Morgunblaðið - 09.08.1962, Side 6

Morgunblaðið - 09.08.1962, Side 6
6 r MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. ágúst 1962. Sjötug í dags Gróa Pétursdóttir FRÚ GRÓA PÉTURSDÓTTIR, borgarfulltrúi, er sjötug í dag. Fyrir hönd Reykjavíkurborg- ar er mér ljúft og skylt að færa henni þakkir fyrir margháttuð störf í þágu borgarbúa. Frú Gróa var fyrst kosin varabæjar- fulltrúi í janúar 1954, en varð bæjarfulltrúi 1958 og endurkjör- in við síðustu borgarstjórnar- kosningarkosningar 27. maí sl. Hún á sæti í framfærslunefnd, stjórn lífeyrissjóðs borgarstarfs- manna og er varamaður í hafn- arstjórn. Þá hefur frú Gróa starfað mikið að félagsmálum og er nú formaður kvennadeildar Slysavarnarfélagsins í Reykjavík og í Stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar. I öllum störfum frú Gróu kemur fram óbilandi dugnaður, ósér- Mífni og smitandi fjör, svo að afar ánægjulegt er með henni að \inna. — Frú Gróa er einnig sérstaklega kunnug kjörum fjölda fjöl- skyldna í borginni og hefur fylgzt með þróun borgarinnar ára- tugum saman. Þessi þekking samfara góðvild, sanngirni og hjálp- semi hefur vel komið í Ijós í borgarfulltrúastörfum frú Gróu og áunnið henni viðsældir, langt út fyrir raðir flokkssystkina hennar. Gróa Pétursdóttir er gift Nikulási Jónssyni, skipstjóra, og er það mikils virði, að hann hefur sýnt félagsmálastörfum konunnar skilning og stuðning. Þau eiga 3 uppkomna syni og fósturdóttur og hefur frú Gróa búið manni sínum og börnum fallegt og mynd- arlegt heimili. 1 tilefni þessara tímamóta vil ég flytja frú Gróu og fjölskyldu hennar hugheilar hamingjuóskir um leið og ég vona að Reykja- víkurborg megi lengi njóta hennar. GRÓA PÉTURSDÓTTIR form. Kvennadeildar Slysavarnafélags fslands í Reykjavík er sjötíu ára í dag. í tilefni þess, senda allar kon- urnar í kvennadeildinni í Rvík sínar innilegustu hamingju- og árnaðaróskir og þakkir fyrir mik ið og gæfuríkt starf í þágu slysa varna. GEIR HALLGRÍMSSON Gróa, og þær konur, sem í stjórn flokksins eru, ásamt öllum með- limum kórsins mega vera ánægð ar með framíarirnar. Gróa var varaformaður Guðrún ar Jónasson í stjórn S.V.F.f. Á 11. landsþingi S.V.F.Í. í vor, var Gróa kosin í stjórnina. Á fyrsta fundi stjórnarinnar eftir að AFLABRÖGÐ þeirra togara, sem út hafa haldið, hafa verið í meðal lagi, eða þar fyrir neðan, eftir Landsþingið var haldið, var Gróa kosin varaforseti S.V.F.Í. Af öllu þessu má sjá, að blessun fylgir starfi Gróu, og kvenna- deildin í Reykjavík veit að Gróa sofnar aldrei á verðinum. því sem útgerðarmenn tjáðu Mbl. í gær. Tveir togarar, Narfi og Hvalfell, hafa landað í Reykja Kvennadeildin óskar henni Guðs blessunar og þakkar henni fyrir góða forustu og heillaríkt starf í þágu Slysavarnafélagsins. F.h. Kv. d. S.V.F.