Morgunblaðið - 16.08.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1962, Blaðsíða 17
Fimmfudagur 16. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIB v> Þórunn Jensdóttir Minning „Sálírnar saman þú leiðir um sóifegri leiftrandi brú brú frá iifi lil lífs, til lífs sem ei mannvitið skilur, lífs, sem þú áttir frá eilífð, en ennþá dauðinn oss hylur. Sannlega sú kemur stund, að vér sjáum, skynjum og reynum endalaus ógrynni dýrðar, sem opnast ei dauðlegum neinum. En dauðlegir eru þeir einir, sem ei vilja Drottin sjá“, w Þannig kvað eitt höfuðskáld íslendinga i gullfallegu kvæði, og koma mér þessar ljóðlínur oft í huga og þá eigi síst, þegar ein- hver góður vinur minn er geng- inn. Alveg sérstaklega koma þau mér í hug við lát frú Þórunnar Jensdóttur, sem lézt að kvöldi 9. þ. m. efcir erfiða sjúkdómslegu. Hún var dóttir hjónanna Mar- grétar Magnúsdóttur fyrrum ljós xnóður og Jens A. Guðmunds- sonar kaupmanns að Þingeyri 1 Dýrafirði. Foreldrar Þórunnar voru af traustum vestfirzkum settum. Fædd var Þórunn að Flateyri í Önundarfirði hinn 1. apríl 1900 og því fulira sextíu og tveggja ára, er hún lézt. Systkinin voru alls 11 auk fóst urdóttur þeirra hjóna, sem þau ólu upp sem sitt eigið barn. Sjö systkinin eru nú látin, en fjög- ur á lífi auk fósturdótturinn- ar. Föður sinn missti hún tvítug að aldri, en móðir hennar and- aðist í Reykjavík árið 1949. Þórunn fiuttist ung að árum til Reykjavíkur, stundaði skrf- stofustarf, nam hjúkrunarfræði og starfaði við hjúkrun bæði hér heima og criendis. Árið 1931 gift jst hún Sigurjóni Stefánssyni skrifstofustjóra og eignuðust þau tvær dætur, sem báðar eru uppkomnar, giftar konur í Reykjavik. Það er alltaf erfitt að sætta sig við, þegar vinirnir hverfa af sjón arsviðinu, að manni finnst fyrir aldur fram. En örlagavöldin, sem spinna lifsþræðina, fara sínu fram og þar nær mannanna vald harla skammt. Frú Þórunn var einstaklega einibeitt, ákveðin og hreinskilin. Hún sagði jafnan sannleikann í fullri einurð og í algerðri hrein- skilni. Öll hálfvelgja og tepru- skapur var afar fjarri hennar Skapi. Hún var ávalt upplífgandi og hressileg í bragði fram til síð- ustu stundar. Það var jafnan gott að vera í návist hennar, því frá henni andaði gleði og styrkleiki. Vair hún ávallt uppörfandi og þá ekki síst á góðra vina fundum. En hún var kona, sem andaði hlýju frá. Kom það ekki síst fram í starfi hennar sem hjúkr- unarkonu bæðj fyrr og síðar, því eftir lát manns síns fékkst hún Dokkuð við það starf. Það vildi svo til að ég og kona mín dvöldum á hæli, þar sem hún hafði yfirstjórn hjúkrunar- liðsins um nokkurn tíma. Varð mér þá fyrst ljóst hve verkefnin voru henni auðveld, enda virt af öl'lum sjúklingum hælisins og læknum þess. Maður frú Þórunnar var, eins og fyrr segir Sigurjón Stefáns- son, sem var lengi skrifstofu- stjóri hjá firmanu Helgi Magnús son & Co, í Reykjavík. En hann er látinn íyrir nokkrum árum. Heimili þeirra hjóna var við Garðastræti 40 í Reykjavík. Var það hið virðulegasta heimili, heimilsfaðirinn virðulegur, traust ur og prýddur hinum fornu dyggðum, áreiðanlegheitum og trúmennsku í hvívetna. Stóð frú Þórunn traustan vörð um að heimilisbragurinn allur héldi þessum virðuleik. Enda kunn- íngjahópurinn stór og gott var ávalt að koma á heimili þeirra hjóna, þar sem hógvær gleði og yirðuleikur skipaði öndvegið. Fyrir nokkrum mánuðum kenndi Þórunn sjúkdóms þess, er varð henni að aldurtila. Sagði hún mér um grun sinn um það fyrir rúmu halfu ári, an enginn æðrusvipur fylgdi fregninni, er finnst stundum söknuðurinn sár. hún tjáði mér þetta. Var henni — að ég held — strax þá ljóst hvert stefndi, þótt enginn gæti merkt það í fari hennar né fram komu. Slíkur var kjarkur henn- ar og lífsþróttur, enda kom það ávalt fram til hinztu stundar. Það er ávalt svo að leiðarlok- um, að minningar liðins tíma hrúgast upp í huga manns og þá sérstaklega þeirra, er