Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. júlL Á SEX stöðum þvert yf- ir Kjöl hefur verið sáð íslenzkum grösum í til- raunarskyni. Fara þær til raunir fram á vegum At- vinnudeildar Háskólans og eru einn liður í rann- sóknum á gróðurfari landsins og ræktunar- möguleikum þess. Morgunblaðið átti tal við dr. Sturla Friðriksson út af gróðurfarsathugunum á há- lendinu. Sagði hann, að frá 1956 hefðu verið fram- kvæmdar á vegum Atvinnu- deildarinnar uppgræðslutil- • raunir á afréttum. Tilgang- Myndin sýnir girtan tilraunareit skammt frá sæluhúsinu í Hvítárnesi. — 1 reitnum verða gerðar gróðurtilraunir, en þar eru einnig veðurathugunaráhöld. Hitamælaskýli sést lengst til vinstri, en jarðvegshitamælir til hægri. Við hitamælaskýlið stendur Þórir Sigurðsson, veð- urfræðingur, en hann var einn af fjórum starfsmönnum Veðurstofunnar, sem settu tækin upp. — Islenzk grðs ræktuð á hálendinu í tilraunaskyni urinn með hálendisathugun um væri sá að fá úr því skorið, hvert sé raunveru- legt beitarþol afréttanna, hvernig ástand gróðurs sé í afréttum, hverjar séu orsak- ir gróðureyðingar og hvern ig hægt sé að bæta úr þeim, þannig að stöðva megi frek ara tjón eða öllu fremur að bæta og auka nýtilegan gróður. Rætkun beitilanda á hálendinu. Nú í sumar hefði verið efnt til nýrra athugana og væri aðalviðfangsefnið að bera saman hæfni íslenzkra grastegunda við erlendar. Fyrri tilraunir hefðu sýnt, að túngrös af erlendu fræi hefði borið góðan árangur í 6—700 metra hæð á fyrstu árum eftir sáningu, en gera mætti ráð fyrir að íslenzku grösin væru þolnari. Þessar undirstöðuathuganir gæfu bendingu um, að rækta megi beitilönd á hálendi landsins á svipaðan hátt og á láglendinu. — Tilraunir hafa sýnt, sagði dr. Sturla, að tiltölu- lega auðvelt er að rækta algengustu grastegundir í örfoka landi með áburði, en enn er ekki fullreynt hvern ig þær standast eftir að á- burðagjöf lýkur. Sáð hefur verið smára og lúpínum með grasinu til að gera jarð veginn frjósamari, og er þá hugsanlegt að grastegundirn ar geti þrifizt eftir að áburð argjöfum léttir. Fjórar tegundir. Dr. Sturla sagði, að á til- raunasvæðinu á Kili hefði verið sáð fjórum íslenzk- um grastegundum, snarrót, hálmgresi, lynggresi og tún vingli. Á tveimum tilrauna- svæðunum, sem einna hæst liggja. í Hvítárnesi og á Hveravöllum, hefði Veður- stofan reist mælingartæki og yrðu gerðar mælingar á hita og úrkomu á þessum stöðum. Dr. Sturla Friðriksson sagði að síðustu, að fylgzt yrði með þeim áhrifum, seni staðhættir hefðu á grösin, borið saman við ræktun í byggð. Einnig yrðu gerðar ákvarðanir á vexti, þroska og efnainnihaldi gróðursins á ýmsum tímum, sömuleið- is vefjarannsóknir, frumu- fræðilegar athuganir og mæl ingar á útbreiðslu einstakra jurta. Yrðu þær athuganir jafnt gerðar á innlendum gróðri og sérstökum mæli- kvarðajurtum, sem sáð hef- ur verið til. Þýðingarmiklar veðurfars- athuganir. Morgunblaðið fékk og þær upplýsingar, að Veður- stofan hefði sett upp veður athugunartækin í Hvítár- nesi og á Hveravöllum með það fyrir augum að mæling- arnar 'hefðu almennt gildi fýrir veðurathuganir í land inu, jafnframt því sem það yki gildi tilrauna Atvinnu- deildar Háskólans. Þær stuðla að aukinni þekkingu á veðurfari hálendisins og gætu haft þýðingarmikið gildi síðar meir í sambandi við virkjanir og vegafram- kvæmdir á