Morgunblaðið - 20.05.1962, Síða 24
Fréttasimar Mbl
— eftir lokun —
Erleudar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
Reykjavíkurbréf
Sjá blaðsíðu 13.
114. tbl. — Sunnudagur 20. maí 1962
0|aldéyrisstaðan hefur batnað um
1117
síðan viðreisnin byrjaði
RÚM TVö ÁR eru nú liðin, síðan hafizt var handa um þær ráð-
stafanir, sem svo mjög hafa sett svip sinn á viðskipta- og efna-
hagslíf landsmanna. — Ráðstafanir þessar hafa valdið miklum
hreytingum, til hins betra. Eitt hið athyglisverðasta, sem af þeim
hefur leitt, er gerbreyting á gjaldeyrisafstöðu þjóðarinnar. Því
hefur verið lýst, hér í Morgunblaðinu, að frá sl. áramótum, hefur
gjaldeyrisstaða bankanna batnað um 375 milljónir króna. Ef litið
er aftur til þess tíma, er viðreisnin í efnahagsmálum hófst, febrú-
ar 1960, kemur í ljós, að gjaldeyrisstaðan hefur batnað um rúm-
lega milljarð, þ.e. um 1117 milljónir ísl. króna, miðað við núver-
andi gengi. Ef, hins vegar er miðað við það gengi, er var, áður
en gengisfellingin 1960 var gerð, nemur breytingin tæpum milij-
arð. — A þessu tímabili hafa orðið margvíslegar breytingar á
öðrum sviðum viðskiptalífsins. Innflutningur hefur, að mestu
leyti, verið gefinn frjáls, þannig, að viðskipti við vöruskipta-
lönd hafa minnkað, en önnur viðskipti aukizt. Hafta- og upp-
hótakerfið hvarf og með þessum ráðstöfunum. Birgðir útflutn-
ingsvara við sl. áramót, voru meiri en lengi hefur verið.
aðila í landinu, hefur árangurinn
orðið meiri en flestir hefðu búizt
við.
Þrátt fyrir verðlækkun ytra •
og kauphækkanir innanlands
Á árinu 1960 bar skugga á þró-
unina, sem var mikil verðlækk-
un á nökkrum afurðum, svo sem
mjöli Og lýsi, sem eru mikilvæg-
ir þættir í útflutningnum. Við
það bættist léleg afkoma, sérstak
lega hjá síldveiðiflotanum.
1961 komu til framkvæmda
hækkanir á .kaupgreiðslum, er
nómu almennt milli 13 og 17 af
Framh. á bls. 23
Því verður ekki neitað, með
neinni sanngirni, að mikilsvert
spor hefur verið stigið í þó átt,
að koma á öruggari efnahags-
kerfi, meira jafnvægi á viðskipt-
um, bæði innanlands og utan.
Hér er urn að ræða áfanga á
þeirri leið, að gera þjóðina hæf-
ari til að standa án stuðnings,
þrótt fyrir misjöfn aflabrögð og
Frunsókn sýnir
völdin yfir SÍS
FRAMSÓKNARMENN opin-
beruðu í gær einu sinni enn
misnotkun sina á völdunum
innan samvinnuhreyfingarinn
ar og þjónustuhlutverk henn-
ar við flokkshagsmuni Fram-
sóknar. Það vakti mikla at-
hygli vegfarenda í Miðbænum
í gærkvöldi, að einn fram-
bjóðenda flokksiiis við borgar
stjómarkosningarnar, Hörður ’
Helgason, var að bjástra við
að festa upp slagorðaborða
frá Framsóknarflokknum á
verzlun Sambandsins í Austur
stræti. Eitthvað munu hinir
klókari menn í Framsóknar-
flokknum hafa verið hikandi
við að afhjúpa svo greinilega
misnotkun Framsóknarflokks
ins á samvinnuhreyfingunni
rétt fyrir kosningar, því að
í gærmorgun var borðinn tek
inn burtu.
