Morgunblaðið - 01.09.1962, Page 8
8
MORCVNBLAÐÍB
Laugardagur 1. sept. 1962
tíðindi
d
Liíl T\\ 1
■Vi
Alslr
Ástanlið í Alsír verður nú al-
Varlegra með hverjum deginum.
Kjör fólksins versna og fréttir
Sherma, að þeim fari nú fækkandi,
í hópi þeirra, sem enn hafa vinnu,
ler fá laun sín greidd. Lengi vel,
eftir að landið fékk sjálfstæði
1. júlí sl., virtist sem almenning-
Ur í landinu léti sér nægja að fá
Ben Bella
loforð stjórnmálaforingjanna í
Stað brauðs. Sú skoðun virðist
nú vera að víkja.
Tæpar fjórar vikur eru nú
liðnar frá þvi Ben Bella setti á
laggirnar stjórnarnefnd sína og
vék frá yöldum bráðabirgðastjórn
inni, er var undir forystu Ben
Khedda. Foringjar allra herstjórn
arsvæðanna sex í Alsír fylgdu
þá Ben Bella að málum og studdu
valdatöku hans.
Sú samvinna varð þó ekki lang
vinn, er í ljós kom, að Ben Bella
hafði í huga að taka völdin af
herstjórunum og stofna þjóðher,
undir einni stjórn.
Þá snerust herstjórarnir gegn
Ben Bella. Á miðvikudag 1 fyrri
viku virtist sem slitnað hefði
endanlega upp úr öllum samn-
ingaumleitunum herstjóranna og
stjórnarnefndarinnar. Degi síðar
komu herstjórarnir samt með
„síðasta tilboð“, þar sem þess var
krafizt, að engar breytingar yrðu
gerðar á stöðu þeirra, fyrr en
kosningar hefðu farið fram, 2.
september n.k. og landið hefði
kosið sér þing.
Talið er, að stuðningur herstjór
anna hafi m a. byggzt á því, að
á framfioðslistanum — þeim eina,
sem fram kom — var þriðjungur
frambjóðenda ráðamenn hers-
ins. Sama dag hertu herstjórar 4.
svæðis (Algeirsborg og nágrenni)
tök sín á umráðasvæðinu, þann-
ig að dregið var mjög úr áhrif-
um Ben Bella þar.
Á laugardaginn var síðan lesin
yfirlýsing stjórnarnefndarinnar,
þar sem því var lýst yfir, að
stjórnarnefndin gæti ekki „staðið
við skuldbindingar sínar, vegna
uppreisnar herstjóranna á 4.
svæði“. Jafníramt var tilkynnt,
að kosningum yrði frestað um ó-
ákveðinn tíma, og framboðslist
inn dreginn til baka.
Þá höfðu herstjórar 4. svæðis
þegar tekið í sínar hendur út-
varpsstöðina i Algeirsborg og haf
ið ritskoðun dagblaða þar.
Um leið og tilkynnt var, að
kosningum hefði verið frestað —
í þriðja sinn — lýsti fulltrúi út-
lagastjórnarinnar í stjórnar-
nefndinni, Boudiaf, því yfir, að
hann gæti ekki lengur setið í
nefndinni. Boudiaf er fulltrúi
Kabýlinga. Hann hafði lýst sig ó
samþykkan því að taka sæti í
nefndinni, eftir stofnun hehnar
en lét þó til leiðast, „til að forða
frekara ósamkomulagi".
Áður hefur kastazt í kekki með
Boudiaf og stjórnarnefndinni, er
hún lét handtaka hann fyrir
nokkru siðan. Boudiaf var þó
fljótlega látinn laus og vildi sem
minnst gera úr því atviki.
Á mánudag gerðist það, að her
stjórar í V-Alsír lýstu fullum
stuðningi sínum við stjórnar-
nefnd Ben Bella, fram að kosn-
ingum. Átöldu þeir herstjóra 3.
og 4. svæðis fyrir andstöðu við
stjórnarnefndina. Þann dag kom
í ljós, að völdin höfðu verið tek-
in af herstjórum 5. svæðis og her-
inn þar leystur upp.
