Morgunblaðið - 20.06.1962, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.06.1962, Qupperneq 15
Miðvikudagur 20. júhx 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Kungalv í maí. t>AÐ hefur vorað óvenju seint í Svíþjóð í ár. Þó var blíðskap- arveður á sumardaginn fyrsta, er að þessu sinni bar upp á skírdag. — Sá dagur er virkur dagur hérlendis. 1 Danmörku og Noregi er skírdagur aftur á xnóti helgur dagur. En aðeins við íslendingar viðhöldum þeirri fornu venju að halda sumar- daginn fyrsta hátíðlegan. — Þann dag komst hitinn hér í Kungalv upp í 19 gráður. En síðan kom öldudalur. í maí- byrjun var hitinn aðeins 2—3 siig. En nú er vorið gengið í garð. Dagarnir bjartir og langir. Loftið fullt af ilmi og yl. Allt glitrar og grær. Laufskógarnir urðu skrúðgrænir á örfáum sólskinsdögum. Kaupstefna í Gautaborg Ég hitti einn ágætan kunn- irigja minn á kaupstefnunni í Gautaborg í gær. — Sú vöru- Sining stóð frá 5.—13. maí sl. — Hann var nýkominn að heiman og kvað allt gott þaðan að frétta. Vorið væri síður en svo seinna á férð þar en hér. Sauðburðurinn hefði gengið á- gætlega. Yfirleitt ærnar bornar og margt tvílembt. Þau góðæristeikn glöddu vissulega þann, er hugsar gott til búsafurða að afliðnu sumri í kraumandi kjötkatli eða slát- urpotti. Einnig skal þess vel minnzt, að fátt vakti meiri athygli í ís- lenzku deild sænsku kaupstefn- unnar í Gautaborg en einmitt gæruskinnin. Bæði hinar snögg- klipptu, dúnmjúku stólsetur og hinir togmiklu skrautfeldir í ó- sviknum sauðalitum, ej- festir voru til sýnis á óplægð þil ís- lenzku sýningarbaðstofunnar. íslandsdeildin var staðsett við annan hliðarvegg aðalsýn- ingarskálans. Réttara væri að kalla salarkynnin kauphöll, því mikil áherzla var lögð á að miMa verzlunarsamböndum. — Sagt er, að aldrei hafi fjöldi hinna nýju verzlunarsambanda or'iið meiri en einmitt að þessu sinni. Frá 41 landi voru óskir um slíka miðlun bornar fram. Þar af voru 17 lönd utan Evrópu, m.a. komu óskir frá Rhodesíu, Arabíska sambandslýðveldinu og ríkjum í Suður-Amerxku. Auk þess frá nokkrum ríkjum Austur-Evrópu. Þau stóðu einn- ig að þessari yfirgripsmiklu vörusýningu. — Sýningargestir voru alls um 160 þúsund. íslandsdeildin vakti athygli þótt hún væri hvorki yfirgrips- mikil né léti mikið yfir sér. Ferðaskrifstofa rílcisins og ís- lenzku flugfélögin, Flugfélag fs- lands og Loftleiðir, stóðu að þeirri snotru landkynningu, sem þarna átti sér stað. Þarna voru auk ljósmynda og prentaðs máls, m.a. leirmunir, ullarvör- ur og skinn. öllu var smekkl^ga fyrir komið, enda var það hinn mesti smekkmaður og áhugamaður lim Islands-kynningu hér um slóðir, sem bar hita og þunga af öllum undirbúningi. Það var Bengt D. Silverstrand, vel- þekktur Loftleiðamaður og „skattmeistari" í Sænsk-íslenzka félaginu í Gautaborg. Helga Brekkan annaðist kynningu í islenzku deildinni. Hún bar is- lenzkan þjóðbúning. Spor í rétta átt Það er mikilvægt að aukin sé verulega landkynning af okkar hálfu erlendis og að notuð séu betur en gert hefur verið þau tækifæri, sem gefast til kynn ingar, m.a. á íslenzkum afurð um og vörum, sem hægt er að selja til útlanda. Þá er ekki síður nauðsynlegt að færa sér í nyt þá reynslu, sem slíkar kynn ingar gefa. Svíar fara t.d. hæstlaunuðu yfirmennirnir geti einnig fengið hliðstæðar launa- hækkanir, þar sem margir starfsmannahópar verða fluttir í hærri launaflokka. Nýlega var þáttur sýndur í sænska skólasjónvarpinu um ráðdeild og hagsýni — um hvað hlutirnir kosta og hverju meðalfjölskylda eyðir. Skýrt var frá því, hvernig mánaðarleg fjárhagsáætlun venjulegrar