Morgunblaðið - 30.06.1962, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ
Laugarda'gur 30. júní 1962
Fremur léleg veiöi í gær
Torfur undan VópnafLði
SíðdarBegt á SSglufirði
f GÆR var fremur léleg
veiði á miðunum, bæði fyr-
ir austan og vestan, enða bræía
framan af. Engin síld barst til
Raufarhafnar, en skip voru enn
að koma til Siglufjarðar frá
vestursvæðinu.
Lóðað var á síld 50—60 míl-
ur út af Sléttu og Þistilfirði í
fyrrinótt, en í gærkvöldi varð
hennar ekki vart. Hins vegar
sáust 3 torfur úr flugvél 6V4
mílu út af Bjarnarey um há-
degi í gær, og fóru nokkrir
bátar þegar áleiðis þangað. Kl.
23 í gærkv. tilkynnti síldarleitin
f VAGNA- og bílasmiðju
Kristins Jónssonar á Grettis-
götu 21 er nú unnið að nokk
uð nýstárlegri innréttingu í
bíl. Þetta er stór Mercedes
Benz sendiferðabifreið og ut-
an á honum stendur Lands-
banki íslands og merki bank
ans á hurðum. Inni í honum
að aftan er svo peningaskápur
og skjalaskápur. Mun ætlun
in að nota bíl þennan til að
flytja fé til útibúa bankans
og hafa þar aðstöðu til að
bankamenn geti afgreitt beint
úr bílntim. Er þetta fyrsti bíll
inn, sem sérstaklega er gerð-
ur hér til að flytja fé.
Þórir Kristinsson, sagði að
verkstæði sitt væri að ganga
frá klæðningu inn í bilnum,
festa peningaskápinn þannig
að ekki geti komizt að honum
aðrir en þeir sem eiga með
það. Settar væru sérstakar læs
ingar á afturhurð og hurðina
fram í bílstjóraklefann og yf
irleitt gengið eins örugglega
frá og nauðsynlegt væri —
nei, billinn væri ekki skot-
heldur!
Meðfylgjandi myndir tók
Ijósmyndari Mbl. i gær. Á
annarri sést maður vera að
ganga frá peningaskápnum og
á hinni myndinni má sjá
xnerki bankans á hurð bílsins.
íslenzkur sjórnað-
ur rændur í
Gautaborg
ÍSLENZKUR sjómaður var bar-
inn og rændur í Gautaborg fyrir
nokkrum dögum. Hann er nú út-
skrifaður af sjúkrahúsi. Hilaut
hann alvarlegan áverka á hljóð-
himnu og var rænd'ur 400 krón-
um sænskum.
Árásarmennimir, sem voru
þrir danskir unglingar, hafa
náðst, og koma þeir fyrir rétt
í Gautaborg.
á Seyðisfirði, að margar smá-
torfur hefðu sézt á allstóru
svæði 39 sjómílur 118 gráður
misvísandi frá Bjarnarey, og
Gullfaxi lenti I síld 8 sjómílur
ASA af Bjarnarey.
A Strandagrunni fékkst lítils
háttar síld í gærkvöldi. Skipin
voru þá að kosta, en með litl-
um árangri. Þá var ágætt veð-
ur um allt.
Líf og fjör í Siglufirði
Siglufirði, 29. júní. — Hér
var mjög líflegt um að litast í
dag. Skipin koma hingað hlað-
in síld, verksmiðjur í fullum
gangi, og bærinn að klæðast
þeirri gömlu og góðu síldar-
stemmningu, sem gefur honum
sinn sérstæða svip.
Frá kl. 20 í gærkvöldi til
kl. 8 í morgun fengu rúmlega
50 skip nærri 37.000 mál á vest
ursvæðinu, og koma flest með
aflann til Siglufjarðar. Á þessu
svæði var smákul í morgun, en
er nú að lygna. Á austursvæð-
inu munu tvö skip hafa fengið
afla norður af Digranesflakinu,
Víðir 300 tunnur og Gullfaxi
900 tunnur. Mun Gullfaxi hafa
farið þangað til hjálpar Norð-
manni, sem var með nót sína
fulla af hvimleiðum gesti, kol-
munna. Þá mun Ægir hafa orð
ið var síldar um 50 mílur norð
ur af Rauðanúpi, og voru þar
smátorfur, en þar eru engin
síldveiðiskip.
