Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 19
f r Fimmtudagur 9. ágfist 1962. f' ------------------------- ^nCVlSBl AÐIÐ 19 Móður ráð- herrans SÁ atburður gerðist í neðri málstofu brezka þingsins fyrir skömmu, að móður hins nýkjörna Skotlandsmálaráðherra — Michael Noble, var vís- að á dyr úr áhorf- endastúkunni — fyrir að klappa fyrir syni sinum og hrópa „húrra fyrir Micha- el“. Móðir ráðherrans, lafði Nable, er 83 ára gömul og dvelst að mestu leyti á Jam- aica. Hún kom í skyndiheim- sókn til Englands, öllum að óvörum, og msetti í neðn mál stofunni fyrsta daginn, sem sonur hennar tók þátt i meiri háttar umræðum á þinginu eftir að nann varð ráðherra. Þegar hann reis á fætur og sté upp í ræðustól- inn var dauðatþögn í salnum, sem skyndilega var rofin ai húrrahrópum Ihinnar hreyknu móður. Hún klappað'i fyrir syni sinum — og var visað á dyr. fieygt út úr neöri máistofunni Einkennisbúinn gæzlumað- ur gekk til gömlu konunnar, þar sem hún sat í dopiíóttum kjól og með hvítan hatt á höfði, og sagði byrstur á svip; „Viljið þér gjöra svo vel að fyigja mér eftir.“ Lafðin fylgiist með verð- inum og roðnaði lítið eitt, þegar hún gekk fram bjá öðr- um áhorfoudum á Þingvöll- um þennaa dag. Voru henni veittar strangar ákúrur fyrir að trufla þing hennar hátign- ar,, meðan þao sæti að störf- um. En húa fékk leyfi til að fara inn í salinn aftur og var látin setjast við hlið systur sinnar, lafði Butler. Nokk_ um sætum framar sat dóttir Nobles róðherra, Cat- herine, sem cr 19 ára gömul. Hún hafði beztu skemmtun af tiltæki ömmu sinnar, og vel - því fyrir sér hvað faðir hennar mundi segja. Hann sagði aðeins: „Ég hefi þekkt móður mína í 49 ár og veit að hún getur tekið upp á óliklegutu hlutum. Maður veit aldrei fyrirfram hvað hún kann að gera né segja.“ En lafði Noble sagði við fréttamenn eftir þennan at- burð: „Ég var svo hreykin. Ég ætlaði ekki aó koma af stað neinum ólátum, en ég varð svo æst. Sjáið þið til, ég er skozk í aðra ættina en íri í hina, og hverr lg er hægt að búast við að afsprengi slíkrar ættar missi aldrei stjórn á sér.“ Tillaga SÞ-nefndar: Mosambique fái sjálfstœði New York 8. ág. NTB-Reuter MEIRI hluti þeirra manna, er sitja hina sérstöku nefnd Sam einuðu Þjóðanna um nýlendu- vanidamál, lagði í dag fram tillögu sem kveður svo á, að portúgölsku nýlendunni Mo- cambique verði þegar í stað veitt sjálfstæði. Fallist ekki stjóm Portúgal á þetta, verði gripið til nauðsynlegra ráð- stafana gegn henni, til þess að koma málinu fram. Fulltrúar, sem að þessari tillögu standa, eru frá Kam- bodsja, Eþiopíu, Madagaskar, Mali, Póllandi, Sýrlandi, Túnis og Júgóslavíu. í tillögunni er ennfremur þeim tilmælum beint til 17- ríkja nefndarinnar, að hún hvetji Fortúgal til þess að hætta að beita íbúa Mocam- — Sýklarnir Framh. af bls. 23. Þorvald Guðmundsson sagði hann. — Frá því að ég setti á sfofn alidýrabú mitt, að Minni-Vatns- leysu, Vatnsleysuströnd, 1954, hefur bú þetta verið undir ströngu heilbrigðiseftirliti yfir- dýralæknis og með allt