Morgunblaðið - 16.08.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð Fímmtudagur 16. ágúst 1962 isleifur Árnasson borgardómari - kveðja ISLEIFUR Árnason var fæddur að Geitaskarði í Húnayatnssýslu hinn 20. april 1900. Voru for- eldrar hans Árni Á. Þorkelsson, bóndi að Geitaskarði, og kona hans, Hildur Sveinsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1923, en embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1927. Eftir það gegndi ísleifur margháttuðum lögfræðistörfum hér í bæ allt til dauðadags, hann andaðist 7. þ. m. ísleifur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Soffíu Gísladóttur Johnsen, árið 1925. Þau áttu fjög ur mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Þegar ég hugsa um ísleif lát- inn, þá er Ijúfast að minnast æskuáranna, þegar við áttum framtíðina en framtíðin ekki okkur, því mennirnir spá en Guð ræður. Það voru ungir og djarfhuga drengir, sem kvöddu Mennta- skólann vorið 1923, ákveðnir í að vinna þjóð sinni gagn og sjálfum sér frama. í þeim hópi var ísleifur meðal hinna fremstu, vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega og með glæsibrag hins kynborna manns. ísleifi rættust æskuvonirnir vel, því að í starfi sínu vann hann sér traust og frama. Hon- um auðnaðist að skipa hinar mestu virðingarstöður stéttar sinnar. Þannig var hann um 12 ár prófessor í lögum við Há- skóla íslands. Aðalstörf hans voru þó dómstörfin, þar á meðal um skeið í Hæstarétti íslands. Dómar fsleifs voru vandaðir og stóðust vel, enda var maðurinn rökfastur og réttsýnn að eðlis- fari en lagaþekking hans með ágætum. Nú, að leiðarlokum, þökkum við samstúdentar og vinir ís- leifs löng og góð kynni en ást- vinum hans sendum við okkar beztu samúðarkveðjur. Ól. Þ. Guðm. B. Halldórsson Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama, en orðstír, deyr aldregi, hvem er sér góðan getr. Þessi orð komu mér i hug þeg ar ég frétti hið sviplega fráfall góðvinar míns Guðmundar B. Halldórssonar þótt ég vissi að hann gekk ekki heill til skógar kom mér á óvart að svo skjótt yrði hann kvaddur til hinztu ferð ar. En hann var örugglega ferð- ‘búinn, hann var heitur trúmaður og kveið ekki þeirri för sem við vitum öll að ekki verður frest að, það vissu þeir sem þekktu hann bezt, þótt hann ræddi fátt iþar um, en það kom fram i hans daglega lifi. Hann unni öllu því sem gott var og fagurt og öll hans verk báru því vitni. Alt sem hann lagði hönd að var svo vandað og fínt að af bar, og þótt bátasmíði væri honum hug leiknust allrar vinnu lagði hann sömu alúð við aðra smíði. Guðmundur var mikill listun- andi og söngelskur og hafði sérstakt yndi af hljóðfæraieik, ■og minnist ég margra gleðistunda í vinahóp þar sem hann var hrók ur alls fagnaðar. Og minnist ég nú þess er hann var nokkru áð- ur en hann lézt, í góðum fagn- aði á heimili mínu og var það í . siðasta sinn sem ég sá hann iif- LOKAÐ I DAG frá kl 1 til 4 e. h. vegna jarðarfarar. STEINAVÖR H/F., Norðurstíg 7. Stjúpbróðir rrinn SiGIJRBJÖRN VALDIMARSSON andaðist í Landakotsspítala 14. þessa mánaðar. Svava Sigurðardóttir. Fósturmóðir mín SIGÞRLÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að Elliheimilinu Grund þriðjudaginn 14. ágúst. Markús Eðvardsson, Hjallaveg 17. Móðir okkar GUÐLAUG AUÐUNSDÓTTIR Vesturgötu 26 A, lézt 7. ágúst. Utförin hefur farið íram. Þökkum inni- lega auðsýnda samúð. Fyrir hönd systkina minna. • Sigurgeir M. Olsen. Jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa HANNESAR HALLDÓRSSONAR Smiðjugötu 2, ísafirði, er lézt 10. þ.m. íer fram frá ísafjarðarkirkju föstudaginn 17. þ.m. Ahöfnin hefst rríeð bæn að heimili hins látna kl. 2 e.h. Guðrún J. Kristjánsdóttir, Hafsteinn O. Hannesson, Kristín Bárðardóttir, Bárður, Guðrún og Hannes Hafsteinsson. Útför móður okkar ÞORBJARGAR SIGURÐARÓÚTTIR Drápuhlíð 23, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudagirm 17. ágúst kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hinnai látnu er bent á líknarstofnanir. Hanna Ingvarsdóttir, Þerkell Ingvarsson, Guðbjörn Ingvarsson. Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu vináttu við fráfall JÓNGEIRS D. EYRBEKKS Sólborg Sigurðardóttir, Sigrún Eyrbekk. Kveðjuathöfn un SIGMUND SVEINSSON fyrrv. umsjónarmann Miðbæjarbarnaskólans, fer fram í Dórnkirkjunni föstud. 