árferði, með myndun varasjóða
í erlendum gjaldeyri. Þrátt fyrir
ýmsar torfærur, bæði ófyrirsjó-
anlegar og af völdum einstakra
Fyrsti laxinn
i kistunn við
EUiðnúr
H FYRRINÓTT kom fyrsti
laxinn í kistuna við Elliða-
ár. Er þetta fallegur lax, um
10 pund að þyngd. Verið er
að ganga frá efri hluta ár-
innar til þess að taka á móti
göngulaxinum. Þetta þykir
lofa góðu um veiði í ánum í
sumar.
Viðræður um
knup og kjör
VIÐRÆÐUR fulltrúa frá
Vinnuveitendasambandi
íslands og verkamanna-
félaginu Dagsbrún um
kaup og kjör, sem farið
hafa fram að .undanförnu,
standa enn yfir og eru
fundir haldnir sem næst
daglega, stundum fleiri ení
einn fundur á dag. í gærl
var t.d. gert ráð fyrirí
a.m.k. 2 fundum. — Rætt
er um kaupgjaldsmál í
Reykjavíkurbréfi Mbl. í
dag.
Brenndist
um og
AKRANESI, 19. maí. — Það
slys varð niðri á Langasandi um
hádegi í gær að 8 ára drengur
brenndist mikið srvo að flytja
varð hann á sjúkrahúsið. Dreng
urinn heitir Jóhannes Sigurðsson
Skagabraut 40.
Með Jóhannesi vöru tveir
drengir á líku reki, Friðþjófur
og Jón.
Eldri strákar höfðu keypt benz
in í fötu fyrir 8 kr og fóru of
an á Langasand. Þar höfðu þeir
byggt sér skýli undir bakkanum
og var strompur á. Hugmyndin
var. að hita upp skýlið. Taka
þeir nú benzínfötuna og hella
á hönd-
andlni
niður um stromiipinn. Þremenn-
ingarnir, Friðþjófur, Jóhannes
og Jón voru í húsinu með eld-
spýturnar.
Skeður nú allt í senn. Þeir
tendra eld og loginn læsir sig
upp eftir benzínbununni og inni
haldið í fötunni blossar upp.
Ofsahrœðsla greip strákinn, semi
á henni hélt, svo hann hendir föt
unni í dauðans ofboði upp á bakk
ann. Drengirnir þrír ryðjast út
úr diyrunum og í því veltur fat-
an að fótum þeirra og logandi
benzínið spýtist á þá. Jóhannes
brenndist mikið á andliti og
höndum en Friðþjófur brenndist
á höndum. — Oddur. .
Vormót IR
Fyrsta frjálsíþróttamót sumars
ins, verður haldið á Melavellin-
um í dag kl. 2. — Þetta er Vor-
mót ÍR, sem árlega er ,haldið í
maímánuði.
Á mótinu verður keppt í 10
greinum og keppendur eru 30
talsins, flestir frá ÍR eða 13.
Garðahreppur
Almennur félagsfundur verður
haldinn í Sjálfstæðisfélagi Garða
hrepps að Garðaholti í dag,
sunnudaginn 20. maí kl. 14.00.
Fundarefni:
Væntanlegar
sveitarstjórnarkosningar.
Félagar f jölmennið.
' Stjórnin
Síldarsamningar
hjá Sáttasemjara
Viðræðufundir hafa farið
fram milli sjómannafélaganna
og útvegsmanna um kjör á
síldveiðum í sumar. Hafa þeir
ekki borið árangur og hefir
málinu verið vísað til Sátta-
semjara ríkisins, sem boðaði
fyrsta sáttafundinn kl. 9 i
gærkvöldi.
Hér er um að ræða samn-
inga fyrir öll sjómannafélög
landsins að frátöldu Sjó
mannafélagi Vestmannaeyja.