þessum slóðum. •k fi KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * Gamla bíó: Flakkarinn ÞESSI AMERÍSKA mynd, sem tekin er í litum og Cinomascope, er byggð á skáldsögu eftir Jam es Jones. — Þag er sumarið 1948 að Dave Hirsh, fyrrverandi her maður og miSheppnaður rithöf- undur kemur frá Ohicago heim til fæðingarbæjar síns, Parkman í Illionisfylki, eftir 16 ára fjar- veru. Hann hafði reyndar ekki ætlað sér til Parkman, en svall- bræður hans höfðu sett hann of- urölva upp í langferðabílinn þangað ásamt léttúðarkvenni- inu Ginny. Dave er ærið timbr- aður þegar hann rankar við sér j í bílnum í Parkman, en fer þó að heilsa upp á bróður sinn sem er vel metinn skartgripasali í borginni. En Dave er svallari i meira lagi og því leitar harn þegar á þá staði þar sem hann getur svalað þorsta sínum og spilafíkn. Og áður en varir er hann kominn í kast við lögregl- una. En nú gerist það að Dave verður ákaflega hrifinn af ungri og prúðri kennslukonu, dóttur prófessors í bænum og hún af honum. Hann bætir því ráð sitt í bili, — en þá kemur Ginny til skjalanna. Hann hafði ekki get- að losnað við hana, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir í þá átt enda var hún mjög ástfangin aí Dave. Ginny tekst, mest fyrir einfeldni og barnaskap að gera kennslukonuna frábverfa Dave — og þegar allt kom til alls, var Dave heillaður af einlægni Ginny’s, sem unni honum af heit um tilfinningum náttúrubarnsins Hann gi^tist henni og hún er í sjöunda himni. En þá kemur bófinn til sögunnar, — sem tel- ur að Ginny hafi svikið sig — og honum tekst á síðustu stundu að koma fram grimmilegum hefndum ... Mynd þessi er all efnismikil og yfirleitt mjög skemmtileg, enda fara afbragðs leikarar með aðalhlutv., þau Frank Sinatra (Dave). Shirley Mac Laine (Ginny) og Dean Martin (fjár- hættuspilarinn og drykkjusvall arinn Bama Dillest). Allir fara iþessir leikarar prýðilega með hlutverk sín, en bezt þó Shirley Mac Laine. Hnú er allveg frábær enda er hún með allra skemmti legustu leikkonum siðri tíma. Nýja bíó: Tá.rin láttu þorna. MYND ÞESSI er þýzk gerð eft- ir skáldsögu Karls Zumbros, en sagan birtist á sínum tíma sem framhaldssaga í Familie Journ- al. En því sennilegt að margir hér kannist við efni myndarinn ar, en það er í stuttu máli sem hér segir: Thea, ung dóttir Kracksaths konsúls og iðjuhölds heldur við kvæntan mann dr. Kross, og er orðin þunguð af hans völdum. Dag einn er hún og ástmaður hennar í bil og verð ur ungur maður, atvinnulaus leikari, Heinz Horbach fyrir bílnum og slasast. Meðan Har- bach er að ná sér kemur dr. Kross til hans og býður honum mikið fé ef hann vilji kvænast Theu til málamyndar og skilja síðan við hana eftir eitt ár. Hor bach neitar tilboðinu í fyrstu, en fellst síðan á það af meðaumk- un með stúlkunni. Hjónabandið varð eins og til var stofnað. Thea og ástmaður hennar héldu áfram sambandi sínu. En nú gerist það að Horbach verður hrifinn af Chris, yngri sysnr Theu og hún aif honum. — Dr. Rraoo hefur allt af ætlað sér að losna sem fyrst við Horbach, og þegar Konsúll- inn gamli deyr býður hann ekki boðanna og krefst bess að Hor- bach hypji sig á brott. En Hor- bach bregst hinn versti við og gefur dr Kross duglega ráðningu enda hafði konsúllinn á bana- beðinu falið honum forsjá dætra sinna og sonar Theu. Hann hyggst þó fara á brott til