Morgunblaðið - 29.07.1962, Blaðsíða 13
f
Sunnudagur 29. júlí 1962
MORCVNBIAÐIÐ
13
Varðveizla
handrita
Anægjulegt er, að nú skuli
hafa verið lokið við að gera vist
lega og trausta handritageymslu
í Safnahúsinu við Hverfisgötu,
þar sem varðveitt verður hand-
ritasafn Landsbókasafnsins.
Erlendir andstæðingar þess, að
Danir afhentu íslendingum hand
ritin, hafa tíðum bent á, að ís-
lendingar hefðu ekkert aðhafzt
til að geta tekið við þeim. í hin-
um nýja handritasal eru góðar
gemslur og fullnægjandi fyrst í
Stað, er handritin koma heim.
Að sjálfsögðu eru þó allir
sammála um, að þar sé einungis
um bráðabirgðaráðstöfun að
ræða, enda hefur nú verið á-
kveðið að reisa sameiginlegt
safnahús fyrir Landsbékasafnið,
Árnasafn og Háskólabókasafnið.
Þegar við höfum endurheimt
handritin, mun þess ekki langt að
bíða, að hafizt verði handa um
þá byggingu og hún gerð þann-
ig úr garði, að til sæmdar verði.
Frá skátamótinu á Þingvöllum 1956, þegar lafði Baden Powell var hér í heimsókn. Sést
hún rfemst á myndinni ásamt Helga Tómassyni og Hrefnu Tynes.
REYKJAVIKURBREF
Laugard. 21. júlí
Gkátamót á
Mngvöllum
Mikill straumur ferðamanna
liggur nú til landsins, svo að
naumast getur lengur dulizt, að
spár þeirra, sem talið hafa að
Island mundi verða mikið ferða
mannaland, eru að rætast.
Meðal þeirra, sem nú gista ís-
land, er fjöldi erlendra æsku-
manna og kvenna, sem sækja
landsmót skáta á Þingvöllum.
Þessum ungu gestum ber sér-
staklega að fágna.
Skátahreyfingin vinnur hér á
landi eins og annars staðar
merkilegt starf. Hún þroskar
æskulýðinn, eykur sjálfsvirð-
ingu hans og heilbrigt sjálfs-
traust. Kom það glöggt í ljós
fyrir skemmstu, þegar hópur
unglinga var með drykkjulæti
á Þingvöllum, en skátar, sem
þar voru, aðstoðuðu lögreglu
við að halda uppi röð og reglu.
Það er ekki háttxir skáta að
búa á lúxushótelum. Þess vegna
getum við tekið á móti fjöl-
mennum hópum þeirra; en að-
stöðu til að taka á móti öðrum
ferðamönnum þarf að bæta.
Framtíð
Ilveragerðis
Einn þáttur þess að styrkja
þann mikilvæga atvinnuveg,
sem móttaka ferðamanna getur
verið, og ef til vill sá mikilvæg-
asti, er að reisa baðhótel í Hvera
gerði og hagnýta heilsulindirn-
ar, sem þar eru, gufuna og
bveraleirinn.
Eftir yfirlýsingar þýzka sér-
fræðingsins Baumgartners skilst
mönnum, að hér er um að ræða
mikil auðæfi. Þótt það sé mik-
ils um vert, þá er hitt þó enn
ánægjulegra, að um leið og þau
eru hagnýtt skuli vera hægt að
veita hér þúsundum manna
heilsubót.
Á það er bent, að í Hvera-
gerði fari margt misjafnlega, þar
skorti götur, holræsi o.s.fiv. —
Eru lýsingar sumra á því sviði
ixokkuð stórkarlalegar.
