Morgunblaðið - 30.06.1962, Qupperneq 20
20
MORGVyBLAÐlÐ
Laugardagur 30. júní 1962
Alexander Fullerton j
GuEi Fordinn
fullt af stoppuðum stólum, nokkr
ar hræðilegar myndir, flöskur i
glerkassa og flauelsdúkur á borð
inu — þetta átti heldur illa við
loftslagið þarna. Ef gestgjafa-
konan hefði komið inn með
blúndukappa á höfði og heyrnar-
pípu úr horni í öðru eyranu,
hefði hún farið vel við húsgögnin
þarna inni.
En ef þarna hefur verið ein-
(hver húsmóðir, sá ég hana að
minnsta kosti ekki. Innlendur
maður bar mér bjórinn á bakka,
sem á var letrað merki brugg-
(hússins. Ég hafði beðið um einn
bjór og eina flösku af engiferöli
Og stórt glas, af því að einn bjór
hefði ekki nægt til að slökkva
þorstann í mér, en tveir hefðu
svæft mig við stýrið. Ég átti enn
langa leið fyrir höndum — einar
þrjú hundruð mílur,
Það var of snemmt að éta há-
degisverð, en mér fannst ég vel
geta étið brauðsneiðarnar, sem
ég hafði haft með mér. Ég hall-
aði mér því aftur í stól og át
brauðið og drakk ískalt ölið rneð..
Þegar stóllinn var orðinn jafn-
heitur mér, flutti ég mig á ann-
an. Þarna var ég beint á móti
glugganum og ef einhver bíll
kæmi þarna framhjá, þurfti ég
ekki annað en standa upp til að
sjá alla leið niður á veginn.
Lessing var þá á eftir mér, úr
því að hann stóð ekki í tollgæzlu
bókinni. Mér þótti miður að hafa
þurft að spyrja náungann um
hann í stað þess að gægjast bara
í bókina sjálfur, en hann, leit nú
ekki út fyrir að vera skrafhreyf-
inn, svo að það var ólíklegt, að
hann færi að segja frá forvitni
minni þegar þau kæmu. Sjálf-
sagt mundi Lessing búast við, að
ég hefði gætur á ferðum hans,
en samt sem áður kærði ég mig
ekki um að láta um of í ljós
álhuga minn á ferðum hans.
Þegar ég hafði lokið við brauð-
ið, stillti ég mig um að fá mér
annan bjór. í stað þess fór ég að
bílnum og ók honum að benzín-
dælunni. Ég átti að hafa nóg
foenzín til Tete, en það er aldrei
að treysta á, að ekkert óvænt
geti komið fyrir á langferðum í
Afriku. Það er svo algengt, að
þeir séu benzínlausir á stöðvun-
um, þangað til næsti olíubíll
kemur, og þá situr maður fastur
þar sem maður er kominn, og
getur oft komið sér illa. Reyndar
var mér óhætt af því að ég var
með fjögurra gallóna brúsa með
mér, en það er samt betra að
veira viss. Á langleiðum er ekki
óalgengt að finna ferðamanna-
foíl, sem er strandaður og þegar
maður hefur hjálpað honum, er
úti um manns eigið öryggi.
Þegar ég var að skrötta eftir
ósléttum veginum, tók ég aftur
að hugsa um Jane — kulda henn
ar og næstum hræðslu, þegar við
hittumst, og seinna þessar aug-
ljósu tilraunir hennar til að votta
Lessing nærgætni sína og holl-
ustu, og svo....allt í einu....
þama á dansgólfinu....
Ég þekkti Jane það vel, að
mér fannst þetta aills ekki koma
heim og saman. Það hefði verið
vel skiljanlegt hjá einhverri ann
arri konu, en Jane var svo hrein-
skilin og heiðarleg, að ég gat
varla hugsað mér hana leika
tveim skjöldum.
