Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐlb Þriðjudagur 29. maí 1962 Annar Jiúnninn í búri sinu. Hann urraði og lamdi hramminum í netið, þegar ljósmyndarinn, Sv. Þorm., kom með myndavélina. ísb’arnarhúnar á Islandi SL. föstudagskvöld kom Jó- faannes R. Snorrason, flug- stjóri frá Grænlandi og hafði með sér tvo ísbjarnarhúna, 4—5 mánaða gamla, sem eski- móar höfðu gefið honum. Var rammbyggilega búið um ís- birnina í kassa enda er hér um hin mestu óargadýr að ræða. Hafa ísbirnirnir verið í geymslu á Reykjavíkurflug- velli, en ætlunin mun að láta þá tii dýragarðs í Skotandi. Fyrir tæplega mánuði voru fyrrnefndir eskimóar á ferð á ísbreiðunni. Vissu þeir þá ekki fyrri til en upp reis á móti þeim mikið bjarndýr og illúðlegt, og ætlaði að ráðast gegn þeim. Náðu þeir að skjóta dýrið í þann mund er það lagði til atlögu. Við fláningu kom í ljós, að mjólk var í júgri dýrsins og grunaði eski- móana að húna dýrsins mundi að finna einhvers staðar í ná- grenninu. Fundu þeir þá skömmu síðar og voru hún- arnir hinir verstu viðureign- ar, enda drukkið í sig grimmd með móðurmjólkinni. Dvöld- ust húnarnir hjá eskimóum um 3 vikna skeið rammlega bundnir niður. Á föstudaginn voru þeir síðan settir í rammgerðan tré kassa og þiljað á milli þeirra, ' þar sem hætta er á þvi að þeir drepi hvorn annan nái þeir saman. Flaug Jóhannes síðan með þá til íslands. Við kom- una til Reykjavíkur voru hún arnir settir í búr og bíða nú utanferðar. Gekk á ýmsu að köma þeim í búrið, sökum grimmdar. Og þótt- ekki séu þeir nema 4—5 mán. gamlir, mundu þeir vafalaust geta drepið fílhraustan mann. Hún arnir nærast aðallega á mjólk, fiski og haframéli, en gæzlu- maður þeirra gaukar af og til að þeim súkkulaði, sem þeim þykir hið mesta hnossgæti. Norsku skipin hætt síidarflutningum 7 skip fluttu 2344 lestir NORSKA síldarverksmiðjan, sem keypt hefur síld að undanförnu í skip á Akranesi, er nú hætt síldarflutningum. Fóru öll 7 síld arflutningaskipin eina ferð, og fluttu út 2344 lestir af síld, en tveimur þeirra hlekktist á í fyrstu atrennu sem kunnugt er og losuðu farma sína, 887 lestir á Seyðisfirði og Vestmannaeyj- um. Gunnar Petersen, sem hefur haft milligöngu um sölu síldar- innar skýrði blaðinu í gær frá IþvÆ, að flutningarnir hafi að þessu undanskildu gengið vel og síldin verið óskemmd er út var komið eða a.m.k. sú sem hann veit um. Gekík vel að fá síld í skipin, að undantekinni einni viku, þegar var nokkuð tæpt að hægt væri að fylla þau. Hefði 'því verið hægt að halda flutn- ingunum áfram þessvegna. En af ótta við að síldveiðarnar stöð vist nú um mánaðamótin, þar eð útgerðarmenn og sjómenn hafa ekki samið um verð á síldinni, þótti ekki tiltækilegt að senda skipin hingað aftur til að sækja síldina. Ekki taldi Gunnar að meira yrði af síldarflutningum til Noregs að sinni. Á sunnudagskvöldið glæddist veiði síldveiðibátanna og komu nokkrir inn til Reykjavíkur um nóttina með síld í frystingu, Gull faxi með 400—500 tunnur, Leif- ur með 400, Víðir með 300, Helga með 1000, Guðmundur Þórðarson með 700. Fleiri fengu síld, en komu ekki inn, þar eð þeir áttu ekki von á að losna við síldina í frystingu. Seinni hluta mánudagsins voru bátarnir aft- ur farnir að fá síld. m- Arangurs vœnzt r Briissel Á MORGUN hefst í Brussel fundur ráðherra frá löndun- um sex, sem aðild eiga að Markaðsbandalaginu. Verða þá til umræðu nýjar tillögur, sem komið hafa fram, þ.á.m. tillögur frá Bretum, varðandi væntanlega upptöku þeirra i bandalagið, með sértöku til- liti til hagsmuna Samveldis- landanna. Eru nú taldar allgóðar lik- ur fyrir því, að samkomulag náizt um ýmis þau atriði, sem mestar deilur hafa staðið um að undanförnu, en ræddar hafa verið af fulltrúum ráð- herranna. Enn er óljóst, hver verður endanleg afstaða Frakka, til upptöku Breta í bandalagið, en talsverðs kvíða hefur gætt um viðhorf Frakka í því máli* MacMillann, forsætisráðherra heldur til Parísar í þessari viku, og ræðir við De Gaulle, forseta, og mun aðalumræðu- efni þeirra verða markaðs- málin. Er talið, að þá megi búast við stefnulýsingu af hálfu De Gaulie. Ölvað