Morgunblaðið - 29.07.1962, Page 20
20
Alexander Fullerton
39
Guli Fordinn
mannorð...
AÐIÐ
Sunmidagur 29. júlí 1962
Skál! En hver var hennar
óstæða?
Jackson setti frá ssr glasið.
Guð minn góður, þér vitið bók-
staflega ekki neitt um þetta!
Gott og vel. Segið mér nú hafið
þér ekki furðað yður á því —
alveg eins og Ted, að hún skyldi
fara að giftast þessari andstyggi-
legu skepnu? Manni, sem var
helmingi eldri en hún?
Ó! Nú fór ég að hlæja, og
Jackson hleypti brúnum. En svo
hélt hann áfram: Helmingi eldri
en hún, sérlega óaðlaðandi per-
sóna og með mjög vafasamt
Og vaðandi í peningum.
Jackson hristi höfuðið. Þér
farið villur vegar, ef þér haldið
það um Jane. Ég hitti hana tals-
vert oft í Mbeya ög það gerði
konan mín líka. Sú stúlka hafði
hugrekki til að bera og á sinn
hátt var hún líka á háu siðferðis-
stigi. Ég vara yður við, að inn-
an skamms haldið þér, að ég sé
farinn að andmæla sjólfum mér.
En eitt get ég svarið upp á: Sú
stúlka mundi aldrei giftast nein-
um manni vegna peninganna
einna.
Vegna hvers giftist hún hon-
um þá?
Jaokson hallaði sér aftur og
setti upp svip eins og tötframað-
ur sem ætlar að fara að draga
kanínu upp úr hatti. Svo sagði
hann: Hún gerði það alls ekki.
Hann var forstjóri í félaginu,
sem hún vann hjá og hún einka-
ritari hans. í Jóhannesarborg.
Lessing var kvæntur maður en
Jane var ekki konan hans. Hann
lét eftir sig ekkju — feita og
ljóta kerlingu — ég hetf séð
mynd af henni — og þrjár leið-
inlegar dætur. Þær eru víst vel
efnum búnar.
Ég sat stundarkorn til að átta
mig á þessu öllu. Ég sá þessa..
mótsögn yðar. En hvað þá um
siðsemina, sem þér voruð að tala
um?
Jú, sjáið þér til. Hafið þér
nokkurntíma. . jæja, átt hjákonu
. .og svikið haná í tryggðum.
Ha? Þér vilduð aðeins hafa hana
til að vera hjá könu, jafnvel þó
að þér elskuðuð hana, þó væri
iþað engin ástæða til að fara að
giftast henni, eða þó að þér
gátuð það ekki. . eða eittihvað
íþessháttar.
Líklega.
Og svo þegar svona stúlka hef-
ur einu sinni verið yfirgetfin,
jæja—iþá er hún Jane, er það
ekki? Einu sinni, tvisvar og svo
þetta hjónaband, sem fór í súg-
inn og ég veit ekkert um og svo
Iþessi Carpenter, sem svíkur
hana svona allt í einu..og guð
hjálpi mér, hann elskaði hana.
Æ, þér skiljið hvað ég á við,
Swanson.
Já, ég skil það alveg.
Jæja. Það þýðir ekki sama
sem að hún mundi giftast manni
fyrir peningana hans, eða hvað?
Nei ég er á sama máli.. enn.
En hversvegna var hún svona á-
kötf að fallast á þessar fyrir-
ætlanir Lessings? Ég var að vísu
farinn að sjá ofurlítið ljós, en
ég var of latur til að hugsa það
út í smáatriðum.
Hún elskaði Carpenter. Af
öllu hjarta og sálu. Og hún var
einráðin í að láta hann vita, að
hún væri þarna á óleyfilegu
ferðalagi með Lessing. Þess
vegna vildi hún, að hann færi
iburt og svo hittust þau seinna
og þessvegna hlýddi hún skip-
unum Lessings, þegar hann
sagði henni að skipta um gisti-
hús í Dar. Hún var hrædd við
hverskonar hneyksli, uppistandið
í gistihúsinu og óorðið, sem af
þessu mundi leiða. Hún vildi
bara komast til Jóhannesarborg-
ar og svo segja Carpenter alla
söguna seinna meir, eða bara
láta hann halda áfram að trúa,
að hún hefði verið gift Lessing.
Ég man, að ég sagði við hana:
Þér getið ekki haldið því áfram
til eilífðar nóns, og hún sagði
iþá, að hún mundi hafa sagt hon-
um allt, áður en lauk. En það,
sem hún vildi ekki, var að láta
....ja, standa sig að verki, ef
svo mætti segja.... Jæja, meira
'hafið þér ekki upp úr mér í
kvöld Swanson.
Ég þarf heldur ekki meira.
Ég þakka yður kærlega fyrir..
Þér getið komið til að þakka
mér fyrir meira, að mér sýnist..
