Morgunblaðið - 25.07.1962, Page 3
Miðvikudagur 25. júlí 1962
MORGVNBLAÐIÐ
3
I
☆
LANDSMÓT SKÁTA
verður sett á Þingvöllum
um næstu helgi og eins og
getið hefur verið í frétt-
um munu sækja það um
260 erlendir skátar, auk
gestgjafa þeirra hér
hcima. Fyrsti hópur hinna
erlendu skáta kom til
landsins í gærmorgun og
er þar um að ræða 86
manna norskan hóp, pilta
og stúlkur, víðs vegar að
úr Noregi, sem hingað
kom með leiguflugvél frá
Osló. Fréttamenn Mbl.
litu upp í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar í gær og
náðu tali af nokkrum
blómarósanna í hópnum,
Norsku stúlkurnar kvörtuðu undan kuldanum á fslandi við fréttamenn Mbl. En þegar Ijós-
myndarinn tók fram myndavélina var ekki hugsað miklu lengur um gjóluna, heldur brostu þær
eins og þær gerðu, að eigin sögn, í hlýjunni í Osló. Stúlkurnar eru Kari Seeberg, Sigrun
Kaupang, Kirsten Romstad og Karen Myrer.
Kossar í skipapósti
Rabbað við norska skáta, sem
sækja munu landsmótið á Þingvöllum
auk fararstjórans norska,
Odd Hopp, sem er ritari
bandalags norskra skáta.
Þegar við gengum inn á
skólalóðina hittum við fyrir
fjórar aðlaðandi stúlkur í
blágráum búningum og það
var auðsjáanlegt að þær háðu
hetjulega en máske vonlausa
baráttu við íslenzku veður-
guðina enda skulfu þær eins
og lauf í vindi.
— Mikil lifandis ósköp er
kalt 'hérna á íslandi, sagði
Kari Seeberg frá Gjövik. —
Það var 16 stiga hiti í Oslo í
gær.
— Hvenær ákváðuð þið að
koma hingað?
— Ja — það var í marz.
— Svo þið hafið haft nægan
tíma til að prjóna á ykkur
flíkux?
— Já. Ég hugsaði nú ekkert
út í það, sagði Karin. Satt að
segja bjóst ég bara alls ekki
við þessum næðingi. í landa-
fræðibókinni leggur svo mikla
(hlýju frá Islandskortinu. —
Finnst yfckur ég vera háfleyg?
— Nei, nei. Okkur finnst
þeta mjög vel mælt.
— Eg hefi verið að undir-
búa mig síðan í marz; lesið
um ísland í bæklingum sem
okkur voru sendir. Þar kynnt
ist ég fyrst íslandi nútímans.
svo hefi ég kynnzt gamla tím-
anum og yfirborði landsins
við lestur íslendingasagnanna.
— Fáið þið þá tækifæri til
að heimsækja einhverja sögu-
staði?
— Já, já, svarar Sigrún
Kaupang, sem er frá Asker.
Hún hefur fylgzt með samtal-
inu við Kari af miklum áhuga
og vill fá að leggja orð í belg.
— Við eigum að fara í bílum
upp í BorgarfjÖrð á morgun,
í landnám Skalla-Gríms. —
Seinna í vikunni förum við
austur á bóginn, inn í Fljóts-
hldð og á aðra staði, sem við
höfum lesið um í Njálu.
— Urðuð þið ekki að spara
við ykkur hvern eyri til að
komast hingað?
— .Við urðum eðlilega að
fara hóflega í sakirnar. Ann-
ars er þetta ferðalag ótrúlega
ódýrt. Það kostar 750 norskar
krónur, og þar er allt innifal-
ið.
— Við verðum að gera hlé
á samtalinu. Þrír stórir áætl-
unar vagnar aka í hlaðið, því
nú stendur til að fara í öku-
ferð um borgina. Skátahópur-
inn kemur út úr skólanum og
staldrar við á tröppunum, svo
að ljósmyndarinn geti tekið
mynd. Fremst í hópnum stend
ur Odd Hopp, fararstjóri Norð
mannanna og þegar allir hafa
brosað sínu breiðasta og Ólaf-
ur smellt af gefst okkur kost-
ur á að ræða Mtillega við far-
arstjórann.