Lenti heilu
höldnu
DARMSTAT, 19 maí (AP) —
Brezkur flugstjóri á stórri flutn
ingavél frá Líbanon nauðlenti
•heilu og höldnu á lítilli flug-
braut hersins hér í morgun.
Bæði loftskeytatæki og rúðu-
þurrkarar flugvélarinnar voru í
ólagi. Flugvélin, sem er af York
gerð, fjögurra hreyfla, hafði í
morgunsárið lagt upp frá Frank
furt áleiðis til Brindisi á Ítalíu
og Beirut í Líbanon með um 9
smálestir af ýmsum varningi.
Síðasti sýningar-
dagur í Ásgríms-
safni
f DAG lýkur sýningu þeirri á
vatnslitamyndum sem staðið
hefur yfir í Ásgrímssafni und-
anfarnar vikur. Á sýningunni
eru, auk landslagsmynda, mynd
ir af atburðum úr þjóðsögum
og íslendingasögum.
Safnið verður lokað í % mán-
uð, en opnað að nýju sunnu-
daginn 3. júní með sumarsýn-
ingu, sem verður yfirlitssýning
með lí'ku sniði og síðastliðið
sumar.
Snell
vann
PETER SNELL Nýja Sjálandi
hefir hlaupið míluna hraðar en
nokkur annar hefur gert í
Bandaríkjunum. Á móti í Los
Angeles hljóp hann á 3.54,4.
í hlaupinu varð Bandaríkjamað
urinn Burleson annar á 3:57,9.
Heita vatnið sti'bymir eftir
leiðslunum í stokknum — og
borgarbúar þurfa ekki annað
en skrúfa frá krananum
heima hjá sér. Svona á það
að vera —■ og svona verður1
það í stöðugt ríkari mæli, þar
til alMir Reykvíkingar hafa
heitt vatn að 4 árum liðnum.
En fyrir börnin gegna hita-
veitustokkarnir enn víðtækara
hlutverki, eins og sjá má á
þessari mynd (Ljósm. Mbl.:
Ól. K. Mag.).
Útvarpsumræður
Hafnarfirði
r
1
ANNAÐ KVÖLD, mánudags-
kvöld, verður útvarpað almenn
um umræðum um bæjarmál Hafn
arfiarðar. Verður útvarpað á mið
bylgjum (1010 kmz eða 198,7 m)
og verður byrjað að útvarpa
hljómlist kl. 7 s.d., en umræð
urnar hefjast kl. 20.
Ræðutími hvers ílokks er 60
mín., sem* skiptast í 4 umferðir
(20, 15, 15, 10 mín), og er röð
flokkanna þessi: Alþýðuibanda-
lag, Aliþýðuflokkur, Framsóknar
flokkur, Sjáltfstæðisfflokkur.
Síams-tvíburarn-
ir hressir
LONDON, 19. maí (AP) —
Lælknaskýrsla á laugardag upp-
lýsti að líðan Síams-tvíburanna
frá Nigeríu, Jennifer og Joan,
væri góð. Annar tvíburanna, sem
eru stúlkuböm, kvefaðist á
fimmtudaginn, tveimiur dögum
eftir að fram hafði farið undir-
búningsaðgerð til að skilja þó 1
sundur, en hefur nú náð sér aft
ur og andar eðlilega. Tvítourarn
ir verða senn 5 mánaða gamlir.
Þeir eru samvaxnir neðst á
hryggnum.
Stórhríð á
Fagradal
I FYRRADAG sneru 3 bilar
við á Fagradal á leið sinnl
upp á Fljótsdalshérað vegna
blintdhríðar, sem þar var. Var
þá vonzkuveður á Reyðar-
firði. Óttast er að þetta valdi
því að umferðatálmun verði
á Fagradal og þá sambands-
laust niður á Firði.
Veðrið var lítið eitt skárra i
gær fyrir austan. s