Morgunblaðið - 20.05.1962, Page 23

Morgunblaðið - 20.05.1962, Page 23
. S Sunnudagur 20. maí 1962 MORGVNBLÁÐIÐ £3 - Gjaldeyrisstaðan r' Framhald af bls. 24. hundraði. Kunnugt er, hver við- Ibrögðin urðu við hækkunum þessum. Hvað hefði gerzt, af genigið hefði ekki verið fellt? Afleiðingar kauphækkunarinn- hefðu aðallega orðið tvenns -konar, ef ekki hefði verði grip- ið til gengislækkunar. Aðalútflutningsatvinnuvegirn- ir hefðu skyndilega orðið fyrir miklum kostnaði, án þess að fa nokkuð í staðinn. Hækkanir þær, sem fengust, voru meiri en svo, að atvinnuvegirnir hefðu ekki beðið tjón, ef ekkert hefði verið að gert. Einu ráðstafanirnar, sem at- vinnufyrirtækin hefðu sjálf get- að gert, var að draga saman seglin, smám saman, þvi að nú var ekki til að dreifa uppbótum eða styrkjum. Atvinna við þau fyrirtæki, sem hér áttu hlut að máli, hefði minnkað, er frá leið, vegna þess, að kostnaðaraukn ingu hefði ekki verið hægt að mæta á annan hátt en með því að fækka starfsmönnum. Hefði þá svipuð heildarlaunagreiðsla farið til færri manna sem hver um sig hefði fengið fleiri en minni krónur til umráða, en áð ur. Framleiðslan hefði dregizt saman, bæði vegna takmarkaðra möguleika á því að hækka verð á erlendum markaði, án þess, að það segði til sín í minni eftir- spurn, og einnig vegna minni af- kasta. Tvær aðrar meginleiðir hefðu komið til greina, aðrar en geng- isfelling. önnur var sú, að grípa aftur til uppbóta- og styrkjakerf- isins, auka innflutningsgjöld og feoma á gjaldeyrisskatti. Hin hefði verið að setja höml- ur við fjárfestingu og reyna að draga úr eyðslu fólks. HvOrug þessara leiða hefur reynzt happasæl á undanförnum árum. Hefði ekkert verið að gert, hefði fyrst um sinn, áður en til samdráttar hefði bomið, kaup- geta innanJands aukizt, vegna hærra kaups. Hins vegar hefði, innan skamms, verið búið að kaupa upp allan tiltækan gjald- eyri, og þá hefði verið komið í sama horfið og áður fyrr, að grípa hefði orðið til skömmtun- ar á gjaldeyri og takmörkunar innflutnings. Bein afleiðing af þessu hefði orðið verðbólga, vöruskortur og ólögleg verzlun með erlendan gjaldeyri. Þýðing gjaldeyrisvarasjóða fyrir sjálfstæði þjóðarinnar Þannig myndaðist á sínum tíma, sá vítahringur, sem svo erfitt hefur verið að rjúfa, og þar liggur aðalmein efnahags- ker.fisins á undanförnum árum. Ef þvi öngþveiti, sem ríkti hér fram til ársins 1960, hefði verið mætt fyrr, eða hefði aldrei verið leyft að myndast, þá hefði fyrr verið tekin stefna í rétta átt, á þann hátt, sem gert hefur verið undanfarin tvö ár. Á það hefur verið bent, oftar en einu sinni, af þeim hagfræð- ingum, sem kunnugastir eru efnahagsmálum okkar, að á það skorti, að þjóðin ætti nægilega gjaldeyrisvárasjóði til þess að geta, um hríð mætt erfiðleik- um, sem ófyrirsjáanlegir eru, svo sem óvæntum markaðsbreyting- um erlendis sem tefja eða hindra sölu, eða brestum í framleiðsl- unnj innanlands, sem draga úr gj aldeyristekj unúm. Það er almennt álit ráðamanna á vesturlöndum að hver þjóð þurfi að eiga gjaldeyri sem nægi til a. m. k. þriggja mánaða inn- flutnings. Séu sjóðir minni, þurfi að viðhafa gætni, og kappkosta að vinna að því að auka þá, svo eðlilegt ástand komizt á. íslendingar