Morgunblaðið - 09.08.1962, Side 11

Morgunblaðið - 09.08.1962, Side 11
Fimmtudagur 9. ágfist 1962. MOFCVNBLAÐ1Ð 11 ísland geymir sðnnunargðgnin Rætt við Askel Löve, prófessor A FIMMTUDAG hitti Mbl. snöggvast að máli Áskel Löve, háskólaprófessor í grasafræði í Montreal i Kanada. Hann og kona hans voru að fara vestur þá um kvöldið, en hingað komu þau vegna hinnar alþjóðlegu ráðstefnu raunvísindamanna, sem haldin var hér í sl. mánuði. Ráðstefnan, sem var tileinkuð 200 ára afmæli Sveins Pálsson- ar, var haldin hér að frumkvæði Áskels Löve og á vegum Há- skóla fslands og Náttúrugripa- safns fslands. Ráðstefnan var kostuð af „NATO Advanced Institutes Programme", sem er ein margra stofnana innan At- lantshafsbandalagsins, er styð- ur og styrkir vísindastarfsemi og rannsóknir. Þessi stofnun veitir fyrst og fremst fé til að kosta alþjóðlegar ráðstefnur vísinda- manna, þar sem færustu sérfræð ingar ræða eitthvert ákveðið vandamál. A fjórum árum hef- ur stofnunin styrkt hvorki fleiri né færri en 66 ráðstefnur, og er hún gott dæmi um hið menningarlega og vísindalega hlutverk, sem NATO hefur að gegna. —★★— — Hvert var viðfangsefni ráð- stefnunnar? — Jurtir og dýr við norðan- vert Atlantshaf og þróunarsaga þeirra. — Og hve margir vísinda- menn sátu ráðstefnuna? — Um 50 útlendir og 20—25 íslenzkir fræðimenn. Ráðstefn- an sjálf var haldin dagana 12. —-18. júlí, og á þeim tíma voru flutt 29 erindi, mest megnis um grasa -og dýrafræði, en einn ig töluvert um jarðfræði. Á hverj um morgni voru flutt 5—6 er- indi, en eftir hádegi fóru fram umræður. Ég vil gjarnan að það komi fram, að ég man ekki eftir að hafá setið ráðstefnu, þar sem eins vel var mætt til funda og á þessari. Venjulega þreytast menn, þegar fram í sækir, svo að æ færri hlýða á erindi og taka þátt í umræðum, en í þetta skipti var áhuginn slíkur, að all- ir mættu allan tímann. — Fluttu ekki einhverjir fs- lendingar erindi? -r- Þeir voru fimm: EyþórEin- arsson, Sigurður Þórarinsson, Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, Trausti Einarsson og Þor- leifur Einarsson. Voru erindi allra þeirra alveg framúrskar- andi og mjög athygilsverð, svo að óhætt er að fullyrða, að fram lag fslendinga hafi verið mynd- arlegt. Gróðurlnn lifði jökultimann af — Hvað var nú einna mark- verðast af því, sem þarna kom fram? — Þvf er ekki auðvelt að svara, því að mörg voru um- ræðuefnin, en mest var deilt um það, hvort jurtir og dýr hefðu lifað hér af jökultímann. Menn voru almennt sammála um, að jurtir og dýr, sem nú eru villt •— þ. e. ekki aðflutt — á íslandi og beggja megin Atlantshafsins, hafi verið þar a.m.k. síðan fyrir síðustu ísöld, og flestir virtust hallast að því, að þau hafi öll verið þar áður en ísaldir hóf- ust. Sönnunargagnið milli hraunlaga á Islandi — Þar kemur ýmislegt til, en einna sterkustu rökin, sem mæla með þessu, eru frá íslandi. Þar hafa leifar jurta og dýra varð- veitzt undir hfaunlögum. ísland er merkilegt land að því leyti, »ð það er eina landið á þessu •væði, þar sem hraun hefur runnið á jökultímanum; á ísöld- um og hlýviðraskeiðunum milli þeirra. Elztu leifarnar eru um 60 milljón ára gamlar, eða frá byrjun tertier-tímabilsins, en þær yngstu, sem við miðum við í þessu sambandi, eru frá því seinast á ísöldum eða jafnvel eftir jökultímann. Jurtum fækk- ar greinilega, er líður á ísald- ir, því