Morgunblaðið - 18.05.1962, Page 14

Morgunblaðið - 18.05.1962, Page 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 18. maí 1962 Þakka sérstaktega sveitungnm mínum vinarfhug og gjafir á sjötugs afmæli minu, svo og öllum öðrum sem hafa heiðr- að mig með skeytum og gjöfum. DaJsmynni 14. rnaií 1962. Sesselja Jónsðóttir Verzlun til solu Smávöruverzlun við Laugaveg er til sölu nú þegar. Nokkur lager. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjudagskvöld (22. maí) merkt: „Smávöruverzlun — 4723“. Keflavík — Vogar Tilboð óskast í húsgrunn í Vogum, ásamt tilheyrandi efni, sem er á staðnum, mótatimbri. sementi, gluggum og vikursteinum, ásarot stórum bragga, er stendur við grunninn. — Upplýsingar veittar í síma 1358 í Keflavík eftir kl. 7 á kvöldin. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík Og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda soluskatt 1. ársfjórðungs 1962, svo Og söluskatt og út- flutningssjóðsgjald eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarihvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. maí 1962 Sigurjón Sigurðsson. Maðurinn minn GÍSLI INGVAR HANNESSON bóndi á Skipum, Stokkseyri, andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 16. maí. Guðfinna Guðmundsdóttir Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall ÞURÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR Njálsgötu 37 Böm og tengdabörn Innilegt þakklæti flyt ép öllum þeim fjær og nær, sem auðsýndu vináttu og samúð við análát og útför minnar elskuðu vinkonu GUÐRÓNAR ODDSDÓTT'UR Oddeyrargotu 11, Akureyri. Guð blessi ykkur ÖU. Rósa Randversdóttir Þökkum innilega sýnda samúð við andiát og jarðarför GÍSLA MAGNÚSSONAF útgerðarmanns. Sigríður Einarsdóttir og börn, Sólhlíð 3, Vestmannaeyjum. Sigríður Benediktsdóttir Minning FRÚ SIGRÍÐUR Benediktsdótt- ir, ekkja Stefáns Gunnarssonar skósmiðs og skókaupmanns, kvaddi þennan heim hinn 10. þ.m., en 5 dögum síðar hefði hún náð 81 árs aldri. Hún var fædd þann 15. maí 1881 að Mið- húsum í Vatnsdal, og voru for- eldrar hennar þau hjónin Guð- ríður Tómasdóttir og Benedikt járnsmiður Samsonarson, síðar í Skálholtskoti í Reykjavík, Sam sonarsonar trésmiðs og bónda í Víðidal, seinna kaupmanns og hreppstjóra í Dýrafirði. Sigríður giftist 28. júní Stef- áni Gunnarssyni, f. 26. sept. 1880 í Litlabæ á Vatnisleysu- strönd. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Jónsdóttir bónda Jónssonar á Brunnastöðum og Gunnar bóndi í Litlabæ og síð- ar Hátúni, Stefánssonar bónda á Brekku í Biskupstungum, Gunnarssonar bónda og hrepp- stjóra í Hvammi í Landsveit Einarssonar. Föðurætt Stefáns var komin frá Bjarna Halldórs- syni frá Víkingslæk í Landsveit. Sigríður og Stefán settu ung og efnalaus heimili á stofn í Reykjavík, og bjuggu hér alla tíð. Eiginmann sinn missti Sig* ríður þann 17. apríl 1948, eftir tæpra 46 ára ástríka sambúð. Hjónaband þeirra var alltaf til fyrirmyndar, aldrei varð vart sundurlyndis milli hjónanna, heimilislífið var ágætt og sam- heldni fjölskyldunnar mikil. í nærri 27 ár áttu þau heimili 1 Miðstræti 6, þar fæddust öll börn þeirra, og þar hygg ég að þau hafi dvalið beztu ár ævi sinnar. En eins og oft vill verða fóru þau ekki varhluta af veik- indum, hvorki sjálf né börn þeirra. Misstu þau 4 af börnum sínum. Marinó og Hákon dóu