Morgunblaðið - 20.06.1962, Síða 17
Miðvikudagur 20. júnl 1962
MORGVNBLAÐIÐ
17
Þaun 14. júní var Mennta-
skólanum á Laugarvatni sagt
upp og útskrifaðir 21 stúdent,
þar af 6 stúlkur. Hæsta eink-
unn hafði Jósef Skaftason frá
Hveragerði 8.54, næst var
Winston Jóhannsdóttir frá
Laugarvatni 8.47 og þriðji
Halldór Baldvinsson með 8.23.
Mynd þessa tók Gestur
i —~-m—mrim <ii nun fiini
Stefánsson af Laugarvatnsstú-
dentum. Þeir eru talið frá
vinstri fremri röð: Elín Guð-
mundsdóttir, Stefania Magnús
dóttir, Svanhildur Elentínus-
dóttir, Jóhann Hannesson,
skólameistari, Winston Jó-
hannsdóttir, Ingibjörg Sveins-
dóttir, Guðrún Þórarinsdóttir.
Aftari röð: Sigurður Símonar-
son, Halldór Baldursson, Árni
Pétursson, Hörður Bergsteins
son, Skúli Skúlason, Jósef
Skaftason, Guðjón T. Guð-
mundsson, Rögnvaldur Jóns-
son, Einar Hjaltested, Þórhall-
ur Hróðmarsson, Magnús Jóns
son, Guðni Alfreðsson, Stefán
Bergman, Sigurjón Jónsson,
Þorgils Kristmanns.
Fundur
Sjálfstæðis-
manna á
Blönduósi
HIN N 16. júní var fundur í
„Verði“, félagi Sjálfstæðis-
manna í Austur-Húnavatnssýslu.
Fundurinn var haldinn í sam-
komuhúsinu á Blönduósi.
Formaður félagsins, Halldór
Jónsson á Leysingjastöðum,
setti fundinn og stjórnaði hon-
um. FundarriTari var Leifur
Sveinb j örnsson.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, ' framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, flutti erindi
um skipulag og stárfsemi Sjálf-
stæðisflokksins.
Séra Gunnar Gíslason, alþm.,
ræddi um stjórnmálaviðhorfið.
Miklar umræður urðu á fund-
inum og tóku þessir til máls:
Guðbrandur fsberg, Þorfinnur
Bjarnason, , Jón Pálmason, Jón
Benediktsson, Steinþór ólafsson,
Jón fsberg, Halldór Jónsson,
Hermann Þórarinsson og Axel
Jónsson.
MMuMh
iMk
Aherzla Iðgð á útgáfu vandaðrar
Biblíu á afmæli Biblíufélagsins
Mun kosta fulla milljón kr. — Endurskoð-
un a íslenzku þýðingunni — Tímamót
í Biblíuútgdfu hér
1 YFIRLITSRÆÐU sinni við
setningu prestastefnunnar í gær
skýrði biskupinn yfir Islandi,
herra Sigurbjörn Einarsson, frá
því að stjórn Biblíufélagsins
væri einhuga um að halda upp
á 150 ára afmæli sitt með því að
gefa út Biblíuna af því tilefni
á veglegan hátt. Hafi þriggja
manna nefnd unnið að endur-
skoðun á íslenzku þýðingunni á
Gamla Testamentinu og hefði
nefndin skilað tillögum í hend-
nr stjórnar Biblíufélagsins. Sagði
biskup að setning, prentun og
pappir nýrrar Biblíu kostaði út-
af fyrir sig hálfa milljón króna
og taldi að vart væri fjarri lagi
að álykta að þáð mundi kosta
eina milljón króna að gefa þjóð-
inni sæmilega vandaða biblíu.
Orðrétt sagði biskup: (Letur-
breyting og millifyrirsagnir
Mbl.)