farið eins og fyrir hefur verið lagt. Að minni ósk og í sararáði við yfirdýralækni verður nú öllum öndum þar slátrað, og þær síðan brenndar, andahúsin síðan sótt- hreinsuð, svo allra varúðarreglna sé gæbt til hins ítrasta, því ég mun kappkosta hér eftir sem hingað til, að öll okkar fram- leiðsla sé framleidd í fullkomn- um húskynnum við hin beztu skilyrði og hins ýtrasta hrein- lætis ávalt gætt héreftir, sem hingað til enda þótt óviðróðan- legt óihapp hafi hent akkar fyrir tæki að þessu sinni, sem ég bið alla velvirðingar á, en nú virð- ist þetta upplýst af nokikra daga gömlum andarunga. Lima, 8. ágúst — NTB. FREGNIR bárust til Lima fyrir nokkrum dögum þess efnis, að tveim bandaríkja- mönnum og einum Norðmanni hafi 24. júlí sl. tekizt að klífa hinn illfæra tind Tulparaju í Perú. Tindurinn er 5.800 m hár. — Eftirlitsstöbvar Framhald af bls. 1. samkomulagi-um áætlun um ým iss atriði varðandi fyrsta stig almennrar afvopnunar. Áætlun þeirra er byggð á tillögum 17 ríkja afvopnunarnefndarinnar, en þeir urðu ekki sammála um öll atriði, þar á meðal ýmis mikilvæg atriði, en einnig önn- ur, sem smávægileg virðast í fljótu bragði, svo sem, er Zorin féllst hvergi á, að hugtakið „frið samleg veröld" væri notað. Dean sagði, að þeir Zorin væru aðeins sammála á tak- mörkuðu sviði — en þeir væru þó ánægðir yfir hverju því atriði, er samkomulag næðist um. Mikilvægasta ágreiningsefni þeirra er krafa Sovétstjórnar- innar um, að öll tæki til að flytja kjarnorkuvopn, það er að segja eldflaugar, langfleygar flugvélar o. fl. verði bönnuð á fysrti stigi afvopnunar og allar erlendar herstöðvar verði niður lagðar. Bandaríkin vilja hins vegar, að sérhvert ríki skuld- bindi sig til þess að minnka verulega hervæðingu sína, þar ó meðal fækka kjarnorkuvopn- um, tækjum til flutninga þeirra, meíri háttar venjulegum vopn- um og takmarka framleiðslu minni háttar vopna. Dean sagði, að tillögur Banda- ríkjanna væru framkvæmanleg- ar. Þeir álitu nauðsynlegt, að stöðva t. d. framleiðslu kleyfra efna til kjarnorkuframleiðslu. —■ Joseph Godber, aðalfulltrúi Breta sagði, að samkvæmt af- vopnunaráætlun Rússa, myndu hin einstöku lönd ekki hafa á nein vopn að treysta, meðan fyrsta stig afvopnunarinnar væri framkvæmt, ef tæki til flutnings kjarnorkuvopna yrðu öll eyðilögð. Þau væru þá varn- arlaus þar til hafið væri annað stig afvopnunar, og komið á fót friðarher. Þess vegna gætu Vest urveldin aldrei fallizt á að hefja afvopnun með þessum hætti. Brezkir skátar á Akranesi Akranesi, 8. ágúst. f GÆRKVÖLDI komu hingað 56 brezkir skátar, piltar og stúlkur, í boði Akranesskáta. Dvelja er- lendu skátarnir hér í tvo daga. Piltarnir sofa í barnaskólanum en stúlkurnar í Skátahúsinu. Brezka æskufólkinu var sýndur bærinn í dag, þar á meðal Se- mentsverksmiðjan. Vélbáturinn Svanur landaði í dag 2 tonnum af humar. Hér er alltaf noxðan beljandi og trill unum gefur ekki á sjó. — Oddur. Uppreisn tfegn her- málaráÖherranum Buenos Aires, 8. ágúst — AP — NTB — Reuter. FREGNIR frá Buenos Aires herma, aff yfirmaffur fjórðu her- deildar hersins í Argentínu, Fredrico Toranzo Montero, hafi gert uppreisn gegn hermálaráff- herra landsins, Juan Batista Loza, — og lýst sig hæstráðanda yfir öllum her landsins. