Morgunblaðið - 01.09.1962, Page 2

Morgunblaðið - 01.09.1962, Page 2
MOnGVNTlLAÐlÐ Laugardagur 1. sept. 1962 Skekkiur margra ára Rætt vib Einar bónda Halldórsson á Setbergi um landbúnaðarmálin TÍÐINDAMAÐUR Mbl. hitti Einar bónda Halldórs son á Setbergi að máli í gær og spurði hann frétta. Var m.a. rætt nokkuð um afkomu landbúnaðarins og viðhorf Einars til þeirra mála. — Vegna samanburðar á sjávarútvegi og landbúnaði, sem gjarnan er gerður, hefur Mbl. aflað þeirra upplýsinga, að afurðalán úr Seðlabankan um 1961 voru svipuð út á land búnaðarafurðir og sjávarafurð ir eða 54—55%. Þú varst stadd nr á fundinum í Borgarnesi, þar sem m.a. voru gerðar álykt anir í afurðamálum landbúnað arins. Hafa bændur ekki feng ið afurðalán undanfarið eins og áður? — Eg get ekki svarað ná- kvæmlega, hvernig því er var ið en svo veit ég með fullri vissu, að Mjólkursamsalan og Sláturfélag Suðurlands hafa elcki borgað seinna út eða lægri hundraðshluta en áður nema síður sé. Þvert á móti borgaði Sláturfélagið hærri hundraðshluta á sl. hausti held ur en áður hefur verið. Hitt er svo að sjálfsögðu nauðsyn- legt, að bændur fái sem mest og sem íyrst greitt andvirði þeirra vara, sem þeir leggja inn og eðlilegt að þeir geri á- lyktanir um það. — Þið rædduð líka verðlags málin og gerðuð ályktun um þau. Hvað viltu helzt um þau segja? — Það er alveg augljóst mál, að bændur verða að fá hærra afurðaverð en þeir hafa feng ið undanfarin mörg ár. Það er öllum kunnugt, sem með þess- um málum fylgjast, að verð- lagsgrundvöllurinn hefur aldrei verið réttur. Það eru því skekkjur margra undan- farinna ára, sem þarf að leið- rétta. Fáír munu svo bjart- sýnir að halda að sú leiðrétt- ing fáist í einum áfanga. Ég hef setið alla fundi Stéttarsam bandsins og þar hafa bændur aldrei verið fullkomlega á- nægðir. Einar á Setbergi Verðlagnlng landbúnaðaraf- urða hefur undanfarin 16 ár farið fram samkvæmt lögum um Framleiðsluráð landbúnað arins. ÖU þessi ár hafa Fram- sóknarmenn haft meirihluta í Framleiðsluráði og tveir af þrem fulltrúum bænda í 6 manna nefndinni verið úr þeirra röðum. Það má því undr un sæta, hveming „Tíminn“ skrifar um verðlagsmál land búnaðarins, þar sem hann t.d. fullyrðir fyrir nokkrum dög- um ,að bændur hafi einskis góðs notið af framleiðsluaukn ingu síðan 1950, vegna rangrar verðlagningar á landbúnaðar afurðum. • Leiðrétting er nauðsyn. — Hvað vilt þú annars segja um ástandið? — Mér finnst tími til kom- inn, að skekkjur fyrri ára verði leiðréttar, Vitað er, að Sjálfstæðisflokkurinn vill að svo verði, enda trúa því marg- ir bændur, einnig Framsóknar bændur, að liklegast sé að ná leðiréttingu á meðan Sjálfstæð ismenn fara með landbúnaðar- málin. Allir vita, að það var fyrst forystu Sjálfstæðisflokks ins, sem afurðasölumálin voru leiðrétt árið 1942 og bjargaði það bændastéttinni um langan tima. Nú er það svo, að lögum sam kvæmt getur ríkisstjórnin ekki haft áhrif á verðlagningu afurðanna, heldur er það 6 manna nefndin og Framleiðslu ráð, sem þar koma við sögu. Þess ber hins vegar að geta, að ríkisstjómin hefur gert annað undir forystu Ingólfs Jónsson- ar, þ.e. að tryggja fullt verð fyrir afurðirnar, þótt þær séu fluttar úr landi og seldar fyr ir lágt verð. Hefur rikissjóður þannig greitt tugi