fjögurra manna fjölskyldu lítur út. — Heimilis- faðirinn er skrifstofumaður, húsmóðirin vinnur ekki utan heimilisins, börnin eru tvær stúlkur, önnur 9 ára og hin 15 ára. Launin eru 1600 kr. á mán- uði. Hér er miðað við sænskar krónur. Útgjöldin voru þannig áætluð: Skattar: 350 kr., húsaleiga: 300 kr., til heimilisþarfa (mat- vörur o. fl.): 500 kr., fatnaður: 130 kr., bíllinn: 140 kr., orlof Ölvun við aksfur Bengt D. Silfverstrand, framkvæmdastjóri, var hrókur alls fagnaðar á þorrablóti Sænsk-íslenzka félagsins i vetur. Þar var m.a. harðfiskur og smjör, hangikjöt og flatbrauð á borð- um. Silfverstrand stjórnaði þar skyndihappdrætti og fjörugri danskeppni af mikilli kunnáttu. Verðlaunin voru íslenzkar sjávarafurðir. — A myndinni bragðar Bengt Silfverstrand íslenzkan veizlumat í augsýn tveggja íslenzkra húsmæðra, sem búsettar eru í Gautaborg. mörgum fögrum orðum um ís- lenzkar ullarvörur, en að margra dómi eru íslenzku ull- arteppin of þung. Þátttakan í áðurnefndri vöru- sýningu var okkur tvímælálaus ávinningur. — Ýmislegt fleira mætti nefna, sem vel hefur tek- izt á sviði landkynningar. íslenzka listsýningin í Louisi- ana-safninu í Danmörku, sem haldin var í vetur, vakti t.d. mikla athygli um öll Norður- lönd. Ég minnist þess, að ég hitti kennara við menntaskól- ann hér í Kungálv skömmu eft- ir að sýningunni lauk. Þeir höfðu dvalizt í Danmörku í vetrarleyfi skólanna. — Það er vikuleyfi. í ár var það 17.—25. febrúar í Gautaborg og Vestur- Svíþjóð, en viku síðar í Stokk- hólmi og austixr hluta Svíþjóð- ar. — Kennararnir notuðu tæki- færið til að heimsækja íslenzku listsýninguna og luku á hana miklu lofsorði. Sænsk blöð fóru einnig fögrum orðum um sýninguna og birtu myndir af henni. Sérstaklega var vakin athygli á þjóðlegu listamunun- um og höggmyndunum. Það var harmað, að ekki var kleift að fá þá sýningu setta upp víðar á Norðurlöndum. Launin hækka — dýrtíðin vex Á þessu ári hækka laun sænskra ríkisstarfsmanna yfir- leitt um 6% samkvæmt tveggja ára samningi. Lægst launuðu kennararnir (smáskollárare) — sem kenna yngstu aldursflokk- unum — fá þó meiri launa- hækkun. Þeir verða fluttir upp um þrjá launaflokka. Mánaðar- laun þeiri-a hækka úr 1.077 s. kr. í 1.348 s. kr. Ýmsir hópar ríkisstarfsmanna fá launahækk- un sem svarar 6,5% 1962 og 3,5% 1963. Gert er ráð fyrir að bætá einum launaflokki ofan á það kerfi, sem nú gildir, svo (sxímarleyfispeningar): 40 kr., útvarp og sjónvarp: 40 kr., leik- hús, blöð, tímarit e. fl.: 30 kr., tannlæknir: 15 kr., varasjóður: 55 kr. Alls eru þetta 1545 kr. út- gjöld, en húsmóðirin kvað of lítið að áætla 500 kr. til heim- ilisins, þar sem allt verðlag og þó sérstaklega verð á matvör- um færi ört hækkandi. Sjónvarpið er mjög vinsælt tæki hér í Svíþjóð. Það eru rösklega 5 ár síðan sænska sjónvarpið hóf starfsemi sína og tækjafjöldinn er nú rúm- lega hálf önnur milljón. Svíar hafa starfrækt skólaútvarp síð- an vorið 1960. Það hefur þegar áunnið sér mjög gott álit meðal skólamanna, og má tvimæla- laust telja dagskrá skólasjón- varpsins meðal vinsælasta sjón- varpsefnisins hér í Svíþjóð. Gróðri fer hægt fram á Austur- landi SKRIÐUKLAUSTRI, 18. júní. — Það var versta illviðrahrina, sem gekk hér yfir fyrir helgina, mik il rigning og kalsaveður. Gróðri fer nú mjög hægt fram, og hefur sjaldan verið svona seint á ferð inni. Fé er enn að mestu í heima högum og hefur lítið leitað til heiða. Kal er ekki mikið í túnum í Fljótsdal, en mjög mikið um Úthérað. Horfur eru á, að slátt ur hefjist með allra síðasta móti að þessu sinni. Nú er tilrauna- land hér