Í. í Rvík. Eygló Gísladóttir. vík. Er það aðallega karfi, sem fengizt hefur á heimamiðum undan Vesturlandi. Fjórir togar- ar hafa verið við Vestur-Græn- land, og er emn þeirra haldinn á mið við Austur-Grænland. Bv. Narfi. togari Guðmundar Jörundssonar, losaði í Reykja- vík á mánudag. Var hann með rúm 143 tonn, næstum eingöngu karfa, sem hann fékk í átta daga veiðiför á heimamiðum. Fór hann víða um miðin undan Vest urlandi og fékk aflann aðallega í Víkurál, á Hryggjum og úti í Kanti. Bv. Hvalfell, frá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni hf, kom til Reykjavíkur í gærmorgun rríeð um 120 — 130 tonn af karfa, sem hann hafði fengið á heima- miðum, þ. e. undan VesturlandL Bv. Askur er á heimamiðum og i hafði fengði 80 tonn í gærmorg i un. Bv. Haukur er við Vestur- ! Grænland. Afli hans var um 100 ! tonn í fypradag. Var þá bræla á miðunum. Bv. Fylkir fór í gær úr Juliana haab-bugtinni syðst við Vestur- Grænland og hafði þá fengið alls um 100 tonn. Fylkir hélt á mið við Austur-Grænland. Bv. Júpíter fór á veiðar á heimamiðum sl. fimmtudag, ea ekki var vitað um aflabrögð hans í gær. Marz fer sennilega út á næstunni. Tveir togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur eru á veiðum við Vestur-Grænland, Þormóður goði og Þorkell máni, en ekki tókst Mbl. í gær að frétta um afla- brögð þeirra. Bv. Ingólfur Arn- arson er á heimamiðum, en MbL er ókunnugt um afla hans. Bangkok 8. ág. NTB - Reutei. ÁKVEÐIÐ hefur verið að þeir 2.800 bandarískir sjóliðar, sem eftir eru í Thailandi, verði fluttir heim nú í vikunni. Þá verða eftir þar 2.200 hermenn úr landhernum og 1000 úr flughernum. Gróa var ein af stofnendum deildarinnar. Hún byrjaði strax, full af áhuga. að starfa í nefnd- um, en form. hlutaveltu og kaffi nefndar. Hún veit, að því meir sem inn kernur af fé frá fjáröfl- unarnefndum, því léttara er fyrir Slysavarnafélagið að sinna sín- um störfum Gróa var kosin í stjórn deildar innar 1. febrúar 1939, og hefur verið varaformaður í mörg ár. Guðrún Jónasson var form. deild arinnar frá því hún var stofnuð til dauðadags. Voru þær, Guðrún og Gróa óað skiljanlegar þegar um málefni Slysavarnafélagsins var að ræða. Síðustu ár Guðrúnar var Gróa hennar stoð og stytta í starfi henn ar er viðkom S.V.F.Í. Gróa var kosin form. deildarinnar 2. febr. 1959. ' að var blessunar og heilla ríkt aö Gróa var kosin formaður, því það var mikill vandi að taka slíkt starf að sér, eftir formanns starf Guðrúnar, sem kölluð var móðir kvennadeildanna á land- inu. Undir handleiðslu Gróu hef ur deildin blómgast og aldrei ver ið eins mikill áhugi og nú að starfa. Eitt af áhugamálum Gróu er, söngflokkur kvennadeildarinnar. Frá öllu því erfiði, í sambandi við það að halda uppi söngflokk, er .ekki hægt að skýra hér, en Sveitakona þakkar borgarbörnum „Sveitakona" skrifar. „Nú er verzlunarmannahelg- in að fara í hönd, og eftir hana er stundum ófagurt skrifað um æskuna. Má ég, þó seint sé, biðja Velvakanda fyrir þakk- læti til reykvísku ungling- anna, sem ég hitti um verzlun- armannahelgina í fyrra uppi í Stafflioltstungum, Ég var þar strönduð í ókunnri sveit og í biluðum bíl með öldruðu fólki, og vissi enginn ráð til að gera við Þá kom þar að ungt og fjörugt og fallegt fólk úr Reykjavík, stanzaði óumbeðið, piltarnir rifu vélarhúsið upp og fóru að gera við, ósmeykir við að klína út fötin sín, og eftir um hálftíma töf var bif- reiðin, sem ég