nánastir voru á lifsleiðinni og löngum samferða. En allar þær mörgu minningar, sem ég og fjölskylda mín geymurn frá liðnum árum í samfylgd með frú Þórunni, eru bjartar og heiðríkar, þar sem engan skugga ber á. Slíkra er ávalt gott að minn- ast. En vanmáttur okkar mann- anna barna veldur því að okkur Við gleymum oftast að fyrir hon um er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur, og að jarðvistin er eins og lítlil dropi í úthafi eilífðarinnar. Gild- ir þar um hið sama hvort sem bilið milli þeirra, sem gengnir eru og hinna, sem eftir standa á bakka móðunnar, er stutt eða langt, eíiir okkar takmarkaða mælikvarða, en slíkt ættum við aldrei að iáta villa okkur sýn. En því miður vanmetum við oft hin sígildu náttúrulögmál, sem höfundur tilverunnar setti í önd- verðu, öllum iífsverum jarðar til aukins þroska og til að færa sjálft lífið ávalt fram á leið. Og nú þegar stríðinu er lokið og jarðvistin á enda, trúum við að nýr heimur, nýtt starfssvið og ný verkefni bíði þeirra, sem flutt hafa yfir á æðsna tilverusvið. Ég veit að heimkoman verður að óskum, þai sem mjúkar hend ur og iiugir áður farinna ást- vina, leiða þessa látnu konu til halla sólarlandsins. Og við trú- um með öruggri vissu, að, „Sál- irnar sarr.an þú leiðir um sólfegri leiftrandi brú-----------“. Það er þessi vissa, sem fram kemur í hinum íögru ljóðlínum skáldsins, sem gefur okkur huggun harmi gegn, gefur ástvinum öryggi og vissu mitt í harminum. En eitt er þó víst, þegar Jþess- arar látnu konu er minnst, þá hygg ég að það væri ekki að hennar skapi að rekja hér nein- ar harmatölur og skal það ekki frekar gert. Slíkt var henni svo langt fjarri skapi. Ég og fjölskylda mín vottum öllum ástvinum frú Þórunnar heitinnar okkar dýpstu samúð og hluttekningu og einnig hin- um mörgu vinum hinnar látnu, sem ég veit að sakna nú sárt að hún er horfin okkar jarðnesku sjónum. En við öll, bæði ástvina hópurinn og hinn stóri kunn- ingjahópur, geymum minningu um frú Þórunni Jensdóttur, minn ingu, sem varpar ljósgeislum á liðnar samverustundir. Við biðj um þess að hinn þróttmikli andi, sem nú hefir slitið af sér viðjar hins jarðnerka tilverusviðs, megi fá tækifæri til að finna ný verk- efni í samræmi við hin nýju heimkynni, þar sem lífið heldur áfram, „frá lífi til lífs, til lífs, sem ei mannvitið skilur, lífs, sem þú áttir frá eilífð“. Við blessum minningu hinnar látnu, sem bér hefir verið minnzt með nokkrum orðum. Óskar Jónsson. Magnús Bergsson frá Skriðufelli — Minning Erla Larsdóttir Minning F. 9. apríl 1947. D. 9. ágúst 1962. VIÐ brottför Erlu koma mér í hug orð skáldsins: „Þar sem sorgin sr, þar er heilagur stað- ur“. Þungt er það högg, er örlög- in greiða hinum nánustu, þegar góður vinur hverfur af vettvangi þessa jarðar, og þyngst þegar sá horfni er ‘ blóma lífsins, bú- inn góðum dyggðum og skapar bjartar framtíðarhorfur með breytni sinni og þroska. En reynslan er skóli lífsins, og þar er oft strangur agi. í stuttri jarðvist sinni ávann Erla sér hreina lífsgleði og hug- prýði, sem voru hennar einkenni, 'er greinilegast komu í ljós, þeg- Bætt við nemum í Rannsóknarstofu Landspítalans A KOMANDI hausti, í septem- ber og október n. k., verða tekn- ir inn nýir nemar í Rannsókna- stofu Landsspítalans. Námstími er alls 24 mánuðir og skoðast þrír fyrstu mánuð- irnir sem undirbúningstímabil. Laun greiðast samkvæmt XIII fl. launalaga, hálf laun undirbúningstímabilið en síðan full laun 1. og síðar 2. stigs. Umsækjendur skulu hafa lok- ið stúdentsprófi ,og er óskað eft- ir, að afrit af prófskírteini fylgi með umsókn. Umsóknir sendist til próf. Davíðs Davíðssonar, Landsspít- alanum, fyrir 1. sept. 19162. ar sjúkdómurinn náði tökum á líkama iiennar. Hún tók þeirri reynslu með frábærri stillingu, og mætti því brottfararstundinni með þolgæði og í hreinleika, sem mun drjúgt veganesti í næsta áfangastað. Ég þakka þér Erla mín sam- verustundir