milljóna kr. til þess að forða bændum frá því tapi, scm þeir urðu að bera áður en afurðasölulögin voru endurbætt í árslok 1959. — Bændafundir hafa ekki enn sem koraið er þakkað þessa tryggingu opinberlega, enda þótt bændur hafi í heild gert sér ljóst, að hér er um mikið hagsmunamál og réttarbætur að ræða. • Ekki til gagns. — „Tíminn“ endurtekur aftur og aftur, að afurðaverðið hafi ekki hækkað nema 4— 20% síðan 1958? — Nei, svo slæmt er það nú ekki. Eins og allir bændur geta séð með því að fletta upp í Árbók landbúnaðarins og Vasahandbók bænda, hefur meðalhækkunin verið 26% á þessu tímabili. Það er vitan- lega ekki til framdráttar mál- stað bænda að fara með skakk ar tölur. -- XXX ----- Að lokum lét Einar á Set- bergi þess m.a. getið, að hann væri bjartsýnn á það, að land búnaðinum yrði búin sú að- staða, að hann gæti í framtíð inni gegnt hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Sýning myndiistarmanna f dag M. 2 e.h. verður opnuð í Listamannaskálanum samsýn- ing á vegum Félagis íslenzkra myndlistarimanna. Á sýningunni sýna verk eftir sig 21 listmálari Strauss sýknaður Bonn, 31. ágúst (NTB — AFP) LANDVARNARRÁÐHERRA V- Þýzkalands, Franz Jósef Strauss, hefur beint þeim tilmælum til austur-þýzkra hermanna, að þeir hætti að skjóta á það fólk, er reynir að flýja yfir til V-Þýzka- lands, enda þótt þeir hafi um það fyrirmæli frá austur-þýzku stjórninni, Strauss segir, að restur-'þýzka stjórnin hafi lista yfir 800 nöfn austur-tþýzkra hermanna, sem gerzt hafi sekir um að skjóta á flóttamenn. — „Þótt þeir hafi þannig myrt meðbræður sína“, segir ráðherrann, „dæmum við ekiki alla þá, sem vinna fyrir stjórnina í Austur-Þýzkalandi — en austur-þýzkir hermenn, verið trúir föðurlandi ykkar, það kem- ur til með að standa lengur en hið kommúníska þjóðfélags- kerfi“. SkemmtiferS ungra Sjálfstæðis- manna í Skagafirði Ungir Sjálfstæðismenn í Skaga firði efna til sinnar árlegu ákemimtiferðar nú um helgina. Laglt verður af stað frá Sauð- áiikróki kil. 9 árdegis á sunnudag. Leiðrétting 1 MINNINGARGREIN Stein- gríms J. Þorsteinssonar um Helgu Sigurðardóttur skóla- stjóra í blaðinu í gær, urðu þau mistök, að upphafslína síðustu málsgreinar í 2. dálki féll nið- ur. Rétt er setningin þannig: „En hvernig sem nemandaval réðst, gat fröken Helga alltaf agað hvern flokk til samstilltrar, öruggrar og virðulegrar fram- komu, en þó frjálsmannlegrar, svo að bar af flestu skólafó’ki okkar að mannasiðum.“ Malarhryggir furðulega sjaldgœfir á íslandi Nægileg möl i virkjunarframkvæmdir við Jökulsá f GREIN sem Sigurður Þórarins- son skrifar í nýútkomið hefti af Ná'ttúrufræðinignum um malar- hryiggi, feemiur m.a. fraim að er hann vann sem jarðfræðilegur ráðunautur að rannsókn á virkj- unarmöguleikum í Jökulsá á Fjöllum, var eitt verkefnið að reyna að finna nægilegt magn af heppilegu steypuefni í vænt- anlegar stíflur og önnur mann- virki. Benti hann þá sérstaklega á ás sem liggur á Mývatnsöræf- um suðaustur af Eilífsvatni, frá norðvestri ti'l suðausturs um sunnanverða Grænulág og yfir dalsigið milli Vestari og Aust- ari brekkna, en Sigurður segir að þetta sé mesti malarás, sem honum er kunnugt um. Var þessi staður seinna rann- sakaður og áætlar Sigurður Björnsson, verkfræðingur, að magn steypumalar