Morgunblaðið - 26.06.1962, Page 8
8
MORGVNBLÁÐIÐ
Þriðjudagur 26. júní 1962
Boeing 707 farþegaþotur
hafa farizt á rúmu ári
Orsakir allra slysanna ókunnar
Just í Túni við skip sitt, Brestir frá Tórshavn.
Ljósm. Mbl.: ól.K.M.
— Ég er alveg hissa á
hvað íslendingar eru greið-
ugir að gefa upplýsingar og
leiðbeiningar um hvernig
þeir veiða og hvernig veiði-
tækin þeirra eru, sagði Just
í Túni, skipstjóri á færeyska
veiðiskipinu Brestir frá Tórs-
havn.
Við hittum hann niður við
skip hans sem lá við Ver-
búðarbryggjurnar hér í höfn
inni. Það var verið að setja
nýtt spil í skipið og koma
fyrir kraftblökk þar um
Unurast hve
Ís<!endingar eru
greiðviknir á
upplýsingar
borð.
— Af hverju lætur þú
setja þessi tæki í skip þitt
hér, en ekki t.d. úti í Nor-
egi, þar sem þau eru smíð-
uð?
— Það er vegna þess að
hér á íslandi er reynslan á
þessum tækjum mest og
Vélaverkstæði Sigurður
Sveinbjörnssonar hefur mesta
þekkingu á því hvernig hag-
kvæmast er að koma þeim
fyrir.
Við fengum upplýsingar
um að verkstæði þetta hefði
sett kraftblakkir í nær 200
íslenzk skip og veitt tækni-
legar upplýsingar um niður-
setningu þeirra, hafi verkið
ekki verið unnið á vegum
þess.
— Hafa aðrir Færeyingar
fengið sér þessi tæki í skip
sín?
— Nei, við erum fyrstir,
segir Just. — Ég var hér á
Islandi í 3 vikur i vetur til
þess að kynna mér meðferð
kraftblakkarinnar og fékk
að fara út með Jóni„Trausta
og þar sá ég hvernig þið
notið þessi tæki. Ég er alveg
hissa á hvað íslendingar eru
greiðviknir að kenna manni
á þessi tæki. Ég lærði meira
um veiðitækni á þessum
þremur vikum en alla mína
sjómannstíð áður, en 'ég er
nú orðinn 42 ára. Ég hef
alltaf stundað þorskveiðar
með færi og línu og ofur-
lítið síldveiðar með reknet-
um.
— Og hvar ætlarðu svo
að hefja veiðar þegar þú ert
búinn að fá blökkina?
— Niður við Færeyjar og
fara svo hingað upp undir
landið, ef ekki verður næg-
ur afli þar.
— Og hvernig ætlarðu að
verka aflann?
— Við ætlum að salta
um borð og kannske setja
eitthvað í land til frysting-
ar. Við höfum engar síldar-
verksmiðjur, eins og þú
veizt.
-X
Við komumst að því að
Just í Túni var fyrstur Fær-
eyinga til að sækja afla á
Nýfundnalandsmið og fyrst-
ur þeirra til að hefja veið-
ar við Austur-Grænland. Það
er því raunar ekki óeðlilegt
að hann verði fyrstur til að
taka upp þessa viðurkenndu
tækni nútímans, að veiða
síld með kraftblökk og mæli
tækjum.
— Ég hef verið bassi hér
á íslenzku skipi fyrir Aust-
urlandi fyrir allmörgum ár-
um.
— Hafið þið Færeyingar
stundað síldveiðar með
hringnót eða herpinót.
— Nei. Við höfum aðeins
veitt í reknet.
— Og þitt nýlega skip.
Hvar er það byggt?
— Það er byggt í Noregi
og er 200 tonn að stærð.
Við kveðjum Just í Túni
með ósk um velfarnað með
hin nýju tæki sín.
EINS OG skýrt hefur verið frá
í fréttum, varð annað mesta flug
slys í sögu farþegaflugsins sl.
föstudag, þegar Boeng 707 þotan
„Le Chateau de Chantilly“, rakst
á fjaU á Guadeloupe-eyjum í
Karíbahafi og splundaðist. —
Fórust allir, sem í vélinni voru
113 manns. 10 manna áhöfn og
103 farþegar. Tæpur mánuður er
liðinn frá því, að mesta flugslys
í sögu farþegaflugsins varð á
Orly-flugvellinum í París, en
flugvélin, sem þar fórst var einn
ig þota af gerðinni Boeing 707.
Með henni fórust 131 maður. —
Þessar tvær Boeing þotur voru
báðar í eigu flugfélagsins Air
France.
Fimmta Boeing-slysið.
Þotan, sem fórst á föstudaginn
er fimmta Boeing 707 þotan, sem
farizt hefur frá 1958, en þá var
byrjað að nota þær til farþega-
flugs.
Fyrsta þotan af þessari gerð,
sem fórst í farþegaflugi var í
eigu belgíska flugfélagsins Sab
ena. Fórst hún nálægt Brussel
í febrúar 1961 og með henni 73
menn. Ekki er enn upplýst bvað
því slysi olli.
Sigurður Sveinbjörnsson
sagði okkur að í þetta fær-
eyska skip yrði sett ný gerð
af spilum, svonefnt háþrýsti
spil. Það er norskt að gerð,
en nú hefur vélaverkstæði
Sigurðar hafið undirbúning
að smíði þeirra hér heima. 1
Það má gera ráð fyrir að
ekki verði langt að bíða
þess að slíkum spilum verði
komið fyrir í íslenzkum
fiskibátum. Þau hafa þann
kost að vera léttari og fyr-
irferðarminni en skila þó
sama krafti og fyrri spilin.
