Morgunblaðið - 11.08.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.08.1962, Qupperneq 2
2 Laugardagur 11. ágúst 1962 ^ MOVCUNfílAÐlÐ Um borff í Johan Hjorth í gær. Sitjandi, Finn Devold (t.v.) og Erling Bratberg. Jón Jónsson, fiskifræðingur, var í heim- sókn um borð ásamt fleiri íslenzkum starfsbræðrum og stendur hann á milli Norðmannanna. (Ljósm. Mbl. Markús). NORSK.I fiskifræðingurinn Finn Devold kom til Reykja- vikur í gærmorgun úr síldar leiðangri á rannsóknarskip- inu Johan Hjort. í viðtali við fréttaimiann Mbl. sagði hann m.a. að Norðurlandissíld hisef til söltunar mundi fara minhk Eindi hér við land á næstu ár- um, því stofnar norsku síldar innar, sem á efri árum kemur til íslands, hafa ekiki verið sterkir síðan 1950. íslenzku vorigotsíldarinnar af sterku stofnunum 1949 og 1950 gætir nú á miðunum, en fer vænt- anléga minnkandi úr þessu og sumargotsíldin er mögur og ekki til söltunar á sumarsíld- veiðum. Af henni er sterkur stofn 1956, en aðeins 6 gotmul er hún enn ekki nægilega stór og feit. Aftur á móti sagði Devold, að mikið virtist vera af sumargotsíld- inni fyrir norðan og vestan, Og því líkur fyrir nægri bræðslusíld. Og með haustinu yrði sú orðin feitari og því Söltunarsíld minnkandi norðanlands fer á næstu árum En útlit fyrir næga bræðslusíld segir norski fiskifræðingurinn tæki sínu á Æ5gi séð 2000 m. frá sér. Finn Devold 1 líkur fyrir gióðri haustsíld,- \ v’eiði. EYÐA 1 NORSKA SÉLDAR- STOFNINN. Devold sagði, að síldin hefði brugðist í Noregi undan farin ár og um 60% af vetrar veiðinni nú væri af 12 ára gömlum stofni, þar sem venj- an væri aftur á móti að 6—7 ára síldarinnar gætti mest. Aftur á móti væri 1959 árang- urinn í Noregi steikur og hefði byrjað að gæta í vetur og stæðu því vonir til að i hann bætti aftur vetrarsíld- veiðau: Norðmanna á næstu árum. Við Noregsstrendur gætir norsku síldarinnar sem sagt mest er hún er 6—7 ára göm- ul, en síðar fer hún að halda til íslands og gætir hér mest 12 ára. En þar eð varla nokk- ur ungsíld hefur verið í Nor- egi á árunum 1950 til 1959, kemur þar eyða í. Aðspurður hvort vænta maetti að ungsíldin, við Nor- egsstrendur, sem fregnir hafa borist um c.ð fengið hafi ein- hvern torkennilegan sjúkdóm nú, mundi seinna koma á fs- landsmið, sagðist Devokl ekkert um þetta vita, en alls konar sjúkdómar væru þekkt ir á fiski og síld. Og ekki kvaðst hann trúaður á að geiislavirkni í sjó ætti þar nokkra sök á. Sjór frá Barents hafi, þar sem sprengingar hafa farið fram, kemur ekki að Noregsstiöndum. I>að mundi líka líða ákaflega lang ur tkni þar til slíks færi að gæta í fiskum, þar eð plönt- uraar tækju það með stein- efnum krabbadýrin með plöntunum og síðan fiskarnir frá þeim. Vatn og fiskur frá Barentshafi hefði sérstaklega verið rannsalkað í Noregi með tilliti til þessa og engin geisla- auikning fundist í þvi. SfLD FRÁ HORNI AP SNÆFELLSNESI. Finn Devold lagði upp í síldiarrannsóknarleiðangur sinn á John Hjort 16. júlí, og var ætlunin að athuga sér- stadilega síldarstofninn frá 1959. Sagði Devold að útlit væri fyrir að hann mundi a. m. k. vega upp tapið af lélegu norsku stofnunum undanfar- in ár. Farið var norður með norsku ströndinni, yfir vest- anvert Barentshaf tii Jan Mayen og síðan suður um til fslandsstranda, þar sem eytt var síðustu vikunni. Urðu þeir varir við talsverða sild við íslandsstrendur, mest norður af Melrakkasléttu og á Skagagrunni. Og í fyrrinótt lóðuðu þeir á mikla dreifða síld um 25 mílur úti á svæð- inu allt frá Homi og suður undir Snæfellsnes, og var hún þéttari eftir því sem sunnar dró. SJÁ ÞORSK 1 5000 þús. m. FJARLÆGÐ. íslenzkir fiskifræðingiar, sem stadidir voru um borð í gær diásömiuðu mjög tæknilegan útbúnað, sem starfsforæður þeirra á Johan Hjort hefðu til slíkra rannsókna. Um borð eru t. d. asdiktæki og bergmáls- dýptarmeelir, sérstalklega smið að fyrir Norðmenn hjá Sim- rad. Er hægt að sjá í þeim í 5000 m. fjarlægð, og greina hvern þorsk. Standa ^orð- mennirnir þar mun betur að vigi, þar eð íslendingar geta aðeins í hinu 9 ára gamla Devold sagði að Hafrann- sóknarstofnunin í Bergen hefði yfir að ráða 6 fiskirann- sóknarskipum og Háskólinn nokkrum í viðbót, svo að 11 skip væru í allt í fiskirann- sóknum fyrir Norðmenn. Að- spurður hvort næg verkefni væru fyrir öll þessi skip, sagði hann að alltaf lægi eitthvað fyrir, sem ekki væri hægt að komast