Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 12
12 MORCUNTtT 4 ÐIÐ I,augardagur 1. sept. 1962 Utgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁBYRGÐARLAUS- ASTIR ALLRA ITeturinn 1950 flutti Fram- " sóknarflokkurinn van- trauststillögu á Alþingi á minnihlutastjóm Sjálfstæð- isflokksins, sem þá' fór með völd í landinu. Vantrausts- tillagan var samþykkt, en ekki var því afreki fyrr lok- ið en Framsóknarflokkurinn gekk í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum og tók þátt í að framkvæma nákvæmlega sömu stefnu og minnihluta- stjórn Sjálfstæðismanna hafði markað í efnahagsmál- lun þjóðarinnar. Þessi staðreynd er í raun og veru táknræn um vinnu- brögð Framsóknarmanna. — Þegar þeir eru í stjómarand- stöðu em þeir á móti öllu, sem ríkisstjórnin aðhefst. — Þeir hika ekki við að lýsa yfir ,að stefna Sjálfstæðis- manna sé þjóðhættuleg og leiði til hruns og eyðilegg- ingar. En um leið og þeir sjálfir fá færi á ráðherra- stólum við hlið Sjálfstæðis- manna taka þeir ekki aðeins þátt í að framkvæma þá stefnu er þeir áður bann- færðu og töldu þjóðhættu- lega, heldur boða þeir hana sem hið eina sanna hjálp- ræði. Þetta gerðist árið 1950. — Þetta gerist alltaf þegar Framsóknarmenn fara úr stjórn eða koma í nýja ríkis- stjóm. Þá er blaðinu gjör- samlega snúið við. ★ Ráðherrar í vinstri stjóm- inni sálugu hafa skýrt frá því að nokkm áður en hún lagði upp laupana hefðu Framsóknarmenn ymprað á ýmsum tillögum, sem óhjá- kvæmilegar væm til við- reisnar í efnahagsmálum landsmanna. Meðal þeirra var rétt skráning á gengi krónunnar og ýmsar jafn- vægisráðstafanir í framhaldi af þeirri aðgerð. En þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynduðu Viðreisnarstjómina og hóf- ust handa um að bægja frá hmni og koma efnahagslíf- inu á heilbrigðan grundvöll þá ætluðu Framsóknarmenn vitlausir að verða, þegar hin nýja ríkisstjórn tók að fram- kvæma ýmislegt það sem þeir sjálfir höfðu talið lífs- nauðsynlegt meðan þeir voru í ríkisstjórn! Síðan hafa Framsóknar- menn þjappað sér stöðugt fastara upp að hlið kommún- ista. Þeir hafa stutt verk- fallabaráttu kommúnista eft- ir fremsta megni og nú berj- ast þeir trylltri baráttu fyr- ir því að öllum hömlum verði sleppt lausum af verðlaginu og taumlaust kapphlaup haf- ið milli kaupgjalds og verð- lags. Þannig hafa þjóðfylking- arflokkarnir skipt með sér verkum. Kommúnistar hafa forystuna fyrir verkföllun- um, auðvitað með stuðningi Framsóknarmanna. En Fram sóknarmenn hyggjast nota bændasamtökin til þess að opna allar gáttir fyrir stór- hækkuðu verðlagi. Vitanlega myndi það bitna á bændum ekki síður en öðr- um landsmönnum ef dýrtið- arófreskjunni yrði sleppt lausri að nýju. Hið ábyrgð- arlausa atferli Framsóknar- manna er þess vegna hreint tilræði við bændastéttina. — Enda þótt bændur séu ekki ánægðir með verðlagsgrund- völl afurða sinna þá hefði það stórfellda, hættu í för með sér fyrir þá ef þeir legðu í það glæfrafyrirtæki að hefja sölustöðvun á afurðum sínum og rífa niður það kerfi sem framleiðsluráðslögin byggja á, og að ýmsu leyti hefur reynzt bændum hag- kvæmt. En Framsóknarmenn skeyta ekkert um það þótt þeir leiði stórkostlega hættu yfir bændastétt landsins. — Þeir eru ánægðir ef þeir geta komið af stað illindum og á- tökum. Það sætir því vissulega engri furðu þótt sú skoðun verði stöðugt almennari að Framsóknarflokkurinn sé á- byrgðarlausastur allra og minnst mark á honum tak- andi. Þegar til lengdar lætur getur því Framsóknarflokk- urinn ekki vænzt þess að hentistefna hans og algert ábyrgðarleysi í stjómarand- stöðunni greiði götu hans til valda að nýju. FORSÆTISRÁÐ- HERRAR DANA Ffcanskir stjómmálaleiðtogar " endast illa. Það sannast ekki sízt á þremur síðustu forsætisráðherrum Danmerk ur. Hans Hedtoft lézt rúm- lega fimmtugur. H. C. Han- sen tók við af honum á bezta aldri. Einnig hann lézt skömmu eftir að hann hafði MTAN ÚR HEIMI j Breytingar á dðnsku SÍÐDEGIS í gær var tilkynnt að Vig'gjo Kair.pmann, forsætisráð- herra Danmerkur hefði tekið I i ákvörðun að segja af sér embætti forsætisráðherra. Jafnframt var tilkynnt, að Per Hækkerup yrði eftirmaður Jens Otto Krag, sem nú lætur af störfum utanríkis- ráðherra og verður forsætisráð- herra. Veikindi Viggo Kampmans, aðeins