að sumar hafa ekki þol- að kuldann, en aðrar virðast hafa lifað af allan tímann. Milli hraunlaganna hafa leifar þeirra varðveitzt, og þau hraunlög hafa verið að hlaðast upp á jök- ultímanum. Annars staðar hafa leifar þessar eyðst. Sem dæmi um gróður, er dó hér út á ís- öldum, má nefna elri, sem óx hér fram að 1. eða 2. hlýviðris- skeiði. Þetta þótti afarmerkilegt, því að margir vísindamenn höfðu ekki gert sér ljóst áður, að hér á Islandi er einu beinu sönnun- ina að finna fyrir því, að gróð- ur hafi verið á þessu svæði fyr- ir jökultímann og lifað ísaldirn- ar af, þ.e.a.s. að nokkru leyti. Vatnið úr Rauðamelsölkeldu — Svo ferðuðust þátttakend- ur um landið að ráðstefnunni lokinni? — Já, ferðalagið stóð frá 19. til 25. júlí. Fyrst var farið um Borgarfjörð, Mýrar og Snæfells- ness. Vísindamönnunum þótti Rauðamelsölkelda mjög merki- legt fyrirbæri. Fundu þeir eng- an bragðmun eða annan mun á vatninu úr ölkeldunni og hinu heimsfræga franska eau de Vichy eða hinu sænska Ram- lösa, sem einnig er þekkt miner- alvatn. Töldu þeir líklegt, að þetta vatn mætti nýta á sama hátt og gert er erlendis. „BakfalIafoss“ í Hraunfirði — Var ekki margt fróðlegt að sjá á Snæfellsnesi fyrir jarð- fræðinga? — Ég er nú hræddur um það. Við gistum tvær nætur á Búð- um, og jarðfræðingarnir skoð- uðu hraunið umhverfis, athug- uðu eldfjöll o. fl. Voru hinir er- lendu vísindamenn ákaflega hrifnir af öllu, er fyrir augu bar. Auðvitað fórum við líka til Lóndranga og á Stapa. Eftir seinni nóttina var haldið yfir Fróðárheiði og til Búlands- höfða. Þar var margt girnilegt að skoða, því að þar eru leifar jurta og sædýra frá 1. hlýviðra- kaflanum á jökultímanum. Þar finnst t. d. elrir. Þarna snædd- um við úti í móum, en héldum síðan til Stykkishólms með við- komu í Hraunsfirði. Við sáum hinn merkilega foss, sem fellur ýmist í átt til sjávar eða lands eftir- flæðum. Þetta kalla ensku- mælandi menn „reversing falls“. Slíkur foss, sem „snýst við“ eft- ir sjávarföllum, er til í New Brunswick í Kanada, og kemur þangað mikill fjöldi ferðamanna til að fylgajst með þessu undar- lega fyrirbæri. Sögufróður borgarstjóri og grasafræðingur — Þið hafið náttúrlega gengið á Helgafell? — Já, og einkum voru Norð- mennirnir hrifnir af því. Þeir virt ust kunna sögurnar utan bókar. Ég hafði gaman af einu atviki dag inn eftir, þegar við vorum að aka inn Skógaströnd. Ég sagði, að næsti áningarstaður yrði í Klungurbrekku. Sagði þá einn Norðmannanna: „Þar eru rósir“. Þetta var rétt hjá honum, því að þetta nafn þýðir „rósa- brekka“ eftir gömlu máli, og Stefán Stefánsson fann þarna rósir um 1890. Nú þekkist orð- ið klungur varla lengur í þessari merkingu, en í norsku lifir það í orðinu „klynger“. Norðmenn- irnir höfðu sérstaka ánægju af að aka um Dali, því að Lax- dælu þekktu þeir vel. Einn þeirra, Gjærevold, mikill mað- ur á velli og mikilhæfur, lét sig ekki muna um að leiðrétta Is- lendingana, þegar sögurnar bar Askell Löve á góma. Gjærevold er prófessor í grasafræði í Þrándheimi (Nið- urósi), en jafnframt athafna- samur stjórnmálamaður og borg arstjóri í Þrándheimi. Þegar við ókum um Svínadal, vildi hann fá að sjá Kjartansstein, og líkt var með hina Norðmennina; þeir „lifðu sig inn í“ söguna á þess- um slóðum. Vatnsfjörður, Virginía og Japan — Hvað komust þið langt vestur? — Lengst vestur að Brjáns- læk