Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 19. júlí. MORGVNBLAÐIÐ 19 Hver ók hvítum Volkswagen í Döl- um á laugardag? SL>. LACGARDAG, laust fyrir hádegi, var bóndinn á Hvoii í Saurbæ að reka kýr sínar um Vesturlandsveg rétt hjá nefndu býli. Var þá Voikswagen-bil ek- IS suður þjóðveginn á mikilli — Perú Framhald af bls. 1. orðið við þeim kröfum, gripu ráðamenn innan hersins til þess að taka völdin í sínar hendur. í fréttum hermir, að de la Torre hafi leitað hælis í sendi- ráði Venezuela, áður en uppreisn in átti sér stað. Odria er hins veg ar sagður hafa verið á heimili sínu, er forsetinn var handtek- inn. Fjórir aðalmenn stjórnarinnar, sem komið yar á laggirnar , dag, eru allir háttsettir menn innan hersins. Ricardo Perez Godoy, hershöfð íngi, Nicolas Libre, hershöfðingi, Francisco Torres Mazo, varaað- míráll og Pedro Estrada Perez, hershöfðingi 1 flughernum. Bandaríska stjórnin tlkynnti í dag að hún myn.di slíta stjórn- málasamíb. við Perú, þar eð vald hafarnir nýju hefðu haft að engu lýðræðisreglur. Tekið var fram, hins vegar, að haldið yrði áfram fj árhagsaðstoð þeirri, sem Banda ríkjastjórn hafði lofað landinu, og nemur um 75 millj dala á ári. Stjórn hershöfðingjanna lýsti því yfir í dag, að hún myndi standa við allar alþjóðlegar skuld bindingar, sem Perú hefði gert. í>á yrði lögð á það áherzla í fram tíðinni að hafa í heiðri frelsi og lýðræði. ferð. ók bifreið þessi á eina kúna með þeim afleiðingum, að kýrin kastaðist til og valt um hrygg. Bílstjórinn ók síðan rak- leitt áfram, án þess að nema staðar. Bifreið þessi var hvít að lit með farangursgrind á þaki. Ekki var nnnt að greina skrásetningarmerki hennar að fullu sökum óhreininda. Þó sá bóndinn greinilega, að hún var merkt með R og telur að merk- ið hafi verið fjórir stafir og byrjað á tölunum 2 og 4. Bif- reiðin hlýtur að hafa látið eitt- hvað á sjá við þessa ákeyrslu, en kýrin er svo meidd og mátt- farin, að henni verður að lóga. Þeir, sem gætu gefið einhverj- ar upplýsingar um bifreið þessa, eru beðnir að hafa sam- band við sýslumann Dalasýslu. Góð veiði: í nótt | KLUKKAN 12 á miðnætti í nótt frétti Morgunblaðið, að mjög góð veiði virtist ætla "að verða á svæðinu um 51 mílu ASA af Bjamarey, sem minnzt er á í upphafi síldarfréttarinnar. — Vað- andi síld sást þar úr ílugvél Tryggva Helgasonar kl. 20,i og um miðnætti voru bát- arnir komnir á staðinn og allir farnir að kasta. Vitað var um Guðmund Þórðar- son, sem fékk 900, og Héð- in, sem náði 400 úr stærra kasti. Er allt útlit fyrir, að þarna hafi verið mjög góð síldveiði í nótt. «r JiF > XMitmiy "Íi7r -|»P- '47* 5íMr*ý 'otojíjjstsí^ J)alvi£s $ká<jastron4 óoutbárUrókM áíV Hjdltíyri' KkO$5a.tuzS /iKurc/ri AUSTUR af Langanesi sést veiðisvæðið, þar sem síldarbátarnir fengu alla veiðina á þriðju- dag og aðfaranótt miðvikudags. Þar var dauf veiði í gær. Austur af Bjarnarey er nýja veiði- svæðið, sem uppgötvaðist kl. 8 í gærkvöldi. Þar voru bátarnir famir að kasta um niiðnætti í nótt með góðum árangri. Undan Reyðarfirði hefur einnig fengizt síld. tXöfjíríur — Sild Framh. af bls. 20. Húsavík Á Húsavík var í fyrradag og gær saltað í tæpar 6.000 túnn- ur alls. Raufarhöfn 18. júlí. — Hér hefur verið saltað stanzlaust á öllum sölt- unatrstöðvum í dag. Mörg skip komu inn í dag og er nú um sólarhrings löndunarbið. í dag lönduðu í bræðslu: Freyja GK 280, Huginn VE 110, Jón Guð- mundsson 238, Mímir 524, Heim ir 354, Dalaröst 530 mál. — Á þriðjudag var saltað