Það er einmitt óttinn við svip-
aðar ráðstafanir, sem valdið hef
ur andstöðu herstjóra 3. og 4.
svæðis.
Staðan nú er því þannig, að her
stjórar 1., 2. og 6. svæðis fylgja
Ben Bella að málum, herstjórar
5. svæðis eru valdalausir, en her
stjórar 3. og 4. svæðis hafa Al-
geirsborg, nágrenni hennar og
Mið-Alsír á sínu valdi.
Ýmsir valdamenn í Alsír hafa
látið til sín heyra um ástandið
síðustu daga. Boumedienne, her
foringi, stuðningsmaður Ben
Bella, lýsti því yfir, -að stjórnar
nefndin væri eina lögmæta valda
samkunda landsins. Fordæmdi
hann afstöðu herstjóranna í Al-
Er Alsír á barmi glötunar? — Sam-
komulag í Genf - en ekki um til-
raunabann — Hvað leiðir af samein-
ingu Katanga og Kongó?
vopnaðra átaka í Algeirsborg, er
herstjórarnir þar létu handtaka
nokkra af stuðningsmönnum Ben
Bella. Síðar bárust fregnir um, að
stjórnarnefndin hefði sent af stað
herlið til Algeirsborgar.
Friður virðist eiga erfitt upp-
dráttar í Alsír. Segja má, að
vandræði Frakka, er þeir reyndu
að koma á stjórn innanlands-
mála í Alsír endurspeglist í síð-
ustu atburðum þar.
Afvopnun
í hvert skipti, sem afvopnunar
ráðstefnan í Genf sezt á rökstóla,
má treysta því, að samkomulag
náist um eitt atriði a.m.k.: Hve-
nær næst skuli gera hlé á störf-
um.
Á fundum ráðstefnunnar fyrr í
sumar var einróma samþykkt, að
hlé skyldi gert í einn mánuð
vegna sumarieyfa. Nú hefur ver-
ið samþykkt, að hlé skuli gert um
tveggja mánaða skeið, frá 8. sept.
til 12. nóvember.
Þótt ráðstefnan standi enn í
nokkra daga, áður en hlé hefst,
þá virðist ekki ástæða til að gera
sér vonir um samkomulag um
bann við tilraunum með kjarn-
orkuvopn, að þessu sinni.
Strax eftir sumarhlé kom í Ijós
að Bandaríkjamenn vildu ekki
samþykkja allsherjarbann, nema
takmarkað bann. Á mánudag
báru Bandarikjamenn og Bretar
fram tvær tillögur. Önnur var hin
sama og áður, að samningar yrðu
gerðir um allsherjarbann, með
eftirliti. Töldu þeir æskilegt að
samið yrði um bann á grundvelli
hennar. Hins vegar báru þeir
fram tillögu um takmarkað bann
án eftirlits, sem ekki er talin
þörf á, nema með tilraunum neð
anjarðar, eins og áður greinir.
Þannig eru nú öll ríki afvopn
unarráðstexnunnar, nema komm-
únistaríkin, iylgjandi takmörk-
uðu banni.
Rússar lýstu sig andvíga báð-
um tillögunum, þeirri fyrri af
sömu ástæðu og fyrr, hinni síð-
ari vegna þess, að þeir töldu tak
markað bann aðeins fela í sér
„löggildingu á neðanjarðartilraun
um Bandaríkjamanna". Þeir telja
ekkert áunnið með því að banna
allar tilraunir í háloftunum, neð
ansjávar og í geimnum. Það tók
rússnesku fulltrúana aðeins einn
sólarhring að komast að þessari
niðurstöðu.