Ég fylgdi augunum í honum og
þarna var Sara að koma til
okkar. Ég dró fram stól handa
henni, en hún settist ekki.
Ef þér haldið áfram að tala
svona við hann pabba lengi, fer
ég að kalla yður Bill frænda.
Þetta er seinasti dansinn, sem
er að byrja núna!
Ég tók arm hennar og leiddi
hana út á troðfulH dansgólfið.
Hún sagði: Mamma er farin að
hátta. Svo varð ofurlítið hlé á
samtalinu, en loksins lagði hún
kinnina upp að minni og sagði:
Bill — pantaðirðu herbergi
hérna áfram áður en eða eftir
að þú hittir mig?
Ég gerði það nú satt að segja
áður. En hefði ég ekki verið
búinn að því, hvort sem var,
hefði ég gert það eins og skot,
eftir að ég var búinn að sjó þig.
Mmm. Hún hallaði sér fastar
að mér. Ég reyndi að halda fót-
unum í gangi af því að ef út
í það var farið, ^ar hún helm-
ingi yngri en ég og svo var
pabbi hennar að horfa á akkur.
Sara sagði. Pabbi segir mér, að
þú sért að safna efni í sögu. Er
iþað?
Nei ég er búinn að finna það.
Allt?
Jó, eins og það leggur sig.
Ég er svo fegin. Þá þarftu
ekki að hugsa meira um það og
við getum farið út að synda á
morgun.
Allan daginn.
Niðri i garðinum mátti sjá
pólmaitré bera við stjörnuljósið.
Ég sagði: Þetta er skrítið: ég er
srvo gjörsamlega ómögulegur að
dansa, en þegar ég dansa við
þig, er það svo auðvelt. . Ég sagði
þetfta ekki sjálfur. Ég bara
heyrði orðin, nýlega, að mig
minnti. Hvar skyldi ég hafa
heyrt þau? Kannske lesið þau
einhversstaðar.
Jaokson var farinn að 'hótta.
(Sögulok).
ailltvarpiö
Sunnudagur 29. júlí.
8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir.
9,10 Morguntónleikar. — (10.10 Veður
fregnir).
a) Kammerhljómsveit Suð-vest-
urþýzka útvarpsins leikur
„Don Quichote". svíta eftir
Telemann og konzert 1 G-
dúr fyrir flautu og strengja
sveit eftir Joachim Quantz.
Stjórnandi: Friedrich Tile-
gant. — Einleikur á flautu:
Kraft Thorwald Dilloo.
2) Wilhelm Kempff leikur á
píanó, sónötu í A-dúr, K 331,
eftir Mozart.
b) Atriði úr óperunni „La Bo-
héme" eftir Puccini. — Carlo
Bergonzi, Renata Tebaldi o.fl.
syngja með kór og hljóm-
sveit Santa Cecilia tónlistar-
háskólinn í Róm. — Tullio
Serafin stjórnar.
11.00 Messa 1 Hallgrímskirkju (Prest-
ur: Séra Jakob Jónsson. Organ-
leikari: Páll Halldórsson).
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 Miðdegistónleikar:
a) Konserttilbrigði fyrir selló
og píanó eftir Jean Francaix.
— (Maurice Gendron leikur
á selló og Jean Francaix á
píanó).
b) Bohdan Paprooki og Andr-
zej Hiolski syngja lög eftir
Chopin. Við píanóið: Sergiusz
Nadgryzowski.
>f >f X-
c) Frá tónlistarhátíðinni í Prag
í maí sl. Sinfónía nr. 3 í
Es-dur, op. 55 — Eroica —
eftir Beethoven. — Sinfóníu
hljómsveit tékkneska útvarps
ins leikur. Oskar Danon stj.
15.30 Sunnudagslögin.
15.55 Útvarp frá íþróttahúsinu á Ke-fla
víkurflugvelli. Handknatt-
leikskeppni mflli úrvals af
Suð-vesturlandi og þýzka liðs
ins Esslingen. (Sigurður Sig-
urðsson lýsir síðari hálfleik).
16.35 Veðurfregnir. — Sunnudagslögin
frh.
17.00 Færeysk guðsþjónusta, — Ólafe-
vaka. (Hljóðrituð í Þórshöfn).
17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val-
týsdætur):
a) Leikritið „Rasmus, Pontus og
Joker" eftir Astrid Lindgren;
VII. þáttur Leikstjóri: Jón
S igu rb j ör nsson.
b) „Keðjan", saga frá Júgó*
slavíu. (Helga Valtýsdóttir).
c) Upplestur úr þjóðsögum.
18.30 .,Ég veit ekki af hverskonar
völdum:" Gömlu lögin sungin
og leikin.
19.00 Tilkynningar. — 39.20 Veður-
fregnir. — 19.30 Fréttir.
20.00 „Dulið aðdráftarafl"; vals op.
