Morgunblaðið - 23.08.1962, Side 10

Morgunblaðið - 23.08.1962, Side 10
10 Fimmludagur 23. ágúst 1962. uttfelðMfc Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ötbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. • Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÝIR TILBURÐIR SAKLEYSINGJA MORCVNBLAÐIÐ Nokkur glöð andlit við brunna Salómons. Annar frá hægri er ambassador Bandaríkjanna. Bundinn endir á vatns- skort Jerúsalembúa Aldagamalt vandamál loks leyst F’élftgsskapur sá, sem al- mennt gengur undir nafn- inu Brúsastaðahreyfing, er nú á ný tekin til við að þjóna hlutverki sínu. Er því ástæða til að rifja upp hvert það er Á allra vitorði er að þess- ar hreyfingar, hvort sem þær hafa verið nefndar „gegn- her-í-landi“, „samtök her- námsandstæðinga“, eða eitt- hvað annað, hafa verið skipu- lagðar af kommúnistaflokkn- um og kostaðar af erlendum aðilum. Þetta atriði er ómót- mælanlegt og ætti það eitt út af fyrir sig að gefa nokkra vísbendingu um hvert hlut- verk slíkra samtaka sé. En margt fleira er til vitnis um það að þessum hreyfing- um er ætlað að vinna að framgangi heimskommúnism ans og gegn vestrænu lýð- ræði. Þannig hendir það aldrei að neitt sé gert á veg- um ' slíkra hreyfinga sem styggt geti erindreka heims- kommúnismans, en hvert tækifæri er hins vegar 'notað til að gera tortryggilegt heil- brigt og eðlilegt samstarf okkar með öðrum lýðræðis- þjóðum. Menn minnast þess líka að nú fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar gengu allir starfs- menn samtaka hernámsand- stæðinga til opinberra starfa í þágu kommúnismans, sem frambjóðendur hans hér á landi. Lengi tókst kommúnistum að fá nytsama sakleysingja til liðs við sig í hvert skipti er þeir hófu nýja „gegn-her- í-landi“-sókn, en upp á síð- kastið hefur ekki frétzt af neinum nýjum liðsmönnum, og er það ánægjulegur vott- ur um áð íslendingar gera sér nú betri grein en áður fyrir eðli þessarar starf- semi. HLUTVERK NATO Darátta flokksins og þar með auðvitað þeirrar deildar flokksins, sem nefnd er „samtök hernámsandstæð- inga“ beinist fyrst og fremst gegn öllu sámstarfi við vest- rænar lýðræðisþjóðir. Er það meginskylda kommúnista um víða veröld að veikja lýð- ræðisskipulag og heilbrigða samvinnu lýðræðfsþjóða til að greiða götu hinnar rúss- nesku heimsvaldastefnu. Þegar Atlantshafsbanda- lagið var stofnað 1949 báru íslendingar gæfu til að vera þátttakendur í þeim mikil- vægu samtökum frá upphafi. Hinn rússneski imperíalismi hafði þá teygt sig yfir hvert þjóðlandið af öðru. Milljónir höfðu misst frelsi sitt og kúgun kommúnismans ógn- aði fleiri þjóðum. Stofnun Atlantshafsbanda- lagsins olli því að í Evrópu unnu kommúnistar ekki þumlung lands eftir að lýð- ræðisþjóðirnar höfðu bund- izt traustum böndum. Þannig er það öruggt að Atlants- hafsbandalagið forðaði því að kommúnisminn flæddi yfir Evrópu, sem þá var í sárum eftir heimsstyrjöldina. Kommúnistar eiga þá ósk heitasta að allar þjóðir heims verði hlekkjaðar hinum al- þjóðlega kommúnisma. Þess vegna fjandskapast þeir við Atlantshafsbandalagið meir en nokkra stofnun aðra. Hér á landi er nú tekið að halla undan fæti fyrir komm- únistum. Þeir gera sér sjálfir grein fyrir þvi að fylgistap það, sem hafið er muni halda áfram og flokkur þeirra senn verða settur á sama bekk og slíkar klíkur eru í nágranna- löndunum, þ.e.a.s. verða ein- angraður og einskis virtur. Þeir gera nú örvæntingar- fullar tilraunir til að bjarga flokki sínum. Ein hugmynd- in er sú að breyta enn um nafn og forystu, en megin- kapp leggja þeir eins og áður á það að fá til liðs við sig nyt- sama sakleysingja, nota nafn þeirra og æru meðan það endis/, en varpa þeim síðan fyrir róða. FALSANIR TÍMANS TVTaumast kemur svo út blað af Tímanum að þar úi ekki og grúi af hvers kyns’ fölsunum og ósannindum. Morgunblaðið nennir að sjálfsögðu ekki að eltast við allan þann ósanninda- og blekkingavaðal, en hefur þó að undanförnu bent á nokk- ur dæmi, sem sanna að gjör- samlega er tilgangslaust að ætla