Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 20
Fiéttasímar Mbl — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 ofttstftÞIð&ijfr Skrifar Krúsjeff Sjá bls. 13 162. tbl. — Fimmtudagur 19. júlí 1962 laww**' -' Áður en slökkviliðsmenn frá Hvolsvelli komu til Gunnars- holts, reyndu vistmenn á Akurhóli að halda eldinum í skefj- lim með vatnsaustri. Handlönguðu þeir vatnsfötur að eldinum. (Ljósm.: Ágúst Ásgrímsson) Bezti sólahringur á síldveiðunum í sumar Dauf veiði í gær en horfur góðar í gærkvóldi BEZTI sólarhringur á sumr- inu var hjá síldveiðiflotan- um frá kl. 8 í fyrradag og þar til kl. 8 í gærmorgun. Á þeim tíma fengu 75 skip 62,- 700 mál og tunnur á svæð- inu 28—40 mílur austur af Langanesi. Þetta var yfir- leitt ágæt síld, feit og vel söltunarhæf. Hefur því ver- ið stanzlaus löndun og sölt- un á öllum stöðvum frá Siglufirði og austur um. Bruninn í Gunnarsholti Elns og skýrt var frá i Mbl. í gær kviknaði í stórum vinnu- skála við vistheimilið Akurhól í Gunnarsholti á þriðjudags- kvöld. Á níunda tímanum urðu vist- menn varir við, að eldur var uppi í skálanum, sem er um 100 metra frá íbúðarhúsinu. Hér er um gríðarmikinn skáila að ræða V erkalýðsleiðtog- ar í heimsókn í GÆRKVÖLDI komu hingað til lands í boði Alþýðusambands fs lands fulltrúar Alþýðusamband- anna í Danmörku, Noregi og Sví þjóð. Frúr þeirra eru með í för inni. Gestirnir eru: Hermann Blom- gren varaforseti sænska Alþýðu sambandsns. P Mentsen varafor seti norska Alþýðusambandsins og J. Risgaard Knudsen ritari danska Alþýðusambandsins. Þessir ágætu fulltrúar nor- rænna verka'ýðssamtaka munu dveljast hér í vikutíma, kynna sér verkalý’ðsmál og einnig ferðast um landið til að kynnast nánar íslenzku atvinnulífi, svo og landi Og þjóð. Héðan fara þeir aftur þriðjudag inn 24. júlí. Hver fór inn um gluggann? A ÞRIÐJUDAGSKVÖLD kom maður <únn úr sumarleyfi heim til sín á Suðurlandsbraut 113 A. Sá hann þá, að rúða hafði vér- ið brotin þar í glugga og farið inn í húsið. Frétti hann hjá ná- grönnum sínum, að sl. mánu- dagskvöld klukkan rúmlega 9 hefði bíll staðnáemzt hjá hús- inu. f honum var bílstjóri og einn farþegi, sem fólkið sá fara út og að húsinu, brjóta þar rúðu og hverfa inn. Fólkið hringdi þegar til lögreglunnar, en er hún kom á vettvang, var maðurinn ekinn á brottu í bíln- um. Ekki greindi fólkið bíl- númerið, en treystist hins veg- ar til þess að þekkja bílinn aftur og hefur gefið lýsingu á honum. Vill lögreglan skora á bílstjórann og manninn að gefa sig strax fram. á fjórða hundrað ferm. Steypt > þag á vettvang kl. 21.15 með skilrúm aðskilur steypustöð frá trésmíðaverkstæði en í verkstæð inu kom eldurinn upp, senni- lega frá hreyfli rafsagar. Vist- menn brugðu þegar við og reyndu að hemja eldinn. Þuml ungs vatnsleiðsla er þarna fyr- ir hendi, og urðu mennirnir að handlanga vatn að eldinum í fötum. Var vatninu stökkt inn ■um glugga og niður um þakið, sem var rofið að hluta. Þá var lagt kapp á að hindra að eldur- inn kæmist í steypustöðina, með því að