Morgunblaðið - 18.05.1962, Side 12
12
Föstudagur 18. maí 1962
T MORGVNBLAÐIÐ
Otgefandi: H.f Arvakur Reykjavík.
Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: ^.ðalstræti 6.
Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HALDA VERNDAR-
HENDI YFIR KOMM-
ÚNISTUM
Þannig hafa hryðjuverkanr.enn OAS gengið til verka í Alsír að undanförnu. Enginn
Serki hefur verið óhultur á götum úti, fyrir vélbyssuárásum meðlima samtakanna.
17ins og getið var um hér í
*-J blaðinu í gær hafa
Framsóknarmenn nú tekið
upp beina vöm fyrir komm-
únista. Fram að þessu hafa
þeir látið sér nægja að taka
sömu afstöðu og kommúnist-
ar til málefna. Þeir hafa
forðazt að skamma þá, en
ekki beinlínis tekið upp
varnir fyrir stefnu þeirra.
í 2—3 áratugi hafa komm-
únistar ekki verið í jafn erf-
iðri aðstöðu og nú síðustu
vikurnar, eftir að flett hef-
ur verið ofan af þjóðsvika-
fyrirætlunum þeirra. Þess
vegna finnst aðalmálgagni
Framsóknarflokksins nauð-
synlegt að koma þeim til
hjálpar með beinum vörn-
tun í áróðursskrifum.
Meginskjólið, sem Fram-
sóknarmenn veita kommún-
istum, er hins vegar að sjálf-
sögðu samstaða þeirra með
þessum erindrekum erlends
valds á öllum sviðum þjóð-
lífsins. — Ef kommúnistar
væru nú einangraðir og
Framsóknarflokkurinn taéki
sömu afstöðu til þeirra og
allir lýðræðisflokkar ver-
aldar nú gera, eftir að eðli
þeirra og starfsaðferðir eru
lýðum Ijósar, þá væri eng-
inn efi á því, að kommún-
istar yrðu nú þegar þessar
vilcurnar settir á sama bekk
í íslenzku þjóðlífi og þeir
eru annars staðar.
En Framsóknarflokkurinn
virðist ekki mega til þess
hugsa að fylgi kommúnista
rýrni. Annars mundi hann
ekki taka upp vamir fyrir
þá, nú þegar loksins er hægt
að gera þá algjörlega áhrifa-
lausa. Þessi staðreynd bend-
ir því miður svo eindregið
til þess, að leiðtogar Fram-
sóknarflokksins hyggist enn
reyna að koma á „þjóðfylk-
ingunni11 með kommúnistum,
að varla ætti að þurfa fyllri
sannanir.
Með hliðsjón af þessum
staðreyndum hafa borgar-
stjórnarkosningarnar ekki
einungis þá meginþýðingu
að tryggja höfuðborginni
farsæla stjórn — og sveitar-
stjórnarkosningar annars
staðar að tryggja hinum
ýmsu sveitarfélögum forystu
dugmikilla og frjálslyndra
lýðræðissinna — heldur get-
ur líka á þeim oltið öll þjóð-
málaþróun hér á landi næstu
árin eða áratugi.
Ef fylgistap kommúnista
yrði ekki verulegt vegna
stuðnings' þess og skjóls,
sem Framsóknarflokkurinn
veitir þeim, mundu þeir
áfram geta haft mikil á-
hrif, til dæmis í verkalýðs-
félögum og víðar, í sam-
vinnu við Framsóknarflokk-
inn. En hitt er einnig mikil-
vægt, að sú vinstri klíka,
sem nú ræður lögum og lof-
um í Framsóknarflokknum,
sjai, svo ekki ^erði um villzt,
þegar atkvæði verða talin í
kosningunum, að það fólk,
sem fylgt hefur Framsókn-
arflokknum, ætlast ekki til
þess að hann verði notaður
til að styrkja kommúnista til
áhrifa og valda.
