Morgunblaðið - 20.06.1962, Page 12

Morgunblaðið - 20.06.1962, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júní 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRAMTIÐ VELBATA- ÚTGERÐARINNAR ¥ Tndðnfarin ár, síðan friðun- unar landhelginnar tók verulega að gæta, hefur út- gerð smábáta með handfæri eða línu farið mjög vaxandi um land allt. Afli hefur ver- ið að glæðast á grunnmiðum og víða hefur þessi trilluút- gerð verið býsna örugg og ábatasöm. Sjómennimir eiga flestir sjálfir þessa báta og gera þá út á eigin ábyrgð. Á þeim eru tiltölulega fáir menn og hlutaskipti einföld og eðlileg. Það er vissulega gleðilegt, hve mörgum hefur gengið smábátaútgerðin vel og hve ríkan þátt hún á í atvinnu- lífi fjölmargra byggðarlaga, ebki sízt á sumrin, þegarhin ir stærri bátar halda á fjar- lægari mið til síldveiða. Því miður er ekki hægt að segja það sama um afkomu hinna stærri vélbáta og trillu bátaútgerðina. Afkoma vél- bátaútgerðarinnar stendur víða alltof höllum fæti. Sjó- mennimir hafa að vísu feng- ið kjör sín bætt verulega sl. tvö ár, en útgerð mikils fjölda hinna stærri vélbáta er vægast sagt báglega stödd. Á útgerðina hefur verið hlað ið alls konar útgjöldum, hlutaskiptin gilda ekki nema í orði kveðnu og em þess ut- an úrelt orðin vegna ger- breyttra aðstæðna, aukinnar tækni og margfalds tilkostn- aðar á öllum sviðum. Það er vissulega ástæða til þess að gera sér ljóst að út- gerð hinna stærri vélbáta er stefnt út í hreina ófæru. ★ í þessum efnum er þó vissu lega ástæða til að láta víti togaranna sér til vamaðar verða, Svo er nú komið að öll togaraútgerð í landinu er lömuð, fjárþrota og stöðvuð vegna langvarandi verkfalla. Slík örlög mega ekki bíða vélbátaútgerðarinnar. Út- flutningsframleiðsla þjóðar- innar og öll afkoma byggist að langsamlegu mestu leyti á afrakstri hennar og hrað- frystihúsanna og annarrs fiskiðnaðar, sem fær hráefni frá vélbátunum. Sjómennirn ir geta ekki til lengdar feng- ið góðar og ömggar tekjur á vertíðum vélbátaflotans, ef stór hluti bátanna er ár eftir ár rekinn með vemlegu tapi. Hér er ekki um neinar uppljóstranir að ræða. Allur almenningur veit, að jafnvel rekstur hinna aflahæstu skipa hefur barizt í bökkum. Hvað mundi þá um hin, sem afla í meðallagi og þar fyrir neðan? Vélbátaútgerðin og fiskiðnaðurinn er hymingar- steinn útfltitningsframleiðslu okkar. Ef heilbrigður rekstur þessara atvinnutækja er ekki tryggður er voðinn vís. FUGLABÖK AB Almenna bókafélagið hefur á hinum skamma starfs- tíma sínum gefið út fjölda góðra og gagnlegra bóka. Síð asta bók þess ber titilinn: Fuglar íslands og Evrópu. Er þar fjaliað um alla fugla ís- lands og auk þess alla fugla Evrópu vestan Rússlands. í formála bókarinnar segir dr. Finnur Guðmundsson, að alls hafi sézt hér á landi 230 tegundir fugla, en þar af eru aðeins 75 tegundir varpfugla. Hitt séu fargestir, vetrargest ir eða flækingar. Dr. Finn- ur getur þess einnig, að ár- ið 1961 hafi orðið hér vart níu fuglategunda, sem aldrei höfðu sézt hér áður. Almenna bókafélagið á miklar þakkir skildar fyrir þessa litlu en vönduðu bók. Hún mun eiga ríkan þátt í því í framtíðinni að glæða áhuga Islendinga á fugla- lífinu í kringum þá. Fuglam- ir skapa öllum þeim er þekkja þá og kynnast' þeim margvíslega tilbreytingu, gleði og ánægju. Sem flestir foreldrar ættu að gefa börn- um sínum fuglabókina. Hin- ar fjölmörgu fallegu fugla- myndir og margvíslegur fróð leikur hennar munu beina athygli unglinganna að skemmtilegu og hollu við- fangsefni. SAMKOMULAG SERKJA OG OAS Camkomulag Serkja og OAS ^ samtakamia kom heim- inum á óvart. Hinar vitfirr- ingslegu blóðsúthellingar og skemmdarverk OAS undan- farnar vikur hafa vissulega ekki lofað góðu um framtíð- arsambúð Evrópumanna og Serkja í Alsír. Vonandi held ur það samkomulag sem gert hefur verið, enda þótt á- greinings verði vart um það. Grundvöllur þess er sú stað- reynd, að OAS hafði tapað leiknum í Alsír. Landið hlaut að öðlast sjálfstæði og skilja við Fralckland. + Valdabarátta kommúnista i Afríku í byrjun maí var hið svo- nefnda ,,Þjóðþing“ Kína kall- að saman til fundar í fyrsta sinn síðan 1960. Erlendir fréttaritarar vöktu fljótt at- hygli á því að í þetta sinn var það Chou En-lai, forsætisráð- herra Kína, sem sat í forsæti, en ekki leiðtoginn Mao Tse- tung. í umræðum á þinginu bar nokkuð á efasemdum um ág'æti efnahagsáætlunar lands ins, en jafnframt staðhæfðu margir ræðumanna, að Kín- verjar væru nú sjálfsagðir