Klukkustund eftir að ég fór
frá Mtoko, var ég kominn í
portúgalskt land. Prá landamær-
unum vom þrjátíu mílur til
Changara, Og þegar þangað kom,
var sólin svo að segja beint uppi
yfir höfðinu á mér. Ég var feg-
inn að hafa étið brauðið mitt
snemma, því að hvert sem litið
var þarna var ekki hægt að finna
nokkurn blett með svo mikilli
forsælu, að viðlit væri að stanza
þar.
Portúgalski tollvörðurinn, sem
átti heima í tollskýlinu, var stutt
ur og feitur með vingjamlegt
brös á vör, og við kinkuðum kolli
og brostum hvor framan í annan,
því að hvoruigur skildi hinn. Ég
var þyrstur, og þegar hann hafði
stimplað skjölin mín, spurði ég
hann, hvort hægt væri að fá glas
af vatni, en hann bara forosti og
hristi höfuðið og sagði eitthvað
óskiljanlegt. Ég lét eins og ég
lyfti glasi að vömnum, og þá
skildi hánn, hvað ég var að fara.
Það voru engir bílar á undan
mér, þegar ég seint og um síðir
kom að Zamfoesi-:ánni, enda var
ferjan alveg nýfarin. Áin er sem
næst sjö hundruð metrar þama
og rann með hörðum straumi frá
vinstir til hægri, það ér að segja
í suðvesturátt. Dráttarbáturinn,
sem dregur ferjuna, verður að
stýra upp í móti straumnum góð-
an spöl, til þess að geta lent í
Benga, sem er á norðurbakkan-
um. Mér datt í hug, að ef straum-
urinn væri ofurlitið harðari,
þyrfti sterkari dráttarbát til að
komast yfir.
Ég kom bílnum fyrir uppi á
brekkunni og fór út til að rétta
svolítið úr mér. Hópur af krakka
snáðum kom hlaupandi til mín
og æptu í kór: Penny, penrny! Ég
átti fáeina pennypeninga og gaf
þeim, en það nægðd þeim ekki,
svo að g varð að lokum að snúa
við vösunum til að sýna þeim,
að þeir væru tómir. _
Skrítið er þetta. Maður getur
ekið tvö hundruð mílur án þess
að sjá nokkurn bíl, en svo bíður
maður í tiu mínútur og þá er
samstundis komin heil þvaga af
þeim aftan á mann. Éyrstd bíll-
inn var Volkswagen með tveim
ungum mönnum, hvítum, en
samt mjög rjóðum af sólarhit-
anum, Og þeir töluðu saman á
sænsku — ef til vill hefur það
verið danska, en ég þóttist nú
viss um, að þeir væru Svíar.
Þeir stöðvuðu bílinn rétt fyrir
aftan mig og stukku út úr hon-
um með fagnaðarópum, báðir
voru með kvikmyndavélar og nú
hlupu þeir út og mynduðu allt,
sem fyrir varð, aðallega ána, en
líka hvor annan og bílana og
svörtu krakkana, sem voru að
betla af þeim. Svíarnir gáfu þeim
appelsínur í peninga stað og
krakkarnir hámuðu þær í sig
með ógeðslegri græðgi; bitu í
ávöxtinn fog hræktu svo út úr sér
berkinum. Svíarnir tóku nær-
myndir af þessu öllu. Það var
auðséð á ánægjusvipnum á þeim,
að nú þóttust þeir hafa náð
myndum af sjálfri þjóðarsál
Afríku.
