Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 2
2 MORGZJNRLAÐIÐ Fimmtudagur 19. júlL „Engin djúpstæð misklíð um afstöðuna tii samveldislandanna" ingu Spaak er talin vera sú, að rólega gangi að ræða aðild segir Heath, og vill ldta hraða sem mest umræðum um aðild Breta London, Brússel, Bonn, 18. júll — AP-NTB — IIEITAR umræður hafa verið í neðri málstofu brezka þingsins, eftir að kunnugt varð um breytingar þær, sem gerðar hafa verið á stjórn Macmillans. t gær, þriðjudag, báru þingmenn Verka- mannaflokksins fram vantrauststillögu á stjórnina, en ekki er talið líklegt að hún verði samþykkt. Efnahagsbandalagið hefur mjög verið til umræðu, og í dag svaraði Edward Heath, varautanríkisráðherra, nokkrum fyrir- spurnum, er hann kom til London, á leið sinni frá París til Luxembourg. 1 gær lýsti Macmillan, forsætisráðherra, því yfir i ræðu, sem hann hélt í London, að hann gæti ekki fallizt á þátttöku Breta í evrópsku stjórnmálasambandi, þannig, að slik þátttaka yrði skilyrði fyrir inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. f ræðu sinni í neðri málstof- unni í dag, sagði Heath, að ekki væri um að ræða djúpa misklíð milli Bretlands og land- anna í Efnahagsbandalaginu um afstöðuna til samveldislandanna. Heath neitaði að ræða nánar þann skoðanamun, sem fram hefði komið milli Hugh Gait- skell og Paul Henri Spaak (Gaitskell lagðist gegn stjórn- málaeiningu Evrópu, sbr. Mbl. í gær), á fundi sósíaldemókrata í Brússel á mánudag. Hins veg- ar sagði Heath, að Spaak hefði lýst því yfir fyrr, að hann skildi vel þau vandamál, sem steðjuðu að Bretum vegna samveldislandanna, ef til þátt- töku Breta kæmi. Frekari hið til skaða fyrir brezkt atvinnulif og Vesturlönd Ráðhérrann sagði ennfremur, að það væri stefna brezku stjórnarinnar að leiða samn- ingatilraunimar við Efnahags- bandalagið til skjótrar og far- sællar lausnar. óvissa sú, sem nú ríkti vegna væntanlegrar þátttöku Breta væri til skaða fyrir brezkan iðnað og land- búnað, auk þess, sem frekari óvissa væri skaðleg fyrir Ev- róp’T og Vesturlönd. Afstaða Frakka Bretum í hag Fyrr um daginn ræddi Heath við franska utanríkisráðherr- ann, de Murville, í París. f>ar kom fram sú skoðun franskra ráðamanna, að ekki ætti að færa umræður um evrópskt stjórnmálasamband út fyrir tak- mörk Efnahagsbandalagsins, — þannig að t.d. Bretland tæki þátt í þeim. Hins vegar lagði de Murville áherzlu á, að Bretar yrðu látn- ir fylgjast með því, sem gerð- ist í þeim málum. Það kom einnig fram af franskri hálfu, að franskir ráða- menn myndu ekki styðja nein- ar þær tillögur um evrópskt stjórnmálasamband, sem vitað væri fyrir fram, að Bretar gætu ekki samþykkt. Breytt afstaða Spaak Frá BrúSsel segir í fréttum í dag, að Spaak, utanríkisráð- herra, virðist hafa breytt af- stöðu sinni til umræðna um ev- rópskt stjórnmálasamband, inn- an Efnahagsbandalagsins. Belgía og Holland hafa fram tfl þessa verið á móti því, að rætt verði um stjómmálaein- ingu, fyrr en samningaumleit- anir Breta við bandalagsríkin hafi verið til lykta leiddar. Spaak er nú sagður fylgjandi því, að haldinn verði fundur æðstu manna bandalagsins, sem áformaður hafði verið af de Gaulle r>" Adenauer í Róm í septe*- Ás.. -yrir stefnubreyt- Bretlands, og lausn á því máli kunni að dragast á langinn. — Auk þess telja menn, að ræða Gaitskell á mánudag kunni að hafa áhrif á afstöðu Spaak. Spaak efndi til lokaðs, leyni- legs, fundar með 30 stjórnmála- mönnum frá flestum Evrópu- löndunum í Brússel í dag. — Engir viðstaddra voru þó full- trúar ríkisstjórna landanna. 