Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. júlí. MORGVNBLAÐIÐ 13 Síldarskýrsla Hér fer á eftir skrá yfir þau skip, seim á laugamagskvöld sl. ihöfðu náð að afla 3000 mál og tunn,ur. Mál og tunnur Ágúst Guðmundsson, Vogum 1534 Andri, Bíldudal 1213 Arnfirðiingur, Reykjavík 1222 Arnfirðingur II. Sandgerði 1093 Árni Þorkelsson, Keflavík 2259 Arnkell, Sandi 1833 Ársæll Sigurðsson II, Hafnarfirði 1004 Ásgeir, Reykjavík, 2974 Áskell, Grenivík 2470 Baldur, Dalvík 1830 Baldvin Þorvaldsson, Dalvík 1353 Bergur. Vestmannaeyjum 1282 Bjarmi, Dalvík 2897 Bjarni Jóhannesson, Akranesi 1528 Björg, Neskaupstað 1540 Björg, Eskifirði 2238 Björgvin, Dalvík 1973 Björgúlfur, Dalvjk 2445 Blíðfari, Grafarnesi 1106 Búðafell, Fáskrúðsfirði 2410 Dalaröst, Neskaupstað 1788 Dóra. Hafnarfirði 1588 Einir, Eskifirði 2172 Eldey, Keflavík 1852 Erlingur III, Vestmannaeyjum 1128 Fagriklettur, Hafnarfirði 2404 Farsæll, Akranesi 2053 Faxaborg, Hafnarfirði 1082 Fiskaskagi, Akranesi 1453 Freyja, Garði 2926 Friðfc*rrV£*jflif*ttindsson, Suðureyri 1456 Fróðaklettur. Hafnarfirði 2421 Garðar, Rauðuvík 1048 Gísli lóðs, Hafnarfirði 2699 Gnýfari, Grafarnesi 2840 Gr’4ndfirðingur II, Grafarnesi 1656 Guðbjörg, Sandgerði 2183 Guðbjörg, Ólafsfirði 2735 Guðfinnur, Keflavík 2746 <®ullfaxi, NesHaupstað 2792 ®-unnhildur, ísafirði 1940 JJunnvör. ísafirði 1992 Uylfi II Akureyri 1386 Hafrún, Neskaupstað 2459 Hagbarður, Húsavík 1552 Hannes Hafstein, Dalvík 1831 Hannes lóðs, Reykjavík 1245 Haraldur, Akranesi 2802 Heiðrún, Bolungarvík 1561 Heimaskagi, Akranesi 2053 Heimir, Keflavík, 1070 Helga Björg Höfðakaupstað 1487 Hoffell, Fáskrúðsfirði 2646 Hrafn Sveinbjamarson, Grindavík 2691 Hrönn II, Sandgerði 2476 Hrönn, ísafirði 1182 Huginn, Vestmannaeyjum Húni, Höfðakaupstað Hvanney, Homafirði Jón Gunnlaugs, Sandgerði Jón Jónsson. Ólafsvík Jón á Stapa, Ólafsvík Júlíus Björnsson, Dalvík Kambaröst, Stöðvarfirði Kristbjörg, Vestmannaeyjum Ljósafell, Fáskrúðsfirði Leó, Vestmannaeyjum Mánatindur, Djúpavogi Manni, Keflavik Mímir. Hnífsdal Mummi, Garði Náttfari, Húsavík Ófeigur II, Vestmannaeyjum Œafur Tryggvason, Hornafirði Páll Pálsson, Hnífsdal Pétur Jónsson, Húsavík Rán, Hnífsdal Rán, Eskifirði Runólfur. Grafarnesi Sigurður, Siglufirði Sigurfari, Vestmannaeyjum Sigurfari, Patreksfirði Sigurkarfi, Njarðvík Sigurvon, Akranesi Skipaskagi, Akranesi Smári, Húsavík Snæfugl, Reyðarfirði Stapafell. Ólafsvík Stefán Árnason, Fáskrúðsfirði Stefán Ben, Neskaupstað Steingrímur trölli, Keflavík Stígandi, Vestmannaeyjum Stígandi, Ólafsfirði Svanur, Súðavík Sveinn Guðmundsson, Akranesi Sæfaxi. Neskaupstað Sæfell, Ólafsvík Sæþór, Ólafsfirði Tálknfirðingur, Sveinseyri Tjaldur, Stykkishólmi Ver, Akranesi Víkingur II, ísafirði Vinur, Hnífsdal Þorlákur, Bolungarvík Þorleifur Rögnvaldsson. Ólafsfirði Þórsnes, Stykkishólmi Þráinn, Neskaupstað 1401 2928 1778 1462 1984 1795 1132 1346 2431 2240 1329 2971 2434 1000 2795 1285 2620 1764 1923 1553 1574 2166 2906 1616 1099 1602 1269 1984 1206 2146 1915 1817 1165 1531 2733 1399 2357 1712 1075 1365 1370 1362 1673 1732 1274 1192 1665 1516 1691 2936 1980 Skógareldar við Miðjarðarhaf CANNES 16 júlí NTB — Miklir skógareldar geisa nú á Miðjarð arhafsströnd Frakklands. Á stöku stöðum hefur tekizt að hefta framgang þeirra t.d. við einbýlishúsahverfi nálægt Cann es, en þaðan urðu margir íbú- anna að flýja því að eldurinn