Morgunblaðið - 29.07.1962, Page 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 29. júlí 1962
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 3.00 eintakið.
STYÐJA MÁLSTAÐ
RÚSSA
rins og fyrri daginn styðja
•®-i kornmúnistar máistað
Rússa. Þeir ráðast nú dag
hvem á ríkisstjómina og síld
arútvegsnefnd fyrir það að
ekki hafa náðst samningar
um sölu saltsíldar til Ráð-
stj órnarríkj anna.
Á þessu stigi málsins skal
Morgunblaðið ekki leggja
dóm á þær samningaviðræð-
ur, sem frarn hafa farið milli
íslenzkra og rússneskra aðila,
enda vill blaðið í lengstu lög
treysta því að heilbrigðir
samningar náist, þar sem við
skiptasjónarmið ein séu lát-
in ráða.
En afstaða kommúnista-
málgagnsins ,,íslenzka“ er
fordæmanleg. Það heldur því
fram að öll sök sé hjá ís-
lenzkum aðilum, og hefur
beitt svo stórfelldum fölsun-
um í málflutningi sínum, að
bæði síldarútvegsnefnd, og
meira að segja fuiltrúi komm
únista í henni hafa orðið að
krefjast leiðréttinga af blað-
inu.
Þegar þetta er ritað er ekki
vitað hvort og þá hvenær
samningar nást við Rússa, en
vonandi verður það bráðlega,
þótt skrif „íslenzkra“ komm-
únista benai til þess að þeir
eeski þess að fá notið aðstoð-
ar Rússa til að fá árásarefni
á íslenzk stjórnarvöld. Fer
ekki á milli mála að þeir
mundu óska þess að Rússar
keyptu ekkert að þessu sinni
til þess að íslenzku ríkis-
stjórninni yrði gert erfiðara
fyrir og henni kennt um.
BEN BELLA
OG HANNIBAL
Tj'lest bendir til þess að Ben
* Bella muni verða ofan á
í togstreitunni um völdin í
Alsír. Af því leiðir að frem-
ur er ólíklegt að hið nýja
ríki og þjóð þess muni a.m.k.
fyrst í stað njóta lýðræðis í
stjórnarháttum. Ben Bella
hefur lýst því yfir, að hann
telji, að í hinu nýja, sjálf-
stæða Alsír eigi aðeins að
vera einn stjómmálaflokkur,
sem öllu ráði.
Eins flokks skipulagið er
eitt af megin einkennum
þess sjómarfars, sem komm-
únistar hafa komið á í þeim
löndum, er þeir ráða. Þar er
aðeins leyfður einn stjórn-
málaflokkur, sem á að hafa
menn í kjöri við svokallað-
ar „kosningar11, sem látnar
eru fram fara og fólkið er
skyldað til að taka þátt í.
Vitanlega er hér um hreinan
skrípaleik að ræða. Það fólk,
sem gengur að kjörborði, þar
sem slíkt skipulag ríkir, á
ekki neinna kosta völ. Það
verður að kjósa þann eina
frambjóðanda eða framboðs-
lista, sem í kjöri er. Það get-
ur ekki einu sinni skilað auð-
um seðli, þar sem eftirlits-
menn fylgjast með því, hvort
kjósandinn greiðir raunveru-
lega atkvæði eða ekki.
Það vakti töluverða at-
hygli, þegar einn af aðal-
leiðtogum íslenzkra komm-
únista, Hannibal Valdimars-
son, kom úr heimsókn frá
Tékkóslóvakíu, að hann lýsti
þvi yfir að kosningar þar i
landi undir stjórn kommún-
ista færu fram með mjög
svipuðum hætti og hér ger-
ist. Hann taldi að lýðræði
eins flokks skipulagsins stæði
í engu að baki vestrænu lýð-
ræði, sem gefur kjósendum
kost á að velja á milli margra
stjórnmálaflokka og ákveða
þannig í raun og veru með
atkvæði sínu, hverjir skuli
stjóma landinu á hverjum
tíma.
Hannibal Valdimarsson
virðist því vera á mjög svip-
uðu lýðræðislegu þroskastigi
og Ben Bella, sem vill tryggja
Alsírbúum eins flokks skipu-
lagið, þegar þeir hafa öðlazt
sjálfstæði sitt!
BÖRNIN
í SVEITINNI
Í hverju sumri halda þús-
undir barna úr kaup-
stöðum landsins' út í sveit-
irnar og dvelja þar sumar-
langt hjá vinum og venzla-
mönnum. Kaupstaðafólkið
veit, að böm þeirra hafa af
fáu betra en sumardvöl á
góðu sveitaheimili. Þar læra
þau algengustu störf, njóta
hollrar útivistar og kynnast
dýmnum og verða félagar
þeirra og vinir.