okkar, trú þína á lífið og gildi þess, en fyrst og fremst fyrir þína tryggu og góðu lund. Foreldrum hennar, þeim Júlí- önu Valtýsdót.tur og Lars Jakobs syni stöðvarstjóra, votta ég inni- legustu samúð mína á kveðju- stundinni. En ef við trúum á framhaldslífið þá mýkist allt og græðist, glaðnar til og birtir í brjóstum og huga, þá er viss- an um franiþróun hið græðandi smyrsl. Guðjón Mýrdal. HUGLJÚFUR vinur hefir horfið oss sjónum og hætt störfum hér á jörðu. Hann var trúr og dygg- ur þjónn sem gætti sinnar köll- unar og ástundaði í kærleika að vera öðrum til góðs. Hann upp- skar því trúrra þjóna verðlaun í dýrðarríki Guðs. Magnús Bergsson fórst skyndi- lega af slysförum austur í Gnúp- verjahreppi, skammt frá Skarði, að kvöldi 25. í. m. þar sem hann var einn á ferð. Ætlaði hann að dvelja í Skarði í sumar eins og undanfarin sumur. Var hann jarðsunginn að sinni fornu sókn- arkirkju á Stóra-Núpi 3. þ. m. við hlið konu sinnar sem var jarðsett bar 20. f.m. Var fjöl- menni mikið við jarðarförina, eins og þar var skömmu áður við jarðarför ko.nu hans. Magnús var fæddur að Skriíðu felli í Gnúpverjahreppi 12. apríl 1880. Foreldrar hans voru hjón- in Bergur Jónsson og Gróa Þor- varðardóttir frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi. Ólst Magnús upp í Skriðuíelli hjá foreldrum sínum í glöðum systkinahópi. En 12 ára gamall varð hann fyrir því áfalli, að missa föður sinn og bjó móðir hans þá áfram með elzta syni sínum Ólafi, en hann bjó þar síðar lengi. En um tvítugsaldur leitaði Magnús að heiman og fór norður í Bárðar- dal og dvaldist þar um árabil ásamt Björgu systur sinni, en mjög kært var með þeim. Mér er ekki fyliilega ljóst, hvernig á því stóð, að hann leitaði svo langt úr heimahögum þegar á unga aldri, en ekki kæmi mér á óvart þó einhverju hafi ráðið, að hann átti þá þegar afburða gæðing, er entist honum vel og lengi. Eftir það kom Magnús aftur í sitt byggðarlag og var þá meðal ann ars á Stóra-Núpi með konuefni sínu, Pálinu Guðmundsdóttur, en þau giftust 12. maí 1912. Bjuggu þau hjón eftir það í Árnessýslu, unz þau 1926 fluttu að Katrínar- koti í Garðabreppi og síðan hing að 1949 og dvöldu hér upp frá því, nema hvað Magnús á sumr um vann 1 sveit, síðast í Skarði, þar sem hann var mörg sumur. Þau hjón eignuðust 3 mannvæn- leg börn, Guðmund og Berg bíl- stjóra, sem báðir eru kvongaðir hér í bænum og eina dóttur Björgu Unni, sem alltaf hefir dvalið með foreldrum sínum. Magnús var mesti mannkosta- maður, sem öllum vildi vel. Hann var síglaður og léttur í máli og heilsan lengst af góð, enda vann hann til hinztu stundar. Hann átti alla tíð frábæra gæð- inga, er voru eftirlæti hans og yndi, vinir og félagar. Starfaði hann að hirðingu hesta, eftir að hann flutti hingað. Sambúð hjónanna varð löng og farsæl og samhugur ríkti með þeim. Og stutt var bilið milli and láts þeirra, hún andaðist 14. og hann 25. f. m. Barninu sem þekkti þau hjón, varð líka að orði er það heyrði andlát Magn úsar: „Hún Pálína hefir kallað á haim“. Mér er minnisstætt síðasta við talið er ég átti við Magnús 4 dögum áður en hann dó. Hann var glaður í anda og heilög ró og fegurð var í tali hans, svo mér fannst það aldrei verið slíkt og ' hafði ég orð á því á eftir. Við hefðum öll óskað að hafa þennan góða dreng lengur á meðal okkar, en því skal líka fagnað, að hann skyldi ekki þurfa að bíða hrörnunar og enn meiri elli. Hann gegndi himnesku kalli: „Þá barnslegt hjarta biður, þín blessun streymir niður. Ég fer til þín, kom þú til mín‘\ Blessun Guðs fylgi þér til eilífðar. Steindór Gunnlaugsson. Öllu stjórnað af ríkinu Warsjá, 13. ágúst. NTB — Reuter. — Ákveðið hefur verið í Warsjá, að öllum pólskum skólum og heimil um fyrir munaðarlaus börn, sem rekin eru af trúarlegum félögum, skuli hér eftir stjórnað af ríkinu. HOTEL BORG £//y og hljómsv. Jóns Páls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.