Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 8
8 MORCXJTSBL ÁÐIÐ Þriðjudagur 29. maí 1962 Sigfús H. Guðmundsson IMinnZngarorð I>AU hörmulegu tíðindi bárust (hingað til lands s.l. þriðjudag, að Sigfús Haukur Guðmundsson Ihefði látizt af slysförum að heim ili sínu í Melun skammt frá Parlsarborg, tæplega 42 ára gam- all. Óþarft er að rekja hér, hvaða éhrif þ-essi frétt hafði á okkur vini hans og gamla samstarfs- imenn í íslenzku flugmálastjórn- inni. Sigfús Guðmundsson hafði Iheimsótt okkur íslenzku nefnd- armennina á ráðstefnu alþjóða- flugmálastofnunarinnar (ICAO) í París s.l. haust, glaður og reif- ur að vanda, þá fyrir skömmu fcominn frá Thailandi og nýbú- inn að taka við ábyrgðarmiklu starfi hjá félagi sínu þar í borg. Fyrir tæpum tveim vikum frétti ég svo frá Sigfúsi í bréfi frá Birni Jónssyni, sem starfar hj'á ICAO í París um eins árs skeið, en hann tók á sínum tíma við starfi framkvæmdastjóra flug oryggisþjónustunnar af Sigfúsi, er hann lét af því starfi og gekk í þjónustu ameríska flugfélagsins Trans World Airlines. Björn seg ir orðrétt í bréfi sínu. „Ég ihitti Sigfús alltaf öðru hvoru, en annars er hann alltaf á þeysingi um „regionina“ sína, en hún nær frá Atlantshafi til Indlandshafs." Og svo fyrirvaralaust þessi sorglega íregn. Sigfús H. Guðmundsson var fæddur 27. júní 1920 og lauk stúdentsprófi 1939 frá Mennta- skólanum í Reykjavík, innritað- ist skömmu síðar í læknadeild Háskóla íslands, en hætti fljót- lega við íæknisfræðina, þar sem flugmálin tóku hug hans allan og hann sá fram á nær ótæm- andi verkefni á því sviði hér heima, er heimstyrjöldinni lyki. Það var íslenzkum flugmálum mikið happ, að Sigfús tók þessa ákvörðun og fór til náms hjá flugmálastjórn Bandaríkjanna. Er embætti flugmálastjóra var stofnað 1945 og Erling Ell- ingsen tók við því starfi, var það eitt af hans fyrstu verk- um að kalla Sigfús Guðmunds- son heim frá námi og gera hann að framkvæmdastjóra flugör- yggisþjónustunnar. Því starfi gegndi Sigfús síðan þar til hann gekk í þjónustu T.W.A., fyrst sem fulltrúi þess félags á Kefla- víkurflugvelli og síðar í Thai- landi. í þau 9 ár, sem við störfuðum saman sátum við fjölmargar al- fþjóðlegar flugmálaráðstefnur, þar sem oft var mikið í húfi fyrir hagsmuni íslenzkra flugmála. A slikum fundum og ráðstefnum gefst manni gott tækifæri til þess að meta alhliða hæfileika samstarfsmanna og vissulega var Sigfús íslenzfcum flugmálum og landi sínu til mikils sóma á þessum fundum, því að hann var óvenjulaginn samningamaður senn fastur fyrir og samvinnu- þýður. Kímnigáfa hans og dreng skapur afvopnaði andstæðinga oft og einatt áður en á hólm- inn kom. Framkoma hans öll var sérlega fáguð, nánast fyrirmann- leg, enda maðurinn óvenju glæsilegur á velli. Hann átti eina þá beztu skapgerð, sem ég hef kynnzt, enda féll aldrei minnsti Skuggi á okkar samstarf öll okk ar samstarfsár og má fyrst og fremst þakka það hans góðu lund. Sigfús var maður, sem ekki verður auðvelt að gleyma og hann var sá vinur vina sinna, að þeir munu syrgja hann þar til þeir hitta hann aftur. Þegar ég nú að