hafa, lengst af, ekki átt neina slika sjóði, og hafa þurft að treysta á önnur lönd, til að hlaupa undir bagga, þegar að hefur sorfið. Hins veg ar ætti hver og einn að geta skilið, af eigin reynzlu, hvers virði það er, að geta staðið sjálf- stætt, í slíkum tilfellum, og þurfa ekki að vera upp á neinn kom- inn. Hvers vegna hefur gjaldeyris- staðan batnað? Gjaldeyrisstaðan hefur batn- að, á undanförnum tveimur ár- um, vegna þess, að þess hefur gætt, að eftirspurnin eftir gjald eyri verði ekki of mikil. Sam- bandið á milli eftirspurnar eftir erlendum gjaldeyri er nátengd kaupgreiðslum. Aukizt þær, eykst eyðslan á erlendum gjald- eyri. >ótt við höfum ökkar eig- in gjaldeyri, þá þýðir það ekki, að við getum skammtað okkur hann eftir vild. Peningarnir eiga að svara til framleiðslunnar, og þeir geta aldrei orðið meira virði en hún. Ef til framkvæmdh koma kauphækkanir, sem ekki svara til framleiðsluaukningar, þá gengur erlendur gjaldeyrir til þurrðar, og er svo er komið, verður að taka erlend lán. Sú leið var farin áður. Erlend lán voru tekin, þegar þau fengust — og þau gengu til þurrðar jafn- óðum. Flestir, sem minnast þess ástands, geta ekki sameinað það hugsuninni um bætt lífskjör og heilþrigt ástand. >að mun sennilega flestir sam mála um það, hvers virði það er að eiga hlútfalltlega jafngilda varasjóði í gjaldeyri og önnur lönd, sem standa traustum fótum efnáhagslega. >ví ætti það að vera næsta takmark okkar að koma upp slíkum sjóðum og við- halda þeim. Samhengið Gengisfellingar eru aldrei vin- sælar ráðstafanir, vegna þess, að álhrifa þeirra gætir mjög snögg- lega, næstum á einum degi. Yerð- bólga er hins vegar oftast hæg- fara, áhrif hennar dreifast yfir lengri tíma, menn taka jafnvel vart eftir breytingunni, frá degi til dags. Hins vegar er verðbólg- an undanfari gengisfellingarinn- ar, sem venjulega er eina úr- ræðið, sem hægt er að grípa til, til að vega á móti. >að er einkum tvennt, sem veldur verðbólgu, annars vegar verðhækkanir, hins vegar hærri kaupgreiðslur. Hækki vöruverð erlendis, er ekkert við því að gera, en sennilega má gera ráð fyrir, að verð á útflutningsvörum hækki í staðinn, svo að bilið megi brátt brúa. Hins vegar kann vöruverð einnig að hækka vegna kaup- Blóm á mœðradaginn POTTA BLÓM — AFSKORIN BLÓM Hjá okkur ei úrval blóma úr Hveragerði, Mosfells- sveit og víðar að. Seljum ávallt það bezta frá öllum garðyrkjumönnum á hagkvæmasta verði. ATHUGIB: — Það bezta frá nllum á einum stað. Óþarfi að leita langt yfir skammt. Gróðrastöðin v/Miklatorg. Símar 22822 og 19775. Gróðrastöðin við Miklatorg. — Símar 22822 og 19775 r*’ Utboð Þeir sem gera vilja tilboð um að byggja og fullgera barnaskóla í Álftaisiýri (1. áfanga hér í borg, vitji útboðsgagna í skrifstofu vorá Tjarnargötu 12 HI. hæð, gegn 2000 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. hækkana innanlands, og hækki kaupgjald innanlands, má ætíð reikna með hærra vöruverði — annað er venjulega ekki eðli- legt. Séu menn óánægðir með þær hækkanir á vöruverði, sem verða eftir gengisfellingu, líkt og gerzt hefur tvívegis á tveimur árum, hjá okkur, þá er ekki hægt að sigrast á þeim hækkun- um með því að fá skyndilega hærri kaupgreiðslur. Hins