Morgunblaðið - 26.06.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 26.06.1962, Síða 20
20 MORGUyBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. júní 1962 ___ Alexander Fullerton 13 Guli Fordinn hjaðnaður niðux og ég var mátt- laus og niðurdreginn — og meira að segja gjörsamlega allsgáður, i>rátt fyrir alla drykkjuna. Mér fannst ég hafa mjög litla von um að finna Jane yfirleitt — auk þess hafði ég verk með höndum og mátti ekki vera að dingla hér í Salisbury lengur en góðu hófi gegndi. En eins og var, varð ég að gegna gestgjafaskyldum mínum. Þessar skapbreytingar mínar máttu ekki spilla kvöldinu fyrir hjónin. Ég hafði verið með þau i einskonar hindrunarhlaupi síð- ustu tvær klukkustundirnar, og nú var eins gott að gleyma til- ganginum með því eirðarlausa flakki og reyna að látast skemmta sér. Ég sagði þjóninum, að við mundum bíða úti í barnum og panta matinn rneðan við biðum. Við settumst við veggborð úti við stóran bogaglugga og fengum heila hrúgu af matseðlum. Þetta var nú allt ósköp skemmtilegt, nema það, að hvað mig snerti var það alveg út í hött — og ég fann, að Viktoría fór nærri um, hvemig mér leið, en Harry hafði enga humynd um það. Hann sagði, að steikti fas- aninn hérna væri ágætur. Ég sá hann hvergi á matseðlinum, en þjónninn sagðist mundu geta út- vegað hann. Þetta hafði glatt Harry, og nú sagði hann, að hann hefði líka unnið í veðmálunum og hví skyldi hann þá ekki kosta vínið. Ég samsinnti því og hann pantaði dýrasta kampavínið. Héf ur líklega verið hræddur um, að ég mundi gæða þeim á einhverj- um innlendum óþverra. Harry var dálítið hégómlegur þegar vín voru annars vegar. Við biðum nú þarna eftir matn um og drukkum hægt, því að við vildum ekki finna of mikið á okkur. Það dofnaði eitthvað yfir samræðunum, svo að Viktoría fann upp á því að minna mig á, að ég hefði ennþá ekki sagt þeim neitt um „þessa Jane“. Yfirþjónninn bjargaði mér með því að koma og segja, að borðið væri tilbúið. Cleweshjón- in tóku þessu með gleði og ég reyndi hvað ég gat til að látasf skemmta mér. En ég var hvorki hrifinn né svangur. Ég hefði helmingi heldur viljað vera kom inn heim í gistihúsið mitt til að lesa bók í rúminu. Mér var vel til Harry og Viktoríu og venju- lega vildi ég gjarna vera með þeim, en nú hafði ég séð Jane og þá komst ekkert að í hugan- um annað en hún. Það eina góða við þetta, að borðið skyldi vera tilbúið, var það að þá yrðum við fyrr búin að Ijúka kvöldinu. Við fengum allra bezta mat og ég dansaði við Viktoríu, og þeg- ar við komum aftur að borðinu, var Afríkumaður að sýna Harry flösku og Harry kinkaði kolli með ánægjusvip, en í því kom yfirþjónninn, tók flöskuna af þeim innlenda og sýndi Harry hana aftur. Harry brosti og lét þess getið, að maður ynni ekki í veðhlaupunum á hverjum degi. Þegar hellt hafði verið í glösin, lyfti Viktoría sínu og brosti til mín yfir borðið. Jane lengi lifi! sagði hún. Harry tók undir þetta, en svo hleypti hann brúnum að henni og spurði hana, hverja í ósköp- uinum hún ætti við. Viktoría and varpaði. Það er nú einmitt það, sem Ted ætlar að fara að segja okkur, elskan. Til þess bauð hann okkur í þessa ágætu veizlu .... Segðu