Morgunblaðið - 26.06.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 26.06.1962, Síða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. júní 1962 útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SJÁLFSÖGÐ RÁÐSTÖFUN TDráðabirgðalög þau, sem " ríkisstjómin setti sl. sunnudag til lausnar síld- veiðideilimni, em sjálfsögð og nauðsynleg ráðstöfun. Fulltrúar sjómanna og út- vegsmanna hafa í margar vikur reynt að komast að samkomulagi um kaup og kjör á síldveiðum, en ekki tekizt það. Sáttasemjari rík- isins hefur gert ítrekaðar til- raunir til þess að leysa deil- una en án árangurs, þrátt fyrir mikið og þrautseigt starf. Var svo komið, að sáttasemjari var orðinn al- gjörlega vonlaus um að geta komið á samkomulagi. Lausn þessarar síldveiði- deilu gat ekki beðið einum degi lengur. Flotinn var til- búinn og hafði sumstaðar verið það um lengri tíma. Síldin var farin að veiðast fyrir norðan og engan dag mátti missa. Af því gat leitt tugmilljóna tjón fyrir þjóð- arbúið og hundruð milljóna tap, ef margar vikur hefðu liðið án þess að flotinn kæmist á veiðar, eða ef síld- arvertíðin hefði eyðilagzt vegna ósamkomulags aðila um kaup og kjör. Ríkisstjómin hefur þvi gert það, sem þjóðarheill krafðist. Það er að sjálf- sögðu alltaf álitamál, á hvaða stigi skuli grípa inn í kjaradeilur af hálfu ríkis- valdsins. Vitanlega er æski- legast að það þurfi alls ekki að skipta sér af slíkum málum. Aðilar eiga- sjálfir að semja sín í milh um kaup og kjör. En svo mikið getur verið í húfi fyrir þjóðfélag- ið að ríkisstjóminni beri beinlínis skylda til þess að hafa forystu um lausn kjara deilu. Það bar henni vissu- lega að gera í þetta skipti. Þess vegna mun allur al- menningur í landinu telja þau bráðabirgðalög sjálf- sögð, sem nú hafa verið sett um lausn síldveiðideilunnar. Skipin halda nú sem óðast úr höfn og innan örfárra daga mun einn stærsti floti veiðiskipa, sem íslendingar hafa sent á sumarsíldveiðar, kominn á miðin fyrir Norð- urlandi. Það er svo á valdi deilu- aðila sjálfra, hvort gerðar- dómur verður látinn ákveða kaup og kjör á síldveiðun- um eða ekki. Deiluaðilar hafa frest til 10. júlí til þess að semja. Ef þeir hafa þá ekki komizt að samkomu- lagi ber gerðardómi að á- kveða ráðningarkjör á síld- veiðunum og skulu þau vera bindandi fyrir aðila sumarið 1962, á sama hátt og þau hefðu verið ákveðin með samningi þeirra í milli. Fyllsta ástæða er til þess að þakka ríkisstjóminni af- skipti hennar af þessu máli. Hún brást vel og skörulega við á úrslitastundu, þegar í mikið óefni var að komast. 'Sennilega hefur núverandi ríkisstjóm aldrei átt eins ríku trausti að fagna meðal þjóðarinnar og einmitt nú. SAMKOMULAGIÐ í LAOS (Damkomulag hefur loks ^ tekizt um friðun Laos og myndun samsteypustjómar í landinu. Em það fyrst og fremst þrír flokkar, sem að þessari stjórnarmyndun standa, hægri menn, komm- únistar og hlutlausir, sem svo kalla sig. Hafa þeir for- ystu í stjórninni. Með þessu samkomulagi er, að minnsta kosti í bili, bundinn endir á 10 ára styrjöld í Laos. Hin nýja stjóm lýsir því yfir, að hún sé engu einstöku stórveldi eða ríkjasamsteypum háð. Takmark hennar sé upp- bygging hlutlauss Laos. Á þessum gmndvelli hafa kommúnistar, sem staðið hafa fyrir skæruhernaði og blóðsúthellingum, lofað að leggja niður vopn. Styrjöldin í Laos hefur undanfama mánuði verið talin fela í sér vemlega hættu fyrir heimsfriðinn. Samkomulagi hinna þriggja aðila um friðun landsins og nýja stjómarmyndun mun því almennt fagnað. — En menn em áreiðanlega mis- jafnlega trúaðir á það, að kommúnistar muni halda þau loforð sem þeir hafa gefið. Ekki spáir það góðu, að fulltrúar þeirra í ríkis- stjóminni, em þegar byrj- aðir að lýsa því yfir, að stuðningur Bandaríkjamanna við vamir Thailands feli í sér ógnun við sjálfstæði La- os. En Bandaríkjamenn sendu eins og kunnugt er örfámennt lið til Thailands samkvæmt beiðni stjórnar landsins, sem taldi sér hættu búna af yfirgangi kommún- ista í Laos og víðar í Suð- austur-Asíu. MTAN IÍR HEIMI ’ afrÍka [X jT Landakrölur Kxna. Landakröfur Kína gegn Sovét AGREININGUR milli hinna tveggja páfaríkja kommún- ismans er nú kominn á það stig, að Kína hefur gert landakröfur á hendur Sovét- ríkjunum. Einnig hefur ver- ið sett fram krafa um að fá vissar eignir til baka. Kín- verki hershöfðinginn Lung Yun (í kínverska varnarráð- inu) hefur sett fram ákveðna kröfu um að Rússar skili aftur heilum verksmiðjum og vélum, sem þeir höfðu á brott með sér frá Mansjúríu (Mansjúkó) árið 1945. Her- foringinn segir, að Mansjúría sé „iðnaðarhjarta Kína, og við söknum vélanna, sem Rússar hafa ranglega fjar- lægt þaðan“. Hvað snertir landakröf- urnar, þá er þar um að ræða strandhéraðið Primori í Austur-Síberíu, þar sem hin mikilvæga borg, Vladivo- stok, er. „Rússar tóku þessa borg og héraðið frá Kína árið 1860“, er sagt í Peking. Ekki bætir það skap Kín- verja, að nafnið, sem Rúss- ar gáfu borginni, þýðir „herra austursins“. 