Morgunblaðið - 29.07.1962, Page 2
2
MÖKGUNfíLAÐlÐ
Sunnudagur 29. júlí 1962
Lánsfjárvandamál bænda
leyst til frambúðar
E I N S og kunnugt er voru
búnaðarsjóðirnir, undir stjórn
Framsóknarflokksins, komnir
í gjaldþrot. Sjóðirnir hófðu á
undanförnum árum gert mik-
ið gagn í sveitum landsins,
með því að lánað var til
uppbyggingar og ræktunar á
býlunum. Lán þessi voru að
vísu alltof lág, vegna fjár-
skorts lánasjóðanna. Heimilt
var að lána allt að 75% af
byggingarkostnaði, en síðustu
árin voru lánin aðeins 25—
30%. —
★
Arið 1955 voru byggingar-
lán í sveitum út á íbúðarhús
hækkuð upp í 75 þúsund kr.
á íbúðarhús. Arið 1958, þeg-
ar vinstri stjórnin fór með
völd og hækkaði allt verðlag
í landinu að miklum mun
með hinum frægu „bjargráð-
um“ sínum og byggingar-
kostnað um 40—50%, lét
Framsóknarflokkurinn það ó-
gert að hækka lánin til fram-
kvæmda i sveitum landsins.
Haustið 1960 voru lánin
hækkuð til íbúðahúsabygg-
inga upp í 90 þús. kr. Arið
1961 voru lánin hækkuð upp
í 100 þús. kr. Jafnframt voru
lán hækkuð til útihúsabygg-
inga samsvarandi.
Þetta var gert með nýjum
lántökum, sem ríkisstjórnin
útvegaði hinum gjaldþrota
búnaðarsjóðum.
★
Með hinni merku löggjöf
frá síðasta Alþingi um stofn-
lánadeild landbúnaðarins eru
skapaðir nýir möguleikar til
útlána í þágu framkvæmda í
sveitum landsins. Ibúðahúsa-
lán munu verða hækkuð upp
í 150 þúsund kr. á íbúðar-
hús. Auk þess hefur núver-
andi ríkisstjórn beitt sér fyr-
ir því að illa stæðum bænd-
um, sem þurfa að byggja,
verði veittur allt að 40 þús.
kr. styrkur til byggingar í-
búðarhúss á jörð sinni.
Þess ber einnig að geta, að
nú verða í fyrsta sinni veitt
lán til kaupa á dráttarvélum.
Einnig verða bændum veitt
lán til súgþurrkunartækja,
sem nauðsynlegt er að sem
flestir bændur eignist og
tryggi sig þannig gegn ó-
þurrkatíð.
Lán út á útihús og aðrar
framkvæmdir verða einnig
aukin í samræmi við það sem
áður er sagt.
★
Þessar staðreyndir sýna, að
núverandi ríkisstjóm hefur
haft farsæla forystu um að
leysa lánsf járvandamál bænda
á raunhæfan hátt og til fram
búðar. Er það allt annað en
sagt verður um Framsóknar-
menn, sem létu lánasjóði land
búnaðarins verða gjaldþrota
undir stjórn sinni og ómegn-
uga þess að rækja hlutverk
sitt í þágu sveitanna.
Viðrœðurnar í Briissel:
Bretar reyna að tryggja
hag samvetdistandanna
Allgóbar horfur taldar á samkomulagi
Brussél, 25. júlt — (NTB-AP)
VIÐRÆÐUR um eitt allra
erfiðasta vandamál í sam-
bandi við inngöngu Breta í
Efnahagsbandalag Evrópu,
innflutning landbúnaðaraf-
urða frá ríkjum brezka sam-
veldisins, hófust fyrir alvöru
í Brússel á miðvikudag. Voru
ráðherrar nær allra landanna
viðstaddir. Síðdegis gætti
nokkurrar bjartsýni meðal
Breta á því að samkomulag
næðist, þótt þeir teldu að allr
ar varfærni bæri að gæta í
spám um slíkt, m. a. þar sem
bandalagsríkin halda enn
fast við það skilyrði sitt, að
fullkomið jafnrétti í viðskipt
um verði komið á innan
bandalagsins árið 1970.
Samveldislönd Breta, þau sem
umræðurnar snúast nú um, eru
fyrst og fremst Astralía, Kan-
ada og Nýja-Sjáland.
Fundur samveldisleiðtoga
f aðalatriðum mun afstaða
samningsaðila lítið hafa breytzt
upp á síðkastið, en þrátt fyrir
það eru menn bjartsýnir á, að
um síðir muni fást niðurstaða,
sem unnt sé að leggja fyrir ráð-
NA /5 hnúiar
S V SOhnútar
SnjHoma t Úii HM0 V Skúrir K Þrumur WSs, VV II H.Hat L&Lma»
stefnu forsætisráðherra brezka
samveldisins, en hún á að fara
fram í Bretland snemma í sept.
Enginn af þeim, sem hlut eiga
að yfirstandandi viðræðum, er
þeirrar skoðunar, að þær muni
fara út um þúfur.
