Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 1
24 áíður HINN nýi borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, a'ðalfulltrúar flokksins og yarafulltrúar. — l Fremri röð talið frá vinstri: Þórir Kr. Þórðarson prófessor, Guðjón Sigurðsson iðnverkamaður, tJlfar Þórðarson læknir, Gróa Pétursdóttir húsfrú, Geir Hallgríms- son borgarstjóri,' Auður Auðuns forseti borgarstjórnar, Gísli Halldórsson arkitekt, Birgir fsl. Gunnarsson hdl. og Þór Sandholt skólastjórL Aftari röð talið frá vinstri: Sigurður Magnússon kaupmaður, Þorbjörn Jóhannes- son kaupmaður, Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri, Sveinn Helgason stór- kaupmaður, Guðrún Erlendsdóttir, hdl., Friðleifur I. Friðriksson bifreiðarstjóri, Kristján J. Gunnarsson skólastjóri, Þór Vilhjálmsson borgardómari og Kristján Aðalsteinsson skipstjóri. — Myndirnar tók ljósm. Mbl., Ól. K. M., í Sjálfstæðis- húsinu síðdegis í gær. — 19. Argangur 121. tbl. — Þriðjudagur 29. maí 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins >% IVflikill sigur Sjálfstæð ismanna í Reykjavík Fengu 9 borgaríulltrúa kjörna Kommúnistar töpuðu Kðpavogskaupstað og víðsvegar um land Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta bæjarstjórnar í öllum þeim kaupstöðum, er hann vann 1958, nema Keflavík KOSNINGAÚRSLITIN í Reykjavík urðu mikill sigur fyr- ir Sjálfstæðisflokkinu. Hann hlaut 19220 atkvæði, 9 borg- •rfulltrúa og 52,1% atkvæða. Þar með hafa Reykvíkingar enn einu sinni sýnt að þeir taka styrka og samhenta meiri- hlutastjórn Sjálfstæðismanna fram yfir glundroða og upp- lausn minnihlutaflokkanna. Kommúnistar hiðu verulegt atkvæðatap í Reykjavík, töpuðu hátt á sjötta hundrað atkvæðum frá bæjarstjórn- arkosningunum 1958. Alþýðuflokkurinn hætti við sig rúmum 1100 atkvæðum frá síðustu bæjarstjórnarkosningum og Framsóknarflokk- urinn rúmum 1400 atkvæðum. — Bætti hann einnig við sig atkvæðum víðast um land. Ef hins vegar er litið á al- þingiskosningarnar 1959 verður ljóst að Framsóknarflokk- urinn hefur aðeins aukið fylgi sitt óverulega og jafnvel tapað á stöku stað. Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta í bæjarstjórnum allra þeirra kaupstaða, sem hann vann árið 1958, nema Keflavík. Hlaut hann meirihluta í Vestmannaeyjum, Sauð- árkróki og Ólafsfirði en vann verulega á í Hafnarfirði og Kópavogskaupstað. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti einnig að- stöðu sína í ýmsum kauptúnanna á Vestfjörðm og Norð- urlandi. Má segja að þessar kosningar sýni, að fylgi hans standi traustum fótum um land allt. Eru þessi kosninga- úrslit jafnframt greinileg traustsyfirlýsing við viðreisnar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Úrslit hæjarstjórnarkosninganna 1958 voru hins vegar harður áfellisdómur yfir vinstri stjórninni og stefnu hennar. Sjálfstæðisflokkurinn þakkar Reykvíkingum og öðrum þeim, sem studdu hann drengilega í þessum kosningum. — Þessi sigur mun verða Sjálfstæðismönnum hvatning til áframhaldandi baráttu fyrir hagsmunamálum fólksins. Um kosningaúrslitin er rætt nánar í forystugreinum blaðsins og í fréttagrein á bls. 24. Kosningaúrslitin í hinum einstöku kaupstöðum og kaup- túnum fara hér á eftir: REYKJAVfK A-LISTI Alþýðuflokksins hlwxt 3961 atkvæðí (10,7%) og einn mann kjörinn. Bæj arstj órnar- kosningarnar 1958 2860 atkvæði (8,2%) Alþmgiskosningarnar ’59 5946 atkvæði. B-listi Framsóknarflokksins hlaut 4709 atkvæði (12,8%) og tvo metnn kjarna. Bæjarstjórnar- kosningarnar 1058 3277 atkvæði (9,5%). Alþingiskosningarnar ’50 4100 atkvæði. D-listi Sjálfstæðisflokksins — hlaut 19220 atkvæði (52,1%) og níu menn kjönna. Bæj arstjórnar- kosningarnar 1958 20027 atkvæði (57,7 % ). Aliþingi skosn in gamar 1959 16474 atkvæði. F-listi Þj óðvarnanflokksiins — hlaut 1471 atkvæði (4%) og eng- an mann kjörinn. Bæjarstjómar kosningarnar 1958 1834 atkvæði (5,4% ). Alþingiskosningarnar 1959 2247 atkvæði. G-listi Aiþýðubandalagsins — hlaut 6114 atkvæði (16,6%) og þrjá menn kjöma. Bæjarstjórnar kosninganar 1958 6698 atkvæði (19,3 % ). Alþingiskosningarnar 1959 6543 atkvæði. H-listi óháðra bindindismanna hlaut 893 atkvæði (2,4%) og eng an mann kjörinn. Auðir seðlar o,g ógildir voru 529 eða 1,4%. í hinni nýju borgarstjóm Reykjavikur eiga sæti fyrir Sjálfstæðismenn Geir Hallgríms- son, borgarstjóri; frú Auður Auðuns, Gísli Halldórsson, frú Gróa Pétursdóttir. Úlfar Þórðar- son, Guðjón Sigurðsson, Þór Sandihol't, Birgir Isl. Gunnarsson, Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.