okkur nú, Ted, hver er Jane?. Mér tókst að líta á Viktoríu, en aðeins andartak, því að þá varð mér litið yfir öxlina á henni, og yfir í hinn endann á salnum. Svo sagði ég lágt og reyndi að hafa hemil á rödd- inni: Sjáðu sjálf. Þarna yfir frá .. rétt að koma inn. Þetta er Jane! 7. Saga Teds — IV. Hún var ekki farin að líta á neinn þarna inni. Kom bara inn við hliðina á lágvöxnum, feitum manni — líklega þeim sama, sem hún hafði verið með á veðhlaup- unum fyrr um daginn — og ég hafði litið í þessa átt aðeins vegna þess, að ég sá einhverja aðra karlmenn líta þangað. En þama var Jane, hún sem til- heyrði mér, eða hafði að minnsta kosti gert og átti eftir að gera. Hún var i grænum silkikjól, sem átti vel við augun í henni og undirstrikaði háralitinn, svo að hárið rð eins og gullinn logi, sem lýsti og glóði. En það var líka eitthvað farið^ að glóa hið innra með sér, einhver glóð, sem magnaðist og næstum áþreifan- legur þrýstingur í brjóstinu á mér, þegar ég leit á hana um leið og þjónninn kom þjótandi til feita mannsins og sagði eitt- hvað við hann, með augun á sífelldri ferð til Jane, rétt eins og hann gæti ekki haft vald á þeim. Svo sá ég þau fara með þjóninum frá dyrunum og að eina borðinu, sem autt var þarna í salnum. Rétt eins og lofttruflun í út- varpi kom nú rödd Viktoríu, sem þurfti eitthvað að spyrja um Jane: hver hún væri. Ég sagði við hana: Hún er þarna yfirfrá; sjáðu sjálf. Hún eins og greip andann á lofti og það þótti mér vænt um. Harry tautaði: Hvar? Ha? Og svo kom hann auga á hana og sagði Ó! Þau settust nú niður við lítið borð. Jane hafði enn ekki.litið um öxl, en nú leit hún snöggt á manninn, sem sat andspænis henni og brosti. Þjóninn var í sama bili að rétta henni heljar- stóran matseðil og hún bar hann upp að andlitinu eins og eins konar hlíf — ef hún hefði litið út undan sér, hefði hún séð fólk vera að horfa á hana. En hún leit alls ekki við og horfði á engan. Ég sagði við Viktoríu: Væri þér sama þó að þau kæmu til okkar? Hún svaraði engu. En um leið og ég gekk frá borðinu, heyrði ég Harry segja: Þessi náungi leyf ir aldrei.... og ég hugsaði: Víst leyfir hann.... Hljómsveitin var tekin að leika aftur, en ég heyrði ekki til hennar, af því að öll tilveran söng í höfðinu á mér, og það var indælasti söngur, sem ég hafði nokkurntíma heyrt.... seiðandi guUipn söngur, sem átti svo vel við græna kjólinn og gulleita hárið. Ég var ekki drukk inn, en ef ég hefði þurft að vita, hvort fæturnir á mér snertu jörð ina, hefði ég orðið að líta á þá, til þess að vera viss. Þegar ég kom að borðinu þeirra, leit maðurinn snöggt upp, rétt eins og hann ætlaði að spyrja, hvern fjandann sjálfan ég væri að erinda, og ég get ekki láð honum það. Ég brosti til hans: það var hann, sem hafði komið með hana hingað, svo að ég stóð í þakklætisskuld við hann fyrir það. Ég stóð við borð- ið, milli þeirra, og leit á Jane. Hún leit ekki upp strax, heldur á manninn og sá hann vera að horfa á mig með þessu spyrj- andi augnaráði. Hún leit aftur á matseðilinn. En þá hefur for- vitnin líklega orðið yfirsterkari, því að hann var enn að glápa á mig og hvorugur sagði orð, þeg- ar ég sá einhvern