var á nokkrum stöðum ekki nema 20 metra frá búsunum. Einnig var fólk, sem, hafði tjald að á þessu svæði að flýja eldinn. Skógareldar geisa einnig á milli þorpanna La Bedoule og Ceyrest um 160 km fyrir vestan Cannes. Þar vinna slökkviliðs- menn og hermenn frá flotastöð inni ii Marseilles að þvi að hetfta framgang eldsins, sem er mjög magnaður. íngibjörg Cunnarsdóttir HáöLDRUÐ hefur Ingibjörg Gunnarsdóttir náð landi vi% ó- kunna strönd. En nú var það ekki hún sem stóö við stýrið, heldur engill dauðans. Þreytt var hún orHn á jarðarlífinu, enda margur fengið nóg á færri árum en áttatíu og níu. Skaftfellingur að ætt og uppruna, Dyrhólasóknarbarn, var frú Ingibjörg, fædd 16. marz 1873. Barn að aldri missti hún föður sinn og fluttist þá að Norður-Vík í Mýrdal, þar sem heiðursjónin frú Ragnhild- ur Gunnlaugsdóttir og Þor- steinn Jónsson, hreppstjóri, tóku hana í ástríkt fóstur. I Vík — við hi:. válegu brim — lærði hún listina miklu að sæta lagi í lendingu. Því var það, að hversu illá sem Ægir lét, tókst henni ævinlega að bera knörr sinn að landi. Það virtist svo, sem hafrót, brim og boðaföll væru henni bezt að skapi, þá stóð húo ein í stafni og hló við hverri hættu. Ung brauzt hún að heiman, réðst til vistar á heimili Árna Gíslasonar, sýslumanns, með það fyrir augum að njóta til- sagnar hans í almennum fræð- um, sem henni og hlotnaðist. Síðar dvaldist hún á heimili frú Ragnheiðar og Þorleifs Jónssonar, póstmeistara, þar sem hún nam hannyrðir og tungumál. Auk þess lærði hún karlmannafatasaum. 1 Vik mætti hún lífsföru- naut sínum, Einari Jónssyni, húsa- og listmálara, en hann var Mýrdælingur, mætur mað- ur, ljúfur með listamannslund, yiðkvæmt bros í bláum augum. Bjuggu þau fyrstu hjúskapar- ár sín á Sauðarkróki, síðar á Akureyri og fluttust loks til Reykjavíkur árið 1907, þar sem þau reistu sér hús það við Skólavörðustíg 27, er varð nunnmg Ingibjörgu ástsælt heimili alla tíð. Þeim hjónum varð fimm barna auðið: Ragnhildur, þeirra elzt, gift Bjarna Jónssyni, fyrr- verandi verkstjóra í Hamri; Hjalti, málari, kvæntist Sigríði Sveinbjörnsdóttur; Gunnar, er lézt af slysförum árið 1942, og var síðari kona hans Þóra Borg, leikkona. Tvíbura misstu þau á fyrsta ári. Gunnar var ungri ekkju, ættmennum og vinum hinn mesti harmdauði, þó ekki sízt aldraðri móður, hverrar yndi og augnasteinn hann var. Árið 1922 lézt Einar Jónsson. Eftir það sá Ingibjörg sér og yngsta syninum farborða með saumaskap og annarri handa- vinnu. Einar og Ingibjörg áttu sömu hugðarefni, þó skaphöfn þeirra væri ólík, því Ingibjörg unni fögrum listum og var mjög list- ræn sjálf, lék á gítar, söng fal- lega, var prýðilega skáldmælt, bar gott skyn á bókmenntir, enda vel lesin. Hannyrðir allar vann hún með eindæma snilli, alveg fram í andlát sitt. Hljóm- list var henni unaður og nauð- syn. Frú Ingibjörg var sterkur persónuleiki, hæversk en frjáls- leg í framkomu, há og grönn og bar íslenzka búninginn með þeirri tign er honum ber. Oft var þröngt í búi Ingi- bjargar, en fátækt hennar var konungleg, því höfðingi var hún í lund. Heimili hennar að Skóla- vörðustig 27, varð miðstöð merkilegra mannfunda. Þar söfnuðust saman ýmsar gerðir hugsjónamanna, rökræddu trú, vísindi og listir af lífi og sál undir vökulu auga hinnar glæstu húsfreyju, sem bar kaffi á borð þegar hitinn stóð sem hæst og lét þá jafnan spaugs- yrði falla, því skopskyn