173, eftir Jósef Strauss. —
Boston Promenade hljómsveitin.
Arthur Fiedler stjórnar.
20.10 I>ví gleymi ég aldrei: „Jarpur'*
eftir Kristjönu Gestsdóttur
Arndís Björnsdóttir leikkona
les.
20.25 Kórsöngur: Lögreglukór Reykja
víkur syngur. Söngstjóri: Páll
Kr. Pálsson. Einsöngvari: Gunn*
ar Einarsson. Píanóleikari: F.
Weisshappel.
a) „Kaldalónskviða", 9 einsöngs
lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Páll
Kr. Pálsson útsetti.
b) „Svífðu nú sæta" eftir Helga
Helgason.
c) „Símtalið" eftir Friðrik
Bjarnason.
i) 'Syngdu mér söngva" etfir
Jónas Tómasson.
f) í>rjú tvísöngslög. Páll Kr.
Pálsson raddsetti.
g) „Heilir frændur'* eftir Pól
Kr. Pálsson.
20.55 „Ólafsvaka": — dagskrá sem
Gils Guðmundsson rithöfundur
tekur saman:
a) Formálsorð: Gils Guðmunds-
son.
b) Færeyj alýsing frá 17. öld.
(Stefán Karlsson).
c) ..Svipmynd frá Færeyjadvöl.
(Stefán Ögmundsson).
d) Upplestur: Kafli úr skáld-
sögunni „Feðgar á ferð", eftir
Hedin Bru 1 þýðingu Aðalsteins
Sigmundssonar. (í>orsteinn Ö.
Stephensen).
22.00 Fréttir og veðurfre^nir.
22.10 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 30. júlí.
8.00 Morgunútvap (Bæn: Séra Áre-
líus Níelsson. — Tónleikar.
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar. — 16.30 Veður-
fregnir. — Tónleikar. — 17.00
Fréttir. — Tóleikar).
18.30 Lög úr kvikmyndum. 18.50 Tilk.
— 19.20 Veðurfernir.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Gunnlaug-
ur Þórðarson dr. juris*).
20.20 Einsöngur: Kim Borg syngur.
20.40 Strákurinn frá Stokkseyri, sem
varð biskup í Björgvin og bar-
ón í Rósendal; þriðja erindi.
(Arni G. Eylands sendiráðsfull-
trúi).
21.05 Sinfónía í g-moll eftir Lalo (Col
onne hljómsveitin leikur. —.
Georg Sebastian stjórnar).
21.35 Utvarpssagan: „Á stofu fimm,#
eftir Guðlaugu Benediktsdóttur:
— Sögulok. (Sigurlaug Áma
dóttir).
22.00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veð-
urfregnir.
22.20 Búnaðarþáttur: Með hljóðnem-
ann við heyskap á Blikastöðum,
(Gísli Kristjánsson ritstjóri).
22.35 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin
1 vor:
a) Strengjasveit nr. 3 eftir Ma/t-
as Seiber.
b) Strengjakvartett í G-dúr op.
64 nr. 4 eftir Joseph Haydn
(Amadeus kvartettinn).
23.15 Dagskrárlok.
I»riðjudagur 31. júlí.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir — 8.35
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. ____
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna"; Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilik,
tónleikar. — 16.30 Veðurfr. —
Tónleikar. — 17.00 Fréttir.
Endurtekið tónlistarefni).
18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynn-
ingar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Þýzkir listamenn flytja aríur úr
óperum eftir Mozart og Lortzing.
20.15 Örnefnaspjall. (Björrt Þorsteins-
son sagnfræðingur).
20.40 Sellókonsert í a-moll op. 129 eftir
Schumann Janos Starker selló-
leikari og hljómsveitin PhUhar-
monia flytja Carlo Maria Giul-
ini stjórnar.
21.05 íslenzkt tónlistarkvöld: Baldur
Andrésson talar um Björgvin
Guðmundsson og kynnir verk
hans.
21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Guðrún Áa-
mundsdóttir).
23.00 Dagskrárlok.
TÍZKUHETTURNAR
Óvenju sterkar og endingagóðar.
REGNHETTAN
úr plasti og neti.
STORMHETTAN
úr neti
STROMSLÆÐAN
Mjög klæðilegar — átta tízkulitir.
Fást í:
REGNBOGANUM, Bankastræti
LONDON, dömudeild,Austurstræti.
[ ^ __ Já, en við getum ekki ieikið okknr úti i svona ffóðu
* veðri, mamma.
X' X*
GEISLI GEIMFARI
( Allt virðist vera í lagi með tækið. Þrátt fyrir ítrekaðar spumingar ræða einn möguleika, dr. Draco ....
^.... Hvernig getur Þ® staðið á því, og lagfæringar á tækinu, fæst eng- ...............við hljótum h?ia tekið
að tjaldið er autt? inn árangur. — Það er aðeins um að skakkan mann!