Morgunblaðið - 11.08.1962, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar tréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
MORGUNBLAÐIÐ. {
Kvöldsala á blaðinu hefst úr
afgreiðslunni við Aðalstræti J
á hverju laugardagskvöldi kl. 9.
181. tbl. — Laugardagur 11. ágúst 1962
Gdð síldveiði - saltað alls-
staðar nema á Raufarhöfn
Smásíldin horfin
FRÁ ]>vi kl. 8 í fyrradag tii kl.
8 í gær fengu 55 skip samtals
34.350 mál og tunnur. Mest fékkst
24 mílur austur af Glettinganesi
og Gerpi, en einnig undan Héraðs
flóa og 25 mílur SA frá Kol-
beinsey. f gær héizt veiði á sömu
slóðum og gott útlit var um
veiði í nótt.
Mikil ánægja rikir nú með það
fyrir austan, að smásíldin virð-
ist alveg horfin.
Siglufjörður, 10 ágúst.
Hingað komu sex skip í morg-
un með um 2.100 tunnur, sem
| Hannes HnU- I
Idórsson lútinn |
ísafirði fimmtudag.
HANNES Halldórsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri hér á ísa
firði, andaðist í morgun, tæplega
sjötugur að aldri. Hann var 1
u.þ.b. 35 ára framkvæmdastjóri
Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga,
en lét af því starfi í ársbyrjun
1960 sakir heilsubrests. Hann tók
mikinn og virkan þátt í félags-
starfi Sjálfstæðismanna á ísafirði
í marga áratugi og gegndi m.a.
störfum í niðurjöfnunarnefnd,
um fjöldamörg ár, og var endur-
skoðandi bæjarreikninga til
dauðadags.
Hannes var kvæntur Guðrúnu
J. Kristjánsdóttur, og áttu þau
einn son, Hafstein aðalbókara í
Landsbanka íslands á ísafirði.
Hannes Haldórsson var einn af
þekktustu borgurum ísafjarðar-
kaupstaðar.
Fréttaritari.
MÁLFUNDAFÉLAGIB Óðinn
hyggst fara í skemmtiferð laug-
ardaginn 18. og sunnudaginn 19.
ágúst. Farið verður um Borgar-
fjörð, tjaldað í Húsafelisskógi og
athugaðir möguleikar á að skoða
Surtshelli á sunniudag. Ekið verð-
ur hehn um Kaldadal og Þing-
velli.
Sanúgerðingar!
LOKASALA í happdrætti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi stendur yfir. Dregið verður
1. september. Miðar eru til sölu
hjá aðalumboði happdrættisins í
Sandgerði; hjá Páli Ó. Páissyni.
allt fór í söltun. Síldin veiddist
26 milur ASA af Kolbeinsey, og
er þetta ágæt síld. Síld er enn
flutt að austan. Hér er gott veð-
ur, norðankæla. — Guðjón.
Raufarhöfn, 10. ágúst.
Hér lönduðu í dag 12 skip
5.652 málum í bræðslu. Afla-
hæst var Hringsjá með 1.418 miál,
en þá Sætþór með 910. Smásíld
og kolmunni er saman við síld-
ina, sem nú er ekki söltunarhæf.
— Hagbarður frá Húsavíik missti
því nær alla hringnót sína, er
smásíld ánetjaði sig, svo að öll
nótin sökik og aðeins pokinn náð
ist. — Veðrið er gott og alltaf
von á næturveiði. — Einar.
Norðfjörður, lð. ágúst.
Margir bátar hafa komið hing-
að í dag, og hafa flestir verið
mieð ágæta söltunarsíld. Stanz-
laus söltun hefur verið hér á
öllum plönum síðan snemma í
mongun. Þrátt fyrir það að engin
síld barst hingað í þrjá daga
vegna brælu, er þegar orðin lönd
unarbið aftur í verksmiðjunni,
u.þ.b. 10 þús. mála þróarrýimi
losnar á morgun. Mest af þeirri
síld, sem barst hingað í dag,
veiddist um 30 mílur SA af Norð
fjarðarhorni, út af Gerpi og
Skrúð. Aflahæstir hér í dag eru
Steflán Ben með 1000 tn., Manni
900, Glófaxi T00 og Stígandi VE
800 mál. — Svavar.
Reyðarfjövður, 10. ágúst.
Hingað hafa komið sex bátar
sían á hádegi með stóra og feita
síld, sem öll fór í salt. Er nú
saltað á öllum þremur plönun-
um. Smásíldin er horfin. — Síld-
in veiddist 20—25 mílur SA af
Skrúð og undan Gerpi. — Hér
er ágætt veður. — A.Þ.
Kuml frá heiðni fismst
við Crímsstaði á Fjöllum
NÚ í vikunni fór Þorkell Gríms-
son fornminjafræðingur norður
að Grímsstöðum á Fjöllum, til
þess að rannsaka þar kuml, sem
er nálægt gamla bæjarstæðinu,
en það er 6 km sunnar en hið
nýja. Hafði fundizt þar lítill
spjótsoddur í sumar.
Þorkell skýrði M)bl. svo frá í
gær, að kumlið væri rétt norðan
við bæjartóftirnar. Kumlið, sem
örugglega er frá heiðni, liggur í
norður og suður með steinaum-
búnaði að norðan og niður eftir
miðjum hlíðum. Beinin voru
taisvert hreyfð, svo að þarna
mun hafa verið rótað einhvern
tima, nema beinin hafi verið
ÞorkeU móni
með fuUfermi
BV. INGÓLFUR Arnarson kom
til Reykjavíkur af heimamiðum
á fimmtudag með um 150 tonn.
