Morgunblaðið - 18.05.1962, Side 3
Föstudagur 18. mai 1962
MORGVWBLÁIÐIÐ
3
. rmam rbl ,□ i
.] ■is'-
!
!
Teikningin sýnir fyrirhugað skipulag milli Suðurlandsbrautar og Gnoðarvogshúsanna, þ.e.a.s. hluta svaeðisins. — Fram-
kvæmdir eru þegar hafnar. —
Fyrsta tilraun með rækt-
un götutrjáa í Reykjavík
Grasi gróið bílastæði á Melunum — fram-
kvæmdir hafnar við Suðurlandsbraut
ÓHÆTT ER að fullyrða að
aldrei hafa verið stærri verk-
efni á prjónunum hjá garð-
yrkjustjóra Reykjavíkur en
nú í vor. Er stefnt að því að
nviklu kappi að rækta upp
svæði, bæði viðsvegar inni í
borginni og í nágrenni henn-
ar. Er þar e. t. v. merkust til
raun sú, sem hafizt hefur ver
ið handa um og langt er kom-
in, en það er að rækta upp
melinn fyrir sunnan íþrótta-
völlinn, frá Hringbraut að
Bændahöllinni, en þar á að
vera grasigróið bílastæði.
Mbl. átti í gær tal við Haf-
liða Jónsson, garðyrkjustjóra.
Sagði hann að vona yrði að
bifreiðaeigendur, sem kynnu
að vilja nota svæði þetta,
tsekju fullt tillit til þess að
gróðurinn er viðkvæmur þann
tíma árs, er klaki fer úr
jörðu. Sagði Hafliði að það
yrðu aðeins um tveir mánuð
ir árlega sem stæðið yrði
lokað, á vorin og e. t. v. að
vetri, ef miklar frostleysur
gerði.
„Á þessu stæði verður að-
eins leyft stæði fyrir fólks-
bíla“, sagði Hafliði. „Stæði
fyrir vörubíla og langferða-
biíla verður meðfram Birki-
mel. Með þessari ræktun von
urnst við til að hefta hið hvim
leiða sandifdk, sem jafnan er
þarna á Melnum. Æskilegt
væri að þessi tilraun gæfist
vel þannig að viðar verði
hægt að koma upp slíkum
bílastæðum“.
„Svæðið á Melnum hefur
nú verið rifið upp og jafnað,
og fer sáning fram einhvem
næstu daga. Að henni lokinni
verður svæðið valtað og við
Skulum vona að í júnímánuði
verði það orðið ein græn
flöt, og hægt að taka það í
notkun í ágústmánuði. Hér
yrði um að ræða byltingu í
umbúnaði allra stærri bíla-
stæða í bænum, og ég er von-
góður um að þessi tilraun tak
ist“, sagði Hafliði.
Þá eru framkvæmdir við
annað slíkt svæði í þann veg
að héfjast, en það er svæðið
við Fúlutjörn Og nágrennið
við Borgartún.
— xxx —
„Næsta stórverkefni, sem
unnið verður að í vor og
fram eftir sumri, er fyrsta til
raun með ræktun götutrjáa
Pforam
okbcir
í Reykjavík. Svæðið m,illi
Suðurlandsbrautar og Gnoðar
vogshúsanna svonefndu, allt
frá Álfheimum inn að Elliða-
ám á að verða ein samfelld
grasræna, um 15 metra breið,
en síðan á að taka við malar-
stígur fyrir fótgangandi og
hestamenn. í grasræmuna
milli Suðurlandsbrautar Og
malarstígsins á að setja götu
tré með 15 metra milliibili, en
fyrir norðan malarstíginn kem
ur samfelld grasflöt upp að
lóðum Gnoðarvogshúsanna.
Verður komið fyrir bek'kjum
á stöku stað fyrir föik, sem
þarna vill njóta sólar, og enn
fremur er í ráði að þama
verði sett upp einföld leik-
tæki fyrir börn. Framkvæmd
ir eru þegar hafnar og ,er
unnið að því að slétta svæðið
með stórvirkum vélum“.
-- XXX ----
„Jafnframt því, sem hér að
framan getur, verður haldið
áfram ræktun meðfram
Miklubraut jafnhliða því, sem
hún er fullgerð með steypt-
um akbrautum“, sagði Hafliði.
„í sumar verður gengið frá
grasblettunum á milli ak-
brauta þess hluta götunnar,
sem þegar hefur verið stein
- steyptur og meðfram henni,
bæði að norðan og sunnan, að
svo miklu leyti sem hægt verð
ur“.
„Hér hefur aðéins verið
drepið á stærstu verkefnin í
sumar, en auk þess hefur að
sjálfsögðu verið hafizt handa
um srnærri verkefni líkt og
venja er til“, sagði Hafliði
garðyrkjustjóri.
Þessa mynd
framkvæmdum við Suðulandsbraut
gær. —
Á 3ja hundrað aðkomu-
menn í Olafsvík á vertíð
ÓLAFSVÍK, 16. maí. Þrír bátar
róa enn frá Ólafsvik, en unnið
er að því að gera upp hjá áhöfn
um annarra báta eftir vertíðina.
