Morgunblaðið - 09.08.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.08.1962, Qupperneq 3
Fimmtudagur 9. ágúst 1962. MORGUNBLAÐIÐ tókst Bjarna að handsama yrðlinginn, sem þó var á því að gefast upp baráttu- laust, og beit hann og klóraði. || Að lokum tókst þó að hemja hann og var honum komið fyrir í kassa og fluttur til ^ Heykjavíkur. í kassanum hefur hann búið síðan og verið alinn á m hráu kjöti og vatni. Þótt yrðl ingurinn sé kominn tif manna, kippir honum í kynið og í Bjarni sýnir hvernig hann handsamaði yrðHnginn. Úr urð r bæ hvert sinn sem honum er færður matur eða komið ná- lægt honum, brýzt hann um fast, klórar og rífur. Bjarna hafði tekizt að koma á hann bandi og leyfði rebba að ganga um bundnum, en ekki hafði hann fyrr fengið fast land undir fætur, en hann tók rás og hugðist stinga sér inn í urð. Er okkur bar að garði í gær til að líta á gripinn, var tekið á móti okkur með hvæsi og illum látum og ekki var rebbi litli á því að sitja ró- legur fyrir hjá ljósmyndaran- um, heldur ygldi sig og urr- aði. (Ljósm. Mbl. G.G.) 1 Soblen óskar sakor- appgfolar eða ndðunat NTB — Reuter. SREZKA stjómin hefur fram- lengt landvistarleyfi bandaríska njósnarans Robert Soblens, til föstudagsins nk. Hann átti að vera farinn frá Bretlandi á mið- nætti í nótt, en E1 A1 flugfélagið hefur neitað að flytja hann tU Haft er eftir áreiðanlegum Ferðamannastraumurinn hefur þrefaldast á síðustu 10 árum Mliklar gjaldeyristekjur af komu ferðamanna EINS og skýrt var frá í Morg unblaðinu sl. sunnudag, eykst ferðamanastraumurinn til landsins jafnt og þétt og telja forráðamenn ferðamála hér á landi, að hann hafi aldrei ver ið eins rnikill og nú í ár. Ná- kvæmar tölur um fjölda ferðalanga það sem af er |>essu ári liggja enn ekki fyrir, en á síðasta ári komu til landsins 13,516 útlending- *r. Flestir komu um sumar- ið og var tala ferðamanna í júní, júM og ágúst 7811. í»á má þess geta, að íslendingar *em sigldu á síðasta ári voru 10,078. Samkvæmt upplýsingum frá étlendingaeftirlitinu kemur í ljós, að ferðamannastraumurinn síðustu tíu árin hefur þrefald- azt. Árið 1951 komu til lands- ins 4.084 ferðalangar, árið 1957 voru þeir 9,279, árið 1958 10,111, árið 1959 12,296, árið 1960 12.806 og árið 1961 13,516, eins og fyrr segir. Gjaldeyristekjur af komu ferðamanna til landsins hafa því síhækkað ár frá ári. Meðaleyðsla hvers ferðamanns er talin vera milli 10 og 15 þúsund kr. (þar með talin fargjöld til og frá landinu), og er því varlega á- ætlað, að ferðamenn leggi kring um 200 millj. kr. í þjóðarbúið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá hagfræðideild Seðlabankans hafa gjaldeyriskaup bankanna af ferðamönnum á síðasta ári numið 27,4 millj. kr. (ef fríhafn- arviðskiptin eru talin með nema þau um 35 millj.), en þá er sam- í gönguliðurinn ekki talinn með. Árið 1960 voru gjaldeyriskaup bankanna 19,5 millj. kr. Skiptast á heimsóknum HerleSheusen, 8. ágúst NT: Reuter. YFIRMAÐUR herliðs Rússa í Austur Þýzkalandi, Ivan Yakubovski hershöfðingi, kom í dag í kurteisisheimsókn til yfirmanns herliðs Banda- rikjamanna í Vestur-Þýzka- landi Paul Freemann, hers- höfðingja. Var Yakuibovski, að endungjalda heimsókn Freemanns frá því í júní sl. en þetta er í fyrsta sinn sl. fjögur ár sem yfirmaður rúss neska herliðsins fer í slíka heimsókn. heimildum, að Bandaríkjastjórn hafi óskað eftir því, að farmiði Soblens yrði færður yfir til Pan American flugfélagsins, en utan- ríkisráðuneyti ísraels hafnað því. Vonir standa þó til, að