17. ágúst kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður að Voð- múlastöðum í Austur-Landeyjum laugardaginn 18. ágúst kl. 2. Börn, tengdabörn og bainabörn. Jensina Jónsdóttir fyrrum hjúkr- unakona Göfug sál og Guði hlýðin, gleðja vildir sérhvern mann. Jafnan varst þú alls ókvíðin, áttir trú á Frelsarann. Fyrir hann þú vitna vildir, verma, hugga, lina þraut, Guðs þíns vilja gjörla skildir, gekkst því þjónsins fúsu braut. Víða spor um Víkur stræti vígdjörf áttir Heróp með. Þó að lokum lúnum fæti legðir upp, fór fórnfúst geð. Fyrir Drottin vinna vildir, vera sendiboði hans. Vissir: Eitt loks aðeins gildir, að eiga frelsi Lausnarans. Margir blessa minning þina, mun hún lifa I sveit og bæ. Miðlaðir þú mörgum, Sína, mildi og ástúð sí og æ. Bréf frá Kristi til vor varstu, vel þú notaðir þitt pund. Kærleiksboð frá honum barstu, bana fram að þinni stuna. Þó að duft þitt dvelji í moldu, dýrð þér skin á himna strönd. Þar nú lofar fegri á foldu Frelsarann þín leysta önd. Gengur þú um gullin stræti, gleðin ríkir fjær og nær. Nú er Sína frá á fæti, fyrir störf sín laun hún fær. Síðast þér ég þakka, Sína, þelið hreina, kærleik þinn. Ást og tryggð við mig og mína, mildi þína sérhvert sinn. Hálfrar aldar kærust kynni, kásta ljóma á nafnið þitt. Ávaílt verður mér í minni, mætust kona er ég hef hitt. Bjarni Þóroddsson. andi. En hann, kunni ekki síður að umgangast vini sína í sorg þeirra en gleði, það var gott að finna 'handtak hans' en ekki síst ef um sárt var að binda. Ógleym anleg er mér hjartahiýja hans og fölskvalaus vinátta þegar svo stóð á og fyrir bað vildi ég mega þakka af heilum hug og undir það tekur fjölskyldan mín öll. Eg minnist hans ætíð sem þess manns er í engu vildi vamm sitt vita og sem öllum þótti gotx að kynnast. Það er stórt skarð höggv ið í vinahópinn en um það tjáir ekki að fást. Guðmundur var fæddur í Hliífsdal 5. júní 1889 og var því rúmlega 73 ára.að aldri er 'hann lézt. Útför hans fþr fram í kyrr iþey að hans eigin ósk laugardag- inn 28 júlí sl. Hann var kvæntur Elísabet Guðmundsdóttir frá Melum sem lifir mann sinn ásamt þrem upp komnurn sonum. Far þú í friði friður guðs þig blessi bafðu 'þökk fyrir allt og allt Karitas Magnúsdóttir — Vlnland Framhald af bls. 8. ok slettir á beru sverðinu. Við þetta óttast Skrælingar ok hljópu undan á skip sín ok reru í brott. Þeir Karlsefni finna har.a ok lofa happ henn ar. Tveir menn fellu af þeim Karlaefni, en fjöldi af þeim Skrælingum“. Eftir þessa atburði þótti landnámsmönnum ekki fýsi- legt að ílengjast í Vínlandi hinu góða. „Þeir Karlsefni þóttust nú sjá, þótt þar væri landkostir góðir, at þar myndi jafnan ótti ok ófriðr á liggja af þeim, er fyrir bjuggu“. Var nú haldið í norður, kom ið við í Straumfirði og víðar, en að lokum haldið til Græn- lands. Lauk þar með landnámi norrænna manna í Vínlandi. Þess skal að lokum getið, að ekki er á sama veg sagt frá þessum atburðum í Grænlend- inga sögu. — Urban Hansen Framihald af bls. 6. * ur að grófhreinsa frárennslis- vatnið, til þess að ekki verði ólíft við ströndina, þar sem fólk vill geta sleikt sólskinið og bað- aS sig. Þessi hreinsun kostar borgina sém svarar % milljarðs ísl. króna. Og þrátt fyrir það er þó hvergi hægt að segja að vatn- ið við strendur Eyrarsundsins sé hreint, því að ef svo ætti að vera, yrðu allir bæirnir allt frá Helsingjaeyri suður til Kþge að hreinsa frárennslisvatn sitt — og það allt mundi kosta a.m.k. tvöfalda þá upphæð, sem ég nefndi. A3 tala dönsku — Er yður nokkuð sérstakt í huga í samibandi við tengsl ís- lendinga og Dana, eftir dvöl yð- ar bér? — Það gæti verið margt. En ég ætla að láta nægja að minn- ast á eitt: íslendingar læra allir dönsku Qg þeir lesa hana og jafnvel skrifa erfiðislaust — en (þeir eru flestir dauðhræddir að tala hana, af því að þeir halda alltaf að þeir segi einhverja vit- leysu. Mér hefur dottið í hug, hvort ekki væri hægt að koma iþví svo fyrir, að danskir kenn- araskólamenn skreppi hingað f t/vo, þrjá, fjóra mánuði árlega nokkrir í senn, til þess gagngert að tala dönsku við unglingana f skólunum og gefa þeim þannig kost á að æfa sig — tækifæri til að losa sig við „skrekkinn". Ég held, að þetta gæti orðið gagn- legt fyrir báða aðila. Á þröskuldi nýrrar Evrópu í lok samtalsins lét Urfoan Hansen yfirborgarstjóri í ljós þá von sína, að fá eftir önnur 10 ár, helzt þó fyrr, tækifæri til að heimsækja fsland að nýju. Og að síðustu komst hann að orði á þessa leið um framtíðina: Lítil þjóð, sem úr skauti for- tíðarinnar hefur hlotið dýrmæt- an menningararf og borið gæfu til að ávaxta hann á marga vísu, hefur — á þröskuldinum inn 1 hina stóru Evrópu — vissulega möguleika; ekki vegna krafta möguleika; ekki *^cir aP sitt helduir kosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.