tveimur vikum eftir að hann tók til starfa aftur eftir nokkurra mánaða veikinda- og hvíldarhlé, hafa komið eins og var honum innilega fagnað af stjómavandlstöð'unni og honum bárust margar óskir um, að hon um mætti endast heilsa til að starfa um langan aldur. Þær breytingar, sem nú hafa átt sér stað á dönsku stjórninni, eru Jafnframt taldar kunnu valda breytingum innan sjálfs sósíal- demokrataflokksins. Nokkurt stríð er sagt hafa stað ið innan flokksins um það, hver tæki við emibætti utanríkisráð- herra, segði Kampmann af sér. — Varaformaður flokksins, Hans Rassmussen, hafði verið nefnd- Hækkerup Hættir Krag framkvæmdastjórn sósíaldemókrataflokksins nú, er hann tekur viÖ embætti forsætisráðherra? reiðarslag yfir stjómmálamenn í Danmörku, ekki að eins innan sósíaldemokrataflokksins, heldur einnig innan stjórnarandstöðunn ar. Er Kampœann kom aftur fram, eftir hvíld sina í sumar, ur sem líklegur eftirmaður hans, en þó kom 1 ljós, að hann naut ekki stuðnings. Þá var talið, að e.t.v. myndi ekki nást samkomulag um Per Hækkerup í embætti utanríkis- í DAG opnar Vilihjálmur Bergsson listmálari sýningu í Bögasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningu listamannsins, sem hefur haldið eina myndasýn- ingu áður (í Ásmundarsal í fyrrahaust) eru 24 myndir, allar abstrakt og nafnlausar. — Vilhjálmur Bergsson er 24 ára gamall og hefur numið í Kaupmannahöfn og Parísar- borg. ráðherra, þar sem bæði hann og Krag eru taldir til hins borgara- lega arms flokksins. Því var tal- ið, að einnig kæmu til greina í það embætti Frode Jaoóbsen, þingmaður, sem jafnframt hefur gegnt ráðherraemibætti, og Ering Kristiansen, sem verið hefur ná- inn samstarfsmaður Krag, ekki sízt í þeim viðræðum, sem staðið hafa um aðild Danmerkur að Efnahagsbandalaginu. Komið hefur einnig fram, að Krag kunni að nota tækifærið til þess að létta á störfum sínum með því að feta ekki í fótspor fyrrverandi forsætisráðherra, s.s. H.C Hansen, Hans Hedtoft, Wilhelm Buhl og Stauning að hafa jafnframt með höndum fram kvæmdastjórn flokksins. Störf forsætisráðherrans eru nú mun umfangsmeiri en áður var, og full þörf á því, að þess- um störfum sé skipt. Fari svo, verður það Hans Rassmussen, sem tekur við formennsku flokks ins. Hins vegar er ekki enn ljóst, hvort Krag tekur slíka ákvörð- un, þar sem ljóst er að hún kynni að veikja aðstöðu hans innan flokksins. Enn er allt óljóst um hvað gerist en gert er ráð fyrir að línurnar skýrist á mánudag, í síðasta lagi, en þann dag hafa verið boðaðir fundir með helztu ráðamönnum innan sósíaldem- krataflokiksins. náð fimmtugsaldri. Og nú hefur Viggo Kampmann orð- ið að láta af störfum forsætis ráðherra sakir heilsubrests, rúmlega 52 ára gamall. Axel Möller borgarstjóri á Friðriksbergi og fyirverandi innanríkisráðherra Dana, einn af glæsilegustu leiðtog- um danska íhaldsflokksins, lézt einnig rúmlega fimm- tugur. Allir voru þessir menn mi'klir hæfileikamenn og mikilhæfir stjórnmálaleiðtog ar, sem ekki nutu aðeins trausts flokka sinna heldur og dönsku þjóðarinnar í heild. Stjómmálabaráttan er erf- itt og lýjandi starf. Það sann ast ekki sízt á þeim stjóm- málaleiðtogum dönsku þjóð- innar, sem hér voru nefnd- ir. Stjórnmálamennirnir em stöðugt undir smásjá almenn ingsálitsins, og enda þótt þeir virðist oftast ganga líkam- lega og andlega ósárir úr hin um pólitíska hildarleik mxm það þó mála sannast, að hann hafi djúpstæð áhrif á heilsu þeirra, hug og hjarta. Viggo Kampmann hefur ekki farið varhluta af svipti- byljum stjómmálabaráttunn ar. Hann varð fyrst f jármála- ráðherra í ráðuneyti Hans Hedtofts árið 1950. Síðan hef- ur hann verið fjármálaráð- herra í þremur ríkisstjórn- um. Þegar H. C. Hansen dó í febrúar 1960 myndaði Kamp mann sína fyrstu ríkisstjórn. Eftir kosningarnar haustið 1960 myndaði hann annað ráðuneyti sitt. Á sl. vori kenndi hann hjartasjúkdóms þess, sem nú hefur leitt tíl þess að hann hefur orðið að segja af sér á bezta aldri. Jens Otto Kragh, sem nú verður forsætisráðherra Dana er eirmig maður á bezta aldri, aðeins 48 ára gamall. Hann er hagfræð- ingur að mennt og talinn þrekmikill og dugandi stjóm málamaður. Vonandi endast kraftar hans betur en hinna þriggja fyrirrennara hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.