á Skriðuklaustri að verða allvel sprottið, og sláttur að hefjast á því. — Þótt dumb- ungur sé enn í lofti, er útlit fyrir, að hann fari að létta til. — J.P. NÝLEGA hefur verið kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er ákæruvaldið höfðaði gegn Friðriki Þórhallssyni, afgreiðslu- manni, Reykjavík fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfeng- ist þrisvar sinnum. Málsatvik eru á þessa leið: Aðfaranótt föstudagsins 18. nóv. 1960 kl. 2.15 stöðvaði lög- reglan ákærðan við akstur bif- reiðarinnar R-11775. Ákærður ját aði fyrir dómi að hafa drukkið um kl. 20 30 eina eða eina og hálfa flösku af erlendum bjór auk tveggja glasa af líkjör nokkru áður en hann hóf akstur. Lögreglumönnum virtist ákærður bera þess merki, að hann væri með áhrifum áfengis og blóðsýnis horn úr ákærða sýndi „reducer- andi“ efni, er samsvara 1.35% af alkóhóli. Samkvæmt þessu var talið sannað, að ákærður hefði í umrætt sinn gerzt sekur um ölvun við akstur. Þriðjudaginn 6. júní 1961 kl. 04.15 stöðvaði lögreglan á Kefla- víkurflugvelli ákærðan við akst- ur bifreiðarinnar R-11775. Töldu lögreglumennirnir hann bera einkenni áfengisáhrifa. ' Fyrir dómi játaði ákærður að hafa ekið bifreiðinni umrætt sinn nokkuð um á Keflavíkurflugvelli og var föiinni síðan heitið til Reykjavíkur. Ákærður kvaðst hafa verið að áfengisneyzlu um kvöldið og gerzt ölvaður. Hann sofnaði um kl. 2.00 um nóttina og svaf þar til skömmu áður en lögreglan stöðvaði hann.' Ekki neitti hann áfengis, er hann vakn aði. Ákærður taldi sig hafa verið lausan við áfengisáhrif, er hann tók til að aka, en verið svefnvana og ekki fyllilega eins og hann átti að sér. Tekið var sýnishorn úr blóði ákærðs og reyndust vera í því „reducerandi" efni, sem sam- svara 1.67% af alkóhóli. Talið var sannað, að ákærður hefði í umrætt sinn gerzt sekur um að aka bifreið, þótt hann sök um áfengisneyzlu væri óhæfur til stjórnar vélknúins ökutækis. Aðfaranótt fimmtudagsins 20. júlí 1961 kl. 01.45 var ákærður stöðvaður við akstur bifreiðarinn ar J-149 í hliði Keflavíkurflug- vallar, þar sem lögreglumenn grunuðu hann um ölvun við akstur. Ákærður játaði fyrir dómi að hafa ekið bifreiðinni um á Kefla- víkurflugvelli umrætt sinn áleið- is til Reykjavíkur. Hann kvaðst hafa drukkið einn áfengan bjór kl. 22.00 — 23.00 um kvöldið, en neitaði að hafa fundið til áfengis- áhrifa við aksturinn. í blóðsýnishorni, sem tekið var úr ákæi'ðum, fundust „reducer- andi“ efni, er samsvara 0.94% af alkóhóli. Talið var sannað, að ákærði hefði ekið bifreiðinni umrætt sinn, þótt sökum áfengisneyzlu hefði ekki getað stjórnað ökutæki örugglega; Dómar sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar urðu samhljóða. Var ákærður d&mdur til að sitja í varðhaldi í 20 daga auk þess sem hann var sviptur öku- réttindum ævilangt. Hann var og dæmdur til að greiða allan sakax- kostnað fyrir báðum réttum. RENAULT er bifreiðin sem öll Evrópa hefir þekkt um áraraðir fyrir gæði. • Renault Dauphine er 5 manna. 0 Renault Dauphine er 4ra dyra og með sérstök- um öryggislæsingum á afturhux'ðum. 0 Renault Dauphine er sparneytinn 5,9 1. pr. 100 Km. 0 Renaull Dauphine er með öflugri vatnsmiðstöð. 0 Renault Dauphine er ryðvarinn 0 Renault Dauphine varahltxtir eru ódýrir: svo sem frambretti kr: 552.— framhurðir kr: 1065.— framstuðari compl. kr. 1250,— 0 Renault Dauphixie varahlutir eru fyrirliggjandi. 0 Renault Dauphine kostar aðeins 119 þúsúrid. 0 Renaulí Dauphxne er fyrirliggjandi. Columbtis h.f. Brautarholti 20 — Símar 22116 — 22118

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.