Auðvitað er hér mikilla úr-
bóta þörf, áður en — og sam-
hliða því, sem ráðizt verður í
byggingu heilsuhælis. En hitt er
rangt, ef menn kynnu að draga
þær ályktanir af blaðaskrifum,
að Hvergerðingar væru sér-
stakir sóðar. Þvert á móti hafa
margir einstaklingar gert þar
stórvel við fegrun og umhirðu
gróðurs, ekki sízt forstjóri Elli-
heimilisins Grundar, að ó-
gleymdu starfi Kristmanns Guð
mundssonar á sínum tíma.
Hveragerði á án alls efa meiri
framtíð fyrir sér en flest kaup-
tún önnur. — Þar þarf aðeins að
hefjast handa.
Eins og í
Vestmannaeyjum
Alveg á sama hátt og aðstað-
an í Hveragerði skilar fyrst arði,
þegar varið hefur verið miklu
fé og vinnu til að hagnýta hana,
væri öðru vísi umhorfs í Vest-
mannaeyjum, ef þar væru ekki
fiskiðjuver og mikill og góður
bátafloti.
Á vertíðinni í fyrra var held-
ur daufur bragur í Vestmanna-
eyjum. Þar var hin dauða hönd
verkfallanna lengi að verki. Ef
til vill hefur hinn litli afli á
vetrarvertíðinni þá ýtt undir
menn að leita meiri fengs á öðr-
um árstímum. Að minnsta kosti
er nú svo komið, að segja má,
að vertíð sé í Eyjum árið um
kring.
Svo mikil hefur atvinnan að
undanförnu verið við verkun
margháttaðs sjávarafla, að nú
er ekki annað talið til ráða en
að loka fiskvinnslustöðvum, svo
að fólk geti fengið eðlilegt sum-
arfrí.
Hér er um að ræða grundvall-
arbreytingu frá því sem áður
var, þegar meginhluti árstekna
manna var tekinn á nokkrum i
mánuðum. Sama breyting er nú
sem betur fer orðin á víða ann-
ars staðar — á Vestfjörðum,
norðanlands og austan — þar
sem fyrrum var oft tímabundið
atvinnuleysi og sums staðar
raunar sjaldnast næg atvinna.
Með hliðsjón af hinni miklu
atvinnu og vaxandi tekjum er
ekki að furða, þótt íslendingar
séu bjartsýnir og brosi í kamþ-
inn, þegar þeir heyra nöldur
aftux-haldsseggja, sem tala um
samdrátt, kreppu og móðuharð-
indi af manna völdum.
Móttaka
síldaraflans
Þegar síldveiðin stendur sem
hæst, heyrist tíðum um það tal
að, að ekki sé nóg að gert í
landi, til að taka á móti aflan-
um. Einkum heyrast þessar
raddir að sjálfsögðu þegar vel
fiskast, enda er það lítil skemmt
un, að skipin þurfi að bíða
klukkustundum og sólarhring-
um saman eftir löndun, þegar
vitað er um vaðandi síld undan
landi.
Menn verða þó að hafa það
hugfast, að takmörk eru fyrir
því, hve stórar og afkastamikl-
ar verksmiðjur er hagkvæmt að
reisa, og engum ætti að bland-
ast hugur um að það er þjóð-
hagslega óhagkvæmt að byggja
í hverjum landshluta svo stórar
verksmiðjur, að aldrei geti kom-
ið til löndunartafar, ekki einu
sinni 2 eða 3 daga á ári. Þá væri
í raun réttri verið að festa fé,
sem ekki væri hagnýtt nema
þessa 2 eða 3 daga.
Nú hagar þannig til, að á land
inu öllu eru nægar verksmiðj-
ur til að vinna síldina, hversu
mikið sem aflast. Þess vegna
hlýtur það að vera skynsamlegt
að taka kúfinn frá ákveðnum
svæðum í flutningaskip og flytja
til annarra landshluta, þar sem
verksmiðjur standa ónotaðar.
Þetta hefur líka verið gert síð-
ustu árin og þarf sjálfsagt að
gera í ríkara mæli í framtíð-
inni. Á þann veg nýtist bezt það
fjármagn, sem bundið er í dýr-
um síldarverksmiðjum.