í 4.836 tunnur. — Einar. Seyðisfjörður Þar var alls saltað í 3.000 tunnur í fyrrinótt og gærdag. Neskaupstaður 18. júlí Eftirtalidir bátar hafa komið með síld sl. sólarhring: Einir SU 150, Muninn VE 350, Fidkaskagi 800, Stígandii VE 700, Sæljón 700 Þorgrímur 900, Heimir SU 350. Væntanlegir eru Víðir SU með 1100 og Gullfaxi NK 1000. Saltað var hjá Drífu 350 tunn um af Stíganda og 250 tunnura af Heimi hjá Sæsilfri. Úti fyrir Ausfcurlandi er allt vaðandi í síld. Er mikill straum- ur og erfitt að eiga við þefcta, og ekiki allt guðsorð, sem sagt er í talstöðina. Nókkrir bátar hafa lent í smásíld djúpt út af Glett- inganesflaki, og virðist hún til allrar böivunar vera á leið á miðin. Löndun er aftur hafin í síldar- verksmiðjuna, en þar hefur verið stöðvun. Það rúm, sem nú er fyr- ir hendi, fyllist í kvöld og nótt. Bræðslan hefur nú tekið á móti 65 þús. ználum. Söltun á sykursaltaðri síld hefur nú verið stöðvuð. — J.H. Greitt verði fyrir sðlu á Suðvesturlandssíld AÐALFUNDUR Félags síldar- saltenda á Suðvesturlandi var haldinn í Reykjavík 12. þ. m. Formaður félagsins, Jón Árnason, alþm., flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu Btarfsári og gaf yfirlit yfir sild- arsöltun á félagssvæðinu á sl. hausti og vetri. Söltunin nam alls 109.835 tunnum og er það eitt mesta söltunarár á félags- Svæðinu. Jafnframt gaf formað- ur upplýsingar um söltunina og var hún sem hér segir: Sovétríkin 61.069 tunnur Vestur-Þýzkaland , 10.977 — Fólland 20.000 — Rúmenín 5.000 — Austur-Þýzkaland , 4.000 — Bandarikin 789 — því magni. Er hér um nýjungar í síldarframleiðslu að ræða og ekki komin full reynsla á þær. óvíst er, hvað hægt muni vera að selja af hinum nýju tegund- um, framleiddum á næsta hausti og vetri. Þá vék Jón að framleiðslu á síldarflökum fyrir markað í V- Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Á sl. ári voru gerðir samningar um sölu á rúmlega 23 þús. tunnum af slíkri síld til þess- ara landa, en ekki var fram- leitt nema um helmingur af (þar af endurútflutt til Pól- lands 20 þús. tunnur og til Tékkóslóvakíu 20 þús. tnr.) 1 yfirlitsræðu sinni ræddi formaður um söluhorfur nú. — Kvað hann þær vera slæmar og flutti. í því sambandi tillögu félagsstjórnar svohljóðandi: Aðalfundur FSS, haldinn í Reykjavík 12. júlí 1962, sam- þykkir að skora á ríkisstjórn- ina að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að greiða fyrir sölu á suðvesturlands- síld nú og framvegis. 1 greinargerð fyrir tillögunni segir, að á undanförnum árum hafi lítið verið hægt að selja af saltsíld framleiddri á Suð- vesturlandi til landa, sem greiða í hörðum gjaldeyri, og séu ekki horfur á, að í náinni framtíð verði breytingar á því. Meginhluti þeirrar síldar, sem framleidd hafi verið á þessu svæði, hafi verið seld til hinna svonefndu jafnkeypislanda. Breyttir og frjálsari verzlun- arhættir fslendinga nú síðari árin hafi leitt til samdráttar í viðskiptum við jafnkeypislönd- in og leiði það nú til erfið- leika á saltsíldarsölu til þeirra. Viðskiptajöfnuðurinn við þau er nú þannig, að þau skulda öll fslandi, nema Rússland, en reikna má með, að útflutnings- kvótinn þangað á saltsíld verði fullnýttur, þegar samið hefur verið um sölu á þeirri saltsíld frá Norðurlandi, sem Rússar hafa léð máls á að kaupa í ár. Varðandi sölumöguleika í A- Þýzkalandi, Póllandi, Tékkó- slóvakíu og Rúmeníu, segir í greinargerð fyrir tillögunni, að nauðsynlegt sé að athuga ræki- lega alla möguleika á hagstæð- um