Slakað í 2 atriðum
í tveim atriðum, sem snerta
innflutning landbúnaðarafurða
frá 3 áðurnefndum samveldis-
löndum, hafa bandalagsríkin
breytt afstöðu sinni.
Þau eru nú reiðúbúin til að
gera samveldislöndunum kost
á sérstökum viðskiptasamn-
ingum varðandi tilteknar
vörutegundir sem falla utan
samninga um viðskipti á
heimsmarkaði. — Ennfremur
hafa þau fallizt á, að þegar
verði teknar upp umræður
innan Efnahagsbandalagsins,
ef í ljós kemur, að tollaá-
kvæði bandalagsins leiði til
rýrari innflutnings um-
ræddra landa til Bretlands.
Framth. á bls 23
Ein af myndum Haye W. Hansens af íslenzka upphlutnum.
Þýzkur listamaður kynnir
norræna þfóðbúninga
SÝNINGARGLUGGI Morgun-
blaðsíhs sýnir um þessar mundir
málverk af norrænum þjóðbún-
ingum eftir Haye W. Hansen,
málara og fomleifafræðing. Eru
þetta myndiraf þjóðbúningum ís-
lendinga, Færeyinga, Norðmanna
Finna og Frísa.
Haye W. Hansen er þýzkur að
ættemi. Hefur hann dvalið lang-
dvölum hér á landi og vinnur nú
að bók um ísland.
1800 sjóliðnr
kollaðir heim
Washington, 28. júlí —
Tilkynnt hefur verSð að nú
verði kallaðir heitn. þeir 1800
sjóliðar sem enn eru í Thailandi
— af þeim sem þangað voru send
ir fyrir tveim mánuðum vegna
ástandsins í Laos. Enn eru þó
eftir i landinu rúmlega þrjú þús
und bandarískir hermenn úr
landhernum og flughernum.
Tillaga Home lávarðar:
Fastanefnd fjórveldanna
fjalli um Berlínar-vanda-
málið
LÆGÐIN fyrir suðvestan
land var að grynnast í gær-
morgun, en lægðin við Labra
dor fór vaxandi og nálgaðist
með heldur auknum hraða.
Er því ekki að búast við
löngu hléi milli lægða Kl. 9
í gærmorgun var hlýjast á
Raufarhöfn 15°, en kaldast á
Kambanesi (milli Breiðdals-
víkur og Stöðvarfjarðar), 8°.
1 fyrrinótt rigndi 16 mm á
Þingvöllum, en búizt var við
batnandi veðri þar.
Veðurspáin á hádegi í gær:
SV-land, Faxaflói og miðin:
Sunnan kaldi og skúrir, Iéttir
til með vestan átt í kvöld.
Breiðafjörður, Vestfirðir og
miðin: SA gola, skúrir.
Norðurland, NA-land og mið
in: Sunnan gola, sums staðar
léttskýjað.
Austfirðir, SA-land og mið-
in: Sunnan gola eða kaldi,
skúrir.
LONDON, 26. júlí (NTB) — l
BREZKI utanríkisráóherrann,
Home lávarður, hefur gert það
að tillögu sinni við Gromyko, ut
anríkisráðherra Sovétveldisins,
að stórveldin fjögur — Banda-
ríkin, Sovétrikin, Bretland og
Frakkland — setji á fót sérstaka
fastanefnd, til þess að fjalla um
Berlínar-vandamálið.
Var frá þessu sikýrt eftir áreið
anlegum heimildi’m •' London á
fimmt.iiHapy
í ræðu, sem Home lávarður
hélt í neðri málstofunni á mið-
vikudag, skýrði hann sjálfur frá
því, að hann hefði lýst yfir þeirri
skoðun sinni við Gromyko, að
leggja þyrfti grundvöll að sam
felldum viðræðum stórveldanna
um Berlín og önnur sameigin-
leg vandamál þeirra.
Samkvæmt áðumefndum heim
ildum mun Gromyko ekki hafa
tekið undir tillöguna á þessu stigi
málsins; en þó ekkj iWdur vísað
ifcæoni á bug.
Uniboðsmenn S.H.
í Ameríku komnir
f DAG kl. 11 koma með Loft-
leiðavél frá Bandaríkjunum 12
umboðsmenn og sölustjórar,
sem vinna hjá Coldwater Sea-
food Corp., sem er dótturfyrir-
tæki Sölumiðstöðvar hraðfrystj-
húsanna. Munu þeir dvela hér 1
vikutíma og kynna sér hrað-
frystiiðnaðinn á fslandi, auk
þess sem þeir ræða við forráða-
menn SH.
Norðmenn styðja
vanþróaða
PARÍS, 25. júlí (NTB/AFP). —
Noregur gerðist í dag 12. aðilinn
að nefnd þeirri, sem skipuleggur
á vegum Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu (OECD) aðstoð
við vanþróuð ríki. Allir meðlimir
nefndarinnar höfðu áður lýst sig
fylgjandi aðild Norðmanna. Full-
trúi þeirra í nefndinni verður
Jens Boyesen, sendiherra, en
hann er fastafulltrúi Norðmanna
hjá OECD.