vafasvip koma á hana. En loks horfðumst við í augu, og ég sá, að henni brá. Ég sá, að hún hafði mikið fyrir því að stilla sig; hún hallaði sér aftur og losaði takið á mat- seðlinum. Ted..! Hún var með tvöfalda perlufesti um hálsinn, sem ég minntist ekki að hafa séð fyrir þremur árum. Elskan mín.... Nei, það var ekki ég, sem átti þetta ávarp, helöur maður- inn sem sat andspænis henni. Elskan mín.. Þetta er Ted Carp- enter. Hann stóð upp úr stóln- um til hálfs og rétti mér hönd- ina. Hún var hvít og alveg furðu lega mjúk, og þegar ég hafði tekið í hana sleppti ég henni. Nú leit Jane aftur á mig og hún bætti við: Við.... ég þekkti Ted og konuna hans fyrir mörgum árum. Það var í Höfðaborg.... Konan mín er dáin, var ég að segja honUm, en horfði á hana. En hún flýtti sér að segja: Þetta er maðurinn minn, Felix Lessing. Hafðirðu heyrt, að ég væri gift? Ég leit á Lessing. Til ham- ingju! Þetta sagði fólk ósjálfrátt þegar svona stóð á, en hamingju- óskin var ætluð Jane en ekki honum. Ég hélt áfram: Nei, það vissi ég ekki. Lessing ræskti sig eins og hann væri eitthvað óþolinmóður. Vild- uð þér fá yður sæti? Það kynni að vera pláss.... Ég leit niður á litla borðið og gat ekki stillt mig um að brosa. Þegar hann kom með þetta boð, vissi hann fullvel, að það var óhugsandi að þiggja það, því að þarna var illa rúm fyrir tvo, auk heldur fleiri. En nú þegar hann var búinn að bjóða mér, gat hann illa hafnað mínu boði. Það er fallega boðið af ýður, sagði ég. En ég kom nú einmitt í þeim erindum að bjóða ykkur. Við höfum heljarstórt borð, — og ef þið viljið gera mér þá ánægju.... sagði ég og benti til Cleweshjónanna. Jane leit á manninn sinn, eins og í vafa. Hann kinkaði kolli með semingi, og alveg laus við allan ánægju- svip. Ef þér eruð viss um..? sagði hann. Yfirþjónninn hafði verið á höttunum, að baki Lessings og ekkert orð hafði farið fram hjá honum. Nú hljóp hann til og dró stól Jane til baka fyrir hana, og ég sá hann tala við Harry og benda einum innlenda þjón- inum að koma með stóla. Svo greip hann í handlegginn á öðr- um þjóni, sem þama var nærri og ég þóttist sjá, að hann væri að skipa honum að koma með diska og tilheyrandi handa tveim ur. Þegar við komum að borðinu okkar var það búið fyrir fimm. Ég sá þig þarna við veðhlaup- in, sagði ég. Loksins verum við fsuin að dansa. Ég hafði beðið heila klukkustund eftir að geta talað við hana í næði. Ég sá þig ekki. Hljómsveitin þagnaði og hún myndaði sig til að ganga aftur til hins fólksins, en ég hélt enn í handlegginn á henni. Ted.... Þetta er ekki búið ennþá. Það var aftur byrjað á foxtrot, og ég hélt henni að mér — ekki nógu fast en ég hélt henni nú samt. Það var þröngt á gólfinu og enginn gat séð til okkar. Einu sinni eða tvisvar hafði hún fjar- lægzt mig ofurlítið, en ekki mik- ið, og að lokum hætti hún þvi alveg. Og nú sagði hún við mig, hvíslandi: Það er búið að vera, Ted. Fyrúr löngu. Ég herti takið utan um hana og sneri höfðinu til, svo að varir mínar snertu hárið á henni. Finnst þér eins og það sé búið að vera? Hún svaraði þessu ekki strax. En þegar svarið kom, var það önnur spuming: Finnst þér ekki þú þurfa að taka neitt tillit til