Afkoma atvinnu-
fyrirtækja
Þó afkoma almennings sé góð
um allt land, er ekki hægt að
segja það sama um öll atvinnu-
fyrirtæki, sérstaklega frysti-iðn-
aðinn, annars staðar en suðvest-
anlands að minnsta kosti.
Víða eiga frystihús og sú út-
gerðarstarfsemi, sem heldur uppi
atvinnu í blómlegum sjávar-
þorpum, við erfiðleika að etja.
Þessi atvinnufyrirtæki hafa yf-
irleitt verið byggð upp að lang-
samlega mestu leyti fyrir láns-
fé og yfirleitt hefur þeim ekki
verið skapaður grundvöllur til
að geta eignazt eigið fjármagn,
sem hægt væri að nota til end-
urbóta og stækkana.
Að sjálfsögðu hlýtur mark-
miðið í heilbrigðu þjóðíélagi að
vera það að skapa almenningi
sem bezt lífskjör í bráð og
lengd. En einmitt með hliðsjón
af því takmarki er nauðsynlegt
að gera sér grein fyrir því, að
lífskjörin byggjast á afköstum
atvinnutækj anna.
Að nokkru leyti skapast erf-
iðleikarnir af því, að fiskvinnslu
stöðvar hafa ekki haft nægilegt
hráefni — nema takmarkaðan
tíma árs, eins og áður var vik-
ið að, að því er varðar síldar-
verksmiðjurnar. Hitt er ekki
síður ástæða, að sterk þjóðfé-
lagsöfl hafa beinlínis keppt að
því að koma í veg fyrir nægi-
lega eignasöfnun, til þess að at-
vinnufyrirtæki gætu staðið á
traustum grunni og hagnýtt
fyllstu tækni.
Ákvörðun
gerðadóms
Fyrir leikmenn er erfitt að
gera sér grein fyrir því, hversu
réttmæt sú ákvörðun gerðar-
dómsins í síldveiðideilunni sé,
að lækka nokkuð skiptaprósentu
á bátum, sem hafa kraftblökk
og síldarleitartæki. Útvegsm. virt
ust þó hafa nokkuð til síns máls,
þegar þeir kröfðust nýrra skipta
með hliðsjón af þeim mikla
kostnaði, sem þeir hafa lagt í,
vegna tækja þessara og útbún-
aðar. Hitt er óumdeilt, að þrátt
fyrir þessa breytingu eru kjör
manna miklu betri á þessum
bátum en öðrum, þannig að á-
hafnirnar njóta verulegs hags
af hinni bættu tækni.
Þær ákvarðanir gerðardóms-
ins, sem lúta að kjarabótum, eru
líka umtalsverðar. Þannig er
kauptrygging hækkuð svo, að
fjölskyldur verða ekki bjargar-
lausar, þótt síldveiði bregðist.
Ábyrgðartryggingin, sjúkrasjóðs
gjaldið og síðast en ekki sízt
200 þús. kr. líftryggingin er líka
veruleg réttarbót.
En þegar menn meta niður-
stöðu gerðardómsins er rétt að
hafa það hugfast, að því er varð
ar útgerðina sjálfa ,alveg eins
og atvinnutæki í landi, að kjara
bæturnar byggjast fyrst og
fremst á því að rekstrargrund-
völlur sé traustur, kappkostað
sé að hagnýta tæknina og mönn-
um sé gert það kleift með því
að hafa nokkurn rekstrarafgang,
sem hagnýta má til aukinna
framfara.
Uppbótakerfið
verst
Reynsla sú, sem íslendixigar
fengu af uppbótakerfinu, var
með þeim hætti, að fyrst og
fremst ber að forðast að halda
þannig á málum að gripa þurfi
til þess að nýju. Það er áreiðan-
lega engum í hag og sízt sjó-
mönnum, að skipting aflans sé
með þeim hætti, að útgerðin
berjist stöðugt í bökkum gg meg
instarf forystumanna útvegsins
sé að kljást við ríkisvaldið um
styrki, hlunnindi og uppbætur.