Sigfúsi látn- um rita þessar fátæklegu linur sækja minningarnar að mér. Ég sé þennan góða og göfuga vin minn fyrir mér í anda svo full- an af starfsorku og jákvæðum hugmyndum og svo færan í sínu fagi, að allur heimurinn stóð honum opinn. Allir, sem kynnt- ust honum virtu hann og dáðu og treystu honum skilyrðislaust. Ég saknaði hans mikið og lengi, er ég missti hann sem samstarfs mann 1956 og nú, þegar hann er allur, á bezta aldri, þá liggur við, að ég neiti að trúa því, að hinn mikli leikstjóri lífsins ætli að láta þennan þátt enda svona. Mér finnst ég þurfa að hrópa til leikstjórans eins og Forn-Grikk 2ja til 3ja herb. íbúð óskast til leigu strax. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 19867. Ll KÞO RN Skjótur bati DR. SCHOLL’s ZINO-PADS sett á auma staðinn fjar- lægir óþægilegan þrýsting skónna og gerir nýja eða þrönga skóg þægilega. DR. SCHOLL’s plástr- ar við hnúðum, þykk- ildum milli táa og harðri húð á fótunum. Hnúðar Hörð húð Þykkildi ir, er þeir vildu mótmæla atriði í harmleik og segja nei, nei, ekki þetta. En hér verður engu breytt. fslenzk flugmál þakka Sigfúsi mikið og fórnfúst brautryðjanda starf í þágu íslenzkra flugörygg ismála, ég þakka honum langt og frábært samstarf. Maður varð rikari af að kynn ast Sigfúsi H. Guðmundssyni og það hlýtur að vera eiginkonu hans og börnum og eftirlifandi föður mikil huggun í harmi þeirra, hve hreinan skjöld hann ætíð bar og hve mikil birta staf- ar af minningu hans. Við vinir hans og samstarfs- menn í íslenzku flugmálastjórn- inni vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Agnar Kofoed-Hansen. Starfsmenn Litla Hrauns óska rannsóknar STARFSMENN Vinnuhælisins á Litla Hrauni hafa óskað þess að Mbl. birti eftirfarandi bréf, sem þeir hafa ritað Dómsmála- ráðuneytinu: Við undirritaðir fyrrverandi ög núverandi starfsmenn á Litla Hrauni, snúum okkur hér með til hins háa Dómsmálaráðuneyt- is og óskum rannsóknar á meint um ásökunum í garð Okkar á misferli í starfi, sem birtist í grein í blaðinu Ný-Vikutíðindi 20. tbl. 2. árg., sem nefnist „Bak við rimlana á Litla Hrauni“ og jafnframt, að blaðið verði látið sæta ábyrgð svo sem lög leyfa, fyrir birtingu slíkra skrifa. Það má teljast einstakt blygð- unarleysi ritstjóra og ábyrgðar- manna blaðsins, að taka sem Halldóra Ásgeirsdóttir frá Þverá — minning FÖSTUDAGINN 27. jan. var gerð frá Miklaiholtskirkju útför, Hall- dóru Ásgeirsdóttur húsfreyju, frá Þverá í Eyjahreppd. Halldóra var fædd 13 sept. 1886, á Rauð- kollsstöðurn, Eyjahr., elzta barn 'hinn merku hjóna Ásgeirs Þórð- arsonar alþm. frá RauðkolLsstöð- um, bónda á Fróðá og konu hans, Ólínu Bergljótar Guðmundsdótt- ur Ólafssonar, prests að Hjalta- bakka, Húnavatnssýslu. Hún giftist ung, Þörl. Sigurðs- syni Syðra Skóganesi, Miklaholts hreppi, síðar hreppstjóri Eyja- hrepps. Ungu hjónin reistu bú á Skóganesi og var Þorleifur jafn framt verzlunarstjóri þar um skeið. Síðar keyptu þau stórbýlið Þverá í Eyjahreppi og bjuggu þar alla stund, þar til þau fluttu til Reykjavíkur fyrir fáum ár- um. Heimili þeirra bar vött um myndarskap og