Morgunblaðið - 11.08.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 11.08.1962, Síða 1
ZU sfOur 49 árgangur 181. tbl. — Laugardagur 11. ágúst 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Sannleikurinn um austurviðskiptin: íslendingar einir halda þeim viö með viðskiptahömlum Samt eru vörur að austan oft dýrar og léleg- ar og afgreiöslur sviknar Önýtar perur og hreinlætistæki, sumarskór á haustin og skóhlifar yá vorin — Byggingarefni 30—40% dýrara — T/ónið lendir á neytendum í TILEFNI af því að blöð stjórnarandstöðunnar hafa sam- einazt í árásum á ríkisstjórnina vegna austurviðskiptanna og tekið upp hanzkann fyrir kommúnistaríkin, hefur Morg- i-rtblaðið aflað sér ítarlegra upplýsinga um þessi viðskipti og kemur þá margt í ljós, sem vekja mun mikla athygli. I*annig er ísland nú eina ríkið í Vestur-Evrópu, sem við- heldur innflutningshömlum á hluta innflutnings til að tryggja viðskipti við kommúnistaríkin, að Finnum undan- skildum, sem ganga þó miklu skemur en við. Við höfum keypt miklu meira af Rússum en þeir af okkur, enda selja þeir standard-vörur á sæmilegu verði. Rússar hafa endurselt Tékkum og Pólverjum síld héðan. 'ff Önnur kommúnistaríki hafa ýmist ekki getað eða vilj- að selja hingað, þannig að við eigum hjá þeim miklar upphæðir. — Vörur frá Austur-Þýzkalandi, Póllandi og Tékkó- síóvakíu hafa oft verið lélegar og dýrar, en auk þess hafa r.fgreiðslur verið sviknar svo að t. d. sumarskófatnaður hefur komið á haustin og skóhlífar á vorin. íslenzkir neytendur hafa beðið mikið tjón af þessum viðskiptum, en þó hefur nokkuð úr rætzt, þegar sýnt var að við gátum keypt vörurnar annars staðar. Við höldum einir viðskiptahöftum Þegar hliðsjón er höfð af því, að íslendingar eru eina þjóðin í Vestur-Evrópu, sem viðheldur viðskiptahöftum til að tryggja viðskipti við Austur-Evrópu, sést hve óréttmætar eru ásak- anirnar um það, að við séum viljandi að reyna að eyðileggja austurviðskiptin. Rússar og önnur Austur-Evrópuríki Þegar athuga á austurviðskipt in ofan í kjölinn, er nauðsynlegt að greina á milli viðskiptanna við Rússa og viðskipta við önn- ur kommúnistaríki. Af Rússum kaupum við yfirleitt standard- vörur, svo sem járn og olíu. Er verðið á þessum vörum yfirleitt nálægt heimsmarkaðsverði. Þess vegna hefur viðskiptafrelsið haft iítil áhrif á þessi viðskdpti, og við höfum keypt miklu meira af Rússum en þeir af okkur. Við skuldum Rússum nú um 85 milljónir kr. að viðbættum ébyrgðarskuldum, en skuld okk- ar hefur komizt allt upp undir 200 millj. kr. Sýnir það, að erf- iðleikarnir eru í sambandi við útflutningshlið viðskiptanna, þ.e. a. s. að Rússar eru tregir til að kaupa á sama verði og hægt er að fá annars staðar, því að auð- vitað eru íslenzkir útflytjendur fúsir til að selja hverjum þeim, sem nægilega hátt verð býður, enda segir það sig sjálft, að ís- lenzk yfirvöld hindra ekkd þessi viðskipti, þegar við yrðum ella að greiða skuld okkar í hörðum gjaldeyri. Oft eru Rússar líka erfiðir í viðskiptum, sérstaklega eru þeir mjög strangir í kröfum um gæði saltsíldar, og höfum við átt í erf iðleikum þegar þeir hafa yfir- tekið síldina. Aðrar ástæður liggja til erfið- leikanna við að skipta við hin kommúnistaríkin, eins og síðar verður vikið að. Rússland: Fóstur- eyóing á mínútu! Moskva, 10. ágúst — AP. SOVÉZKA stjórnin til- kynnti í dag, að hafin sé fjöldaframleiðsla á sérstak- lega