stýrði, komin aftur í gang. Ekkert vildu pilt arnir og kunningjastúlkur þeirra taka fyrir aðstoðina. Ég býst við, að einhverjir siða- postular 'hefðu talið þessa ungl inga „spillta", af því að þeir höfðu vín um hönd (þó ekki bílstjórinn og ein stúlkan). Ekki get ég álitið það. Þarna voru á ferð venjulegir ungl- ingar, skemmtilegir og greið- viknir. Kannske má átelja, að þeir neyttu víns, en hvað sem því líður, þá gerðu þeir það vel. Enginn var með ofstopa, einu merkin voru meiri og e.t.v. betri söngur en roskin kona á að venjast hjá nútíma- unglingum. — Að lokum: beztu kveðjur og þakklæti til ykkar piltar og stúlkur frá Reykja- vík, sem ég þekki ekki, en hjálpuðuð mér og mínum óumbeðið. Sveitakona“. Sætaþjófar í kvik- myndahúsum „Áhugamaður um kvik- myndir“ skrifar: „Velvakandi góður. — Ég hef tekið eftir því, að ýmis konar gagnrýni hefur stund- um birzt í dálkum þínum um einstök atriði í rekstri kvik- myndahúsanna, svo sem mis- góða framkomu stúlkna, sem vísa til sæta, gæzlumannaskort o. s. frv. Um daginn var eitt húsanna nafngreint vegna mis brests á þjónustu við gesti sína. Það kvikmyndáhús hefur þó að mínu áliti staðið sig vel, þegar miðað er við þjónustu keppinauta þess almennt, en rétt er það, að fornfálegt fyrir komulag á pöntunum og af- greiðslu þeirra ætti að leggja niður. Vegna birtinga ýmissa gagn- rýnisbréfa um kvikmyndahús langar mig til þess að þetta komi fram: Fyrir nokkru gerð ist ég svo „flott r mér“ að bjóða eiginkonu minni í Háskólabíó kl. 5. Miðana keypti ég fyrr um daginn, ótölusetta en merkta dýrasta og bezta „hólfinu“ í húsinu. Þegar við 'hjónin hugð- umst setjast á þessum ákveðna stað, sat fólk í nærri öllum sætum, og hvergi voru tvö sæti auð, svo að við gætum setið saman, eins og við hjóna- kornin erum vön að gera síðan við nenntum enn að haldast i hendur í tilhugalífinu. Vera má, að þetta hefði fengizt leið rétt með kærumálum og upp- rekstrum, en þar eð klukk- an var að verða fimm og við vildum ekki missa af neinu, örkuðum við alla leið fram á fyrsta bekk niðri, þar sem við sáum fyrst tvö auð sæti sam- an. Myndin hófst á réttum tíma, svo að við urðum fegin að hafa ekki farið að krefjast réttar okkar uppi, en geta má þess, að ekki hefjast allar kvik myndir í þessu húsi stundvís- lega. Það gildir náttúrlega um sum önnur bíó líka. Ég vona, að þetta tilskrif verði ti-1 einhverra endurbóta, en til þess að fólk haldi nú ekki, að við kona mín séum óforbetranlegar nöldurskjóður, vil ég gjarnan geta þess eftir margra ára reynslu í mörgum erlendum löndum, að kurteis- ustu dyraverðir (miðamóttöku menn) í Bvrópu eru hér á ís- landd. Með þökk fyrir væntanlega birtingu, Áhugamaður um kvikmyndir“. Umferðarþættir Gests Velvakanda hefur borizt bréf eitt, þar sem þess er farið á leit, að þættir Gests Þorgríms sonar um umferðarmál verði endurteknir í útvarpinu, þax eð margt í þeim sé sígilt efni, sem gofct sé að ■ láta heyrast aftur. Velvakandi hlustar lítið á útvarp og getur því ekki lagt dóm á þetta, en telur rétt að koma óskinni á framfæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.