NÝ VINSTRI
STJÓRN
rngum dylst, að kommún-
istar og Framsóknar-
menn stefna að því að reyna
að kollvarpa Viðreisnar-
stjórninni og eyðileggja
efnahag landsins í þeim til-
gangi að stofna síðan vinstri
stjóm í því upplausnar-
ástandi, sem þá mundi skap-
ast. Og Morgunblaðið hefur
öruggar heimildir fyrir því,
að þegar hefur stefnan verið
mörkuð í meginatriðum,
með hliðsjón af „mistökum“
síðustu vinstri stjórnar og er
á þessa leið:
Ný vinstri stjóm á „að
vera alþýðustjórn eða þróast
upp í það“. Fyrsta skrefið í
þeirri þróun á að vera að öll
bankastarfsemi verði lögð
undir fullt ákvörðunarvald
sjálfrar ríkisstjómarinnar til
að koma öllu fjármálavaldi
í hendur „þjóðfylkingar-
manna“. Megináherzlu á að
leggja á að koma í veg fyr-
ir, að nokkur einkafyrirtæki
geti hagnazt, heldur á að
halda þeim í stöðugum fjár-
hagsvandræðum. —■ Smáat-
vinnurekstri og félitlum
fyrirtækjum á þannig fyrst
að koma á kné, en jafnframt
á að halda uppi pólitískum
stórárásum á sterkari fyrir-
tæki til að dreifa athyglinni
frá hruni smáatvinnurekstr-
ar. —•
„Þjóðfylkingarmenn" ætla
sér að koma á fót ríkisrekstri
í innflutnings- og útflutn-
ingsverzlun og víðtækri
bióðnýtingu á fleiri sviðum,
Mikiivægt lyf gegn
graftarsýklum
FYRR á þessu ári til-
kynnti W. Godtfredsen á
rannsóknarstofum Lövens
Kemiske Fabrik (Leo) í
Kaupmannahöfn, að á
rannsóknarstofunni hefði
fundist nýtt antibíótikum.
The Lancet hefur nú birt
niðurstöður af fyrstu at-
hugunum um nytsemi
þess, og eru læknarnir af-
ar hrifnir af efninu, sem
Leo nefnir Fucidin. Fuci-
din hefur reynst sérlega
eitrað fyrir graftarsýkla
(Stafýlokokka). Fucidin
hefur þann ómetanlega
eiginleika að auka verkun
penicillins.
V
Síðan fyrst var tilkynnt
um fund Fucidins hefur það
verið reynt gegn fjölda sýkla
tegunda í ræktun, og hefur
það reynst einna bezt gegn
graftarsýklum þeim er Sta-
fýlókokkar nefnast. Á rækt-
unardiskinum dregur Fucidin
úr vexti þeirra útþynnt, í
sjö á móti 100 000 000. Hundr
að sinnum meira magn þarf
til að stanza streptókokka.
Stífkrampabakteríur eru
mjög viðkvæmar fyrir því,
og barnaveikisýkillinn er um
tíu sinnum viðkvæmari en
stafýlokokkarnir. Það ætti
einnig að geta verið notihæft
gegn berklum.
Ef til vill er mikilsverðasti
eiginleiki Fucidins sá, að það
margfaldar verkun penicill-
ins 2,3 sinnum — ef sýklarnir
ir eru ónæmir fyrir penicill-
in. Séu sýklarnir næmir fyr-
ir penicillin bætist aðeins
verkun þess við fucidin-áhrif
in.
V
Með ræktun er auðvelt að
fá fram sýkla, sem eru ónæm
ir fyrir Fucidin. Eiturverk-
anir þess á spendýr eru litl-
ar. Engin ill áhrif hafa fund-
ist á menn, en þegar skýrsl-
urnar birtust hafði það ver-
ið gefið meira en 300 sj&kl-
ingum.
G. Taylor og K. Bloor i
Manöhester hafa birt skýrslu
um notkun sína á Fucidin
gegn graftarsýklum í sárum.