í Vatnsfirði. Þar er fallegt og' margt merkilegt að sjá. Þar eru 60 milljóna ára gömul lög með jurtaleifum. Hefur gróðri þar svipað afar mikið til þess, sem nú er í austurhluta Norður- Ameríku (Virginíu) og austur- hluta Asíu (Japan). Ég kann- aðist vel bæði við tré og jurtir, sem nú vaxa í Bandaríkjunum. Heiðri Norðmanna bjargað í Snorralaug — Einhvers staðar hafið þið kastað mæðinni á bakaleiðinni? — Við gistum í Hótel Bifröst í Borgarfirði, hvíldumst og héld- um kvöldvöku. Með okkur var ágætur konzertpíanisti, eigin- kona ítalsks maðkafræðings að nafni Omodeo. Lék hún á píanó, en við sungum á flestum þjóð- tungum þátttakenda. Daginn eft ir var haldið í Reykholt. Menn langaði í Snorralaug, en húnvar afar heit, líklega um 60 stig. Þó lét borgarstjórinn í Þránd- heimi sig hafa það að fara ofan í. Þótti það mikið þrekvirki og hafði hann með sér til minja fimm franka pening, sem hann fann á botni laugarinnar. Hann hafði nýlega séð mynd af Lange, þar sem hann dýfði einum f-ingri ofan í laugina. Gat hann ekki stillt sig um að senda honum póstkort, þar sem hann sagðist hafa bjargað heiðri Norðmanna með því að demba sér öllum ofan í. Áhugi almennirtgs — Þið hafið farið til Þing- valla? — Já, þar fór kveðjuathöfnin fram í veizlu, Á borðum var sil- ungur og skyr, sem útlending- arnir virtust kunna mjög vel að meta. — Meðal þátttakenda ríkti mikil ánægja með ráðstefnuna og allar móttökur. Voru þeir beinlínis hrifnir af öllu hér, þeg- ar þeir fóru. Þá voru þeir ekki hvað sízt ánægðir yfir því, hvað blöðin gerðu sér títt um ráð- stefnuna og fylgdust vel með henni. Erlendis ?ru þeir vanast- ir því, að slíkar ráðstefnur „drukkni" í blöðum stórborg- anna. Einnig voru þeir afar hissa á áhuga almennings fyrir nátt- úrufræðum. Grænland er grænt — Svo fóruð þið einhverjir til Grænlands að lokum? — Já, við fórum níu í þriggja daga ferð með Flugfélagi ís- lands til Eiríksfjarðar og í Ein- arsfjörð. Mér þótti sjálfum at- hyglisverðast, hve gróðurfar þar er svipað að yfirbragði og hér, en við nánari aðgæzlu kom í ljós, að jurtirnar eru amerísk- ar. Grænland er verulega grænt, og er ég alveg sammála Eiríki rauða um nafngiftina. Hún var enginn áróður hjá honum. — Þarna var hlýtt og bjart veð- ur ,enda er syðsti hluti Græn- lands miklu sunnar á hnettin- um en íslands, þegar allt kem- ur til alls. Hvarf á Grænlandi er á sömu breiddargráðu og Osló. Ég held, að loftslagið þarna sé mun suðrænna en á íslandi yfir sumartímann. — Fylgdust þið nokkuð með uppgreftinum í Brattahlíð, við Þj óðhildarkirkj u? Meistararnir í myrkviðum Kongólands UM ÞESSAR mundir minn- ist Nýja-Bíó, eitt af elztu og traustustu kvikmyndahúsum landsins, fimmtíu ára starfsaf- mælis síns og sýnir í tilefni þess gagnmerka og stórathyglisverða kvikmynd frá frumskógum Kongó. Myndin er tekin í litum og Cinema-Scope og hefur 20th Century Fox-félagið séð um tök- una. Annars er myndin gerð að tilhlutan hinnar alþjóðlegu vís- indastofnunar í Belgíu undir for ustu Franz Olbrechts. Sýnir myndin á frábærlega raunsann- an hátt líf frumbyggja þessa víð áttumikla landflæmis, er búa í nábýli við hið fjölbreytilegasta dýralif og litríkasta gróður. Er myndin talin í allra fremstu röð náttúrukvikmynda, sem teknar hafa verið til þessa, enda hafa jarðfræðingar, dýrafræðingar, grasafræðingar og þjóðfræðing- ar unnið að töku