Þessi dvöl bama og ungl-
inga í sveitinni hefur ómet-
anlegt uppeldislegt gildi. En
þar að auki á hún áreiðan-
lega ríkan þátt í að auka
samúð og skilning milli fólks
ins í sveit og við sjó. Milli
heimilanna í kaupstöðunum
og sveitaheimilanna skapast
oft traust tengsl vináttu og
gagnkvæms trausts. Sveita-
dvöl barnanna er þess vegna •
Eisenhower og frú fyrir framan skjöldinn í hallar- kirkjunni í Frederiksborg
Gáfu ekki þver-
fótað í TÍVOLÍ
EISENHOWER, fyrrverandi
Bandaríkjaiforseti, frú ihans
og tvö barnaibörn eru um
þessar mundir á ferðálagi um
Evrópu. Þetta er í fyrsta
skipti. sem Eisenihower hef-
ur komið til Evrópu í einka-
erindum síðan 1928.
Þau fóru með lest eftir
endilangri Evrópu og komu
til Danmerkur s.l. þriðjudag.
Eisenihower sýndi barna-
börnum sínum Barbara Ann
og David, ýmsa fræga staði
úr síðasta stríði og rifjaði
upp gamlar minningar í sam
bandi við þá.
í Danmöriku var vel tekið
á móti forsetabjónunum og
barnabörnum þeirra. Er það
í frásögur færandi, að þegar
iþau ætluðu að skemmta sér
kvöldstund í Tívolígarðin-
um, gátu þau ekki þverfót-
að fyrir mannfjölda, sem
safnazt hafði saman í garð-
inum til að hylla þau. Urðu
iþau að yifirgefa staðinn við
svo 'búið — börnunum til
mikilla leiðinda. Þau höfðu
annars skemmt sér konung-
lega í ferðinni, fengu m.a.
að stýra ferjunni á Stóra-
Belti og margt fleira sér til
gamans gert.
Einnig fóru Eisenhower og
fylgdarlið hans til Norður-
Sjálands, og skoðuðu þau þar
þrjár hallir og snæddu
skrínukost í skóginum. M.a.
komu þau við í hallarkirkj-
unni í Frederiiksborg, þar
sem riddaraskjöldur fíla-
beinsorðunnar, sem Eisen-
hower var á sínum tíma
sæmidur, hangir. Á skildin-
um stendur: „Peace through
understanding.“
Franskur her á
Bizerta árið
brott frá
1964
Stórhýsi í smíðum
TÚNIS, 25. júlí (AP/NTB). —
Habib Bourgiba, forseti Túnis,
lýsti því yfir í ræðu hér í Túnis
í dag, að ðeilan við Frakka um
flotaflugstöðina í Bizerta væri nú
úr sögunni. Munu Frakkar ljúka
við að flvtja her sinn á brott það-
an einhverntíma árs 1964.
ekki aðeins gagnleg fyrir
hina ungu og uppvaxandi
borgara, sem hennar njóta.
Hún er þjóðfélagslegur á-
vinningur, sem á sinn þátt í
því að samstilla krafta þjóð-
arinnar og stuðla að nauð-
synlegum skilningi og þekk-
ingu á högum og aðstöðu ein-
stakra stétta hennar. Þess
vegna er æskilegt að sveita-
dvöl barna og unglinga sé
sem almennust, og að reynt
sé að stuðla að henni eftir
fresmta megni.
Það ár hyggst Neo-Destour
flokkur Bourgiba halda sing sitt í
Bizerta, og verður herinn þá far-
inn. Bourgiba skýrði frá þessu
í ræðu, sem hann hélt í tilefni
5 ára afmælis túníska lýðveldis-
ins.
Frakkar fluttu aðal her sinn
á brott frá Túnis árið 1958, en
héldu þá eftir Bizerta-herstöð-
inni. Fyrir ári kom til blóðugra
bardaga milli franskra og tún-
ískra hermanna, er þeir síðar-
nefndu reyndu að hrekja Frakka
á brott frá Bizerta með vopna-
valdi. Það tókst ekki. — Frakkar
hafa hins vegar alltaf lýst því
yfir, að þeir væru fúsir til að
verða á brott, strax og þeir teldu
slíkt unnt af hernaðar- og örygg-
isástæðum.
í síðustu viku áttu sér enn
stað viðræður milli franskra og
túnískra ráðamanna um brott-
flutning hersins og mun niður-
staða þeirra hafa 'H'ðið sú, sem
að ofan greinir.
AKRANESI, 26. júlí — Verið
er að Ijúka við að slá upp mótum
að neðstu hæð að 3ja hæða stór
hýsi, sem er að rísa á Kirkjubraufc
54—56. Bygging þessi stendur á
•550 ferm. grunni, á jarðhæð
verða kjörbúðir og nýtísku verzl
anir, á miðhæð verða 2 íbúðir og
Oddfellowstúkan Egill á Akra-
nesi ætlar að byggja 3. hæð húss
ins og eiga þar sína framtíðar-
bækistöð. Einn aðaleigandi er
Ólafur E. Sigurðsson útgerðar-
maður. Yfirsmiður er Jóhann
Pétursson.
Vb. Svanur kom inn af veiðum
í morgun og landaði 1,5 lestum
af bumar. Tveir dragnótabátar,
þeir einu sem úti voru í nótt, lönd
uðu í morgun, Björg 400 kg af
kola og 220 kg, af þorski, Flosi
hafði 600 kg, — Oddur