„Þá er á döfinni annað endur-
skoðunarmiál, ennþá yfirgrips-
meira. í því samibandi vil ég
að þessu sinni geta um starf Hins
fcl. Biblíufélags. Á sl. ári gaf
félagið Biblíuna út í litlu broti
og á þunnum pappír, þ.e. vasaút-
gáfu, hina fyrstu slíka, sem gefin
hefur verið út hér á landi. Að
vísu er hún prentuð eftir þeim
leturplötum, sem félagið keypti
fyrir nokkrum árum af Brezka
og erl. Biblíufélaginu, og þess
vegna er þessi útgáfa um letur,
Btafsetningu, uppsetningu og alla
éferð mjög með sama svip og
þær útgáfur Biblíunnar í litlu
broti, sem vér höfum haft langa
hríð. Þessi útgáfa er lokaskrefið
é þeirri braut, sem íslenaka
Biblíufélagið hefur verið að feta
sig fram undanfarin ár, lokaskref
í tvennum skilningi. í fyrsta lagi
er nú því manki náð að flytja
útgáfu Biblíunnar inn í landið,
vér höfum gefið hana út í öllum
þeim gerðum, sem hið erlenda
félag hefur látið í té, að auiki
eina útgáfu Nýja testamentisins
í stóru broti. f öðru lagi er sýnt,
nð ekki verður unnt að nota
leturplöturnar frá brezka biblíu
fólaginu oftar. Þær eru orðnar
,það slitnar, að enn ein prentun
eftir þeim kemur ekki til greina.
Það er ekki að öllu leyti eftirsjá
að þvi, því að uppsetning text-
ans er engan veginn svo smekk-
leg sem vera mætti, enda hafa
engra breytingar eða umbætur
verið gerðar á henni áratugum
saman. Útgáfa íslenzku Biblíunn
ar hefur ekki aðeins hvað þýð-
ingu snertir og málfar setið í
sama fari í hálfa öld, heldur og
um alía áferð. Og stafsetningin
er úr gildi fallin fyrir 30 árum.
Allt þetta ^>arf umibóta við og er
stjórn Biblíufélagsins ráðin í því
að beita sér fyrir verulegum
breytingum til batnaðar um leið
og setja þarf textann að nýju
hvort eð er. Þessar ytri aðstæður
knýja á um átak á næstunni."
AFMÆLISBIBLfA.
„Þá er þess að minnast að
Biblíufélagið á stórt afmæli fram
undan. Eftir þrjú ár er liðin
hálf önnur öld frá stofnun þess
og eftir 4 ár er rétt öld síðan
útgáfa Biblíunnar hvarf úr landi
og Brezka og erlenda Biblíufé-
lagið tök hana að sér. Vér hljót-
um að halda til þessara afmæla,
einkum þess, er fyrr var nefnt,
og stjórn Biblíufélagsins er ein
huga um að vinna að því, að fé-
lagið haldi upp á 150 ára afmæli
sitt með því að gefa Biblíuna
út af því tilefni á veglegan hátt.
Tillögur um breytingar á
BIBLÍUNNI.
En ótalið er það atriði þessa
máls, sem er mest, en það er
sjálf íslenzka þýðingin. Mönnum
hefur lengi verið ljóst, að þar
er ýmsu ábótavant. Snemma árs
1961 fór stjórn Biblíufélagsins
þess á leit við 3 tiltekna menn,
að þeir tækju að sér endurskoð
un á Gamla testamentinu. Þeir
eru þessir: Dr. Ásmundur Guð-
mundsson, biskup, séra Guð-
mundur Sveinsson, skólastjóri
og dr. Þórir Kr. Þórðarson, próf-
essor. Nefndin hefur með bréfi
21. febr. sl. skilað tillögum í
hendur stjórnarinnar. sem eru á
þessa leið:
„Undir nauðsynlega endur-
prentun Biblíunnar hið fyrsta
verði hafinn undirbúningur hand
rita Gamla Testamentis. 1. Grein
armerkjasetning verði leiðrétt
eftir því sem þörf kann að ger-
ast, svo og málfræðilegar skekkj
ur, ef þær verða fundnar. 2. Ja-
hve sé breytt í Drottin. 3. Manna
nöfn séu færð til samræmis við
íslenzka málvenju. 4. Efnisfyrir-
sagnir skuli samdar fyrir hverj-
um kapitula. 5. Á sínum tíma
verði leitað aðstoðar sérmennt-
aðs íslenzkufræðings við verkið.
6. Manni, sem hefur sérþekkingu
á uppsetningu bóka, verði falið
af Biblíufélaginu að sjá um upp
sctningu og útlit Biblíunnar. 7.
áætlun sé gerð um verkið.“
Þá hefur félagsstjórnin einnig ■
kjörið endurskoðunarnefnd fyrir
Nýja testamentið, en í henni
eiga sæti allir fjórir prófessorar
Guðfræðideildar, auk þeirra sr.