vörukaupum frá þeim í því skyni að skapa möguleika á sölu saltsíldar þangað. Þessi lönd hafa keypt mikið magn á undanförnum árum af saltsíld frá fslandi og byggist síldar- söltun á Suðvesturlandi mest- megnis á þeim mörkuðum auk rússneska markaðsins. Varð- andi vörukaup frá þessum löndum er, í sambandi við við- skiptin við Rúmeníu, sérstak- lega bent á kaup á olíum það- an. — í lok greinargerðarinnar seg- ir, að yfir vofi sú hætta, að síldarsöltun á Suðvesturlandi sé stefnt í voða, ef ekki séu gerðar ráðstafanir til að halda þeim mörkuðum öllum, sem saltsíldarframleiðslan sunnan- lands hafi byggzt á, á undan- förnum árum. Jón Árnason kvað félags- stjórnina munu taka upp við- ræður við ríkisstjórnina um þessi mál á næstunni. í stjórn félagsins voru kosn- ir eftirtaldir menn: Jón Árnason, Akranesi, for- maður; ólafur Jónsson, Sand- gerði, varaformaður; Guðsteinn Einarsson, Grindavík; Margeir Jónsson, Keflavík; Beinteinn Bjarnason, Hafnarfirði. Allir endurkjörnir. Ennfremur voru kosnir 5 menn í varastjórn og kosið í fulltrúaráð, sem skipað er fulltrúum frá öllum ver- stöðum á félagssvæðinu, þar sem síldarsöltun fer fram. Á síðasta ári var saltað á 31 sölt- unarstöð á félagssvæðinu. Fundurinn samþykkti að færa Gunnari Flóvenz, fram- kvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, þakkir fyrir vel unn- in störf í þágu síldarsaltenda á Suðvesturlandi frá upphafi, en hann hefur af hálfu nefndar- innar annast. m.a. framkvæmda- stjórn varðandi síldarsöltun og sölu á þessu svæði, síðan sölt- un hófst að verulegu ráði á síðasta áratug. Fundarstjóri var Guðsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri, Grindavík, og fundarritari Ingi- mar Einarsson. Eskifjörður 18. júlí í dag lönduðu hér í salt Seley 500 tunnum og Guðrún Þorkels- dóttir 900 tunnurn. Þetta er mjög góð söltunarsíld, enda ekki nema l-2ia tíma gömul, þegar landað var. Bæði skipin höfðu farið út fyrrl part nætur frá því að landa, og er þetta þriðji dagurinn í röð, sem Guðrún landar í Esíkifirði í saltsíldina. — Síldina fengu bót arnir innan við Seley, og er það hald sjóananna, að síldin sé að ganga í Reyðarfjörð. Allar þrær síldarbræðslunnar hér eru fullar, enda bræðslan mjög lítil. Seley fór héðan út kl. 9 í morg un og kom inn síðari hluta dags með 600 tunnur af feitri og fall- egri síld, sem fékkst rétt utan við Rifsnes í Reyðarfirði. G.W. Síldarskýrslan er á bls. 8. VEIÐIFERÐ: Um helgina 28. og 29. iúlí verður farin veiðiferð í Langavatn í Borgarfirði. Veiði- áhugamönnum innan Heimdallar er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins í Valhöll (Sím 17102), þar sem frekari upp- lýsingar verða veittar. Stjórnin. Söluturn Óska eftir að kaupa tóbaiks- og sælgætisverziun með kvöld söluleyfi. Tillboð sendist blað- inu fyrir 25. þ. m., merkt: ,,Söiluitur\n — 7420‘. Akraneg ............ Keflavík og nágrenni Reykjavik .......... Hafnarfjörður ...... Sandgerði .......... Grindavik .......... Fimm hæstu söltunarstö Haraldur Böðvarsson & C< Bæjarútgerð Reykjavíkur, Sigurður Hallbjarnarson hl Isbjörninn hf„ Reykjavík Röst hf., Keflavík ........ 30.837 tunnur (25.881 tnr. árið 1960) 28.448 — (23.036 ) 22.287 — (10.812 ) 14.397 . ( 9.619 ) 6.342 — ( 5.499 ) 5.730 — ( 4.957 — — — ) ivarn ar voru: ., Akranesi .. 14.553 tunnur Reykjavík .. 8.604 — ., Akranesi .. 6.311 -- 5.728 — 5.589 — Útflutningur til einstakra landa varð sem hér segir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.