leiðtogar byltingarhreyfinga í vanþróuðum löndum um all- an heim. Ræðumenn héldu því fram, að erfiðleikar og reynsla kínversku byltingarinnar væri samsvarandi þeim erfiðleik- um, sem fyrrverandi nýlendur ættu nú við að stríða — en því væri andstætt farið um Sovétríkin. Ennfremur að upp bygging sósíalismans, eins og hún væri framkvæmd í Kína,i hæfði betur þessum þjóðum en það kerfi, sem byggt væri á í Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópurík j um. Eitt þeirra ‘aðila sem ræðu menn töldu kost fyrir Kín- verja í ríkjum Afríku var, að þeir væru „litaðir“ — það er að segja ekki hvítir eins og fulltrúar Rússa, sem þangað kæmu til starfa. Rússarnir væru hvítir eins og það fólk, sem þeir reyndu að æsa Afríkumenn gegn. Á ráðstefnu rithöfunda frá Asíu og Afríku, sem haldin var í Kairo í febrúar sl., vakti það nokkra athygli, hversu klókindalega kínversku þátt- takendurnir léku á þessa strengi. Þeir notuðu iðulega slagorð eins og „við, hinar lit-j uðu þjóðir, verðum að halda saman“ — og það var greini legt að sovézku þátttakend-j Urnir voru síður en svo hrifnir’ af þessari kynþáttastefnu Kín-i verjanna. Og ekki voru þeir; hrifnari af því, hvernig Kín- verjarnir notuðu hvert tæki- færi sem þeim gafst til þess að sýna Afríkumönnum fram á, að Rússar legðu meiri áherzlu á friðsamlega sambúð við heimsvaldaþjóðirnar en áj frelsun nýlenduþjóðanna —j stefnumið Moskvustjórnarinn-] ar væri skilyrðislaus friðsam leg sambúð, en aftur á móti stefna Pekingstjórnarinnar, að friðsamleg sambúð verði að grundvallast á ströngum Marxj ísk-leninískum hugmyndum. de Gaulle og Adenauer ræða um framtið Evrópu Þau ummæli, sem deGaulle forseti hefur undanfarið látið falla um framtíð Vestur- Evrópu, hafa ekki haft neitt Serkir hafa hins vegar gert sér ljóst, að skemmdarverka menn OAS gátu haldið á- fram að valda þeim hrika- legu tjóni. Þess vegna hafa V STEHKULtEJÍR o JERNMINEB ▲ OUEFELTEB -iKllllll. BRUNKUL nýtt inni að halda. Það vekur því nokkra furðu hversu við- brögðin við þeim hafa verið öflug, bæði í Frakklandi og annars staðar. Þó hefur það sennilega fremur verið hinn hrokafulli og hæðnislegi tónn forsetans, sem olli því, að út úr flóði bikarnum. Það var áður vitað, að de Gaulle á í nokkurs konar einkastríði við Bandaríkin um æðsta valda í Vestur-Evrópu — og það er heldur engin nýjung, að hann er andvígur stjórnmálastofn- unum, sem brjóta í bága við stórveldisdrauma hans. En um mæli hans um, að hann hygð- ist láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um stefnu sína í málefnum Evrópu, og sá Adenauer tími, er hann valdi til þessarar ákvörðunar og ummæla, hefur gefið nýtt og sterkara tilefni til þess að spyrja, hvort de Gaulle óski eftir að halda Eng landi utan Efnahagsbandalags Evrópu. Fulltrúar ríkjanna sjö, sem aðild eiga að Fríverzlunar- svæðinu hafa setið á rökstól- um í Kaupmannahöfn. Frá því Danmörk og Noregur óskuðu eftir upptöku í Efnahagsbanda lag Evrópu hafa Fríverzlunar- ríkin lifað hálfgerðri „skugga tilveru". Verði ekkert af upp- töku Englands í bandalagið er alls óvíst hvort nokkuð verður af upptöku Danmerkur. Fari svo eftir allt, að Dan- mörk standi utan við, ætti það að hafa í för með sér áfram- haldandi samvinnu Norður- landa innan Fríverzlunarsvæð isins og áframhaldandi við- skiptasamband Finnlands við hin Norðurlöndin, sem ella myndi rofna. ★ Kanzlari Vestur-Þýzkalands, Konrad Adenauer, hefur þeg- ið boð de Gaulle Frakklands- forseta um að koma í heim- sókn til Frakklands dagana 1-—6. júlí. Þeir Adenauer og de Gaulle hittust að máli í fyrsta sinn árið 1958 og hafa síðan haldið ágætu sambandi, þótt af og til hafi gætt nokk- urs misræmis í stefnu þeirra. Konrad Adenauer telzt til gömlu kynslóðarinnar, sem lifði í Þýzkalandi fyrir tíma nazismans. Hann fæddist árið 1876 og þegar árið 1917 — það er 16 árum fyrir valdatöku Hitlers, varð Adenauer borg- arstjóri í Köln og meðlimur héraðsþingsins í Rínarlöndum. Eftir valdatöku Hitlers 1933 hvarf Adenauer algerlega frá stjórnmálum. Þó varð hann þrívegis fyrir ásóknum Gestapo og varð í öll skiptin að dveljast um hríð í fangelsi. Framhald á bls. 14 ■%**i þeir tekið þann kostinn að semja við illræðismennina, og jafnvel heitið að veita þeim þeirra grið, sem fang- elsaðir hafa verið og bíða dóms fyrir glæpi sína. Alsír og íbúar þess þarfn- ast fyrst og fremst friðar eft- ir sjö ára blóðuga og misk- unnarlausa styrjöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.