Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 18. maí 1962 MORCVNBLAÐIB 17 Ingibjörg Guðmunds- dóttir — Minning ' HÚN LÉZT að Elliheimilinu Grund 10. þ.m., 88 ára að aldri. Ingibjörg var fsedd 5. febrúar 1874 að Fannardal í Norðfirði. Foreldrar hennar voru Guðmund ur Magnússon, bóndi þar, og kona ihans Sigurbjörg Sigfúsdóttir. Hún var mjög ung, þegar hún missti móður sína, enda yngst af sex systkinum. Síðar giftist faðir Ihennar Helgu Marteinsdóítur og étti með henni þrjú börn. Eru nú öll systkinin látin. i Ingibjörg fór snemma að heim- an til að vinna fyrlr sér og dvaldi á ýmsum stöðum, en lengst af í ÍNorðfirði. í Reykjavíik dvaldi hún um skeið og lærði karl mannafatasaum. Eftir það stund aði hún saumaskap á Norðfirði um tíma. Árið 1919 gekk hún uhdir uppskurð í Reykjavík vegna meinsemdar, sem hún hafði gengið með um skeið, og 1932 var hún skorin upp á Akur eyri við sama sjúkdómi. Fékk hún mikla bót meina sinna, þó hún næði sér aldrei til fulils. Um haustið 1923 fluttist hún til for- eldra minna, Magnúsar Gísla- sonar og Sigríðar Jónsdóttur, á Eskifirði og dvaldist eftir það é heimili þeirra um 30 ára skeið. Síðustu tíu ár æfi sinnar var Ingibjörg oftast sjúk, og lá þá á ýmsum sjúkrahúsum, lengi af á sjúkradeild Elliheimilisins. Var hún oft mikið þjáð, en bar á vallt þjáningar sínar með still- ingu. Ingibjörg var framúrskarandi harngóð og tók miklu ástfústri við Okkur systkinin, vakti yfir hverju okkar fótmáli, og síðar tók hún eins miklu ástfóstri við ckkar börn og bar umhyggju fyrir velferð þeirra fram í and- lótið. Hún var mjög trygglynd og vinföst og skyldurækin svo af bar. Hún var trúhneigð og hélt fast við sína barnatrú, kunni langa kafla úr kverinu eínu, því hún var stálminnug. Nú, þegar hún er horifin sjón- um, minnumst vér systkinin með þakklæti alls hennar mikla og óeigingjarna starfs í okkar þágu, og munum við jafnan geyma ljúfar endurminningar um hana. Þorhjörg Magnúsdóttir. ÞEGAR ég nú við burtför Ingibjargar Guðmundsdóttur rifja upp gamlar og góðar minn- ingar frá æsku minni á Eski- firði, þá er það margt sem sækir é hugann, mörg spor átti ég þá í sýsluimannshúsið sem var mér ógleymanlegur staður, sökum þeirrar reisnar og höfðingsskap- ar sem þar bjó. Ingibjörg var þar þjónn húsbændanna og var ekki hægt annað en taka eftir hvernig hún rækti skyildurnar. Ég held ég haifi þar og hjá henni kynnzt þjónustuhlutverk- inu í sinni hreinustu og sönn- ustu mynd. Kannski þá hef ég lært hve þetta hlutverk er dá- eamlegt í lífinu. Aldrei spurt um hvað fáist í aðra hönd, en gleði og ánægja yfir að véra til gagns. Þetta er sá skóli sem mér hefur orðið til gagns og góðs síðar á lífsleiðinni. Ingibjörg var ábyggilega sátt við lífið. Hún var andlega stór, vissi vel hvaða verðmæti duga bezt þegar þessari fjarvist lýk- ur. Gleði hennar stærst þegar einhverju góðu var þokað á- leiðis. Þess vegna er hugur minn hlýr af þakklæti nú, þegar ég minniist liðinnar vegferðar og samleiðar. Ég er fullviss, sé við nokkurn hægt að segja að leið- arlokum: „Yfir litlu varstu trú,“ þá er það við þessa góðu vin- konu mína sem nú kveður. Bless uð og sönn hamingja fylgi henni í upphafi og yfirgaf hana aldrei. Slík hamingja verður aldrei met in til fjár. Þökk fyrir góð kynni og órofa vináttu. Ámi Helgason. Skrifstofcimaður óskast í stórt fyrirtæki í Reykjavík nú þegar eða um næstu mánaðamót. Gott skólapróf eða reynsla æski- leg. — Umsóknir sendist afgr. Mbl. merkt: „Framtíðarstarf 1962 — 4800“. Nýkomnir vatteraðir Nylon sloppar og sundbolir Hattbúð Reykjavíkur Laugavegi 10 24%sZ‘ Burma-teak — Mikil verölækkun NÝKOMIÐ: Burma teak, 2“x5“—6“, 254 “x3“—6” Þýzk eik 1”,—114”,—l’ú”—2”, Danskt brenni 1”,—154“, —-154“,—2“—254”, 3”. Álmur 154“ ,—154”,—2”. Væratanlegt næstu daga Finnskur birkikrossviður 3, 4 og 5 mm. Þýzkur eikarspónn o. fl. — Tökum á móti pöntunum. — l e e KÆLIBORÐ Sýningarborð — Kælir — Aígreiðsluborð. Hillurými 20,1 ferfet LEC kæliborðin útvegum við með stuttum fyrirvara frá Englandi. Áætlað verð kr. 36.900,— Sýnishorn fyririiggjandi RAFTÆKJADEILD E . JOHNSON & KAABER % Hafnarstræti 1 — Sími 24000 Húsnæði Roskin ekkja sem býr í eigin húsi á rólegum stað nálægt Miðbænum vill leigja þriggja herb. íbúð roskn- um hjónum eða roskinni konu, sem dvelzt heima á daginn. íbúðin er laus nú þegar. — Umsækjendur leggi nöfn sín, ásamt upplýsingum um stöðu Og stétt inn á afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Hólatorg — 2345“. VÉLBÁTUR 16 smál. með dýptarmæli og fullkomnum dragnótaútbúnaði, allt í all-góðu ástandi til sölu. Nánari upplýsingar veitir ftr. vor, Björn Ólafsson hdl. LANDSBANKI ÍSLANDS Reykjavík Fró barnaskólum og gagn- fræðaskólum Reykjavíkur Vegna 100 ára afmælis samfeUdrar barnafræðslu í Reykjavík vorða sýningar á skólavinnu nemenda í barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar 19. og 20. þ.m. Sýnmgarnar verða opnar á þessum tima: Laugardag 19. maí kl. 4—8 síðdegis. Sunnudag 20. maí kl. 10—12 árdegis og 2—7 síðdegis Fræðslustjórinn í Reykjavík SPEGLAR — SPEGLAR Speglar í teakrömmum Fyrirliggjandi — Margar stærðir Baðspeglar — Handspeglar — Rakspeglar og alls konar smærri speglar í miklu og fjölbreyttu úrvaii SPEGLABIJOIN Laugavegi 15 Blóm á mceðradaginn POTTA BLÓM — AFSKORIN BLÓM Hjá okkur eí úrval blóma úr Hveragerði, Mosfells- sveit og víðar að. Seljum ávallt það bezta frá öllum garðyrkjumönnum á hagkvæmasta verði. \ v ATHUGIB: — Það bezta frá öllum á einum stað. Óþatji að leita langt yfir skamrnt. Gróðrastöðin v/Miklatorg. Símar 22822 og 19775. Gróðrastöðin við Miklatorg. — Símar 22822 og 19775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.