Felixar? Ég vissi, að ég ætlaði að hafa betur. Þegar tónlistin hætti og við urðum að fara aftur að borð- inu, þá fannst mér það ekkert gera til. Þetta hlé var aðeina til bráðabirgða. Ég hafði auga á manninum hennar, þegar hann stóð upp og hélt stólnum fyrir hana og — ég vorkenndi honum. Ég hafði ekki svarað spum- ingunni, sem Jane lagði fyrir mig. Hún hafði vitað svarið áður en hún spurði. Þetta hafði frem- ur verið athugasemd en spurn- ing. Lessing var nýbúinn að segja Harry, að þau væru á Ieið norð- ur til Tanganyika. Ég hafði ver- ið að tala við Jane og Viktoríu um veðhlaupin, þegar ég heyrði Lessing segja þetta og stanzaði í miðri setningu. Lessing lyfti brúnum og sneri aftur að Harry til að ljúka við það, sem hann var að segja: ..verðum svona viku í Dar-es-Salaam. Svo hreyfði hann sig ofurlítið á stóln um og leit eittlhvað einkennilega fast á mig, eins og hann væri að reyna að sjá gegn um augun í mér og alla leið inn í heilann og finna út, hvað það væri, sem mér fyndist eftirtektarvert í því, sem hann hafði verið að segja. Hingað til hafði ég ekki orðið annars vísari en þess, að þau væru í einskonar skemmtiferð, sem þó væri verzlunarferð öðr- um þræði, að þau ættu heima i Jóhannesarborg, þar sem hann hefði einhverskonar atvinnuekst- ur.... Mér hafði aldrei dottið í hug, af því sem hann hafði hingað til sagt, að þau ætluðu lengra en þau voru þegar kom- in. Ég hafði ákveðið með mér, að tefja þarna einn dag í viðbót, til þess að geta séð sem mest til Jane, og fengið að vita, hvernig ég gæti hitt hana í Jóhannesar- borg, þegar ferðalagi mínu væri lokið. Ég bað Lessing afsökunar: Fyrirgefið, að ég skyldi taka fram í fyrir yður, en þetta hitt- ist svo einkennilega á..., 3|Utvarpiö Þriðjudagur 26. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn — Tónl. 8:30 Fréttir — 8:35 — Tónl. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tiik. og tónl. — 16:30 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Tónl.). 18:30 Harmonikúlög — 18:50 Tilk. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Fiðlusónata i G-dúr (K301) eftir Mozart (Louis Gab owitz leikur á fiðlu og Harriet Parker Salemo á píanó). 20:15 Á förnum vegi í Rangárþingi: -*■ Jón R. Hjáknarsson skólastjórl ræðir við Árna Jónsson 1 Skóg* um og Eggert Ólafsson á I»or« valdseyri. 20:35 Tónleikar; Þýzkir listamenn ílytja lög eftir Theo Mackebe« og Leon Jessel. 21:00 Igor Stravinsky: Leifur í»órar- insson talar um tónskáldið og kynnir verk þess; III. 21:45 íþróttir (Sig. Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Ólafur Vignto Albertsson). 23:00 Dagskrárlok, X- X- * GEISLI GEIMFARI X- X- X- •ÁNOLÞee CWLD'S JEALOUSY OFA YOUNHSK SAOTHCR OB S/STfLC. að sýna Raf-heila- Takið eftir að sjúkl- ingurinn er svæfður til að hvíla hug hans.... Heilastarf semin tekur á Nú, myndsjána sig mynd ljóss og skugga, sem sjón- varpað er á tjaldið.... Og orsökin fyrir taugaspennu drengsins kemur fram á tjaldinu.... Ungbarn! Bróð- ir drengsins. Við vitum nú að drengurinn þjáist af algengum sjúkdómi, Sibling-afbrýði afbrýði eldra bams gagnvart yngri systur eða bróður).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.