Guðmundur Sveinsson, skóla-
stjóri, kandidat Jon Sveinbjörns-
son og biskup.
__ Það er mönnum kunnugt að
Ásmundur biskup hefur um skeið
unnið að endurskoðun á þýðingu
Nýja testamentisins og mun verk
hans senn fullbúið. Með tilliti til
þess var svo að orði kveðið í
ályktun Biblíufélagsstjórnar, að
hún skyldi hafa sérstaka hlið-
sjón af þýðingu hans.
Vönduð biblía kostar heila
milljón.
Auðsætt er, að tíminn er
skammur, ef miðað er við fyrr-
nefnt ártal, og kemur í hlut
nefndarinnar að gera sér grein
fyrir því hvað fært er, fram-
kvæmanlegt eða æskilegt varð-
andi endurskoðun á textanum
fyrir næstu prentun, á hliðstæð-
an hátt og hin önnur endurskoð-
unarnefnd hefur gert. En því
hefi ég varið þessum mínútum
til þess að gera grein fyrir
þessu máli, að hér er í fyrsta
lagi um verkefni að ræða, sem
mjög varðar kirkjuna og alla
kirkjunnar menn, og í öðru lagi
vildi ég skírskota til presta og
annara um það, að Biblíufélagið
veldur ekki þeirri ábyrgð, sem
það hefur á sig tekið í þágu kristn
innar í landinu nema það njóti
aukins stuðnings og brautar-
gengis með þjóðinni. Það á nú
200.000 kr. í sjóði, en setnin.g
og prentun og pappír nýrrar
Biblíu kostar út af fyrir sig hálfa
milljón, eins og verðlag er í dag.
Mun vart fjarri lagi að álykta
að það kosti fulla milljón að gefa
þjóðinni sæmilega vandaða
Biblíu. Það fé verður Biblíufélag
ið að hafa til umráða, það er
þjóðlegt, menningarlegt metnað
armál, það er kristið nauðsynja-
mál, kristin skylda," sagði bisk-
up að lokum.
Á fundinum fór fram kosning
fulltrúa í Fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna í Austur-Húna-
vatnssýslu og í Kjördæmisráð
Sjáfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra.
Aukasýnmg á
Kviksandi und-
ir miðnætti
HÚSAVÍK, 19. júní — Leikfélag
Reykjavíkur, sem nú er á sýning
arferð um landið með sjónleik-
inn Kviksand, hefur nú lokið
ferð sinni um Austurland og alls
staðar fengið mikla aðsókn og
góða dóma. í gær sýndi flokkur
inn á Húsavík og hafði hér að-
eins verið ákveðin ein sýning en
aðsókn var svo mikil að uppselt
var á stuttri stundu, svo að á-
kveðin var önnur sýning kl. 11,30
í gærkvöldi. Var sú sýning jafn
fjölsótt þeirri fyrri eða eins
margt og húsið tekur. Þó að hér
sé ekki gamanleikur á ferðinni,
vilja flestir ekki af því missa að
hafa séð Kviksand, og gott er
fyrir æskuna að sjá í svo vel
fíuttu leikriti, sem hún getur
varzt í veruleikanum. t
— Áburðarverk
smibjan
Framh. af bls. 11.
liðnu ár, vegna þess að kryst-
allaframleiðslan var valin. Og
það sem nú er kostað til korna-
stækkunar í viðbótartækjum
kostar ef til vill ekki meira en
hvað perluaðferðartækin hefðu
orðið dýrari í upphafi.
Þetta hvorttveggja mættu
þeir hafa í huga, sem nú tala
hæst um mistök í þessu sam-
bandi.
Að lokum skal svo það tekið
sérstaklega fram, að stjórnin
hefur haft fulla samstöðu um
alla samningsgerð við hina
bandarísku verkfræðinga, þar
með talið einnig lokauppgjörð
við þá. Allt þessu viðkomandí
hefur verið samþykkt sam-
hljóða af öllum stjórnarmönn-
um. — .
Útvegum leyfishöfum
barnaleikföng frá
verksmiðjum
í Japan..
Sýnishorn og upplýsingar
um verð.
Bngólfishvoll”
Laugavegi 18a — Sími: 1 42 02.