snyrtimennsku, jafnt úti sem inni og átti hús- freyjan sinn stóra hlut að því. Halldóra sál. var óvenjuleg dugnaðar og atorkukona sem ekki lét bugast. þó margt mótdrægt mætti henni á fyrstu hjúskapar- árum þeirra Maður hennar var heilsutæpur og tvö fyrstu börn sín misstu þau ung, óvenju falleg bæði og vel gefin. Var það mik- ill harmur þeim hjónum báðum, svo barnelsk sem þau vöru. En þrátt fyrir þetta allt, horfðu þau Dr Zino-pads LEGG ZINO Á HINA AUMU TÁ Til sölu við Hringbraut þriggja herbergja íbúð á 4. hæð í vesturenda, ásamt her- bergi í risi. Glæisilegt útsýni. Tilboð merkt: „Björt íbúð — 284“ fyrir föstudagskv., óskast lagt inn á afgr. blaðsins. Sendiferðabílar Til sölu eru 2 sendiferðabílar í góðu standi, Dodge 47 1 tonn og Chevrolet ’47 2% tonn. Seljast ódýrt. Útborg- un eftir samkomulagi. Til sýn is að Bergstaðastræti 50. — Sími 20427. I Kona - sumarvinna Kona óskar eftir vinnu í sumar. Utan Reykjavíkur. — Helzt hjá vinnuflokk eða lax- veiði mönnum. Til greina kemur að sjá um heimili. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 8. júm, merkt: „Reglusöm — 4595“. vonglöð til framtíðarinnar, því bæði voru kjarkmikil og lítt fyrir að láta bugast af mótlæti lífsins. Og aftur birti til. Þeim fæddist síðar sonur og dóttir, sem bætti þeim fyrri missi. Börn þeirra sem lifa foreldra sína eru: Ásgeir Jóh. flugmaður Og Kristín Guðríður, gift Jóni Gunnarssyni og búa þau nú að Þverá. Halldóra missti mann sinn 1958, eftir langvinn og þung bær veikindi, sem hún hin trygga og fórnfúsa kona hans, létti hónum eftir beztu getu. Hall dóra var kona rólynd og æðru- laus, hlý í viðmóti og einlæg. Hún trúði og treysti á hand- leiðslu Guðs — í hverju sem að höndum bar Og þangað sótti hún styrk í mótlæti lífsins En hún, sem svo oft hafði hjúkrað og hlynnt að sjúkum og lömuðum, hlaut þau örlög að vera lemstruð til bana (bílslys) á heimleið, frá einu slíku líknar verki — svo undarleg eru ör- lögin á stundum, þó við sem þekktum hana bezt, vitum að henni var ekkert að vanbúnaði — „ var til brautar búin“ sann- arlega búin að ljúka miklu og erfiðu dagsverki og fannst ævi dagurinn orðinn helzt til langur Rósemin brást henni aldrei. Ég óska henni af öllum hug, góðrar heimkomu í ríki ljóssins — á landi vonanna og æsku- draumanna, og að Guð láti hénni nú laun, lofi betri. Blessuð sé minning, mætrar merkiskonu. M. Tomas Haarde látinn TOMAS HAARDE lézt í sjúikra húsi í Noregi sl. föstudag, sex- tugur að aldri. Haarde fluttist til íslands frá Noregi fyrir meira en 30 árum og gerðist íslenzkur ríkisborgari. Hann kom til Lands símans 1927 og svo aftur 1931 og hefur síðan verið eftirlitsmaður hjá bæjarsímanum. Haarde starfaði ætíð mjög mikið í félags skap Norðmanna hér á landi, Nor manslaget og var formaður þar í fjölda ára. Hann var kvæntur Önnu Steindórsdóttur. Madrid, 23. m»í — NTB. Þátttakan í verkföllunum í Madrid og Barcelona hefur auk- izt, eftir að kommúnistaflokkur- inn, sem er bannaður í landinu, sendi áskorum til verkamanna. Um 18000 manns, í borgunum báðum, og næsta nágrenni, eru nú í verkfalli. Verkfallsmönnum hefur