1 hópi fundarmanna var fyrrver- andi forsætisráðherra Frakka, Maurice Faure. Til umræðu var Efnahagsbandalagið, en umræð- um var að öðru leyti haldið leyndum. Ummæli Ollenhauer í gær I>á skýrði formaður v-þýzka sósíaldemókrataflokksins, Erich Ollenhauer, frá því í Bonn í dag, að hann liti ekki þannig á málin, að ræða Gaitskell á mánudag og sú afstaða brezka Verkamannaflokksins, sem þar hefði komið fram, ylli neinum varanlegum erfiðleikum. Gait- skell hefði aðeins rætt málin frá því sjónarmiði, að afstaðan nú leiddi ekki til erfiðleika í framtíðinni. Eitt af aðsteðjandi vanda- málum kvað Ollenhauer vera bandalag ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins. Sagði Ollenhau- er enn fremur, að ef Bretland og fleiri lönd gengju I Efna- hagsbandalagið, myndi það auka á möguleikana fyrir nán- ara samstarfi Evrópulanda við Bandaríkin á sviði efnahags- mála. Sambandsmot norrænna málarameistara SÍÐASTLIÐINN mánudaig var ihaldið hér í bong Samibamdsimót norrænna málaramexstara. í»átt- takendiur voru 38, í) frá Dan- mörku, 2 frá Noregi 11 frá Sví- (þjóð, 2 frá Finnlandi og 12 frá ísilandi. Mót þessi hafa verið 'hald in amnað hvert áir til skiptis á Norðurlöndiunum fjórum síðan 1934 og áirið 1950 gekk íslanid í sambandið. Er þetta í amnað siinn, siem slíikt mót ec haldið hér á landi. í gær efndi Málat ameistara- félag Reykjavíkur til blaða- mainnafundar í tileíni móisins. Kom þar fram, að iilgamgur þess er fyrsit og fremst og efla nor- ræna samvinmu málara og taka til meðferðar sameiginleg vanda- mál þeirra. hetta mót var það fjölmeinnasta, sem hingað til hef- ur verið haldið. Höfðu og flestiir iþátttakenda konur sínar með sér. Stjórn Sambands morræmma málarameistara hefur verið skipuð Svíum, eða þar til Danir tóku við henni nú. Formaður stjórmarinnar er J. Vemdelbo Jemsen. Sagði hann meðal annars við blaðamenn, að stjómin hefði skriflstofu, sem sæi um reksturinn. Gæfi hún alls konar upplýsingar um málana og störf þeirra og tæki til greima mál, sem rædd hefðu verið á sambandsmótunum. Vegna þess hve stjórn samtakanna væri ný- kjörin, sagði formaðurimn, að hún hefði emn ekki lagt áætlamir mema að litlu leyti, en m. a. tæki hún til meðferðar menmtun mál- ara og atvinnu þeirra á hinum ýmsu árstímum. Einnig mymdu norrænu málarameisiarasamtök- in hafa sambamd við alþjóðleg samtök málarameisita’-a Norræmu fulltrúunum var boð- ið að ferðast um landið Og fóru þeir m. a. um Kakladal og upp í Borgarfjörð. Erlendu fulltrúarn ir, sem halda heimleiðis næstu daga rómuðu mjög ís'.enzika gest- risni og mótbökiur allar. Með- fyigjandi mynd er ai þátttakend- um mótsins. NA 15 hnútor / SVSOhnútar ¥: Snjókomo t Oii *►* V Shúrir R Þrumur W:z, Kutíoikit ‘Zs' HHotkK H Hmt L Lm«» Um hádegi í gær var mikið lægðars\ æði yfir hafinu vest an Bretlandseyja og sunnan ís lands, en háþrýstisvæði fyrir norðan land og austan. Lægðin þokast NNA eftir og lendir sennilega fyrir austan