deilan um Soblen leysist, áður en næsta flugvél E1 A1 kemur til London, en það verður á föstu- dag. Málafærslumaður Soblens í London hefur sent Kennedy Bandaríkjaforseta beiðni um sakaruppgjöf eða náðun, á sömu forsendu og fyrr hefur legið til grundvallar máli Soblens, þ. e. a. s., að hann er haldinn hvítblæði og á sennilega skammt eftir ólifað. Skýrt hefur verið frá því í New York, að síðast, er mál Soblens var til umræðu fyrir rétti, hafi hann verði svo illa haldinn af sjúkdóminum, að læknar urðu stundum að gefa honum það mikið magn deyfileyfja, að hann sofnaði, svo fresta varð réttar- höldum. í náðunarbeiðninni til Kennedys er lögð áherzla á, að deyi Soblen í fangelsi, sé dóm- ur hans samsvarandi dauðadómi. STAKSTEINIR I»á mátti ekki mótmæla Engu er likara en Rússar hafl ætlað að reyna þolþrifin í þeixn ungmennum, sem kommúnistar hafa smalað saman til þings i Helstngfors, líkt og þeir gerðu þegar leiðtogar hlutlausu þjóð- anna voru á fundi í Júgóslavíu í fyrrahaust. I báðum tilfellum hófu þeir ógnarlegar kjarnorku- sprengjutilraimir. Leiðtogar ,hlut lausu þjóðanna' aðhöfðust lítið og voru sýni- lega ruglaðir í ríminu. — Þess vegna hafa Rúss ar gert ráð fyrir, að fulltrúar á Helsingforsmót- inu mundu taka §§ hinum nýju til- raunum þeirra með hiriiu mesta jafnaðargeði. Sú varð þó raun- in, að nokkrir þeirra vildu é- fram mótmæia kjarnorkusprengjutilraunum, — hvar sem þær væru gerðar, og í þeirra hópi voru nokkrir íslendingar, sem komust að þvi fullkeyptu. Stjómendum mótsins þótti það lélegt konunúnistískt uppeldi að ætla ltka að mótmæla spremgingum Rússa, þótt þær væru gerðar rétt yfir höfðum þátttakendanna. ,Friðaráróðurinn‘k Þegar Hitier var upp á sitt bezta flutti hann ræðu, sem hann nefndi „Friðarræðan", og var hún meira að segja gefin út sérprentuð hér á landi af áhangendum hans. Þær eru ekki fáar „friðarræðurnar“, sem Krú sjeff hefur haldið nákvæmlega í anda Hitlers, og þær eru ekki fáar „friðarráðstefnunnar", sem háðar hafa verið að undirlagi kommúnista. En þegar einfeld- ingar, sem ánetjazt hafa „friðar áróðrinum“ halda að leyfilegt sé að reka hann á kommúnistaþing- um eða í kommúnistaríkjum, þá kveður við annan tón. Að þeim er gerður aðsúgur og þeir taldir hin verstu úrhrök. Skyldi ekki einhverjum áhang endum Brúsastaðahreyfingarinn ar fara að skiljast hvers eðlis hún er? Árangur sparnaðar Dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri, ritaði nýlega grein í Fjár málatíðindi, þar sem hann bend- ir á, að nettó-gjaldeyriseign bankanna hafði í lok maímánað- ar numið 963 millj. kr. eða sem næst verðmæti þriggja mánaða innflutnings. Hann segir siðan, „Það hefur kostað mikið að ná þessum árangri í gjaldeyris- málum og nota hefur þurft veru Iegan hluta sparifjáraukningar- innar undanfarin tvö ár, til þess að byggja upp þann gjaldeyris- varasjóð, sem nú er fyrir hendi. Þein'. fjármunum hefur tvimæla laust verið vel varið“. Framsóknarmenn fjandskap- ast sem kunnugt er mjög gegn því, að hiuta sparifjáraukning- arinnar sé varið til þess að treysta gjaldeyrisstöðu landsins. Tilgangur þeirra Ieynir sér ekki. Þeir gera sér grein fyrir því, að viðreisnin hefur tekizt, en halda að þeir geti áorkað því, að hér hefjist ný verðbólguþróun, svo að gjaldeyrissjóðirnir gangi til þurrðar og efnahagslífið fari úr skorðum. Það eru þeirra ær og kýr. Þess vegna heimta þelr aukin útlán ®g lægri vexti, þó að þeir viti að slíkt mundi bjóða verðbólgunni heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.