í Ólafsvík eru um 940 manns
með fasta búsetu, en á vertíðinni
(lykkist þangað fjöldinn allur
af sjómönnum og öðru verfólki
Á þessari vertíð mun eitthvað á
þriðja hundrað manns hafa kom
ið til Ólafsvíkur, og er meiri-
hlutinn á bátum, sem þaðan eru
gerðir út, aðkomufólk.
Erfitt getur verið að koma öll-
um þessum fjölda fyrir í ekki
stærri bæ. Hraðfrystihús Ólafs-
víkur hefur ágætar verbúðir,
þar sem 60—70 manns búa og
um 100 matast. Þá hefur Halldór
Jónsson verbúðir fyrir 40—50
manns og Víglundur Jónsson fyr
ir um 40. Margir búa í herbergj
um úti í bæ. Geysimikið hefur
verið byggt í Ólafsvík undanfar-
in ár og hafa margir miðað
byggingu húsa sinna við það að
geta leigt aðkomufólki á vertíð-
inn; - Hjörtur.
O • r r
onjoaöi i
Skorradal
AKRANESI, 17. maí. — Kl. sex
í gærmorguu var ekki vorlegt
út að líta í Skorradal. Skarðs-
heiði og Hestiháls voru alhvít
ofan að vatni. Snjóinn tók upp,
þegar sólin fór að skína.
— Oddur.
STAKSTEIIVAR
Guðmumlur gerir áwjp
á sjjálfan sig
Ef sú forsíða, sem myndin á bls.
24. er af, hefði ekki birzt í Moskvu
málgagninu, væri ástæða til að
taka alvarlega lubbamennsku a9
standenda hennar. Þar er hvorki
sagt meira né minna en það, að
borgarstjórinn í Rvik hafi dreg-
ið sér tvær milljónir af eignum
borgaranna. Hinsvegar er „rök-
stuðningurinn“ svo hjákátlegur,
að engir hafa skemmt sér betur
við lesturinn en þær tugþúsund
ir Reykvíkinga, sem meira
traust bera til Geirs Hallgrims-
sonar en flestra manna annarra.
Saga kommúnistablaðsins er í
stuttu máli á þennan veg:
Árið 1957 fékk fyrirtækið H.
Benediktsson, h.f. úthlutað lóð
við Suðurlandsbraut. Venjuleg-
ur lóðasamningur var gerður við
fyrirtækið, eins og við aðra þá,
sem lóðir fengu, þ. á. m. t. d.
SÍS. Allar þessar lóðaúthlut-
anir samþykkti Guðm.undur
Vigfússon, Moskvufari, borgar
iulltrúi kommúnista. Á ár-
inu 1958 er síðan farið að
ræða um að taka sérstakt lóða-
gjald þ. á. m. fyrir iðnaðar- og
verzlunarlóðir og var það gjald
síðan endanlega ákveðið 18. des
ember 1959, einnig með atkvæði
Guðmundar Vigfússonar.
Borgarstjóm v
hækkar leijoi
6m það íeyti sem lóðagjöldin
voru ákveðin, var gert ráð fyrir
mjög aukinni eftirspurn eftir
iðnaðarlóðum, því að þá tók að
hilla undir afnám fjárfestingar-
Ieyfakerfisins, en á árunum 1957.
‘ sem hér um ræðir, fengu allir
þeir, sem úthlutað hafð'i verið
fjárfestingarleyfum fyrir iðnað,
lóðir hjá borginni og var H.
Benediktsson h.f. þar auðvitað
engin undantekning.
Þegar gatnagerðargjaldið var
ákveðið voru í gildi leigusamn-
ingar við alla þá, sem áður höfðu
fengið lóðir. Um iðnaðarlóðirnar
gilti það hinsvegar, að heimilt
var að endurskoða leiguna á
fimm ára fresti. Þessa heimild
hefur borgarstjórn Reykjavíkur
hagnýtt sér og hækkar leigu
fyrir þær iðnaðarlóðir, sem út-
hlutað var áður en gatnagerðar-
gjaldið kom í gildi jafnóðum og
leigusamningar renna út. Þannig
eru nú greiddar 10 krónur á fer-
metra í Ieigulóðunum við Suður
landsbraut, en tillögur um að
aðeins tvær krónur verði greidd-
ar af þeim lóðum, þar sem gatna
gerðargjald var tek'ið. Þessi
stefna var mörkiuð um leið og
gatnagerðargjöldin voru ákveð-
in.
Morgunblaðinu er kunnugt um
það, að Guðmundur Vigfússon,
borgarfulltrúi, sem greitt hefur
atkvæði með þessum aðgerðum,
var sjálfur að afla upplýsinga
fyrir Moskvumálgagnið og er því
meginaðstandandi þessarar fárán
legu siðleysisgreinar, sem virðist
hafa tekið upplausniarliðið á rit-
stjórnarskrifstofum blaðsins tvo
sólarhringa að semja, því að ekk
ert blað kom út af Kremlviljan-
um í fyrradag.
Annars er nú langt seilzt eftir
kosningabombum“ þegar 4ra ára
gömul vitneskja kommúnista og
meira að segja aðgerðir, sem
þeir sjálfir tókiu þátt í, er nú
flennt fimm dálka ýfir forsíðu
Moskvumálgagnsins, eins og
heimsstyrjöld hefði brotizt út. En
þessi árás, sannar hinsvegar, að
fátt er það sem andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins geta notað
til árása á hinn ágæta og vinsæla
borgarstjóra Reykvíkinga.