Tveimur dögum síðar komu
þeir fram með tillögu (sem reynd
ar var áður borin fram af Mexi-
kó), þess efnis, að stöðvaðar yrðu
allar tilraunir frá og með næstu
áramótum. Það er raunar sama
tillaga þeirra og áður, að bann
verði sett á án eftirlits. Kennedy,
geirsborg og Mið-Alsír.
Mohammed Khider, sem til-
kynnt var að tæki við utanríkis
málum í stjórnarnefndinni, eftir
að Boudiaf gekk úr henni, hefur
gagnrýnt báða. Hann var eitt
sinn sagður hafa ætlað að ganga
úr nefndinni, en hefur þó oft
lýst stuðningi sínum við Ben
Bella, þó ýmsir hafi talið hann
andstæðan honum á köflum. Af-
staða Khiders, sem áður fór með
utanríkismál í útlagastjórninni,
hefur oft ekki virzt á hreinu. Er
tilkynnt var, að hann hefði nú
tekið við utanríkismálum, var
jafnframt sagt, að hann dveldizt
nú á sjúkrahúsi — vegna of-
þreytu.
Belkacem Krim, herstjóri í Ka
býlafjöllum, er harður í afstöðu
sinni til Ben Bella sem fyrr.
Ben Khedda, forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnarinnar, sem lét
í minni pokann fyrir Ben Bella,
hefur krafizt kosninga hið fyrsla.
Hefur hann sent deiluaðilum
bréf, þar sem hann biður þá gera
allt, sem hægt er til að varðveita
friðinn í landinu. Einkum beindi
hann orðum sínum til herstjór-
anna í Algeirsborg.
Á miðvikudagskvöld kom til
ALSÍR: Friður — gjörðu svo vel
til kæmi eftirlit innan ríkja kjarn
orkuveldanna. Afstaða Rússa var
enn sú, að eftirlit kæmi ekki til
greina, þar sem slíkt væri aðeins
tilraun til dulbúinna njósna.
Næst gerðu menn sér vonir um,
að aukin þekking og tækni gæti
leitt til þess, að hægt yrði að
slaka til á kiöfunum um eftirlit.
,Þá þegar var ljóst, að ekkert eft
irlit þurfti innan ríkja kjarnorku
veldanna með tilraunum í háloft
um, neðansjávar eða í geimnum,
heldur aðeins með neðanjarðar-
tilraunum, er oft og tíðum valda
sömu hræringum og jarðskjálft-
ar.
Svo fór einnig, að Yesturveld-
in töldu sig geta slakað á kröfun
um um eftirlit, vegna nýtilkom-
innar tækni, þannig, að eftirlits
stöðvar yrðu 80 í stað 180. Af-
staða Rússa til eftirlits var samt
óbreytt og er enn.
Eitt má þó segja að áunnizt
hafi á fundum ráðstefnunnar, frá
því hún tók til starfa eftir sum-
arhlé. Tillögur um takmarkað
bann, þ.e. bann við öllum tilraun
um nema tilraunum neðanjarðar,
hafa átt auknu fylgi að fagna.
Fyrir skömmu bættist Ítalía í
hóp þeirra ríkja, sem aðhyllast
Bandaríkjaforseti, svaraði þessu
degi síðar og kvaðst geta aðhyllzt
þessa tillögu, ef eftirlit kæmi til.
Þar með virðist hringrásin full
komnuð — rétt í tæka tíð áður
en nýtt hlé hefst.
Katanga og Kongó
Samstaða virðist nú hafa náðst
með Bandaríkjamönnum, Bretum
og Belgum um að framfylgja beri
tillögu U Thant, framkvæmda-
stjóra SÞ, til sameiningar Kat-
anga og Kongó.
Erlend blöð hafa mjög velt
þessu máli fyrir sér að undan-
förnu, þ. e. hvort sameining á
þeim grundvelli, sem hér um ræð
ir, muni ná tilgangi sínum.