myndarinnar og leyst starf sitt af hendi þann- ig að það ber fagurt vitni þekk- ingu þeirra og skilningi á verk- efninu, nákvæmari og ótrúlegri þrautseigju og þolinmæði. For- stjórar Nýja Bíós hafa nýlega í viðtali við Morgunblaðið lýst ýt- arlega efni myndarinar og gerð hennar og verður það því ekki endurtekið hér. En þess skal 'getið, að myndin er stórfróðleg og skemmtileg — blátt áfram einstæður viðburður, sem seint mun gleymast þeim, sem sjá hana. Ég hef verið tíður gestur í Nýja Bíói, allt frá því er það „Magnús“ í Þjóðhildar- kirkjugarði — Já, og þar var margt merki- legt að sjá. Beinagreind höfðu þeir fundið af manni, sem hefur verið yfir 190 cm á hæð. Hann kölluðu þeir Magnús, eða hinn mikla. Annar mældist um 180 cm, og sýnir þetta, að þarna hefur búið myndarlegt fólk. — „Magnús“ hefur ekki verið svona stór af sjúkdómi ,heldur voru hlutföll beinanna alveg eðlileg. — Eskimóarnir virtust hafa það gott, svona upp og of- an, og barnmargir eru þeir. Sauðfé fer fjölgandi hjá þeim, og sjást þegar áhrif þess í gróðrinum til hins verra. En ekki vildi ég vera smali á Græn- landi. Landið er erfitt og víðátt- urnar miklar. Reykjavík hefur fleygt fram — Finnst yður margt haN. tekið stakkaskiptum hér, síðan þér fluttust vestur árið 1951? — Ég hef komið hingað meira og minna á hverju ári allan tím- ann, en aldrei fyrr til svo langr- ar dvalar. Kona mín hefur hins vegar ekki komið hingað síðan 1951. Okkur hjónunum lízt miklu betur betur á Reykjavík en áð- ur, henni hefur fleygt fram. Mikið nýtt hefur verið byggt og hinu gamla haldið við. Reykja- vík hefur í rauninni fyrst á þess um árum breytzt úr bæ í borg. Fólkið er frjálsmannlegra og sjálfstraust þess hefur aukizt. Þá vekur það athygli þeirra, sem erlendis búa, hve hér er orðið mikið um listaverk á al- mannafæri. Tveir stúdentar frá Montreal, sem er álitin mesta listaborg í Norður-Ameríku, voru með okkur. Voru þeir afar hrifnir af öllu hér og fannst hlutfallslega miklu meira um styttur og önnur listaverk úti við hér en annars staðar. Einn- ig voru þeir mjög ánægðir með listasöfnin hér. hóf starfsemi sína í austursaln- um í Hótel íslandi, og átt bæði þar og í öðrum salarkynnum bíósins margar ánægjustundir. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að þakka fyrirtækinu göm- ul og góð kynni og árna því heilla á komandi árum. Lætur af ljós- móðurstörfum í Bolungarvík BOLUNGARVÍK, 7. ágúst. — Um þessar mundir lætur Hjálm fríður Lilja Bergsveinsdóttir, ljósmóðir af störfum hér, eftir 8 ára farsælt starf. Konur í Bol- ungarvík sýndu Hjálmfríði þakk læti sitt og færðu henni góðar gjafir af þessu tilefni. Hefir Hjálmfríður beðið að færa konum þessum innilegasta þakklæti með þessum orðum hennar: Þegar ég nú læt af störf- um hér í Bclungarvík eftir 8 ára starf, færi ég öllum þeim konum innilegasta þakklæti, sem sýndu mér vinsemd á ýmsan hátt og færðu méi rausnarlegar gjafir af þessu tilefni. Ég mun ávallt minnast samverustundanna hér með hlýhug. Guð blessi ykkur Víst er að Bolvíkingar allir þakka Hjálmfríði einnig samver una og biðja henni og Fanneyju dóttur hennar alls góðs í fram- tíðinni. — Fréttaritari. ★ s § KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ff ff ★ KVIKMYNDIR NÝJA-Bíó: ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR ★

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.