Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 6
6
MORGVTSBLAÐlto
Fimmtudagur 19. júlL
Frakkar, Svíar og Islendingar
fremstir í Ijóðlist Evrópu
Sp/a//uð v/ð danska skáldid Poul P.
M. Pedersen um þýðingar, skáldskap
og pólitiska menningu
DANSKA SKÁLDIÐ og ljóðaþýð
arinn Poul P. M. Pedersen kom til
dandsins fyrir nokkrum dögum,
,jog er þetta þriðja heimsókn hans
(tii íslands. Hann kom hingað fyrst
sumarið 1958 og dvaldist þá hér
Íi júní og júlí. Síðan kom hann um
áramótin 1960—61 og var hér
fþrjár vikur, og nú er hann hér
!S tveggja vikna heimsókn. Poul
P. M-. Pedersen er þekktur mað-
ur í heimalandi sínu, hæði fyrir
eigin Ijóðabækur, sem eru um tíu
talsins, og fyrir ljóðaþýðingar sín
tar, bæði af færeysku og íslenzku.
Auk þess hefur hann skrifað
íjölda greina og samið mörg út-
varpserindi um bókmenntir og
önnur menningarmál.
Fyrir jólin kom út í Danmörku
lítið ljóðakver. „Fra hay til jökel“
sem hafði að geyma sýnis-
iiorn af þýðingum Pedersens á
'ljóðum allmargra íslenzkra
'skálda. Vakti bókin athygli í Dan-
anörku og fékk frábærlega góða
'dóma. Auk þes^ voru ljóðaþýðing
>ar hans lesnar upp í átta útvarps
Iþáttum, sem helgaðir voru ís-
lenzkri nútímaljóðlist í fyrra-
haust.
Heimsóknir Pedersens til fs-
9ands og útgáfa ofannefnds ljóða
ikvers standa í sambandi við stór
jvirki sem hann hefur unnið að
^indanfarin fjögur ár, en það er
þtór sýnisbók íslenzkrar ljóðlistar
á tímabilinu 1919—1961. Hefur
hann þegar lokið við að þýða
kringum 200 ljóð, en alls verða í
bókinni um 300 ljóð, þegar hún
kemur út eftir hálft annað ár.
fslenzku ljóðskáldin sem þar
yerða kynnt eru um 20 talsins.
Þegar fréttamaður Morgun-
blaðsins hitti Poul P. M. Pedersen
sem snöggvast að máli á Hótel
Borg og spurði hann um tildrög
hermsóknarinnar, kvaðst hann
koma til íslands bæði til að hafa
kynni af sem flestum þeirra
skálda sem hann hefði valið ljóð
eftir, og eins til að kynnast nátt-
úru landsins og því umhverfi sem
væri svo ríkur þáttur 1 flestum
ljóðanna. Hann kvaðst vilja kynn
ast af eigin raúii við hvað skáld
in ættú að etja heima fyrir. Kynni
hans af landinu og ljóðunum
hefðu valdið því, að hann fyndi
hjá sér sterka þörf til að þýða
ljóðin. Þannig ætti það líka að
vera, þýðarinn yrði að gera sér
verkefnið svo innlíft, að hann
ætti þá ósk heitasta að hafa sjálf
ur ort ljóðin sem hann væri að
þýða. '
Síðan barst talið að þýðingum
almennt, og sagði Pedersen að
ljóðaþýðingar væru sjálfstæð list
ræn iðja, því hún krefðist ekki
aðeins málfræðilegrar þekkingar
og næmis, heldur einnig sjálf-
stæðrar sköpunargáfu. Þess vegna
mætti vel tala um óháða listgrein
í þessu sambandi.
Pedersen sagði að Svíar ættu
marga afburðasnjalla ljóðaþýð-
endur, bæði í hefðbundnum stíl
og óhefðbundnum. Nefndi hann
meðal hinna fremstu þá Hjalmar
Gullberg, sem þýtt hefur nútíma
ljóðlist ekki síður en klassíska
ljóðlist fornaldar, Gunnar Silfver
stolpe og Karl Asplund sem þýtt
hafa hefðbundna ljóðlist. í því
sambandi nefndi hann einnig And
ers Österling, sem oft hefur sagt
frá erfiðleikum sínum við að snúa
ljóðinu „Am grauen Stadt“ eftir
Theodor Storm, Hann gerði fimm
þýðingar áður en hann var á-
nægður, og höfðu þó fimm önnur
sænsk skáld þýtt ljóðið áður en
viðureign österlings lauk. Peder
sen kvaðst nefna þetta vegna þess
að hann hefði nú þýtt hið kunna
ljóð Tómasar Guðmundssonar,
„Fljótið helga", fimm sinnum og
væri orðinn tiltölulega ánægður
með það eftir síðustu lotu.
Pedersen sagði að í Svíþjóð
væri litið á ljóðaþýðingar sem
sjálfstæða og fullgilda listgrein.