henn- ar var bæði gott og mikið. Forvitin var hún í bezta lagi á dulin rök tilverunnar, leitaði véfrétta í spíritisma og guð- speki og yfirleitt hvar sem hún áleit feng vera að fá. Allt lét hún sig skipta af eldlegum á- huga. En fyrst og fremst var Ingi- björg Gunnarsdóttir góð kona, í þess orðs fyllstu merkingu. Allra böl vildi hún bæta, allra raunir þola. Hún varð því beinlínis hluttakandi í lífi ótal sorgarbarna. Bjartsýni hennar og örvandi lífsgleði varð ljós á vegum þeirra. Áföll fékk Ingibjörg, andleg og likamleg, en því stærri og sárari sem þau reyndust, þeim mun sterkari reis hún úr rúst- unum. Hún neitaði blátt áfram að láta bugast. Fágætt mun það einnig vera að Elli-kerling nái engum tökum á nær níræðri NU ER saltað í flestum sölt- unarstöðvum á Norður- og Austurlandi. Skipin koma inn með nægilega feita síld og stúlkurnar keppast við að raða silfurgljáandi síldinni í tunn ur. í staðinn fá þær merki í stígvél sín, sem síðar verða þeim skotsilfur. Hér eru 3 myndir, sú stærsta frá síldarsöltuninni í Ólafs- firði. Er myndin tekin á plani Drífu h.f.. og er verið að salta úr Hugrún ca. 260 tunnur. — Drífa var áður búin að salta úr einum bát. Aðrar stöðvar í Ólafsfirði voru ekki byrjaðar söltun ei fréttaritari blaðsins sendi þessa mynd um sl. helgi. Hinar myndirnar tvær eru frá Krossanesi, og sýnir sú minni fyrstu söltun sem þar hefur verið síðan 1918—1920, er Norðmaðurinn Oli Hansen starfrækti síðast söltunarstöð í Krossanesi. Nú hefur aftur verið gert síldarplan þar, og er Hafþór kom inn með sölt- unarsíld sl. þriðjudag, streymdu aftur fallegar stúlk ur út á síldarplan þar og byrj uðu að salta. í Krossanesi er einnig síldar bræðsla, sem kunnugt er, og sýnir myndin síldarverksmiðj una í bræðsiu. Krossanesmynd irnar tók st. e. sig. ^ 'V' konu, en svo var um frú Ingi- björgu. Aðeins síðasta æviárið mátti greina hinn háa aldur. Hún var íslenzkt sjálfstæði holdi klætt. Því sat hún ávallt sem drottning sinna heima. — Einni viku fyrir andlátið flutt- ist hún á heimili frú Ragnhild- ar, dóttur sinnar, er umvafði hana ástúð og mildi. Við mæðgur eigum Ingi- björgu margt og mikið að þakka, allt frá fyrstu kynnum er hófust árið 1919, laust eftir lát föður míns, en hann og Einar Jónsson voru góðvinir. Eitt sinn hýsti hún okkur all- ar fjórar, um þriggja mánaða skeið, meðan við biðum eftir íbúð. Ekkert var sjálfsagðara en sá átroðningur. Var þá oft glatt á hjalla þó þröngt væri setið og sannaðist þar sem oft- ar á Ingibjörgu, að þar sem hjartarúm er nóg, þar er einnig húsrúm. Og nú er ferðinni lokið. Löng var hún og ströng — ljúfsár. Mjúklega mun engill- inn hafa leitt hana að landi, þar sem ástvinir biðu með út- réttar hendur. Lifðu heil og hjartans þakk- ir fyrir samveruna. Steingerður Guðmundsdóttir. ★ Kært var óðal æsku ofið í hilling bjarta. Falið Guðs í gæsku, greypt á fleti hjarta. Loft var laugað sunnu, leiftur skáru ósinn. Sviflétt sólblik spunnu síkvik norðurljósin. Björt var meyjar mundia máttuK kyns í æðum, hönd I hagleik fundin. Hlý og frjáls í ræðum. Giftist merkum manni mætum æsku granna. Yndi og ást í ranni Einars myndir sanna. Löng var leiðin gengin líf er Guði falið. Misstir mann og drenginn milduðu tárin kalið. Efldur í afli vona ævi — leiðir vinnast. Þú varst þroskuð kona, þér var gott að kynnast. Einar J. Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.