Vonandi er, að gerðardómur-
inn hafi ratað hinn gullna með-
alveg, að úrlausn hans tryggi
sjómönnum eins mikla hlutdeild
aflaverðmætunum og unnt er,
án þess að svo nærri útgerðinni
sé gengið, að hún hafi ekki í
sæmilegu árferði nokkurn rekstr
arafgang, sem nota megi til að
bæta enn tækni og aðbúnað og
afla þannig báðum aðilum stöð-
ugt bættra kjara.
Reynslan mun skera úr um
það, hvort þetta hefur tekizt, en
það er eins með þessa úrlausn
eins og flest annað í frjálsu
þjóðfélagi, að ekkert er þar óum
breytanlegt. En hitt er víst, að
jafnvel þótt útgerðin hagnaðist
verulega á síldveiðum í sumar,
þá er hún vel að því komin og
veitir sízt af því að létta nokk-
uð skuldabyrðina.
Lausn viiinudeilna
Yfirleitt voru menn sammála
um, að nauðsyn bæri til afskipta
ríkisvaldsins, þegar síld var
tekin að vaða fyrir Norðurlandi,
en ekkert bólaði á samkomu-
lagi sjómanna og útvegsmanna.
Hins vegar deildu menn um
það ,hvort rétt hefðt verið að
grípa til gei'ðardóms, þótt létt-
væg rök hafi raunar verið færð
að því, að raunhæfa lausn hefði
verið hægt að finna með öðrum
hætti.
Ýmsar aðrar vinnudeilur eru
nú háðar sem afleiðing þess, að
stjórn Alþýðusambands íslands
neitaði að verða við tilmælum
ríkisstjórnarinnar um að beita
sér fyrir því, að verkamenn ein
ir fengju kauphækkanir að
þessu sinni, umfram 4% — og
þannig raunhæfar kjarabætur.
Þótt nokkur harka hafi verið
í sumum vinnudeilunum, virð-
ast augu manna vera farin að
opnast fyrir því, að tilgangslaust
sé að spenna bogann of hátt.
Þess vegna hefur kröfugerð yfir
leitt verið hóflegri nú en oft áð-
ur, og því er útlit fyrir, að sæmi
lega muni ganga að ná sam-
komulagi og tryggja vinnufrið.
Sainskipti við
nágranna
Á öld flugsamgangna má
segja, að næstu nágrannar okk-
ar, Færeyingar, séu einangruð
þjóð. Þess vegna væri mjög á-
nægjulegt, ef íslendingar gætu
orðið til þess að flýta fyrir því
að Færeyjar kæmust í flugsam-
band við umheiminn.
Flugferðir hafa verið farnar
til Færeyja, en flugvöllurinn þar
er enn of lítill fyrir millilanda-
vélar. Áform eru nú uppi um
að bæta hann og stækka og
jafnframt að bæta samgöngur
frá Þórshöfn til flugvallarins.
Þegar þessum framkvæmdum
er lokið, væri æskilegt, að ís-
lendingar tækju upp reglubundn
ar flugferðir um Færeyjar og
leituðust þannig við að auka
samskiptin og treysta þau vin-
áttubönd, sem eru á milli þess-
ara tveggja skyldu þjóða.
Híutverk Sam-
eiiuiðu þjóðanna
Innan hvers þjóðfélags eru
hagsmunaárekstrar, eins og hér
hefur verið vikið að í sambandi
við vinnudeilurnar. Má því
segja, að ekki sé að furða, þótt
erfiðlega gangi að sætta óskyld-
ar þjóðir. En á öld flugsins,
hraðans og aukinna samskipta,
eykst þó skilningur manna á
nauðsyn þess að meta og virða
hagi og þarfir annarra.
Þess vegna vona menn enn og
treysta ,að sú hugsjón sem býr
Framhald á bls. 14