yfir, og þó væru alltaf leigðir fiskibá’tar til viðfoótar I rannsóknir. Á vetrum þyrfti t.d. helzt að hafa skip til að fylgja síldirini eftir að landi, annað til að elta þorskinn og það þriðja loðnuna, og á sumr in væri eitt skip upptekið á íslandemiðum, annað á Bar- entshafi o.s.frv. *— Og mér er óhætt að full yrða að engin fjárfesting sem norska ríkisstjómin hefur gert, hefur borgað sig eins vel og rekstur fiskirannsókn- arskipa, sagði Dervold. Og norskir fiskifræðingar vona að saimstarfsmenn okkar á íslandi fái svipuð starfsskii- yrði. JOHAN HJORT LÝKUR MÖSKVARANNSÓKN- UNUM. Finn Devold flýgur nú heim til Noregs, en Erling Bratberg, fiskifræðingur, tekur við Jo- han Hjort, sem nú fer til Aust ur-Grænlandis, til þorsk og lúðurannsókna. Síðan kemur skipið aftur til fslands, tH að taka þátt í möskvarannsókn- um 6 þjóða, sem fara fram undir stjórn Jóns Jónssonar. Norðmenn sendu fyrstir af út lendingum rannsóknarskip hingað í vor, síðan komu skip frá Skotlandi, Kanada, Eng- landi, Þýzkalandi og Sovét- ríkjunum og rannsóhknunum lýkur með athugunum Johans Hjorts í haust. f I /* NA /5 hnútar 1 SV 50 hnútar X Snjó/como 9 Úði \7 Skúrir S Þrumur mss V\ 1! H,Hmt 1 L&lmai H ijægoirnar ganga nú hver eftir aðra yfir Bretlandseyjar og Norðurlönd og valda þar rigningu og sólarleysi eins og löngum áður í sumar. Hér rigndi talsyert fram eftir degi, en glaðnaði til upp úr hádegi. Heldur var kalt á landinu, 6—8 stig norðanlands, en hlýjast á Hæli í Hfeppum, 13 stig á hádegi. — Hæðin yfir Labrador var á hreyfingu aust ur og því ekki von á sunnan- átt í bili. 9—11 stig á Suðurlandi, „Söngurinn er lík- amleg arfleifö", segir Einar Kristjánsson óperu- söngvari i vibtali við B.T, Einar Kristjánsson. Einkaskeyti til Mbl., Kaupmannahöfn, 10 ág. í TILEFNI þess, a» Einar Kristjámsson, óperusöngvari, er í næstu vikn á förum til íslands, þar sem hann mun taka til við söngkennslu, birt- ir Berlingske Tidende í dag viðtal við hann. Einar ræddi um fsland og sönginn, er aðeins lítillega nm starf sitt. Hann álítur þó, að óperan eigi framtíð fyrir sér á ísIantH. Erfitt sé að finna þann íslending, sem ekki getur sungið. „Ég kom í hérað eitt á ís- landi, þar sem aðeins bjuggu 37* manns. Þar var þó fyrir karlakór 40 iranna, Það er því ljóst, að næstum annar hver fullorðinni karlmaður hefi . söngrödd. Ég held að ég hafi fundið skýringuna á því, hvers vegna svo margir geta snngið á íslandi. Það er saga, sem Bonn, 10. ágúst — AP. TILKYNNT var í Bonn í dag, að ekki yrði fjölgað í v-þýzka hernum, og yrði hámarkstala í framtíðinni um 500.000 her- menn. Því aðeins, að sérstök ástæða þætti til, s. s. ef önnur NATO ríki fækkuðu í herliði sínu í V-Þýzkalandi, yrði gripið til frekari fjölgunar hermanna. er meira en þúsund ára göm- nl. Sumir halda, að söngurinn sé háður veðráttunni. Söng- urinn er hins vegar fyrst og fremst líkamlegur eiginleiki. Það eru ekki íslenzku fjöllin, sem hafa gefið okkur söng. in i. Ef ; ro væri, ættu Norð- menn að syngja betur en við, því að fjöll þeirra eru hærri og meiri en okkar. Það gera þeir þó ekki. íslendingar eru sjálfir komnir frá Noregi, en á leiff. inni urffn þeir fyrir árifum i Shetlandseyjum, Skotlandi og írlandi. T;m 20—30% íslend- inga er af keltneskum upp- runa og Keltar geta sungið. Eg held einnig, að ítalip hafi orðið fyrir áhrifum. af Grikkjum, er þeir gerðu inn- ráa sína, en Grikkir voru gæddir sönggáfu. Hins vegar urðu Spánverj- ar fyrir áhrifum af Márum, sem ekki gátu sungið, og Spánverjar geta heldur ekki sungið. Sönggáfan er arfleifð, lík- amleg arfleifð.“ Ftrndur Sjálfstæðismanna á Suðureyri ÞANN 1. ágúst sl. var fundur haldinn í Sjálfstæðisfélagi Súg- andafjarðar; fundurinn var á Suðureyri. Formaður félagsins, óskar Kristjánsson, framkvæmdastjóri, setti fundinn og stjómaði hon- um. Fundarritari var Jón Krist- insson, skólastjóri. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulag og starfsemi flokksins og ræddi einkum um flokksstarfið í Vest- fj arðakj ördæmi. Á fundinum voru kjömir full- trúar í fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Vestur-ísafjarðar- sýslu og í Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi. Stjórn Sjálfstæðisfélags Súg- andafjarðar skipa: óskar Kristj- ánsson, formaður, Páll Þórðar- son, Olga Ásbergsdóttir, Lovísa Ibsen og Jón Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.