vegar væri þá að gera sér grein fyrir, hvers vegna gengisfellingin var gerð — og hafi hún verið gerð, vegna þess, að nýhækkað kaup ógnaði gjaldeyrisforða þjóðar- innar — þá verður ekki sigrast á verðhækkunum með enn hærra kaupL 30% á 10 árum Menn furða sig á því, hve vel hefur gengið víða erlendis að byggja upp framleiðslukerfi þjóða, og hve líískjörin hafa sums staðar batnað mikið, á skömmum tíma. Slíkur árangur hefði ekki náðst, ef þeirri aðferð hefði verið beitt að greiða hærra kaup, en svaraði til framleiðslu, eða með Féll niður í þýðingu DR. H. W. HANSEN hefur kom- ið að máli við Morguniblaðið og beðið um leiðréttingu á grein, sem hann skrifaði í blaðið um vorsýningu Myndlistafélagsins. Segir hann að í þýðingu á um- sögn sinni hafi fallið niður nöfn tveggja málara, Eyjólfs Eyfells og Guðmundar Karls ÁsbjöAis- sonar. Um myndir Eyjólfs átti að standa: „Hann hefir þrjár góðar myndir á sýningunni, tvær þeirra líká mér sérlega vel, Eyjafjallajökull og Vífilsfell.“ Um Guðmund átti þess að vera getið að hann stundar nám á Ítalíu og „hefir sent þrjéu- myndir á sýninguna, Vor á Ítalíu, Með blómstrandi ávaxtatré, og hreinlega máluð mynd, Uppstill- ing, gera þær það skiljanlegt að hinum unga manni hefir ver- ið boðið að sýna á vorsýningu Parísarborgar. Vafalaust mun hann ná meiri þroska með veru sinni á „Academía di Belle Arti“, Er þessu hér með komið á framfæri, en þess skal getið, að greinin barst blaðinu þýdd. töku nýrra lána, erlendis frá. Þjóðfélög, á svipuðu stigi og við, með svipuð efnahagskerfi og framleiðsluihætti, hafa komizt að þvi, að framleiðsluaukning, ár hvert nemur um 3 af hundraði. >ví hefur verið reynt að haga því svo til að kaupgreiðslur hækki ekki um meira, en sem nemur 3 af hundraði árlega. Þannig hafa menn notið ávaxta vinnu sinnar. 3% á ári er ek'ki mikil upphæð, kann mörgum að finnast. Hins vegar ber að hafa það í huga, að 3% á ári'eru 30% á 10 árum og 45% á 15 árum. 17 ár eru nú liðin, síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, Og þar kann að liggja skýringin á því, hve mikil breyt- ing hefur orðið á högum sumra þjóða síðan. >ó að við séum nær því marki, að eiga lágmarks varasjóði nú, en rvokkru sinni fyrr, á undan- förnum árum, þá er það skylda okkar að haga málum okkar þannig, að ekki verði að nýju farið inn á þær leiðir, sem óum- flýjanlega leiða til verðbólgu og rýrnunar gjaldeyrisforðans. SVAR við gátu dagsins: VALUR. SILFURTUNGLIÐ Sunnudagur Cömlu dansarnir Stjórnandi: Baldur Gunnarsson Randrup og félagar sjá um f jörið. Söngvari með hljómsveitinni Gunnar Einarsson Húsið opnað kl. 7 — Sími 19611. Mánudagur kl. 9 Jaxx — Jamuán þ vbgk Jazz — Jazz — Jazz Quartett Péturs Östlunds með Gunnari Ormslev Kristjáni Magnússyni og Edvin Kaber Cadillac‘54 til sölu nú þegar. Bifreiðin verður til sýnis frá kl. 1—7 í dag og næstu daga á Hverfisgötu 46 upp í portinu. STULKA helzt vön, óskast til starfa í nýtízku þvottahúsi, góð vinnuskil- yrði. frí laugardaga og sunnudaga, hátt kaup. Upplýsingar virka daga milli kl. 9 og 6 á staðnum og ekki svarað í síma. KOIM4 Þvottahúsið FÖNN Fjólugötu 19 b. SI-SLETT P0PLIN ( N0-IR0N) NINEHVAg/£*~«*>* STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.