og sands í þessum ási, sem kallaður er Sandás, sé um 300 þús. tenings- metrar, en í svonefndum Grjót- hrygg, styttri malarás suðaust- an í Grjóthálsi rétt sunnan við Dettifossveginn, um 90 þús. Má því telja að þessir tveir ásar trygigi að verulegu leyti steypu efni til hugsanlegrar virkjunar- framkvæmda í Jökulsá. Hagnýt þýðing á steinsteypumöl í greininni kemur fram að malarhryggir eru furðulega sjaldgæfir á íslandi, þó meginið af landinu hafi verið hulið jökli á seinustu ísöld, en þeir hafa fengið mjög mikla hagnýta þýð- ingu á öld steinsteypu, því set þeirra er hið ákjósanlegasta steypuefni. Sigurður nefnir þó nokkra ása, t.d. á Álftanesi rétt sunnan vegarins til Bessastaða, nyrzt í Reykjadal, þar sem ás- inn er bókstaflega hluti af bíl- veginum milli Breiðumýrar og Húsavíkur og er sá lengsti og fallegasti malarás, sem höfundi er kunnugt um, og loks þver- skorinn malarás, við þjóðveginn þegar ekið er frá Reykjahlið tii Grímsstaða vestan Mývatns. Malarásar við jökulrendur Sigurður segir það skoðun sína að víða leynist ásastúfar, ef vel er að gáð, og að malarásar séu nú sums staðar að myndast vegna hopunar jökla á síðustu áratug- um, en hann kveðst hafa veitt athygli svelgásum í dalahlíðum, er hann hefur flogið yfir landið. og 7 r>yndlhaggvarar og sýna þeir />mtals 42 málverk og 14 hiöjPkmyndir aúk þess sem á sýn- ingunni verða listofin teppi. Sýn ingin verður opin daglega frá 2-10 e.h. til 16. septemiber. 1 gærdag voru listamennirnir önnum kafnir að koma lista- verkum sínum fyrir og tók ljós- miyndari blaðsins þessa mynd af listkonunni Barböru Árnason og Herði Ágústssyni fyrir fram- an teppi Barböru. Buðu öldruðu fólki til Þingvalla HAFNARFIRÐI — Bifreiðastjór- ar fóiksbílastöðvanna hér og Landleiðir buðu öldruðu fólki í skemmtiferð sl. fimmtudag og tóku um 180 manns þátt í ferð- inni. Haldið var úr bænum kL 1.30 og farið til Þingvalla í ágætu veðri. Þar var fólkinu boðið upp á kaffi í Valhöll og síðan haldið í Bolaibás, þar sem dvalizt var skamma hríð, í Val- höll tóku til máls séra Sveinn Vík ingur, Bergþór Albertsson bif- reiðarstjóri, Sigríður Sæland, Guð laugur Einarsson og Jóhann Þor- steinsson forstjóri Sólvangs. — Þökkuðu þrjú síðasttöldu fyrir gott boð, en bifreiðastjórarnir hafa boðið öldruðu fólki í skemmtiferðalag nokkur undan- farin ár. — Komið var til Hafn- arfjarðar kluikkan átta um kvöld- ið eftir skemmtilegan dag.— G.E. Bókbindarar semja um kjarabætur ALMENNUR fundur félags- manna 1 Bókbindarafélagi ís- lands var haldinn í gær. Fyrir fundinn lá uppkast, sem stjórn Bókbindarafélags íslands, stjórn Félags bókbandsiðnrekenda á ís- landi og Ríkisprentsmiðjan Gut- enberg hafði komið sér saman um. Uppkastið var samþykkt. — Var þar aflýst boðaðri vinnu- stöðvun félagsins, sem koma átti til framkvæmda í dag. Helztu breytingar eru þær, að allir kauptaxtar hækka um 14%. Verður grunnkaup sveina á viku nú 1559,11 kr. á viku í stað 1367,64 kr. áður. Þá verða stúlk- ur nú fjögur ár að vinna sig á fullt kaup í stað fimm áður. Hæsti kauptaxti stúlkna verður 1200,37 kr. í stað 1052,96 áður. Þá voru gerðar nokkrar lagfær- ingar á samningum bókbindara, svo sem um veikindad'^gr, hevlr- brigðisreglur o. £1. c.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.