Það er olíuknúið eins og !
þau fyrri, nema hvað olían
í því er undir miklum
þrýstingi. Sama gildir með
kraftblökkina og má nota
sama kerfið fyrir bæði tæk-
in. Áður var sérstök dæla
fyrir blökkina en aflvél
skipsins knúði spilið.
Andre Lesieur, einn reynd-
asti flugmaður Frakka.
Hinar fjórar Boeing 707 far-
þegaþoturnar hafa allar farizt á
þessu ári.
Sú fyrsta fórst 1. marz, við
Ildewild-flugvöllinn í New York,
rétt eftir að hún hafði hafið sig
til flugs. Meið þeirri flugvél fór
ust 95 manns. Ekki er vitað með
vissu hvað slysinu olli, en talið
er að haldizt hafi í hendur mis-
tök flugmannsins og tæknilegir
gallar.
Önnur Boeing 707 farþegaþotan,
sem fórst á árinu, var í eigu
bandarísks flugfélags. Var hún
á leið til borgarinnar Kansas,
þegar hún sprakk í loft upp. Með
henni fórust 45 manns. Var jafn
vel álitið að þar hefði verið um
skemmdarverk að ræða. Þetta
slys varð í maí og skömmu síðar
eða 3. júní varð slysið á Orly-
flugvellinum í París, en rann-
sókn þess er ekki lokið.
Með þotunni, sem splundrað-
ist á Gouadeloupe-eyjunum fór-
ust eins og áður er sagt 113
menn. Hafa því alls 457 menn
farizt í þessum slysum.
Hryllileg aðkoma.
Flugturninn gaf flugvélinni
lendingarheimild, en eftir það
heyrðist ekkert frá henni. Rúm-
um tveimur klukkustundum síð-
ar, tilkynnti flugmaður, sem var
á flugi yfir fjallinu „Bak múl-
c^ílan~tshaf
O o
Puerto
R-ico
kavsbhka
haf
a o lp-^
ÍÉ^Guadeíoup
5
Q
^Curapao Port “ijW,
Venezúela.
Blindlendingartæki.
Bandarískir og franskir sér-
fræðingar eru nú komnir til
Gouadeloupe-eyjanna til að rann
saka orsök slysins og hefur kom-
ið í ljós, að flugmaður Le Cha-
eau de Chantilly, Andre Lesieur,
sagði, er hann hafði samband við
flugvöllinn á Guadeloupe, að
lendingartæki hennar væru í ó-
lagi. Var það það síðasta, sem
til hans heyrðist.
Yfirmaður bandarísku flug-
málastjórnarinnar lét svo um-
mælt eftir þetta síðasta af hinum
tíðu Boeing-slysum, að haldið
yrði áfram að nota þoturnar. En
ef það sannaðist, að gallar á
þeim væru orsakir slysanna, þá
yrðu þær strax teknar úr úm-
ferð.
Eins og skýrt hefur verið frá
var þotan, sem fórst á föstudag,
á leið fiá París til Santiago í
Ohile, þegar slysið varð. Hún
lagði af stað frá París á mið-
nætti, aðfaranótt föstudagsins.
Flugmaðurinn Andre Lesieur,
var einn reyndasti flugmaður
Frakka. Hefur hann t.d. oft flog-
ið með deGaulle, forseta. Fyrsti
viðkomustaður flugvélarinnar á
leiðinni til Santiago var Lissa-
bon. Þar fóru nokkrir farþegar
frá borði, en aðrir komu í stað-
inn. Næsti viðkomustaður voru
Azoreyjar, en þar urðu engin far
þegaskipti. Frá Azoreyjum hélt
flugvélin áleiðis til Guadeloupe-
eyjanna, þar sem hún átti að
lenda á flugvelli skammt fré
mestu verzlunarborg eyjanna
Pointe-a-Pitre.
asnans“, tæpum 30 bm frá flug-
vellinum, að mikill reykur stigi
upp úr fjallshlíðinni. Þótti þá
sýnt, að flugvélin hefði rekizt á
fjallið, sem er frumskógi vaxið.
Björgunarleiðangrar voru þeg
ar sendir á vettvang og þegar
þeir komu á slysstaðinn nokkr-
um klulkkustundum síðar blasti
við þeim hryllileg sjón. Flugvél
in hafði splundrast, er hún rakst
á fjallið og um leið hafði kvikn
að í henni. Brunnið brakið var
dreift yfir stórt svæði og brunn
in lík lágu á víð og dreif. Var
strax augljóst að enginn hafði
komizt lífs af.
113 roenn voru með flugvél-
inni, 10 manna áhöfn og 103
skráðir farþegar, en á slysstaðn
um fundust 114 lík. Þegar farið
var að rannsaka þetta nánar kom
í ljós að meðal farþeganna var
kona frá Venezuela, sem hafði
farið til Parísar fyrir fáum dög-
um til að sækja lík manns síns,
sem hafði andazt þar og var
kista hans í flugvélinni.
Flestir farþegar vélarinnar
voru Frakikar og Suður-Ameríku
menn. Meðal þeirra var fulltrúi
Frönsku-Guiana, í franska þing
inu og var hann á leið heirn frá
París. Einnig fórst með flugvél-
inni þekktur rithöfundur frá
Colombiu Jorge Gaitan Duran,
sem var á heimleið frá Frakk-
landi, en þar hafði hann rætt við
útgefendur.
11 börn voru meðal farþeg-
anna, þar af fjögur ungbörn. —.
Voru flest þeirra með foreldrum
sínum, T.d. voru ein hjón með
þrjú börn sín í flugvélinni.
Boeing 707 þotan, Le Chateau de Chantilly, sem fórst sL föstudag á Guadeloupe-eyjum.