Töluvert af aðkomufólki er
komið hingað til vinnu, og eru
áætlunarbílar þéttsetnir dag
hvern. Þá er hér nokkuð af
ferðafólki, sem ver sumar-
leyfum sínum hér í vaxandi
mæli, ýmist til tekjuöflunar í
síldinni, eða til að komast í
snertingu við síldarævintýrið.
— Stefán.
Síld til Skagastrandar
Skagaströnd, 29. júní.
Eftir-
Ltvarpsskák
Svart: Svein Johannessen, ósló
ABCDEFGH
■ ■ ■íB.i
• JHS ‘í'Mkí Wm.
B-. ■ &■ m
■„%■ 1
w»
ABCDEFGH
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson.
36. Dff4-f4
Stofnað SjálfstæðisféL
„Dranguru í Eyjafirði
FÖSTUDAGINN 22. júní var
haldinn á Akureyri stofnfund-
ur Sjálfstæðisfélagsins „Drang-
ur“ og er félagssvæði þess
Glæsibæjar-, Öxnadals-, Skriðu-
og Arnarnesshreppar í Eyja-
fjarðarsýslu. Stofendur voru 51
að tölu.
Jónas G. Rafnar, alþingis-
maður, setti fundinn og stjórn-
aði honum og skýrði frá undir-
búningi og tildrögum hans. —
Fundarritari var Vésteinn Guð-
mundsson, verksmiðjustj., Hjalt-
eyri.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, ræddi skipu-
lagsmál Sjálfstæðisflokksins og
lagði fram frumvarp að lögum
fyrir félagið, sem síðan voru
samþykkt. Hlaut félagið nafnið
„Drangur".
f stjórn félagsins voru kjörn-
ir: Vésteinn Guðmundsson,
verksmiðjustjóri, formaður; Ei-
ríkur Sigfússon, bóndi, Einars-,
stöðum; Ari Heiðmann, bóndi,
Auðnum; Þorsteinn Jónsson,
bóndi, Brakanda, og Magnús
Stefánsson, bóndi, Fagraskógi.
f varastjórn voru kjörnir: Ól-
afur ólafsson, bóndi, Garðs-
homi; Jónas Aðalsteinsson,
bóndi, Grjótgarði; Hreinn Heið-
mann, Auðnum; Jón M. Jóns-
son, bóndi, Dunhaga, og Gunn-
ar Jósavinsson, bóndi, Búða-
nesi. Endurskoðendúr félagsins
voru kosnir Einar Jónasson,
bóndi, Laugalandi, og Ævar
Þórhallsson, Hjalteyri. — Enn-
freinur voru kosnir fulltrúar
félagsins í Fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna í Eyjafjarðar-
sýslu og fulltrúar í Kjördæmis-
ráð Norðurlandskjördæmis
eystra.
Að loknum stofnfundarstörf-
um hélt Magnús Jónsson,
bankastjóri, ræðu um stjórn-
málaviðhorfið.
Bátur týndur
og fundinn
SLYSAVARNAFÉLAG íslands
auglýsti í útvarpinu í gærkvöldi
ki. 22 eftir báti. Hann er nú
kominn fram. Hér var um að
ræða. Gullskó GK 270, sem farið
hafði í róður fná Reykjavík á
miðnætti sl. miðvikudag, en ekk
ert hafði heyrzt til síðan, þótt
hann hefði talstöð.
Skömimu eftir að auglýsingin
hafði verið lesin í útvarpinu til-
kynnti vb Guðmundur Þórðar-
son GK 75, að vb Gullskór hefði
sézt kl. 18 út af Stafnesi á leið
til Reykjavíkur. Mun báturinn
m. a. hafa vetrið í Sandgerði þenn
am tóma.