Einn bíllinn til bættist í hóp-
inn. Það var skrautlegur, tví-
litur Buick með númerum frá
Belgísku Kongó. Ökumaðurinn
var stuttur og feitlaginn maður
með hvítt, rakt andlit og þunnt
yfirskegg. Hann var í marglitri
skyrtu og reykti vindil. Við hlið
(hönum sat konan hans, stór
kona, dökk yfirlitum og ferlega
máluð, í einhverskonar sumar-
kjól. í aftursætinu sátu tvær lag-
legar stúlkur, líklega innan við
tvítugt. Þær voru dökkar á brún
og brá, eins og mamma þeirra
Og þegar þær voru orðnar full-
orðnar mundu þær líklega verða
feitar eins og hún, en eins og
var, voru þær geðslegar í útliti
Og framkomu. Það fannst Sví-
unum að minnsta kosti, því að
iþeir fóru strax að gefa bílnum
auga og mjaka sér nær honum,
tvístígandi og með vandræðabros
á vörum.
Nú var ferjan að koma aftur.
Svíarnir og myndavélarnar
þeirra minntu mig á það, að ég
var þarna til að taka myndir og
mér fannst ég þá eins vel geta
tekið mynd af ferjunni, þegar
hún var að köma að, en mig lang
aði til að fá stúlkumar tvær í
forgrunninn, svo að mynddn yrði
eitbhvað fyrir ferðamenn. Ég
gekk því að bílnum þeim megin,
sem móðir þeirra sat, og spurði
hana á frönsku, hvort henni
væri það nokkuð móti skapi. En
hafi svo verið, komst hún að
minnsta kosti ekki að með það,
’því að stúlkurnar gripu hug-
myndina á lofti með miklum feg-
inleik og hlupu strax niður á
bakkann og settu sig í þær stell-
ingar, sem þeim fannst mest
viðeigandi. Ég náði í myndavél-
ina í snatri, kom stúlkunum
fyrir eins og ég vildi hafa þær
og beið svo þess, að ferjan kæmi
Svíarnir á ferð og flugi allf kring
inn í myndina, en á meðan voru
um okkur og tóku rnyndir af fyr-
irmyndura mínum frá öllum híið
um, og héldu sig í drjúgri fjar-
lægð, rétt eins og þeir væru að
mynda villidýr, sem kynnu að
fælast og hlaupa leiðar sinnar.
Svo dragnaðist ferjan að og ég
tók litmyndina mína. Ég þakkaði
stúlkunum, en þær virtust eitt-
hvað vonsviknar. Sú í ljósrauðu
síðbuxunum spurði mig í rellu-
tón: Er það búið? Á ekki að taka
nema eina? Ég sagði þeim, að ég
þyrfti ekki meira og þakkaði
þeim fyrir aðstoðina, og þær
sneni aftur til bílsins og virtust
reiðar. Svíarnir tóku myndir af
þeim alla leiðina þangað.
Jæja, þá var ég foúinn að ná í
fyrstu litmyndina fyrir ferða-
mannabókina hans Jimmy Town-
send. Ég efaðist ekki um, að
hann yrði hrifinn af henni,
Þegar ég steig upp í bílinn
minn, tók ég eftir því, að hala-
rófan hafði lengzt um einn bíl
til og tvo vörubíla, og ég vonaði
foara, að þeir yrðu skildir eftir,
því að ef þeim yrði troðið á
ferjuna, mundi hún sökkva. Síð-
asti bídlinn á vesturleið var að
sniglast Upp brekkuna og einn
afríski ferjumaðurinn benti mér
að aka um borð. Ég gerði það
með ítrustu varkámi og hálfum
huga, en huggaði mig við það,
að margir hefðu gert þetta á
undan mér og allt farið vel, en
hræddur var ég við þessa óstöð-
ugu planka, sem ég ók út á.
Alla leiðina yfir ána voru Sví-
arnir með vélarnar sínar í full-
um gangi og tóku myndir af
stúikunum frá öllum hliðum.
Rétt áður en við lentum við
norðurbakkann, sneri annar
þeirra sér að þeirri stúlkunni,
sem var í leirgulu buxunum —
hún starði á hann og sneri síðan
að, systur sinni. En svo ypptu
þær báðar öxlum Og gengu til
mömmu sinnar og litu ekki á
Svíann þegar þær fóru framhjá
honum.
