasonar á Siglu
firði og bonu hans, Sigurbjargar
Þorleifsdóttur. Hann lætur eftir
sig unnustu.
Erlingur lauik prófi einikaflug-
manns í fyrra, og var í þessu
flugi að æfa sig undir frarn-
áald-snám.
— Borgin okkar
Framh, af bls. 3.
við þarann í mjóalegg í Hafn-
arstræti. Brimið náði alla
leið upp að kirkju.
— Hvar var Batteríið?
— Batteríið var hér um bil
þar sem Sænska frystihúsið
er nú. Það var frá dögum
Jörundar hundadagakonungs,
var víst til að verjast ágangi
annarra. Það var hlaðið upp
í ferkant. Við gengum þangað
stundum og sátum þar í góðu
veðri. En nú er það horfið
eins og margt annað.
— Saknið þér þess?
— Ég held ekki, held mað-
ur hafi haft nóg af endur-
minningum um Danskinn hér.
Eyrarvlnnan var erfið
— Menn reru 'héðan á opn-
um bátu-m og einnig var gríð-
ar mikið af kútterum hér um
aldamót. En upp úr þvi fóru
menn að 'hafa áihuga á togara-
útgerð og 'hófst hún með Jóni
forseta, sem Alliance-félagið
átti, og svo með íslandsfélag-
inu.
— Hér hefur verið töluvert
um verkamenn þá eins og
nú?
— Ég held það nú. Já, og
eyrarvinnan var erfið, ákaf-
lega erfið, hjá þeim körlun-
um. Þeir urðu að bera allt á
bakinu, og stundum kvenfólk
ið líka, saltpoka, kolapoka og
raunar alla sek-kjavöru. Að-
eins kom þó fyrir, að notaður
var handvagn, ef hann var
til. — Því sagði maður við
mig, að hér hefði verið þræia
vinna, en nú orðið væri það
þannig, að men-n yrðu að
klæða sig við vinnuna, ef það
gerði kalsaveður.
H. Bl.
— Hvatarfundur
Framih. af bls. 2.
byggingar helmingi hraðar og
næsta haust myndi svo komið
að ekki myndi þurfa að þrísetja í
nokkra kennslustofu og tvísetn-
ing myndi minnka. Siðast en
ekki sízt ætti að benda á hinar
risavöxnu, en raunhæfu áætlan
ir um lagningu hitaveitu í hvert
hús og gerð a-llra gatn-a úr var-
anlegu efni, sem framlkvæmdar
mundu verða án hækkunar á út
svörum.
Geir Hailgrím-sson minnti
Hvatarkonur að lok-u-m á það, að
hvert einasta atkvæði gæti ráð
ið úrslitu-m um það hvort sam-
hentur meirilhluti Sjálfstæðis-
manna eða sundrungaröflin
stjórnuðu Reykjavfk næsta kjör
tim-abil, ef allir legðu sig fram
þessa 10 d-aga, sem eftir eru til
kosninga gætu Sjálfstæðismenn
tryggt sér glæsilegan sigur.
Að lokinni ræðu borgarstjóra
voru fiutt 8 stutt ávörp og fer
útdráttur úr þeim hér á eftir.
Fyrst Hvatarkvenna tók ti-1
máls frú Gróa Pétursdóttir.
Hún ræddi um hinar miklu fram
farir sem orðið hefðu í vatns-
veitumálum undir stjórn Sjá-lf-
stæðismanna síðustu áratugi og
myndu þeir það bezt, sem hefðu
orðið að bera vatn í fötum frá
ömlu vatnsbólunum. — Frú
Gróa ræddi ennfremur um dag-
heimilin og leikvellina, sem nú
væru orðnir 44, til reksturs
þeirra færu um 3 milljónir króna
a ári. Hútt rríinnti 'einnig á
hversu mjög hefur áunnizt í
skólamálum borgarinnar.
Þá tók til máls frú Helga Mar-
teinsdóttir, veitinga-kona. Hún
ræddi m.a. u-m hiha miklu fóllks
flutninga til bæjarins, sem sýndu
gleggst þá góðu stjórn, sem hér
hefði verið á undanförnum árum.