Ham- borgar. Dr Kross læðist upp í ’bíl Harbaoh’s og gerir á honum leynileg spjöll í von um að það verði Horbaoh að bana, — og það varð banaslys, en á öðrum en dr. Kross hafði ætlað. Og sjálfur lendir hann í klóm lög- reglunnar. Þetta er býsna góð mynd, efn ismikil, vel gerð og vel leikin. Aðalhlutverkin leika þau Sabina Sesselmann, Joadin Hausan og Herbert Tide. Myndin er þrátt fyrir titilinn laug við þá leiðin legu tilfinningasemi sem oft lýt ir þýzkar kvikmyndir sem hér eru sýndar en hefur hins vegar kosti góðra þýzkra mynda. Það er því gaman að sjá hana. Nýjar tolls- lækkanir Geraf, 16. júlí — NTB. 28 LÖND undirrituðu í dág sam- komulag það, sem náðst hefur í viðræðum þeim, er fram hafa farið um viðskiptamál, á grund- velli GATT-samningsins (Gener- al Agreement on Tariffs and Trade). Samkamulag náðist um tollalækkarair á um 4.400 vöru- tegundum, og fjárhæð sú, sem um ræðir, er um 4.900 milljónir dala. Þar með er lokið viðræðum þeim, sem farið hafa fram milli landa, er aðild eiga að GATT og landanna í efnahagsbandalaginu, vegna þess sameiginlega tolls er bandalagið mun setja á, skv. Róm arsamningnum. Þá lauk einnig umræðum um gagnkvæmar tolla lækkanir, en þær voru byggðar á heimild Bandaríkjastjórnar til að lækka toll gagnvart öðrum löndum, ef þau gerðu slíkt hið sama. Noregur fékk ekki komið á sér stöku samkomulagi við efnahags- bandalagið, en mun hins vegar fá einhver sérréttindi, svo fram- arlega, sem Norðmenn hækka ekki tolla gagnvart bandalags- löndunum. Noregur gerði samkomulag við Bandaríkin, og nær það til vara fyrir milli 50—60 milljónir króna, Svipað samkomulag náðist miili Noregs og nokkurra annarra landa. Farmurinn tómar Carlsberg- flöskur í gær kam rauðmálað skip inn á höfnina í Reykjavík. Var þar komið skipið Opo frá Oslo, sem er í flutningum milli Kaup mannahafnar og Grænlands. Var það á leið til Danmerkur með m.a. mörg þúsund tómar Carls- bergflöskur. Hafði skipið orðið fyrir vélarbilun og skreið með 3 mílna hraða til Reykjavikur, þar sem gert verður við vélina. Ók á hægri vegarbrún Um kl. 5 á þriðjud varð árekstur á veginum á móts við Hvera- gerði. Var Bandaríkjamaður á ferð austur í Volkswagenbíl, er hann hafði tekið á leigu. Hafði hann komið til landsins nóttina áður. Gleymdi sér andartak og ók á hægri vegarkanti. Rakst hann þá á annan bíl, sem var á leið að austan. Engin slys urðu á fólki, en bílarnir skemmdust talsvert. Los komiö á bú- skap á Bóisijöiium 3 bændur hætta búskap GRUNDARHÓLI, 17. júlí — Spretta er með lélegasta móti á Hólsfjöllum í ár og er sláttur hvergi hafinn enn á túnum. Sum ir bændur eru byrjaðir laufhey skap. Rúniragu sauðfjár er að verða lokið og þykir mórgum ódrjúg ullin af fénu núna. Mun senni- lega hin langa innistaða í vetur eiga sinn þátt í því. Óvenju mik il sótt er á sauðfé í sumar og eru dæmi þess að kindur hafi drepizt úr henni. þetta háir líka | mjög tvílembum ám og ber mik- ' ið á undanvillingum. Tveir bændur hafa hætt bú- skap hér í sumar og sá þriðji ætlar að hætta í haust. Og ott- ast menn því að alvarlegt los sé að komast á búskap hér og byggðir komuzt í auðn, ef ekki bregður snögglega til hins betra með afkomu sauðfjárbænda. Enn er þó margt hér af ungu fólki og með viðunandi lífskjör um mundi það ekki frekar vilja vera annars staðar —V. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.