Þorkell máni fór héðan laug-
ardaginn 28. júlí á mið við Vest-
ur-Grænland. Hann er væntan-
legur hingað á mánudagsmorgun
méð fullfermi, ca 340 tonn.
Þormóður goði fór héðan 28.
júlí og hóf veiðar við Vestur-
Grænland 1. ágúst — 8. ágúst
hafði hann fengið 135 tonn. —
Hann er væntanlegur hingað á
fimmtudag.
Brezkur skáti
fótbrotnar
Akranesi, 10. ág.
ÞAÐ óhapp varð í gærmorgun,
er brezku skátarnir voru að leika
að knetti uppi á íþróttavelli, að
einn þeirra, Edwin að nafni, fót-
brotnaði.
í gærkvöldi kveiktu skátar
varðeld á barnaskólablettinum
nýja, sungu, dönsuðu og skemmtu
sér þar frá kl. hálfníu til kl. að
verða hálfellefu. Ræður voru
fluttar. Brezkar ungmeyjar sýndu
þjóðdansa, og einnig brezku pilt-
arnir. íri einn söng lög úr
,,English Songs and Ballads". —
Úm 500 manns var þarna. Varð-
eldastjóri var Lúðvík Jónsson.
— Oddur.
200 jbús. kr.
á heilmiöa
FÖSTUDAGINN 10. ágúst var
dregið í 8. flokki Happdrættis
Háskóla fslandis. Dregnir voru
1.150 vinningar að fjárhæð
2.060,000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200.000
krónur, kom á heilmiða númer
37.919, sem seldur var í um-
boði Jóns St. Arnórssonar, Banka
strseti 11.
100.000 krónur kornu á hálf-
miða númer 48,739 sem voru
seldir í umboði Arndisar Þor-
valdsdóttur, Vesturgötu 10.
10.000 krónur komu á eftirtal-
in númer:
1728 7225 8386 9084 10187
10737 16929 17173 17929 19057
23238 24285 25723 27014 29823
30821 32860 35566 36003 37918
37920 42059 51117 51694 55317
56392 56925.
einkennilega lögð í upphaíi.
Þarna fann Þorkell bein af ein-
um dreng og liklega hefur ann-
ar einstaklingur legið þarna
einnig, en beinin eru enn ókönn-
uð. Enginn hlutur hefur fundizt
þarna nema spjótsoddurinn, og
'bendir stærð hans til þess, að
drengjaspjót hafi verið lagt í
gröfina. — Á melum talsvert
langt fyrir norðan kumlið fann
Þorkell brot úr höfuðkúpu, en
ekkert annað beina.
4 Reykvíkingar höfðu gaman i
af að virða fyrir sér þessa
fallegu skútu í gær. Hún
kom kvöldið áður eftir 12
sólarhiinga siglingu frá
Kiel, og um horð voru tólf
stúdentar, allir félagar í sigl
ingaklúbbi stúdenta þar í
borg. Skútan heitir „Peter
von Danzig“ og er smíðuð
árið 1936 fyrir stúdenta í
Danzig. Þegar Rauði her-
inn nálgaðist borgina í
stríðslok. sigldu stúdentar
henni ti* Kielar, og þar
hefur heimahöfn verið síð-
an. Hcnni hefur tvívegis
verið siglt vestur til Ame-
ríku. Stúdentarnir, sem
sigldu henni hingað, ætla
að ferðast talsvert um land-
ið, en sigla síðan heim með
viðkomu í Hjaltlandi.
(Ljósm. M.Ö.A.).
Athafnasamur lög-
brjótur á Akureyri
Akureyri, 10. ág.
SL. NÓTT var erilsamt hjá lög-
reglunni. Fyrst var stolið bíl í
Brekkugötu og honum ekið um
bæinn, en skilinn eftir óskemmd-
ur. Siðan var annar bíll tekinn
ófrjálsri hendi við Bjarmastíg,
en er þjófurinn reyndi að ræsa
bílinn sást til hans. Var lög-
reglunni þegar tilkynnt, og fór
hún á staðinn og handsamaði
manninn. — Þá var brotizt inn í
gullsmíðaverkstæði og skartgripa
verzlun Sigtryggs og Péturs við
Brekkugötu. Þar voru tekniir
munir, sem eru að virði um 7—8
þús. krónur. Þegar lögreglan fór
að rannsaka málið, kom í ljós, að
sami maðurinn hafði framið öU
þessi brot. Er hann nú í gæzlu
hjá lögreglunni.
I gærdag var brotizt inn f
flóabátinn Drang og þar stolið
7—800 kr. í peningum. Sá, sem
valdur var að því, hefur einnig
náðst, og er málið í rannsókn.
— St. E. Sig.
Enovid ekki hættulegt!
Chicago, 10. ágúst - AP.
BANDARÍSKA læknafélagið
tilkynnti í dag, að engar vís-
indalegar sannanir hefðu feng
izt fyrir því, að ófrjósemis-
lyfið enovid væri lífshættu-
legt.
Tilkynningin fylgir í kjölfar
upplýsinga frá bandarísku
heilbrigðisyfirvöldunum um,
að 6 konur kynnu að hafa lát-
izt af völdum lyfsins. Höfðu
þær allar neytt þess og fengið
blóðtappa.
Áður hafði brezkt lækna-
tímarit varað við neyzlu lyfs-
ins, og taldi, að a.m.k. ein
kona hefði látizt af völdum
þess í Bretlandi.
I tilkynningu heilbrigðisyfir
valdanna bandarísku, er var-
aði við lyfinu, var þó tekið
fram, að aðeins væri um sterk
ar lí’kur að ræða, en ekki
sannanir, er fyrir lægju, um
skaðsemi enovid.
Sala lyfsins var bönnuð í
Noregi á mánudag.