Þeirrar skoðunar hefur gætt og
hún hefur verið rökstudd, að þótt
bæði svæðin verði sett undir eina
stjórn, eins og áðurnefndar tillög
ur gera ráð fyrir, eða þá að kom
ið verði á fót lausu sambandi ríkj
anna, eins og Tshombe telur rétt-
ara, þá séu vandamál Kongó
iangt frá því að vera leyst.
Tillaga U Thant gerir ráð fyrir,
að tekjur þær, sem stjórn Tshom
be hefur af starfsemi námufélags
I ins „Union Miniére“ í Katanga,
verði skipt með stjórn Adoula I
Leopoldville. (Tshombe hefur tal
ið sig geta fallizt á þessa lausn,
ef til komi að auki fjárhagsað-
stoð SÞ, Bandaríkjanna og fleiri
stórvelda).
„Union Miniére" framleiðir og
selur fyrir um 220 milljónir dala
árlega. Af þeirri upphæð renna
um 40 milljónir dala til stjórnar
Tshombe.
Útgjöld stjórnarinnar í Leopold
ville verða í ár um 382 milljónir
dala, en gert er ráð fyrir að tekj
urnar verði aðeins 150 milljónir
dala, þannig að hallinn á fjárlög
um verður nærri 232 milljónum
dala. — 20 milljón dala greiðsla
frá Tshombe er af mörgum ekki
talin munu ráða úrslitum.
Auk þess álíta margir, að
Tshombe hafi mun betri stjóm
á Katanga en Adoula hefur á
Kongó. Þetta sé m.a. ein ástæð
an til þess, að framleiðsla „Union
Miniére“ fari nú vaxandi — og
fréttaritarar velta því fyrir sér,
hvort áframhald yrði á þeirri
framleiðsluakningu, ef Katanga
verður sett undir einn hatt með
Kongó.
í því sambandi er bent á, að
efnahagur Kongó sé mjög bágur.
Um helmingur allra verkamanna
í Leopoldville er nú atvinnulaus.
Her Kongó telur um 25.000 menn,
sem eru sennilega hæst launuðu
hermenn í heimi. Kaup óbreytts
hermanns mun nema um 180 döl
um á mánuði (nær 7750.00 ísL
kr.), sem teljast verður óvenju
lega hátt, þegar tekið er tillit til
launa í Kongó almennt.
Fjárreiður Kongó eru á þann
veg, að ólíklegt er, að erlend fyr
irtæki fýsi að beina fjármagni
sínu þangað. Þá hefur komið I
ljós, að framleiðsla ýmissa helztu
afurða Kongó er nú mun minni,
en var áður en Kongó fékk sjálf
stæði.
Þá á Kongó við sérstætt vanda-
mál að glíma. íbúarnir halda
tryggð við ættbálka sína og hafa
ætíð gert, þrátt fyrir þá svæðis-
skiptingu, sem gerð var, er Kongó
var nýlenda.
Stjórnin í Leopoldville hefur
nú tekið tillit til þessa og hyggst
skipta Kongó endanlega í 19
svæði, er séu í samræmi við
skiptingu í ættbálka. Þetta er tal
ið munu auka áhrif ættbálkanna
og draga úr áhrifum stjórnarinn
ar.
Þá mun allt samgöngu- og tal-
símakerfi Kongó vera mjög frum
stætt, og erfitt um stjórn innan
lands af þeim sökum.
í ljósi þessa telja ýmis erlend
blöð, að ef verði af sameiningu
Katanga og Kongó, á þann hátt.
Tshombe
sem nú er gert ráð fyrir, þá
megi m.a. gera ráð fyrir eftirfar-
andi:
• Gjaldmiðill Katanga verði
jafn ótraustur og gjaldmiðill
Kongó er nú.
• Þau áhrif, sem gæta myndi
í Kongó, vegna sameiningar
við Katanga, yrðu langt frá
því að vera jafn þung á met-
unum og þau neikvæðu áhrif,
sem Katanga yrði fyrir af
sameiningu við Kongó.