að afla sér réttra heim- ilda í blaði Framsóknar- flokksins. Enn skal eitt dæmi nefnt um þetta. í gær segir í Tím- anum: „Mbl. heldur því hins veg- ar frain að viðskiptin (aust- urviðskiptin) séu svo óhag- UM LANGT skeið hafa íbúar Jerúsalem og Bethlehem sótt vatn sitt í brunna Salómons (þeir hafa verið kenndir við hann), er liggja um 12 km fyrir sunnan Jerúsalem. Hins vegar hefur það viljað brenna við, er líða tekur á sumar, að brunnarnir hafa nær tæmzt. Snemma á þessu ári var allt útlit fyyrir, að svo myndi fara og nær alger vatnsskortur ríkja í báðum borgunum. Er slíkt hefur borið við, hefur afleiðingiu oft orðið uppþot og óeirðir, þannig að yfirvöldin hafa orðið að skerast í leikinn. Nú hefur verið ráðin bót á þessu ástandi, og í ár munu allir hafa nóg vatn. Undarifarna mánuði hefur einn af sérfræðingum Bandarísku stæð að þeim beri að hætta þegar í stað“. Að undanförnu hefur Mbl. bent á að austurviðskiptin væru á mörgum sviðum ó- hagkvæm og hefðu sérstak- lega verið það á meðan kommúnistaríkjunum var ljóst að við íslendingar vor- um tilneyddir að skipta við þau í ríkum mæli. Hins veg- ar hefur blaðið lagt áherzlu á að við ættum að skipta við þessi lönd eins og önnur, að svo miklu leyti sem þau við- skipti væru okkur hagkvæm. Mbl. hefur líka undirstrik- að, að það teldi að þessi við- skipti gætu orðið hagkvæm, einmitt vegna þess að við er- um ekki lengur tilneyddir að kaupa af kommúnistaríkjun- um og þau eru nú sem óðast að gera sér það ljóst að þau verða að selja okkur jafn góðar vörur og öðrum og á heimsmarkaðsverði. En Tíminn segir lesendum sínum það blákalt að Mbl. haldi því fram að viðskipt- um eigi „að þætta þegar í stað“, þó að ekkert í þá átt hafi nokkurntíman staðið í Mbl. — Slíkar fullyrðingar hæfa fréttafölsunarblaðinu prýðilega. framfarastofnunarinnar (AJD) dvalizt í Jórdaníu. Maðurinn, Oli ver Folsom, er kunnáttumaður um áveitur Er hann heyrði um vatnsskort þann, sem í vændum var, sneri hann sér til ambassa- dors Bandaríkjanna í Jórdan, William B. Macomber, með uppá stungu um úrlausn. Fyrir nokkru fundust nýir brunnar við Hebron, er liggur um 27 km fyrir sunnan brunna Salómons. Óhægt er þó um vik, því að á milli liggja fjöll. Folsom kom með þá tillögu, að í skyndi yrði lögð vatnsleiðsla frá Hebron til Salómonsbrunna. Maoomber, ambassador féllst strax á tillöguna. Hann sendi ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna skeyti og bsð um fjárhagaðstoð til að hrinda verkinu í fram- kvæmd. Svar 'oarst innan tíðar. Þannig stóð á, að allt frá árinu 1945 hafa þúsundir af vatnsrörum legið ó- notuð í vörugeymsluhúsi í Norm andí. Leyfi fékkst nú til að fá þessi rör flutt til Jórdaníu. Flutnirigadeild bandaríska hers ins kom rörunum um borð í skip, er var á leið írá Evrópu til hafn arborgarinnar Aqaba í Jórdaníu. Einum og hálfum sólarhring eft ir að skipið kom í höfn var búið að flytja rörin inn í land og búið að dreifa þeim meðífram því svæði, er leggja skyldi þau um. Síðan hófust sérfræðingar Jórd aníuhers handa, og á níu dögum höfðu þeir tengt öll rörin. Auk þess var komið fyrir vatnsdæl um, þar eð yfir hálendi var að fara. Fyrir rúmri viku söfnuðust helztu ráðamenn saman við brunna Salómons til að vera vitni að því, er fyrsta vatnið úr brunnunum í Hebron rann í Sal ómonsbruima. Hussein konungur, er verið hafði erlendis, meðan á fram- kvæmdinni stóð, var furðu lost- inn, að verkinu skyldi vera lokið, er hann kom til baka. Yatn er nú í hverjum krana I Jerúsalem, og borgarstjórinn, Rawhi Khafib, sagði: „Þetta er kraftaverk". Aldagamalt vandamál var loks leyst. Macomber, ambassador sagði: „Stundum hefur aðstoð okkar við önnur lönd verið gagn rýnd, en í þetta skipti hittum við þó naglann á höfuðið“. íbúar Jerúsalem og Bethlehem eru honum víst hjartanlega sam- mála. Kortið sýnir afstöðu brunnanna til borganna. Syðst, við Hebr- on eru nýju brunnarnir og þaðan eru um 27 km til Salómons- brunna. Þeir eru aftur 12 km frá Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.