Nú átti ég enn eftir sjötíu og
átta mílur af portúgölsku landi
yfir að fara, og þessi spölur var
verulega slæmur yfirferðar, ein-
tómar holur og hryggir. Ég var
meira en tvær klukkustundir að
komast þetta, en reyndar þurfti
ég að stanza til að setja nýja
viftureim í bílinn. Ég var búinn
að sfcrölta þetta all-lengi og stýr-
ið var viðkomu lífcast loftbor, en
þá tók ég allt í einu eftir því, að
hitinn á kælivatninu var kominn
upp fyrir hættumerkið. Ég stanz-
aði og opnaði vélamar og sá þá,
að viftureimin var horfin þaðan
sem hún átti að vera. Ég hafði
aðrá til vara og eins skrúflykil,
en ég var lengi að finna það, því
að ég hafði gengið vandlega frá
öllu, sem ég hafði með mér, aft-
an til í bílnum, og bundið það
rammfoyggilega, svo að það
skrölti efckd.
Vegurinn var mjór og þétt
kjarr óx alveg upp að honum tii
beggja hliða. En það sem ég tók
mest eftir, var einhver óþægileg-
ur þefur, eins og af rotnandi
hræjum, og ég hélt, að eitthvert
dautt dýr lægi þarna skammt frá.
Það var ekki nokkur andvari og
í hitanum, hékk þessi óþefur fast
ur í loftinu, eins og einhver ó-
hreinindi. Það kom í ljós, að ég
hafði getið rétt til, því að þegar
ég færði mig frá bílnum til þess
að þurrka svitann úr augunum
og leit inn í rykugt kjarrið, sá
ég gamm koma fljúgandi að
staðnum og skella sér niður og
hverfa sjónum mínum, svO sem
í fjörutíu^ skrefa fjarlægð frá
veginum. Líklega voru þarna
margir fyrir. Ég lauk við að
ganga frá verkfærunum.
í Zobwe fann ég portúgölsku
tollstöðina til vinstri við veginn
og maðurinn, sem þar réð hús'-
um, leit varla á vegabréfið, held-
ur stimplaði það í snatri og
sagði: Allt í lagi! Ég ók áfram
upp bratta, grýtta brekkuna og
fór framhjá spjaldi til vinstri,
sem á stóð: „Landamæri Njassa-
Iands“, og á því var einnig mynd
af pardusdýri, sem er skjpldar-
merki þessa verndarsvæðis. Við
tollstöðina þarna gekk afgreiðsl-
an ekki eins fljótt, enda voru þar
eintómir innlendir menn.
Nú var kominn sá tími dags,
sem í siðmenningunni er kallað-
ur tetími, og ég var þyrstur. Svo
sem mílu vegar innan landamær-
anna var gistihús, og þar ætlaði
ég að stanza og fá mér einhverja
hressingu.
Einhver þjónn eða vinnumað-
ur kom og spurði, hvort ég vildi
Coca Cola eða bjór,
Bjór, þakka þér fyrir. Er hægt
að fá nofckrar smurðar brauð-
sneiðar hjá yfckur?
Því miður. Eldhúsið er lokað.
Frúin sefur. .Kökur? Ég hló.
Gott og vel. Bjór og kökur.
Hvar er baðherbergið? Hann vís-
aði mér þangað; þetta var eins
og venjulegt herbergi og gengið
inn í það utan af svölunum, en
þó var þarna sápustykki og hand
klæði. Ég nefni þetta eingöngu
vegna þess, að slíkt er sjaldnast
fyrir hendi í gistihúsum í Afríku.
Þegar ég hafði lokið baðinu,
fann ég, að þjónninn hafði lagt á
borð fyrir mig úti á svölunum.
Á borðinu var ískældur bjþr og
stórt stykki af ávaxtaköku. Það
'kann nú að þykja skrítin máltíð
en ég kláraði hvorttveggja og
bað um meira. Nú var kömin of-
urlítil gola ofan úr fjöllunum, og
ég sat þarna í skugganum og
þurfti við engan að tala, svo að
mér leið vel.