— Þetta er fjórða Xslands-
ferðin mín, segir Odd Hopp,
svo að mér finnst ég vera orð
inn kunnugur þjóðinni frá
gamalli tíð. Það er mér þess
vegna sérstök ánægja og að
vera kominn hingað einu
sinni enn með þennan glaðlega
hóp.
— Var eftirspurn mikil með-
al norskra skáta um að komast
hingað á landsmótið?
— Jú, við gátum ekki orðið
við allra óskum, því miður.
Við gerðum ráðstafanir strax
í fyrrahaust um að leigja flug
vél, og svo urðum við að miða
Viðsjár i Perú
Odd IIopp,
skátanna.
fararstjóri norsku
LIMA, 23. júlí — AP. Alþýðu-
sambandið í Perú, sem nær
öll verkalýðsfélög landsins
eiga aðild að, boðaði í dag til
allsherjarverkfalls. Er síðast
fréttist, virtist, sem verkfallið
myndi ekki ná fram að ganga,
því að herstjóm sú, er tók
völdin fyrir um viku síðan,
sendi hermenn á vettvang.
Hafði stjórnin þá lýst verk-
fallið ólöglegt.
Flestar verksmiðjur héldu
þvi áfram störfum í dag, þótt
ekki mættu allir til vinnu.
Vopnaðir hermenn héldu vörð
um flestar verksmiðjanna.
Orðrómur er á kreiki, þess
efnis, að hópur þingmanna sé
að undirbúa gagnbyltingu og
ætli sér að koma Manuel
Odria að sem forseta landsins.
Odria varð annar í forseta-
kosningunum 18. júní, en þær
kosningar lýsti herstjórnin
nýja ólöglegar. Efstur var
Torre, en hann hefur dregið
sig til baka.
— (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.'
tölu þátttakenda. við sætaf jöló
ann í vélinni.
Síðan skrifuðum við um ferð
ina í tímariti okkar og auglýst
um eftir umsóiknum. Urðum
við svo að velja í ferðina með
tilliti til meðmæla og umsagna
skátaforingja víðs vegar um
Noreg. Ahuginn, sem nörskú
skátarnir sýndu á þessari ferð,
er að mínum dómi einn vottur
um aukinn almennan áhuga
Norðmanna á íslandi.
— Hvað eru margir starf-
andi Skátar í Noregi?
— Starfandi skátar í Nor-
egi eru um 55 þús. Eg hefi
unnið með þeim síðan ég var
24 ára, en síðastliðin 16 ái
hef ég verið ritari norska
skátasamlbandsins og starfað
eingöngu á vegum þess, með
aðsetri í Osló. — Um leið og
við kveðjum Odd Hopp kemur
vinkona Okkar Sigrún hlaup-
andi og spyr hvort það sé
sjónvarp á íslandi.
— Nei, við höfum ekki feng
ið sjónvarp — ekki enn þá
minnsta kosti.
— Eg var að horfa á sjón
varp í Osló í gær. Eg si
Kennedy á fundi rneð blaða-
mönnum, Honum var sjónvarj
að í gegnum Telstar. — Segið
mér annars: Hvað kostar að
senda póstkort til Noregs?
— Ætli það kosti ekki um
fimm krónur. Annars vitum
við það ekki nákvæmlega.
Ætlarðu að skrifa til kærast-
ans?
— Eg var að hugsa um það,
ef það er ekki of dýrt. Kannski
ég æitti að senda það í skipa-
pósti. Burðargjaldið yrði áreið
anlega allt of hátt í flugi, því
að mér finnst ég verði að
senda honum að minnsta kosti
fimm kossa. Eg fæ nefnilega
ekki að sjá hann aftur fyrr
en 7. ágúst, segir Sigrún dálít-
ið stríðnislega um leið og hún
kveður.
Þjónaverkfallið
rir Félagsdómi
fy
í GÆR var mál Samfoands veit-
inga-og gistihúsaeiganda gegn
A. S. í. f.h. Pélags framleiðslu-
manna þingfest í Félagsdómi, en
veitingamenn telja verkfall þjóna
ólöglegt, eins og áður hefur ver
ið skýrt frá í fréttum. í dag fer
málflutningur fram, en síðan feli
ir dómurinn úrskurð í málinu.
