Morgunblaðið - 29.07.1962, Qupperneq 5
r Sunnudagur 29. júlí 1962
MORCVNBT ÁTHÐ
UM þessar mundir ér stödd
hér á landi íslenzk kona, sem
í 16 ár hefur verið búsett í
Washington í Bandaríkjunum.
Er það frú Ragniheiður Jóns-
dóttir Ream. Fréttamaður Mbl
fékik nýlega tsekifæri til þess
að ræða stundarkorn við frúna
á heimili foreldra hennar, frú
Sigríðar og Jóns Halldórsson
ar að Hólavallagötu 9.
Aðspurð kvaðst frú Ragn-
heiður ætla að dveljast hér í
7 vikur að þessu sinni, en
maður hennar, Mr. Ream, sem
er eðlisfræðingur og vinnur
á vegum amerígku stjórnarinn
ar, dvelst hér í 3 vikur með
henni, en er nú farinn aftur
utan til starfa. — I>að er nauð
synlegt, að halda samband-
inu við foreldra sína og vini,
sagði frúin, og einnig þykir
mér gott að koma hingað á
þeim árstíma, þegar heitast er
úti.
★ ★ ★
Við tökum eftir því, að í stof
unni hanga þrjú afar skemimti
leg málverk eftir frúna. Hún
vill þó sem allra minnst um
þau tala og segir hæversklega,
að það sé ekiki tímabært að
tala um hana sem listakonu.
— Við geturn kannske talað
um það eftir 10 ár, segir hún,
en nú skuium við heldur tala
um listalífið almennt. Sam-
keppnin í Washington er
vissulega geysihörð. Lista-
mennirnir eru tiltölulega
miklu fleiri þar en hér, og
kaupendur að sama skapi
færri. Þar ríkir heldur ekki
sá góði siður, sem hér er svo
algengur, að menn skjóti sam
an fyrir afmælisgjöfum og
kaupi þá m.álverk. Annars er
verð á listaverkum miklu
hærra í New-York en Was-
hington og listai-enn leita
gjarna þangað eftir að þeir
hafa öðlast frægð í Washing-
ton.
★ ★ ★
— Eru mörg málverkasöfn
í Washington?
— Þar eru þrjú stór söfn,
Frú Ragnheiður Jónsdóttir Ream.
en það er algengt, að þau
séu t.d. 5x8 fet. Það er svo há-
tíðlegt að koma í herbergið,
líkast því að ganga inn í kap-
ellu. Ég hef aðeins einu sinni
áður orðið fyrir slíkum áhrif-
um af sýnilegri list, ef við
getum kallað það svo, en það
var, þegar ég kom inn í saku-
stíu Michelangelo, sem hann
gerði í Medici kapellunni í
Firensæ. Kapellan sjálf er
afar skrautleg, og þegar geng
ið er inn um sérstakar dyr inn
í sakristíuna kemur einfald-
leiki hennar svo mjög á óvart.
★
— Hvaða listmálarar finnst
yður bera hæst í Bandaríkj-
unum um þessar mundir?
— Ég hygg, að það séu
T ómstundastarfið
orðið alvara
National Gallery of Art, The
Corcoran og Philips Gallery,
auk fjölda sýningarsala, þar
sem seld eru málverk og eru
reknir af einstaklingum.
Corcoransafið og Félag lista
mann í Washington halda ár- .
lega hvort um sig sýningar,
þar sem sýnd eru 70—80 mál-
verk. En fyrir þessar sýningar
berast ætíð um 2000 málverk
svo að val dómnefndarinnar
getur oft orðið æði erfitt.
— Hafið þér átt verk á
þeim sýningum?
— Mér hefur bæði verið
tekið og hafnað. Síðastliðin -
fimrn ár hef ég þó átt verk á
sýningunum.
Frú Ragnheiður vill ekki
tala meira um það, en heldur
áfram að tala um söfnin. — í
Philips Gallery, segir hún, er
t.d. eitt herbergi algerlega
helgað hinum fræga miálara
Mark Rothiko. Málverk hans
eru afar einföld bæði í bygg-
ingu, flötum og litum og svo
seiðandi, að þegar komið er
inn í herbergið, er eins og
málverkin umlyki mann og
löngun vaknar til þess að
ganga inn í þau. Stærð mál-
verkanna hefur líka sín áhrif,
+ Gengið +
Mark Rothko, sem ég nefndi
áðan og einnig Willem de
Kooning, Franz Kline og Ric-
hard Diebenkorn, en hann er
ásamt Rothko minn eftirlætis
málari.
Þá vildi ég gjarnan minnast
á tvo íslenzka listmiálara, kon-
ur reyndar, sem hafa aflað
sér frægðar í Bandaríkjun-
um, þær Lovísu Matthíasdótt-
ur og Nínu Tryggvadóttur.
Nína hélt t.d. sýningu í New
York í fyrra. Gerði ég mér
sérstaka ferð þangað og var
mjög ánægð yfir því, sem ég
sá. Annars finnst miér leiðin-
legt að geta ekki fylgst með
því, hvað ungu málararnir hér
heima eru að gera, en þegar
ég hef komið hingað á sumrin,
er jafnan lítið um sýningar.