fækkað í norðurhéruðum landsins, og eru þar nú um 16000, en voru 40000 fyrir 10 dögum. heimildarmenn, menn sem hafa gert sig seka um afbrot verstu tegundar, og ætla má að annar þeirra manna, sem til er vitnað í umræddri grein, sé maður and lega vangefinn samkv. úrskurði sálfræðings og lækna, og hafi vitsmuni á borð við 10—12 ára barn. Er því lítils að vænta af heilbrigðri gagnrýni frá slíkum mönnum, eða ráðlegginga til úr bóta í fangelsismálum þjóðar- innar. Auk þess sem það er vafasam ur greiði og heiður, sem ritstjóri og greinarhöfundur sýna þeim mönnum, sem dæmdir eru til þess að dvelja innan veggja þess arar stofnunar, með lýsingum sinum á því ástandi, sem þeir segja þar rikjandi. Afrit þessa bréfs sendum við til birtingar dagblöðum bæjar- ins. Litla Hrauni, 23. maí 19621 Starfsmenn Vinnuhælisins. Samsöngur Geysis SÚ var tíðin, að karlakórinn „Geysir" á Akureyri var meðal allra beztu kóra á landinu. Það var þróttur og birta í röddun- um, og söngurinn, undir stjórn Ingimundar Árnasonar, var ferskur, tilþrifamikill og oft hrifandi. Á söngskemmtun kórs ins undir stjórn Árna Ingimund arsonar í Austurbæjarbíói sl. þriðj udagskvöld mátti heyra, að „Geysir" býr enn yfir mörgum sinum gömlu kostum, að bví er tekur til raddmagns og blæfeg- urðar. Það var gaman að sjá enn í röðum söngmannanna ýmsa, sem settu svip á kórinn fyrir 25 árum eða meira, — menn eins og Hermann Stefáns son og Kristin Þorsteinsson, svo að aðeins tveir séu nefndir, — þótt hinir séu fleiri, sem saknað er. En í þeirra stað hafa komiðí nýir menn, sem ekki láta heldur | hlut sinn eftir liggja, og verðuri ekki annað sagt en kórinn sé ágætlega skipaður söngmönnum. Raddirnar hafa fyllingu, mýkt og yl, og sú snerpa til karlmann legra átaka, sem áður einkenndi söng „Geysis“ ekki hvað sízt, er enn fyrir hendi. Einsöngvarinn, Jóhann Konráðsson, skilaði vel sínu hlutverki, og hin blæfagra rödd hans lætur lítið á sjá, þótt hann sé nokkuð tekinn að reskj ast. Guðrún Kristinsdóttir lék undir með kórnum í nokkrum lögum og var honum hin styrk- asta stoð. En þá er — því miður — að mestu þrotið það lof, sem borið verður á „Geysi“ fyrir þennan samsöng. Um lagavalið er það að segja, að það er hið sama og var fyrir 25 árum, ef sleppt er nokkurra ára gömlu dægurlagi eftir Jón Jónsson frá Hvanná og e. t. v. 2—3 öðrum lögum af 18, sem á söngskránni voru. Meðferðin var ónákvæm og los- araleg; óhófleg viðkvæmni ann- arsvegar en hinsvegar léttúð, sem jaðrar við kæruleysi. Allt þetta er algerlega ósamlboðið jafnágætum kór og „Geysir" er. Verður það að skrifast á reikn- ing söngstjórans og má vafa- laust kenna einskonar unggæð- ishætti fremur en getuleysi eða ósöngvísi. Það stendur því til bóta, — þessvegna hefir verið farið um það hér svo berum orðum, — og þá getur „Geysir'* enn á ný skipað með heiðri sinn sess meðal úrvalskóra landsins. Jón Þórarinsson. London, 23. maí — AP. Bæði Ástralía og Nýja-Sjáland hafa samþykkt að senda herlið til Thailands, og Bretar eru reiðu búnir að gera hið aama, ef þörf gerizt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.