Þegar Fucidin var notað
eitt tókst ekki að útrýma
sýklum úr sárunum, en eigi
að síður greru þau, og þá
hurfu sýklarnir um leið. Þeir
segja aftur á móti að þegar
Fucidin og penicillin Voru
notuð saman hafi árangurinn
verið frábær. Skal hér nefnt
dæmi úr skýrslu þeirra:
„Tilfelli nr. 2. — Sextíu og
níu ára gömul kona hafði æxli
í húðinnj á kálfanum. Það
var talið vera krabbamein, i
og sfcórt svæði var skori? J
burtu. Græða átti húð á sár- , .
ið, en það tókst ekki, því að í
þrátt fyrir penicilíin- og I
streptomycingjöf komst í sár- i
ið Staph. aureus, sem var I
ónæmur fyrir penicillin. Hún 1
fékk nú penicillin og Fucidin l
og sýklar voru algerlega |
horfnir úr sárinu á 4. degi
Eftir viku voru tveir þriðju
hlutar af sárinu grónir.“
Um notkun Fucidins eins
segj a þeir. „Sýklar hurfu ekki
úr sárunum, fyrr en þau
greru. Samt sem áður greru
þau fljótt, og þegar litið er á
tegund sáranna, var batinn
svo hraður, að ætla má að
fucidin flýti fyrir að sár grói
og sú verkun sé óháð áhrif-
um þess á sýklana.“
Þeir segja enníremur, að
Fucidin sé mikilvirkara í
líkamanum en ætla mætti
með hliðsjón af ræktunartil-
raununum, og geti því verið,
að líkaminn breyti þvi í ann-
að og mikilvirkara efni.
Þótt mjög lítil reynsla sé
komin á Fucidin, er öruggt,
að mönnum hefur þarna tek-
ist að finna mikilvægt vopn í
baráttunni við sýklana.
en styrkja jafnframt áhrifa-
vald SÍS.
í kjaramálum á að láta
opinber fyrirtæki, fyrirtæki
ríkis og bæja, og SÍS-fyrir-
tæki semja um óraunhæfar
kauphækkanir, sem geri
einkarekstri ókleift að starfa.
Þegar slíkir „samningar“
hefðu verið gerðir, ætti að
setja stærri fyrirtækjum
nokkurra daga frest til þess
að fallast á slík „laun“. Ann-
ars yrðu eignir þeirra gerðar
upptækar til ríkisins eða þá
afhentar SÍS.
Loks á svo að tengja efna-
hagslíf okkar við fjármála-
vald hins kommúníska
heimsveldis, með því að taka
stór lán austantjalds og selja
sem allra mest af vörum
þangað, en eyðileggja mark-
aði okkar annars staðar.
Þessi eru áform þeirra,
sem einskis svífast til þess
að ná völdum. í kosningun-
um 27. maí þurfa íslending-
ar að svara þessum fyrir-
sétlunum.
GLEÐILEGT TÍM-
ANNA TÁKN
17arautanríkisráðherra Sam-
^ einaða Arabalýðveldis-
ins og nokkrir samstarfs-
menn hans hafa verið í
heimsókn hér á íslandi und-
anfama daga. Islendingar
fagna þessum góðu gestum
og vona að aukin viðskipti
milli hins arabíska heims og
lands okkar sigli í kjölfar
þessarar heimsóknar.
Norrænir menn eru fjar-
skyldir og fjarlægir löndum
Araba. Engu að síður hljóta
tengsl vináttu og viðskipta
að skapast milli okkar og
þeirra. — Heimurinn hefur
færzt saman. I raun og veru
er engin þjóð annarri fjar-
læg í dag. Allir geta náð til
allra á nokkrum klukku-
stundum.
Þessi breyting á afstöðu
landa og þjóða hefur þegar
haft í för með sér byltingu
á fjölmörgum sviðum. — I
framtíðinni mun brottfall
fjarlægðanna hafa ennþá
stórkostlegri áhrif. Það er
von íslenzku þjóðarinnar að
afleiðing þess verði fyrst og
fremst sú, að friður og sátt
eflist meðal allra þjóða,
hvar sem þær búa, á hvað
sem þær trúa og hver sem
litarháttur hörunds þeirra
er. Heimsókn varautanríkis-
ráðherra Sameinaða Araba-
lýðveldisins til Islands er 1
augum Islendinga gleðilegt
tímanna tákn.