Jón Magnússon hdl. flytur mál-
ið fyrir hönd veitingamanna,. en
Bgill Sigurgeirsson hrrl. fyrir
hönd alþýðusambandsins.
SMSTIINAR
Leggja lýðræði og
kommúnisma að jöfnu
Ritstjómargrein Tímans í gær
fjallar um ,4haldsstefnu og
komuiúnisma." Þar segir m. a.
„Hann (þ. e. Framsóknarflokk-
urinn) er bæði andvígur íhaldi
og kommúndsma, enda lítur
hann ekki á þetta tvennt sem
raunverulegar andstæður, held-
ur sem systkin.“
Af þessari ritstjórnargrein
verður ekki dregin önnur álykt-
un en sú, að Tíminn telji vest-
ræmt lýðræði engu betra en
kommúniskt einræði. Slíkur sam
anburður er ekki einungis til
þess fallinn að rýra traust
manna á starfsemi lýðræðis-
flokka hér innanlands, heldur
er þetta beinlinis stuðnimgur við
heimskommúnismann, því að
ekkert meta kommúnistar meira
en það, þegar stjómarstefnu
austan tjalds er af öðrum líkt
við stjómarfarið í lýðræðisríkj-
um. I voldugustu lýðræðisríkjun
um eru það „íhaldsmenn“, sem
móta stefnuiiia, og er þá ekki
ónýtt fyrir kommúnista að fá yfir
lýsingu um það, að stefna þeirra
sé engu betri en ráðamanna i
KranL
Virðist hér vera um að ræða
eimn liðinn í baráttu Tímans fyrir
því að sannfæra landsmenn um,
að kommúnisminn sé hreint ekki
svo slæmur, heldur bara venju-
leg stjórnmálastefna, sem sjálf-
sagt sé að hafa samneyti við.
Hver fær of mikið
Framsóknarmenn tönnlast á
því, að tekjuskiptingin sé svo
ranglát ' íslenzka þjóðfélaginu,
að fyrst og fremst þess vegna sé
Viðreisnarstjómin óalandi og
óferjandi. Gefur þaö tilefni til
að spyrja Tímann þeirrar spurn-
ingar, hverja hann telji bera of
mikið úr býtum, í þjóðfélagimu,
hvaða einstaklingar hafi of háar
tekjur borið saman við aðra og
hvaða greinar atvinnulífsins það
séu, sem hagnist um of á annarra
kostnað. Það er ekki hægt að tala
um rangláta tekjuskiptingu án
þess að benda á, af hverjum eigi
að taka f jármumi til þess að af-
henda þeim sem sagðir eru beitt
ir órétti. Þess vegna leyfir Morg-
unblaðið sér, að skora á Tímann
að svara þessum spurningum
undanbragðalaust.
Erlent fjármagn
Kommúnistar halda því fram,
að fslendingar eigi að byggja
stórvirkjanir og stóriðjuver fyrir
erlent lánsfé, en ekki að hafa
neitt samstarf við erlenda fjár-
magnseigendur. Við þessar full-
yrðingar er það fyrst og fremst
athugavert, að næsta óliklegt er,
að fslendingar gætu fengið að
láni til eins fyrirtækis tvö eða
þrjú þúsund milljónir króna, en
jafnvel þótt það tækizt er að
I sjálfsögðu miklu meiri áhætta því
samfara en samvinnu við traust
og heiðarlegt erlent fyrirtæki. Ef
t.d. erlendur einkaaðili byggir hér
alúminiumverksmiðju, þá er
rekstur hennar á hans ábyrgð og
íslendingar gætu aldrei anai-
að en hagnast af þeirri fram-
kvæmd, jafnvel þótt tæknifram-
kvæmdir eða breyttar markaðs-
venjur torvelduðu þann rekstur.
Þar að auki myndi langur samn-
ingur gerður við slíkan aðila um
orkusölu, sem stæði að mestu
eða öllu leyti undir stórlánd tH
að byggja orkuver þannig að ekki
væri heldur um neina verulega
áhættu okkar að ræða af slíkri
framkvæmd. Þetta er svo augljóst
mál, að það ætti ekki að þurfa að
ræða, enda eru þær raddir orðn-
ar hjáróma, sem af misskildum
þjóðarmetnaði vUja hindra mestu
framfarir í sögu landsins.