Ég hafði næstum lokið við
seinni skammtinn þegar ég
heyrði bíl köma stynjandi upp
eftir brekkunni, og er hann fór
framhjá, þekkti ég, að þar var
kominn Buickinn frá Belgísku
Kongó. Rykið eftir hann var
varla rokið, er ég heyrði í öðr-
um, og ég hugsaði: Þetta eru
'sjálfsagt Svíar’nir, og ég var svo
viss með sjálfum mér, að þetta
væri Völfcswagen, að mér hafði
næstum svelgzt á kökubitanum
þegar ég sá, að svo var ekki. Það
var einhverskonar amerískur
bill, og gegn um rykmökkinn
Sýndist mér liturinn á honum
vera einhvernveginn gulur. Og
frammi í honum sat Jane. Ég sá
ekki Lessing, því að hún skyggði
á hann.
Ég hafði borgað veitingarnar
jafnharðan og mér vóru bornar
þær. Nú stafck ég kökubitanum,
sem eftir var, upp i mig, og flýtti
mér að sköla honum niður með
því, sem eftir var af ölinu. Síðan
Stifcaði ég að bílnum mínum i
rykinu og hitanum og lagði af
stað, þó ekki of hratt, í áttina til
Blantyre. Ég hafði sömu suðuna
fyrir eyrunum og þegar ég gekfc
inn í „Bláa salinn“, fyrir minna
en sólarhring, en mér fannst
foara komiim að minnsta kosti
vika síðan ég hafði séð hana.
SHlItvarpiö
Laugardagur 30. júní.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. «— 8.35
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar),
12.5-5 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — (15.00 FréU
ir).
15.20 Skákþáttur (Guðmundur Am«
laugsson).
16.00 Framhald laugardagslaganna.
16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninni
Úlfar Sveinbjörnsson kynnir
nýjustu dans- og dægurlögin.
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyrai
Úlfar Þórðarson læknir velur
sér hljómplötur.
1800 Söngvar í léttum tón.
18.56 Tilkynningar. — 19.20 Veður«
fregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Upplestur: „Falskar gersemar**,
smásaga eftir Guy de Maupass*
ant, þýdd af Baldri Pálmasynl
(Lárus Pálsson leikari).
20.20 ,,I>egar söngurinn nær til hjart*
ans“: Þorsteinn Hannesson fyi«
ir hljómplötum úr hlaði.
21.10 Leikrit: „Notaður bíll til sölu'*
eftir Lewis John _ Carlino, f
þýðingu t>orsteins Ö. Stephen^
sen. — Leikstjóri: Baldvin Hall
dórsson. Leikendur t>orsteinn
Ö. Stephensen, Gísli Alifreðs-*
son, Róbert Arnfinnsson etf
Margrét Guðmundsdóttir.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. — 24.00 Dagsknárlofc,
>f X- X-
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
& VDU
CANfBEA
SATELUTE
PiQNEER
WITHOUTABAP6E!
TO 6ET tt)UR FREÉ
SATELLITE
PIONEER
BAD6E, JUST TEAR
OUT THIS COUPON
A.ND MAiL IT
. TOGETHER WITH
A STAMPED,
RETURH ENVELOPE
BUCK R06ERS
%THIS MEWSPAPER
'Aðvörunarmerki er gefið frá ör-
yggiseftirlitinu....
— Það hefur verið brotizt inn í
læknisfræðisýningu jarðar, Geisli.
Þú verður að flýta þér þangað.
Á læknisfræðisýningunni....
— Hvað er um að vera, dr. Hjalti?
— Það er hræðilegt, Geisli. Tveir
verðir hafa verið drepnir! Og morð-
ingjarnir hafa stolið Raf-heila-mynd-
sjánni!