handhægu tæki til fóst- ureyðinga. Blaðið „Mediziniski Ra- botnik“ segir tækfð vera sér lega heppilegt til að eyða fóstri, er skammt sé liöið á meðgöngutímann. „Öll athöfnin“, segir blaðið, „tekur um eina mín- útu og er nær sársaukalaus". Fóstureyðingar eru leyfð- ar í Sovétríkjunum og auð- velt að fá þær framkvæmd- ar. Um Finna er það að segja, að þeir viðhalda viðskiptahömlum á tveim vörutegundum, olíum og benzíni, í þeim tilgangi að þær vörur séu keyptar af Rússum, en við höfum enn fjölmargar vörutegundir bundnar við Aust- ur-Evrópu. Fullt innflutningsfrelsi er nú á 65% af öllum innflutningi, og nær ekkert af þeim er keypt fyrir austan tjald, þó að auðvit- að sé heimilt að kaupa þær Vör- ur þar. Innflutningshöft eru á 35% af heildarinnflutningnum og er Framh. á bls. 11 El Al frestar áætl- un til New York Talið að ísraelska stjórnin ætli oð hindra fangelsun hans Londön, 10. ágúst — AP. EL AL, ísraelska flugfélagið, tilkynnti seint í kvöld, að ekki yrði af flugi því, sem áætlað hafði verið til New York í kvöld, með viðkomu í London. Ætlunin var, að bandaríski njósnarinn. Dr. Soblen yrði settur um borð í þá flugvél, er síðan flytti hann til Bandaríkjanna, þar sem hans bíður ævilangt fangelsi. Vitað er, að stjórn ísraels hefur mikinn áhuga á því, að forða Dr. Soblen frá því að verða fluttur í fangelsi. í kvöld kl. 12 rennur út dvalarfrestur sá, sem Dr. Herinn reisn í gerir upp- Argentínu Soblen hafði verið gefinn í Bretlandi. Er síðast fréttist, var ekki vit- að, hver yrðu viðbrögð brezku stjórnarinnar, né hvað verður um Dr. Soblen, er flugferðin fellur niður. Tilkynnt var í ísrael, að flug- vélin, sem fara átti til New York, þota af gerðinni Boeing 707 ,hafi ekki getað farið frá ísrael vegna bilunar. SÍÐUSTU FRÉTTIR: I nótt var tilkynnt, að brezki innanríkisráðherranm hefði enn framlengt dvalarleyfi Dr. Soblen um stund, en í fyrramtálið (laug- ardagsmorgunn) verður mál hans tekið fyrir af ráðuneytinu að nýju. Margar flugvélar héldu til New York frá London í gær- kvöld en Dr. Soblen dvelur enn í Brixton fangelsi. Landherinn neitar oð viðurkenna hermálaráðherrann nýja Buenos Aires, 10. ágúst. (NTB) LANDHERINN í Argentínu gerði í dag uppreisn til að neita útnefningu Eduardo Senorans sem hermálaráð- herra. Herliðar, undir stjórn Fernades Funos, hershöfð- ingja, tóku í dag í sínar hend ur húsakynni landvarnaráðu neytisins í Buenos Aires, en auk þess réðust hermenn, á- samt ríkislögreglu og riddara liði inn á aðaltorg borgar- innar, og tóku það herskildi. Áður höfðu 21 hershöfðingi neitað að viðurkenna hermála- ráðherrann nýja, og óska þeir eftir því, að í hans stað verði skipaður Ossorio Arana. Gert hafði verið ráð fyrir, eft- ir þvi, sem fréttir herma, að lofther og sjóher myndi styðja aðgerðirnar, en ráðamenn þess- ara deilda hersins munu hafa snúið baki við Funos, er til kast- anna kom. ÞriSja til- raun Rússa Stokkhólmi, 10. ágúst — NTB. LJÓST er, að árdegis í dag gerðu Rússar þriðju tilraun sína með atómvopn, síðan þeir tóku til á nýjan leik. Þessi tiiraun mun hafa verið gerð í íshafinu fyrir norðan Rússland. Aðeins var um litla sprengju að ræða að þessu sinni, eða um 2—3 megatonn. Sænskir vísindamenn telja ekki, að geislunarhætta muni vaxa neitt að ráði vegna þessara þriggja til- rauna, og segja, að ekki þurfi að óttast þess vegna. <r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.