fólk tók bót tiaustatoki — og sigldi í strand í NÓTT bar svo við að ölvað fólk, tveir karlmenn og ein kona, tóku vélbátinn Dröfn traustataki í Reykjavíkur- höfn og hófu siglingu, sem endaði hjá lögreglunni. Var bátnum siglt um sundin í nágrenni Reykjavíkur, en þar strandaði báturinn. Losn aði hann þó brátt aftur af skerinu og var þá siglt til lands, en þar beið lögreglan á hafnarbakkanum og tók fólkið, enda mun „skipstjór- inn“ hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Rannsóknar- lögreglan hefur fengið mál þetta til meðferðar. • Tékkneslta eldspýtnaruslið Nú eru liðin nákvæmlega 114 ár, síðan Þjóðverjanum Böttger tókst í Frankfurt að framleiða eldspýtur, eins og þær tíðkast nú meðal menning arþjóða. Þegar árið 1805 hóf Ohanuel framleiðslu í París á eldspýtum, að vísu ekki fuíl- komnum, og árið 1327 fann enski apótekarinn John Walker (ekki sá með whisky-ið) upp nútímaeldspýtuna, sem Böttger fulikomnaði svo árið 1848. Sví ar eiga annars mestan heiður- inn af því að hafa hafið fjölda framleiðslu á þeirri eldspýtna- gerð, sem unnið hefur sér hylli um heim allan. Þótt svona langur tími sé lið inn frá því að eldspýtan var fundin upp, virðist sú þjóð, sem við Íslendingar neyðumst enn til þess að kaupa eldspýtur af, ekki hafa tileinkað sér uppgötv unina nema af afar takmörk- uðu leyti. Fullorðið fólk man þá tíð, þegar hinar ágætu SVEA-eldspýtur fengu að fflytj ast til landsins, en nú hefur einokunarverzlun rílkisvalds- ins tekið að sér að velja og hafna fyrir landslýð allan, þótt ekki sé hún að vísu einráð um hina landsföðurlegu forsjá. Inn flyzt óhæft rusl, sem engri þjóð er samboðið að nota, þótt fólk austan tjalds verði að láta sér það lynda ásarnt ís lendingum. • Hættulegir skaðvaldar í fyrsta lagi eru stokkarnir írámunalega lélegir að allri gerð, pappírinn flagnar af þeim og viðurinn klofnar í flögur við minnsta átak. Ekki er haft fyrir því að framleiða pappa hylki jafnhliða stokkunum, svo að menn geti borið eldfæri á sér, án þess að vasar bólgni út af fyrirferð þeirra. Aðalatriðið er þó, að eldspýt urnar sjálfar eru beinlýnist stór hættulegar, eins og fleiri varn ingur, sem berst frá austan- tjaldslöndum, samanber spring andi ljósaperur og brothættar salernisdkálar. Þegar á þeim er kveikt, þeytast oft logandi flyksur í allar áttir. Hversu margir íslendingar ganga í skyrtum með brunagötum af völdum tékknesku eldspýtn- anna? Hveir greiðir skaðann? Velvakandi hefur spurt alla menn, sem hann hitti í síðustu viku, hverja reynslu þeir hafi af tékknesku eldspýtunum. — Allir þeir, sem reyktu, allir höfðu orðið fyrir því að brenna göt á buxur, jakka, vesti og skyrtur. Einn hafði orðið fyrir því að eyðileggja spánnýtt vesti og annar hafði orðið vitni að því í hléi í kvi'kmyndahúsi, að stúlka, sem var að kveikja sér í sígarettu, fékk logandi flyksu 1 augnkrókinn, en til allrar hamingju þó ekki í sjálft aug- að. Hversu lengi eigum við fs- lendingar að búa að þessum vondu og hættulegu eldspýtum? Erum við Vesturlandafoúar eða nýlenduþjóð Sovétríkjanna, sem neyðist til þess að kaupa ónýta vöru við okurverði? • Fröken klukka Öllum þykir vænt um ung- frúna í síma 04, enda veitir hún bráðnausynlega þjónustu. Því sárnar mönnum, þegar hún bregzt þeim, eins og þegar göm ul unnusta kastar einbaugnuim framan í mann. Því er það, að mönnum gremst, þegar fyrir kemur, að mínúturnar eru svo lágt lesnar, að þær heyrast varla eða ekki, þótt stundin og sekúndan nem ist glöggt í eyrað. Þetta er mjög bagalegt, því að venju- lega er það einungis mínútan, sem menn hafa áhuga á að heyra. Þá tekur þó fyrst átján yfir, þegar mínútan er alls ekki lesin upp. Þetta bar t.d. við sl. sunnudagsmorgun, a.rn.k. milli kl. átta og níu. Maður einn kom að máli við Velvak anda og sagðist hafa hringt hvað eftir annað í 04, án þess að mínútan væri lesin.. Þetta kom manninum illa, því að af sérstöfcum ástæðum var hon- um afar nauðsynlegt að £á að vita rétta og nákvæma mín- útu gefna upp. Ætti Landssím- inn að sjá tí'l þess, að slikt geti ekki komið fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.