að- eins nokkurra mánaða gamlir, Gyða 8 ára efnilegt bam, og Kristín um tvítugt, góð og mynd arleg stúlka. Hin börnin er nú lifa eru Guðríður gift Col, Kirkby Green í USA, og Gunn- ar stórkaupmaður, og Sesseija, sem bæði dvelja í heimahúsum. Sigríður var prýðileg kona, vel greind, oftast kát og hress í viðmóti, dugleg og ágæt hús- móðir, og ber heimilið órækt vitni um listfengi hennar og góð an smekk, en þar eru fleiri lista verk samankomin, bæði mál- verk og aðrir listmunir, heldur en þekkist víðasthvar hér á landi. Ekki má gleyma blómun- um þegar Sigrfðar er minnst. Hún hafði mikið yndi af þeim, hafði þau og hlynnti að þeim í stofunum sínum, í garðinum og gróðurhúsinu, og dvaldi margar stundir meðal þeirra. Sigríður var gestrisin með afbrigðum, og var það ætíð eins og komið væri til veizlu er gest bar að garði í „Stefánshúsi" en svo nefndum við oft heimili þeirra hjóna. Hún var greiðvik- in og hjálpfús, og mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að rétta hjálparhönd. Var hún þannig sett í iífinu að hún gat oft gert það, og urðu bæði skyid ir -henni og óskyldir, aðnjótandi ýmissar aðstoðar frá hennar hendi. Heimilinu helgaði Sigríður alla starfskrafta sína. Hún var stórbrotin kona og vel af guði gerð, en átti nokku'ð lengi við 'heyrnardeyfð að búa er háði henni talsvert, einkum seinni árin. Reyndust þá börnin henni afbragðsvel sem áður, og léttu henni þessa byrði svo sem unnt var. Hún var að öðru leyti heilsu góð, þar til hún fékk snögglega heilablóðfall og andaðist nokkr- um dögum síðar af afieiðinguim þess. Eg sem þessar línur rita, minn. ist með ánægju nærri 20 ára samibýlis við Sigríði og fjöl- skyldu hennar í Miðstræti, og frændsemi og vináttu alla tíð. Fyrstu tuttugu ár ævinnar verða flestum ánægjulegust, og minn- ingarnar hópast nú fram I hug- ann, er hugsað er um þá tima, og Sigríði og fjölskyldu henn- ST. Við hjónin og fjöis'kylda okk- ar sendum innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls frú Sig- ríðar. Ó. H. J. Lakkhúðaðar þilplötur. Stærð: 120x120 cm. Mjög hentugar til klæðningar á BAÐHERBERGJUM og ELDHÚSUM Fjölbreytt litaval Ludvig Storr & Co. Símar: 1-33-33 og 1-16-20 Til sölu Sérverzlun í fullum gangi á mjög góðum stað í borg- inni. Góður vörulager. Hentugt fyrir karl eða konu er vUja skapa sér sjálfstæða atvinnu. Tilboð leggist í pósthólf 589 fyrir mánudagskvöld n.k. Frá Tónlistarskólanum Inntökupróf i Tónlistarskólann í Reykjavik fyrir skóia- árið 1962—’63 verður mánudaginn 21. mai kl. 5 s.d. ' að Laufásvegi 7. Skólastjóri Byggingarfulltrúi Starf byggingarfulltrúa í Garðahreppi er laust til um- sóknar. Umsóknir ásamt kaupkröfu og upplýsingum um menntun, sendist sveitarstjóranum í Garðaæreppi fyrir 1. júní n.k. Sveitarstjórinn í Garðahreppi 16. maí 1962 Mabeiðolukona eða kona vön matargerð óskast í gistihús út á landi. Upplýsingar í síma 10039. Býlið Bali vestan við Hafnanfjörð er til sölu. íbúðarhús og góð útihús. Nánari upplýsingar gefur GUÐJÓN STEINGRÍMS SON. hrl. Reykjavíkurvegi 3 — Hafnarfirði Sími 50960 E inangrunarkork 1“, 1%“ og 2“ þykktir KORKMULNINGUR, bakaður MÚRHÚÐUNARNET KALK, til múrhúðunar SNOWCREM, margir l;x:- fyrirliggjandi Þ. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7 Sími 22235 (2 línur)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.