vatnsausa skilrúmið. Ekki tókst að ná í slökkvilið- ið á Hvolsvelli í síma, þar eð ihonum hafði verið lokað. Var farið á bil til að sækja það. Kom Fjallsá brúuð LOKIÐ ER nú smíði brúarinnar yfir Fjallsá á Breiðamerkursandi og verður hún vígð á laugardag. Er þá næstum bílfært úr Öræf um austur í Hornafjörð, nema ferja er á Jökulsá á Breiðamerk ursandi. Jökulsá er venjulega fær nokkra daga á ári, og var efni viður í Fjallsárbrúna fluttur frá Hornafirði í vor, þegar Jökulsá var fær. Brúarsmíðin á Fjallsá hófst snemma í vor. Þetta er stálbita- brú með trégólfi. Höfin eru níu og stöplarnir steyptir. — Hér er um mikla samgöngubót fyrir ör æfinga að ræða. • góð slökkvitæki, og var exdur- inn slökktur um kl. 11 Þá var . þakið fallið á verk- stæðinu og um 130 fermetrar af því brunnir. Allar vélar þar ó- nýttust. Um 100 fermetra bluti þess skemmdist meira eða minna, en steypustöðina tókst að verja. — Forstöðumaður vist- heimilisins taldi í samtali við Mbl. í gær, að tjónið mundi vart vera undir 300.000 krónum. Stöðumælar við Lækjargötu NÝLEGA samþykkti borgarráð tillögu um að setja stöðumæla við Lækjargötu, austanverða, frá Bankastræti að Amtmannsstíg. — Tillagan var frá lögreglustjóra f.h. umferðarnefndar. Enn rænulaus PILTURINN, sem slasaðist alvar lega í umferðarslysi 11. júlí sl., er bifhjól, sem hann sat á, kast- aðist milli tveggja vörubíla á Suð urlandsbraut, hafði ekki enn kom ið til mðevitundar í gærkvöldi. Er líðan hans svipuð og verið hefur. í gær var heldur dauf veiði, en um kl. 20 sást úr flugvél geysimikil síld vað- andi 51 sjómílu ASA frá Bjarnarey, um 16 mílur frá íslcnzka flotanum, sem hélt þegar þangað áleiðis. Flugvél leitaði á vestur- svæðinu, en hafði einskis orðið vör í gærkvöldi. Söltun á sykursaltaðri síld fyrir Finnlandsmarkað var stöðvuð í gær. Sigluf jörður Þar var saltað í fyrrinótt og í gær í 4.084 tunnur. Mest var saltað hjá Hafliða, eða í 1210 tunnur. Mörg skip komu þang- að um nóttina og morguninn, og síðdegis í gær voru þau að koma að nýju. Var búizt við mikilli söltun þar í nótt. — Heildarsöltun á öllu landinu nam í gær 76.687 tunnum. SR hafa nú tekið við um 270.000 málum í bræðslu og Rauðka við 46 þús. Dalvík 18. júlí. — Allmikil síldar- söltun hefur verið hér sl. sól- arhring. f gær landaði Björg- úlfur 880 tunnum, Eldborg 1120 og Baldvin Þoxrvaldsson 650. f kvöld er Guðmundur Pétursson að koma með um 600 tunnur til söltunar. Klukkan 12 í dag var stöðvuð söltun á sykursalt- aðri Finnlandssíld. Kom það i síldartaltendum mjög á óvart, enda má heita að söltun sé ný- hafin hér. T.d. fékk ein stöðin fyrstu síldina í dag. Gætir megnrar óánægju meðal síldar- saltenda vegna þessarar ráð- stöfunar síldanitvegsnefndar. — S. J. Framhald á bls. 19. Erlingur Friðjóns son látinn ERLINGUR Friðjónsson, fyrrv. alþingismaður, lézt í Landakots- spítala í gærmorgun eftir stutta legu, 85 ára að aldri. Hann var fæddur á Sandi í Aðaldal, varð búfræðingm í Ólafsdal 1903 og fluttist síðar til Akureyrar. Hann tók mikinn þátt