landið. Má því búast við A- og NA átt hér á landi næstu daga. Er þá oftast þurrt veður að mestu á suðvestanverðu landinu. Veðurhorfur kl. 10 í gærkv. fyrir næsta sólahring: SV-mið: vaxandi austanátt, allhvasst og rigning með köfl- um. SV-land: Austan gola og síðar kaldi. Dálítil rigning. Faxaflói og F-mið: Hægviðri og síðar A-.gola eða kaldi. Skýjað en víðast úrkpmulaust. Breiðafjörður, Vestf. og skýað. Vestfj.mið: NA-gola, þokuloft. Norðuriand: Hægiviðri og síðan NA-gola. Úikomulaust. ðraísnrdto Norðurmið: A-gola og síðar kaldi. Skýjað með köflum. Þoka vestan til. NA-land: SA-gola og bjart um nóttina. A-kaldi og dálít- ii rigning, þegar líður á dag- inn. NAnmið: SA-gola og alskýj- að um nóttina. Kaldi og dálít- il rigning um daginn. Autsurland, Austfjarðarmið, SA-land og SA-mið: Austan- gola og skýjað um nóttina. Kaldi, en Stinningskaldi unum og rigning um Veðrið .. ..22 22 Stofnað Siálfstæð isfélag í Strandasýslu STOFNFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Strandasýslu var haldinn á Hólmavík sunnudaginn 8. júlx sl. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- •ins, setti fundinn og ræddi um fyrirhuguð verkefni hans. Fundarstjóri var kjörinn séra Andrés ólafsson, Hólmavík, og fundarritari Jörundur Gests- son, Hellu. Axel Jónsson flutti erindi um skipulagsmál Sjálfstæðis- flokksins og lagði fram frum- varp að lögum fyrir félagið, sem síðan var samþykkt. Hlaut félagið nafnið Sjálfstæðisfélag Strandasýslu og félagssvæði þess ákveðið Strandasýsla sunn- an Árneshrepps. Stjórn félagsins skipa: Séra Andrés ólafsson, formaður; Kristján Jónsson, Hólmavík; Sjöfn Ásbjörnsdóttir, Hólma- vík; Guðjón Jónsson, Gests- stöðum, Kirkjubóishreppi, og Magnús Guðmundsson, Drangs- nesi. Þá voru kosnir fulltrúar f fulltrúaráð og kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest- fj arðakj ördæmi. Sigurður Bjarnason, ritstjóri, ávarpaði fundinn og árnaði hinu nýstofnaða félagi heilla f störfum. Útför Einars Ein- arssonar í Krosshúsum GÆR fór fram útför Einars Einarssonar frá Krosshúsum i Grindavík. Jarðsett var frá Grindavíkurkrkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Sóknarprestur inn, sr. Jón Árni Sigurðsson, jarð söng. Einar Einarsson ól allan aldur sinn í Grindavík og var kunnur maður um Suðurnes. Hann fædd ist í Garðhúsum 1903, og voru for eldrar hans Einar Einarsson kaup maður og Ólafía Ásbjarnardóttir, Einar lauk prófi frá Verzlunar skóla íslands og sinnti eftir það verzlunar- og útgerðarstörfum til dauðadags í byggðarlagi sínu gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd um tíma og vanrx að ýmsum félagsstörfum. Einar Einarsson í Krosshúsurh var fréttaritari Mbl. og gegndi því starfi með ágætum. Hann var kvæntur danskri konu, Ellen, og lifir hún mann sinn ásamt þremur dætrum þeirra hjóna, sem bú- settar eru í Grindavík og Kefla- vík. nóttina. di á mið / daginn. \ London, 18. júlí — AP —- Ohurchill er sagður við á» gæta heilsu í dag, og er til» kynnt, að hann muni senni- lega fara heim úr sjúkrahús- inu í lok næistu viku. Ijtvarpsskák Svart: Svein Johannessen, ósló AB cdefgh I IMéM m* ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 50. .... Í5-Í4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.