1 augum Kínverja eru Rússar eins og hverjir aðr- ir vestrænir nýlendukúgarar. Engin þjóð hefur brotið fleiri þjóðir né lagt fleiri lönd undir nýlenduveldi sitt en Rússar. Á miðöldum fóru þeir að senda herleið- angra lengra og lengra í austur, en upphaflega var Rússland lítið annað en svæðið umhverfis Moskvu. Þjóðirnar, sem byggja lönd Há-Asíu, höfðu ekki bol- magn til að standast Rúss- um snúning, en þó var það ekki fyrr en 1858, að þeir höfðu náð öruggri fótfestu við Kyrrahaf. Þá lögðu þeir undir sig Amúr-héraðið, sem er norður af Mansjúríu, og 1860 náðu þeir Primori og Vladivostok,. Þar með var Rússland orðið mesta ný- lenduveldi sögunnar, og átti það þó eftir að stækka enn, þegar heimsveldisstefna sov- ézkra kommúnista kom til sögunnar. Þótt bæði ríkin játi komm úníska trú og ágreiningur þeirra sé dulinn með forn- eskjulegum marxiskum og leninískum vígorðum, þá er hér þó um hina sömu deilu að ræða, og hefur staðið milli hinna tveggja heims- velda öldum saman. Meðan keisararnir i Peking og Moskvu sátu enn í hásætum sínum, var þessi deila alveg sams konar. — Rússneska heimsveldið sótti austur um Asíu, allt að Kyrrahafi, en hið kínverska sótti í norður, þvert á braut Rússa. Hjá því gat ekki farið, að til geysi- legra hagsmunaárekstra kynni að koma, sem stund- um voru útkljáðir með vopnaviðskiptum. — Enginn skyldi ætla, að þessir árekstr ar séu eitthvað mildari nú, vegna þess að hin opinberu trúarbrögð, kommúnisminn, eiga að heita hin sömu. Fá- ar styrjaldir hafa verið heift úðugri en trúarbragðastyrj- aldir milli kristinna manna innbyrðis, eða t.d. Múha- meðstrúarmanna. Klofningur milli trúbræðra er einmitt alltaf útkljáður á harðvítug- an hátt, og þegar.hér rekast einnig á gífurlegir hagsmun- ir beggja heimsveldanna, þá má ekki síður búast við tíð- indum. Annars er hvorugt heimsveldið fært um að beita hörðu um þessar mund ir. í Kína er hrein hungurs- neyð og efnahagsástandið í molum. f Sovétríkjunum er einnig alvarlegt ófremdar- ástand í landbúnaði. Það er athyglisvert, að hvorugt þessara höfuðríkja kommúnismans virðist fært um að brauðfæða þegna sína, hvað þá meira. Kenn- ingin er meira en lítið röng, þegar ekki er einu sinni hægt að hafa matvælafram- leiðsluna í lagi. Kínverjar sýnast ætla að láta sér nægja að sinni að hafa í hótunum við Formósu vegna smáeyj- anna Matsus og Quemoys, til þess að láta fólkið hafa um eitthvað að hugsa. — Á Formósu ríkir nú meiri vel- Fhh. á bls. lö. EYMDARLEG HVALFJARÐAR- GANGA TVlotmælaganga kommúnista úr Hvalfirði til Reykja- víkur átti að sýna andúð ís- lendinga á samstarfi þeirra við vestrænar lýðræðisþjóð- ir og vömum íslands. — En þessi ganga . sýndi ekkert annað en eymd og volæði kommúnista sjálfra. Hún var örfámenn og fundur sá, sem kommúnistar efndu til til í Reykjavík á sunnudags- kvöldið var stórum fámenn- ari en slíkir fundir hjá þeim hafa verið undanfarin ár. Er af þessu auðsætt að boð- skapur kommúnista á stöð- ugt þverrandi hljómgrunn hjá íslenzku fólki. Yfir- gnsefandi meirihluti íslend- inga gerir sér ljóst, að náið samstarf okkar við vestræn- ar lýðræðisþjóðir á sviði efnahags- og öryggismála er lífsnauðsyn. Það er mjög miður farið, að hópur unglinga skyldi á sunnudagskvöldið safnast saman við flokksbækistöðv- ar kommúnista hér í Reykja vík. Enda gótt göngur kommúnista séu til þess fallnar að egna til andúðar gegn þeim, má það ekki henda í lýðræðislandi sera okkar að gripið sé til grjót- kasts og ofbeldis gagnvart einum eða neinum. Þess vegna ber að víta tiltæki þeirra unglinga, sem gerðu tilraunir til að vinna spjöll á flokkshúsi kommúnista sL sunnudagskvöld. Slíkt at- ferli á engan rétt á sér, enda þótt kommúnistar hafi oft og eintt gripið til of- beldisaðgerða gagnvart and- stæðingum sínum. íslending- um ber að láta kommúnista eina um að beita slíkum að- ferðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.