' ■— Hvað um stefnurnar?
— Abstract-expressionism-
inn er mjög áberandi í Banda
ríkjunum og hefur haft víð-
tæk áhrif á málaralist í
Evrópu.
Mörgum geðjást ekki að ab-
stract list yfirleitt, þeir vilja
heldur þekkja fyrirmyndina
fyrir hlutunum. En málararnir
vilja láta myndirnar tala sínu
eigin rnóli og láta áhorfendur
um að mynda sér sínar skoð-
anir. Einn fremsti málari
Bandarí'kjanna, Kenzo Okada
sem er af japönskum ættum,
sagði t.d. þegar hann var beð-
inn um að útskýra bláan flöt
í einni mynda sinna og var
spurður: „Hvað er þetta?“
„Hvernig get ég sagt, hvað
barnið mitt er, eða hvað móð-
ir mín er?“ Margt fólk, sem
sér abstrakt málverk, segir, að
þetta sé ekkert nema litir, en
það er mesti misskilningur,
því að um þau gilda sömu
reglur og hin klassísku mlál-
verk, nefnilega, að þau eru
byggð upp af komposition,
fonmi, litameðferð, áferð o.s.
frv.
— Hver er yðar stefna?
— Sjálf aðhyllist ég enga
sérstaka stefnu. Ef mér þykir
einhver mynd góð, er mér
sama í hvaða isma hún er
máluð.
— Var eitthvað sérstakt,
sem olli því, að þér byrjuðuð
að mála?
Já, og jafnvel ekikert
skemmtilegt. Ég var upphaf-
lega að læra að spila á píanó,
en við hjónin bjuggum þá í
sambýlishúsi og þótt ég gerði
samning við konuna á hæð-
inni fyrir neðan um, að ég
mætti æfa mig fjóra tíma á
dag, var hún sífellt að nöldra,
og ég ákvað að snúa mér að
öðru, sem ekki hafði eins mik-
inn hávaða í för með sér.
— Spilið þér eins mikið og
þér málið?
— Ég hef að nokkru leyti
lagt það á hilluna eftir að
komiast í kynni við málaralist
ina. Það er erfitt að þjóna
hvorutveggja, ef vel á að fara,
áuk heimilisins.
— Hvar hafði þér stundað
nám?
— Hjá The American Uni
versity. Vinir mínir segja, að
það hljóti að vera ákaflega
skemimtilegt að hafa eitthvert
tómstundastarf, en það er
bara orðin rammasta alvara,
áður en maður veit af, sagði
frú Ragnheiður að lokum.
Framkvœmdastjóri
Verzlunar og iðnaðaríyrirtæki í nágrenni Reykja-
víkur óskar eftir að ráða til sín framkvæmdastjóra
nú þegar. Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri
störf ásamt meðmæJum ef fyrir hendi eru, sendist
Mbl. mevkt: „7610“ tyrir 7. ágúst n.k.
Suita^arhúsnæði
óskast til kaups í Reykjavík eða fyrir utan bæinn
ca. 1500—2000 ferm. æskilegast á tveim hæðum
með einhverri lóð i kring. Tilboð sendist Mbl. merkt:
„Iðnaður — 7619“ fyrir fimmtudagskvöld.
fbúð með
húsgögnum óskast til leigu fyrir sænsk hjón frá
1. ágúst n.k. til 3ja — 4ra mán. Uppl. í símum
17455 og 24944.
ÞÖRSMÖRK
Helgarfríinu urn verzlunarmannahelgi er bezt varið
með 3 daga ferð i Þórsmörk. Farið frá B.S.R. kl. 2
á laugardag. Farseðlar á B.S.R.
Tryggið yður miða tímanlega.
Guðmundur Jónasson.
VINDJAKKINN
eltirspurði
'Jr Fæst nú aftur
í öllum litum og
stærðum.
'k; Fallegasta flíkin
í sumarferðalagið.
★ Léttur og þægilegur
Fer vel.
★ Tízkan 1962.
Stærðir frá 8 ára.
Sendum gegn póstkröfu.
W|
Aðalstræti 9
Sími 18860.
26. júlí 1962.
1 Enskt pund ........
1 Bandaríkjadollar .
1 Kanadadollar
100 Danskar krónur ... 621,56 623,16 100 V-þýzkt mark .... 1.077,65 1.080,41
+ 100 Sænskar krónur .. . 834,21 836,36 100 Tékkn. (..ur 598,00
110 Finnsk mörk .. 13.37 13,40 100 Norskar kr 601,73 603,27
Kaup Sala :oo Franskir fr . 876,40 878,64 100 Gyllini 1195,13 1198,19
120,49 120,79 100 R^lsricki’* fr .. 86.28 86,50 1000 Limr .. 69.20 69,38
42,9? 43,06
39,76 39,87 100 Svissneskir fr. . 994,67 997.22 100 Austurr. sch. .. 166,46 166,88
HINIR
Ódýru og fallegu
dönsku
KVENSTRIGASKÓR
með kvarthælum
eru komnir aftur.
Sendum gegn póstkröfu.
kéítúht
£au9av>.38, 3.13962
#