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að uppreisn hers- höfðingjans sé ekki beint gegn stjórninn, að öðru leyti, heldur hafi markmið hans aðeins verið □- De Gaulle til Þýzkalands París, 8. ágúst — NTB — Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur veriff aff De Gaulle Frakklandsforseti fari í fyrirhugaffa heimsókn sína til Þýzkalands dagana 4.—9. september nk. □- -□ að losna við liðsforingja úr flokki perónista, sem hermála- ráðherrann hafði skipað í stöð- ur nýlega, — og koma á breyt- ingum í skipulagningu hersins. Sagt er, að Montero njóti stuðnings hersveita í Mendoza Cordoba, Comodora, Rivadavia og La Plata. Ennfx'emur er líik- legt talið, að hami eigi vísan stuðning herskólans í Buenos Aires. bique valdi og kúgun, — en þeim séu meinuð einföldustu mannréttindi. Loks eru öll að- ildarríki SÞ hvött til þess að stöðva alla vopnasölu til Portugal. — Lögreglan Framh. af bls 1 drógu þeir félagar fram spjöld sín, sem þeir höfðu falið, en einn framkvæmda- stjóri mótsins, franski komm- únistinn Jean Garoais, tók þegar í taumanna og upphófst harðvítugt rifrildi þeirra Larsens. Meðan þessu fór fram hélt gangan af stað og þar með íslendingarnir níu með kröfuspjöld sín. Þeir vonx komnir hálfa leið ‘yfir torgið, áður en Garcas tók eftir þeim. Hann sendi þegar menn sína á vettvang þeir stöðvuðu gönguna og tóku spjöldin af Islendingunum, sem ekiki veittu neina mót- stöðu. Er Larsen og aðrir mót mælendur ætluðu, fimimtán mínútum síðar, að taka þátt í göngunni, án spjalda, stöðv- aði finnska lögreglan þá og sagði að mótstjórnin hefði sagt, að þeir aettu ekki heima í göngunni. Fötin urðu giú ui sundinu Vopnafirði, 8. ágúst. EFTIRFARANDX saga gerðist hér nú í landlegunni um helg- ina og sannar hve sjómenn vorir eru hraustir og harð- fengir. Menn gerðu sér hér glaðan dag í landlegunni, sem ekki var pó orð á gerandi. Varð gleðskapurinn til þess að einn isjómannanna datt í sjóinn út af bryggjunni og björguðu fé- lagar hans honum upp úr. Héldu þeir því fram að þeir hefðu bjargað lífi hans, en sjómaðuriim var aldeilis ekki á þeim buxunum, taldi sig færan í allt, stakk sér í sjó- inn hinum megin út af bryggjunni og hugðist synda yfir að næstu bryggju til þess sanna mál sitt. Nærstöddum leizt ekki meira en svo á þetta. fyrirtæki, og var skotið út báti og róið á eftir kappanum til að bjarga honum. Ekki| vildi hann þó láta sig og kom sér upp á milli skerja þar sem báturinn komst ekki að hon-1 um. Komst hann þaðan uppi í fjöru. Þess má geta að maðurinn var í svörtum sparifötum með1 hvítt um hálsinn, en þar seml grútarbrækja er nokkur hér í, höfninni, voru fötin grá er hann kom af sundinu. — Sigurjón. I Unglingur óskast til að bera blaðið út # eftirtalið hverfi Baldursgötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.