Hún lauk máli sínu á því að
brýna Hv-atarkonur til þess að
vinna a-f öllum mætti að sigri
Sjálfstæðisflokksins
N-æst tók til máls frú Ingi-
björg Guðmundsdóttir. Hún
minnti m.a. á það til m-arks u-m
góða stjórn Sjálfstæði-sflokksins
í borginni, hve vel hefði verið
unnið að fegrun borgarinnar,
og ekki væri síður mikilsvert
hve vel væri hlúð að æsku borg
arinnar.
Næsta ávarp flutti frú Ólöf
Sigurðardóttir, hjúkrunarkona.
Hún ræddi einkum um það hve
lífskjör væru hér góð og lí-klega
á fáum stöðum betri, sjúklingar
gætu yerið áhyggjulausir um
efnalega velferð sína þrátt fyrir
s j ú'kdómslegur.
Frú Guðrún Erlendsdóttir, lög
fræðingur, sem skipar -18. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins hóf
mál sitt á þ.ví. að. ræða um það
hve fjölskyldutengslunum væri
hætt á tímum hraðvaxatidi tækni
og efnalegra framfafáv Þess
vegna væri það mikið' fagnaðar-
efni, að í stefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins væri einmitt gert ráð
fyrir leiðbeininga- og hjálpar-
starfsemi í þessum efnum.
Frú Jónína Guðmundsdóttir
tók næst til máls. Hún ræddi m.a.
hið nána sam§tarf Framsóknar
og kommúnista og minnti sam- '
band þeirra allt á villisvínin í
lygasögu Múnohausens baróns,
er tvö villisvín gengu
þétt saman í skógi og baróninn
skaut á milli þeirra og fyrra
svánið flúði og hafði það þé
teymt seinna 9vínið, sem var
gamalt og blint og mátti sig
hvergi hræra léiðsagnarlaust svo
hægt var að leiða það til slátr-
unar, slík væri afstaða Framsókn
armanna nú til kommúnista. Hún
hvatti fundarkonur til að duga
sem bezt í baráttunni gegn slíkri
fylkingu
Frú Ragnhildur Helgadóttir,
alþingismaður, talaði næst. Hún
ræddi um það m.a. að í Reykja-
ví-k væru um 21500 konur á
kjörskrá og atkvæði þeirra
skiptu miklu. Hún sagði ennfrem
ur að nú væri kosið u-m það
hyort borginni yrði stjórnað á
igrunidvelli einstaklingsfram-
taks eða sósíalisma og hve feyki
-lega áhrif úrslit kosninganna
hefðu á a-lla þjóðmálabaráttuna.
Kosningamar nú stæðu einnig
um það hvort sú viðreisn sem
hér hefur farið fram sku-li halda
áfra-m, en svo yrði að vera ef við
ætluðum að lifa sem sjálfstæð
þjóð í þessu landi.
Síðust tók til máls frú Auður
Auðuns, forseti borgarstjórnar.
Hún hóf mál sitt á þvi að ræða
um það, að sá m-aður sem skip-
aði efsta sæti lista kommúnista
hefði í 'haust setið á flokksþingi
austur í Moskvu og klappað þar
fyrir atómsprengjum Rússa.
Að þessi sami maður skuli
skipa efsta sæti á lista til borg-
arstjórnarkosninga í Reykjavík
sýndi annað tveggja, algjört öng-
þveiti við skipun listans, eða
beina forherðingu.
Hún minntist á það að eini
kvenræðumaðurinn á fundi
kommúnista á dögunum hefði
sagt, að nú væri þrísett í 5.
hverja kennslustofu, sannleikur-
inn væri hins vegar sá, að aðeins
væri þrísett í 10. h-verja kennslu
sbofu barnaskólanna og munaði
um minna en að ljúga um helm-
ing. Hún brýndi fyrir fund-
arkonum að láta ekki ósig-
uráhjal andstæðinganna svæfa
sig á verðinum og lauik má-li sínu
á þessa leið: Látum okkur efeki
detta í hug, að við getum leyft
okkur að slaka á, við ákulu-m
fella andstæðingana á þeirra eig
in bragði og standa vörð um
borgina okkar og tryggja henni
samhentan meirihluta næsta
i kjörtíma-bi'