Sænskir módernistar hafa einn
ig mjög næma stílkennd þegar
um þýðngar ræðir, sagði Peder-
sen. Dag Hammarskjöld, hinn
látni framkvæmdastjóri Samein
uðu þjóðanna, þýddi t.d. eitt af
seinni ljóðum Nóbelsskáldsins St.
John Perse, „Chronique" (Krön-
ika) með snilldarlegum hætti.
Erik Lindegren, eitt mesta núlif-
andi ljóðskáld Svía, hefur þýtt
heila bók eftir St. John Perse, og
er sú þýðing talin vera listrænt
stórvirki.
— íslendingar virðast einnig
hafa rík.an áhuga á að fá erlend
ljóð þýdd á tungu sína, og virðist
mér íslenzkar ljóðaþýðingar mjög
góðar, bað sem ég hef séð af
þeim, t.d. þýðingar Magnúsar Ás-
geirssonar og nokkrar þýðingar
Guðmundar Böðvarssonar á fær-
eyskum og dönskum ljóðum, m.a.
nokkrum af mínum eigin ljóð-
um.
— í Danmörku er ekki um jafn
auðugan garð að grisja og í Sví-
þjóð. Thorkild Björnvig hefur
unnið mikið afrek með þýðingum
sínum á ljóðum Rilkes. Uffe Hart
er hefur sömuleiðis getið sér gott
orð fyrir þýðingar á ljóðlist Spán
ar og Suður-Ameríku. Fyrir
tíu árum voru Valdemar Rördam
og Kai Friis Möller beztu þýðend
ur okkar, sá fyrri þýddi m.a.
Yeats, en sá seinni klassíska
franska ljóðlist og Eliot. Jörgen
Sonne hefur reynt að endurnýja
franska skáldð Villon, t.d. með
því að sleppa rími og eru þýðing
ar hans vissulega blæbrigðaríkari
og þjálli en þýðingar Kai Friis
Möllers.
— „Fra hav til jökel“ fékk góða
dóma í Danmörku.
— Já, rnjög góða. Eg tók eftir
því að í öllum dómum voru dreg
in fram ákveðin sameiginleg ein-
kenni íslenzkra ljóðskálda: hin
djúpstæða samkennd skáldsins
við náttúruna, bæði í stórfeng-
leik sínum og frumkrafti og einn
ig þegar hún er blíð í viðmóti.
— Hefur bókin fengið sömu við
tökur hjá almenningi?
— Það held ég. A.m.k. er upp-
lagið næstum til þurrðar gengið,
og ég þykist þess fullviss að hið
stærra verk muni vekja mikla at
hygli og seljast vel.
— Hvað viljið þér annars segja
um ljóðlist Evrópu nú?
— Mér finnst Frakkland, Sví-
þjóð og Tsland standa langfremst
Poul P, M. Pedersen með eintak af „Fra hav til jökel“.
í ljóðlist álfunnar. Hér á landi
virðist vera alveg sérstakt sam-
band milli skáldsins og fólksins.
Henning Fonsmark benti á þetta
í dómi sínúm í „Berlingske Aften
avis“, hann sagði að ísldhzk skáld
væru ekki einangruð og einmana,
þau töluðu ekki annað mál en
almenningur, heldur væri um að
ræða frjósamt samstarf lesanda
og skálds. Ljóðskáldin tjá eitt-
hvað sem hinn almenni lesandi
hefur fundið, en ekki getað mót-
að í orð — af því stafar gleðin þeg
ar hann les ljóðin. Sjálfur hef
ég kynnzt íslenzkri náttúru all-
náið, en ég lifi hana með nýjum
og máttugri hætti eftir að hafa
lesið Ijóð ýmissa íslenzkra skálda,
ekki sízt þeirra yngri.
— Eg hef það á tilfinningunni
að íslenzkir vísindamenn séu
margir gæddir listrænum hæfi-
leikum og beri skyn á fagurfræði
leg efni. Þetta á ekki sizt við um
vísindalegar útgáfur fræðirita.
Mér er t d. minnisstæð útgáfan
á þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem
nú er nýlokið. Eg er þeirrar skoð
unar að danskir andstæðingar ís-
lendinga í handritamálinu, sem
halda að það muni skaða vísindin
að senda handritin til íslands,
geti alls ekki haldið því fram að
ekki séu til íslenzkir fræðimenn
sem geti eða vilji taka að sér
hina vandasömu útgáfustarfsemi.
Þessir menn gleyma því að það
er íslendingui', Jón Helgason, pró
fessor, sem í mörg ár hefur varð-
veitt þessa fjársjóði, og að fyrir
hans daga voru aðrir íslenzkir
varðmenn um þetta óviðjafnan-
lega safn. íslendingar mega samt
ekki halda að það sé í öllum til-
fellum af óvild í garð íslands, sem
ýmsir Danir leggjast gegn afhend
ingu handritanna, heldur er um
að ræða metnað og áhuga á því að
Framh. á bls. 11
• Opið bréf til bístjóra.