í verkalýðsmál um þar og var bæjarfulltrúi ár- um saman. Þingmaður var hann fyrir Akureyri 1927—1931. Eggert Jónsson bæiar- fógeti í Keflavík látinn EGGERT JÓNSSON bæjarfógeti í Keflavík andaðist í gærmorgun rúmlega 43 ára gamall. Hafði hann kennt sjúkleika sl. sunnu- dag og hafði töluverðan hita á mánudaginn. Síðan tók honum að batna og var orðinn hitalitiií. En skömmu fyrir hádegi í gær- morgun varð hann bráðkvaddur að heimili sínu í Keflavík. Er útbreiðsla taugaveiki- bróður að aukast? Fyrir sl. helgi héldu fisliifræð- ingar og konur þeirra smáhóf til að óska dr. Unnsteini Stefánss- syni til hamingju með nýfenginn doktorstitil og kveðja hann„ áður en hann færi til Ameríku. Um sólarhring seinna veiktust um 20 manns, sem þátt höfðu tekið í hófinu, en á borðum hafði verið smurt brauð. Mun verða skorið úr því í dag, hvort þarna hefur verið um venjulega matareitrun að ræða, eða taugaveikibróðuraf- brigði það, sem hér hefur orðið vart við að undanförnu. í vikunni sem leið virtist vera um færri tilfellx pf tmxgaTreiki- bróður að ræða en áður, en þar sem um svo strjál tilfelli er að ræða, er erfitt að gera saiman- burð. Þá hegðar sjúkdómurinn sér í byrjun eins og venjuleg matareitrun, og tekur nokkra daga að fá endanlega úr því skor ið, hvort um fyrrnefnda veilki er að ræða. Læknar senda nú sýnishorn frá mágáveikisjúkling- um til Rannsóknarstofu Háskól- ans, sem vinnur úr þeim og til- kynnir síðan embætti borgar- læknis, ef um tauigaveikibróður er að ræða. Um síðustu helgi bárust óvenju lega mörg sýnishorn til rannn- sóknarstofunnar. Gæti það bent til þess, að faraldurinn væri að breiðast út, en vitneskja um það mun liggja fyrir í dag. Væri sjúikdómurinn að breið- ast út, væri það mjög alvarlegt mál, og þyrfti þá að grípa til skjótra og gagngerðra ráðstaf- Eggert Jónsson var fæddur 22. maí 1919 að Ytri-Löngumýri i Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Jónínu Ólafsdóttur og Jóns Pálmasonar síðar bónda á Akri, alþirxgismanns, þingforseta og ráðherra. Hann lauk stúdents prófi við Menntaskólann á Akur- eyri með 1 einkunn árið 1942 og lögfræðiprófi við Háskóla íslands með 1. einkunn árið 1948. Að loknu prófi gerðist hann rit stjóri „íslendings" á Akureyri og var það í tæplega eitt ár. Þá varð hann lögfræðingur Útvegsbank- ans á Akureyri. Árið 1951 gerðist hann svo framkvæmdastjóri Landsam- bands Iðnaðarmanna og gegndi því starfi til ársins 1958. Þá var hann kjörinn bæjarstjóri í Kefla- vík. Gegndi hann því starfi til 1. júlí 1961, en þá var hann skipaður bæjarfógeti í Keflavík. í síðustu bæjarstjórnarkosning- um var hanr. kjörinn í bæjar- stjórn Keflavíkur fyrir Sjálfstæð isflokkinn. Eggert var kvæntur Sigríði Árnadóttur frá Bala í Þykkvabæ. Áttu þau þrjú börn. Eggert Jónsson var hinn mestl ágætismaður, traustur og vinsæll af öllum er honum kynntust. Er að honutn mikill mannskaði, og sár harmur kveðinn að ættingjum hans, venzlafólki og vinum við fráfall hans á bezta aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.