UM hádegi í gær var hæð
fyrir sunnan landið en lægð-
arsvæði fyrir norðan og vest
an. Má því búast við stopul
um þurrki og sólarlitlu veðri
vestanlands, en yfirgnæfandi
þurrviðri norðanlands og aust
an. Hiti var 18 stig á A'kur-
eyri og Egilsstöðum, en á
sama tíma var aðeins 15 st.
hiti í Lundúnum og 17 st. í
Kaupmannalhöfn.
taldir bátar hafa komið með síld
í nótt og dag til Skagastrandar:
Þorbjörn GK 540 með 850 mál,
Guðbjörg ÍS 14 m-eð 900 mál,
Sigurður AK 107 með 1100 mál,
Gísli lóðs GK 130 með 800 mál,
Hafþór RE 95 með 900 mál, Rán
ÍS 15 með 200 mál, Einar Hálf-
dáns ÍS 3 með 300 mál, Gnýfari
SH 8 með 500 mál, Sólrún ÍS 399
með 600 mál og Helga Björg HtJ
7 með 100 turnnur.
Síldin er enn mjög misjöfn að
gæðum. Tvæc söltunarstöðvar
hér eru tilbúnar að hefja söltun
um leið og söltunarhæf síld
berst. Undainfarið hefur venð
unnið að því að koma fyrir soð-
kjarnatækjum í síldarverksmiðj-
unni, og mun bræðsla hefjast á
mánudag. — Þ.J.
Krossanes
I Krossanesi var landað í vik-
unni um 2500 málum, þar af
1270 mál úr Ólafi Magnússyni
AK og 1100 úr Súlunni AK.
Norðmenn veiða vel
Norska eftirlitsskipið „Draug“
.tilkynnti í gær, að sl. tvo sólar-
hringa hefði verið góð veiði og
jöfn á íslandsmiðum. Skipin
hefðu fengið 500—1000 og allt
upp í 2.500 hektólítra á sólar-
hring.
Innbrots-
þjófar at-
haínasaniií
ÍINNBROTSÞJÓFAR voru at-
haánasamir í Austurbænum
aðfaranótt föstudags. Brotizt
var inn í hjólbarðaverkstæð-
ið Mylluna við Rauðarárstíg,
Pipuverksmiðjuna við Rauð-
arárstíg, bílaverkstæði Mjólk
ursamsölunnar að Brautar-
'holti 8, og í Skipholti 1 var
brotizt inn í fjögur fyrirtæki,
Cellopoka, radíóverkstæði Ge- y
orgs Ámundasonar, Efnalaug
Austurbæjar og Efnag. Ilma.
Munu sömu mennirnir hafa
verið hér að verki, en höfðu
aðeins um 900 krónur upp úr
öllum innbrotunum, enda fyrir
tækjum farið að lærast að
skilja ekki eftir peninga að
næturlagi. Nokkrar skemmdir
voru unnar í sambandi við
þessi innbrot, einkum í Skip-
holti 1, en þar urðu hurðir
fyrir barðinu á þjófunum.
Lömb hverf a í
Hvalfirði
VALDASTÖÐUM í Kjós, 24. júní.
Töluverðra vanhalda hefur orðið
vart á unglömbum, aðallega hér
inn með Hvalfirði. Sterkur grun
ur er um, að þessi vanhöld séu
af völdum umferðarinnar, þó að
lítið finnist. Eitt dæmi má nefna
frá Fossá. Þar hurfu tvö lömb
skyndilega, en bóndinn fann að»
eins eitt lanmbshorn á veginum,
Fyrir fáum dögum var ekið á
tvö lömib, sitt frá hvorum bæ,
Laxárnesi og Grímsstöðum, en
þeir, sem urðu fyrir því óláni að
aka á þau, voru svo heiðarlegir
að segja til þess.
Heyannir að hefjast.
Bkki veit ég tíl, að sláttur sé
enn hafinn nema á einum bæ,
þegar þetta er skrifað, þ.e. á
Neðra-Hálsi. Líklega hefja fleiri
slátt, þegar kemur fram í þessa
viku, ef vel viðrar. Þó býst ég
ekki við, að sláttur hefjist al-
mennt, fyrr en um næstu mári-
aðamót eða upp úr þeim, enda
er spretta ekki góð. — St G,