Sigurður Sigurðsson í
Hemlu í Rangárvallasýslu srif
ar:
Bílstjóri. Eg þekki þig ekki
og mig langar ekki til þess
heldur eftir að hafa séð til þin
aðra eins fólsku og þú sýndir
laugardagskvöldið 7. júlí. Þú
varst á leið austur, en ég var
að reka hrossahóp upp yfir
Þveró á brúnni ofan við Hemlu
í Landeyjum. Hrossin voru
komin inn á bruarendann, þeg
ar þú komst að henni, en þrátt
fyrir það keyrir þú á móti
hrossunum án þess að hægja
ferðina og stanzaðir fyrst
nokkra metra frá þeim. Þau
sneru. við í ofboði og ruddust
hvert á annað með þeim afleið
ingum að tvö þeirra köstuðust
út í handriðið, gegnum það með
fram og afturfót milli riml-
anna. Þau rifu sig þó fljótlega
laus og stukku á undan þér á
eftir hinum:
Þegar hrossin voru að kom-
ast út af brúnni, komstu á eft-
ir þeim með miklum vélargný
alveg upp að hópnum og þau
öftustu ruddust áfram og enn-
þá fóru tvö út í handriðið með
fæturna og skullu niður a
brúna. Annað þeirra hafði fljót
lega að standa á fætur og forða
sér út af brúnni, en hitt var
lítið tryppi, sem fór lengra út
úr handriðinu en hin, því það
var minna og handriðið orðið
lélegt. Það barðist um með
framfót og afturfót í lausu lofti
en hafði ekki orku til að kom
ast upp á brúna.
Þá hélt ég að þú mundir
skammast þín og snarast út úr
bílnum til að reyna að hjálpa
tryppinu, en þú kannt víst ekki
að skammast þín, því þú fórst
að þeyta bílhornið ög gafst vél
inni inn, til þess að tryppið
litla, sem hékk fast í handrið-
inu hypjaði sig sem fljótast
burtu af götu þinni og þú kæm
ist sem fyrst áfram.
Ært af hræðslu og sársauka
reif tryppið sig þá upp á brúna
og flúði undan þér út af henni
en þú keyrðir þína leið án þess
að líta til hægri eða vinstri og
kærðir þig ekki um að stoppa
og tala við mig, þótt ég gæfi
þér merki -um að stanza. Þið
veifuðuð til mín, í. þ. m. fylgi-
sveinn þinn (þið voruð tveir í
bílnúm) og mér sýndist hann
brosa. Skyldi ykkur báðum
hafa verið jafnskemmt.
Allir sem fara vfir Þverár-
brúna sjá hvað handriðið er
lágt og lélegt orðið og það er
ekki þér að þakka að ekki fór
ver en fór. Hross hefði hæglega
getað farið út yfir handriðið
eða fótbrotnað í því. Getur það
verið eð þér þyki vænt um dýr
eða þú eigir skepnur? Ekki
veit ég hvort þú ert eigandi
bílsins sem þú varst á, sem er
yfirbyggður rússajepþi, rauð-
leitur að neðan og ljós að ofan
en ég sá.framan í þig og þekki
þig aftur. Eg ætla að vona að
þú sért ek'ki búinn að gleyma
þessu atviki. Eg náði númerinu
og hef nú fengið upplýsingar
hver er eigandi bílsins. Er það
mögulegt að bóndi geti hagað
sér svona gagnvart skepnum?
Mælirinn er fullur og það
ert þú sem fylltir hann. Eg
gat ekki orða bundist lengur.
Því miður ert þú ekki eini
fanturinn með bílpróf. Þú átt
marga bræður í syndinni. Þú
hefur kannski lesið um strák-
ana, serri keyrðu á lamb í Holt
unum í sumar og hentu því
slosuðu út í skurð, sem var
hálfur af vatni, og það hefði
drukknað þar, ef því hefði ekki
verið hjálpað í tæka tíð. Eg
var vitni að þeim atburði og
langar ekki til að sjá slíkt aft-
ur. Eg kann margar fleiri sög
ur um sama efni og þú sjálf-
sagt líka úr þínu byggðarlagi.
Eitt sinn kom ég þar sem
keyrt hafði verið á lamb og lá
það á miðjum veginum. Það
var hörmuleg aðkoma. Lambið
var með lífsmarki, en innyflin,
lágu úti og höfðu verið
sprengd út upp við hrygg.
Skömmu áður hafði grænn
Willys-station bíll úr Reykja-
vík farið þar um með miklum
hraða, en engan hafði grunað
neitt og númerið því ekki at-
hugað nógu vel. Hann slapp,
en skyldi samvizka hans hafa
vaknað seinna? Hvaða álit hef-
ur þú á mönnum sem gera ann
að eins og þetta? Hvaða refs-
ing finnst þér þeir ættu að fá?
Húðstrýkingu á almannafæri
hygg ég að yrði álhrifameiri en
tugtlhúsvist. Hugsaðu um þetta
á ökuferðum þínum framvegia,
Sigurður Sigurðsson,
Hemlu, Rang.